Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þingmenn á kjördæma- fundum HLÉ verður á fundum Alþingis alla næstu viku. Er þingmönnum ætlað að nýta hléið til fundahalds í kjör- dæmum sínum. Að sögn Helga Bernódussonar, forstöðumanns þingmálaskrifstofu Alþingis, var fyrst brugðið á það ráð að gera slíkt hlé á þingstörfum á síðasta kjörtímabili og hefur verið tíðkað síðan, þó ekki reglulega. Helgi segir fjarvistir þingmanna vegna kjördæmafunda hafa truflað þing- haldið nokkuð en það vandamál hafi verið leyst á þennan hátt. Það hefði verið talið heppilegt að taka eina viku frá þetta snemma á þingtímanum til að þingmönnum gæfist færi á að svara kalli kjósenda sem og sveitarstjórnarmanna til funda og ráðagerða heima í kjör- dæmi, nú þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið sé lokið. Svipað fyrirkomulag mun tíðkast hjá þing- um nágrannalandanna. -----♦ » ♦----- Mældist á 160 km hraða LÖGREGLAN stöðvaði hraðakstur á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku undir miðnætti í fyrrakvöld. Öku- maðurinn reyndi að forða sér með því að aka enn hraðar, en það reynd- ist ekki borga sig. Við hraðamælingu reyndist bíllinn á Suðurlandsvegi aka á 130 km hraða. Þegar ökumaðurinn varð lög- reglunnar var ætlaði hann að flýta sér í burtu og mældist bíllinn þá á 160 km hraða. Ökumaðurinn sá þó að sér að lokum og stöðvaði. Hann var færður á lögreglustöðina og sviptur ökuréttindum til bráða- birgða. -----» ♦ ♦----- Þrír skemmdir eftir árekstur FJÓRIR bílar skullu saman á Hring- braut við Laufásveg um hádegi á fimmtudag. Engin meiðsli urðu á fólki en bílarnir skemmdust svo mikið að þijá þeirra varð að fjarlægja með aðstoð kranabíls. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium Særður sel- kópur stöðv- aði umferð Ólafsvík. Morgunblaðið. SÁ ÓVENJULEGI atburður átti sér stað í Ólafsvík að lítill selkóp- ur stöðvaði alla umferð á Ólafs- brautinni á ellefta tímanum sl. þriðjudag. Lögreglan og áhorfendur komu þar að til að aðstoða kópinn við að komast aftur í sjóinn. Ekki gekk það og kópurinn vildi ailtaf á götuna aftur. Kom svo í ljós að kópurinn var særður á hálsi. Var það svo slæmt sár að lögreglan þurfti að aflífa hann. FRÉTTIR Morgunblaðið/Baldur Sveinsson EIN af síðustu Lockheed P-3C Orion kafbátaleitarflugvélunum sem framleiddar voru fyrir bandaríska flotann á æfingarflugi út af Vestfjörðum, þriðjudaginn 15. október 1996. ÞETTA er viðamikil æfing og vegna hennar dvelja hér á landi tæplega 200 manns úr áhöfnum kaf- bátaleitarflugvéla frá Bretlandi, Frakklandi, Hoilandi, Ítalíu, Kanada, Noregi, Portúgal og Þýskalandi auk þeirra bandarísku áhafna sem eru staðsettar á Kefla- víkurflugvelli. Nú taka Portúgalar í fyrsta skipti þátt í flotaæfingu frá íslandi og kemur því portúgölsk Orion kaf- bátaleitarvél hingað í fyrsta skipti. Flugvélarnar sem taka þátt í æfingunni eru: Lockheed P-3C U-III Orion frá 16. flugsveit banda- ríska flotans; Lockheed P-3C U-III Orion frá 26. flugsveit bandaríska flotans; Lockheed P-3C U-II.5 Ori- ón frá hollenska flotanum; Lock- heed P-3C U-III Orion frá 333. flug- sveit norska flughersins; Lockheed P-3P Orion frá 601. flugsveit portú- galska flotans; Lockheed CP-140 Aurora frá 115. flugsveit kanadíska hersins; Atlantique II frá flugsveit 23F úr franska flotanum; Atl- antique frá flugsveit 3(GE) þýska flotans; Atlantique frá flugsveit 30 úr ítalska flotanum; og Nimrod frá 206. flugsveit breska flughersins. Gluggaveður Flestar flugvélarnar komu til landsins miðvikudaginn 16. októ- ber. Fimmtudaginn 17. október var haldin ráðstefna á Keflavíkurflug- velli um leitartækni og ástand sjáv- ar á æfingasvæðinu, en það er um 180 km vestan írlands og um 2 stunda flug fyrir Orion flugvél frá Keflavíkurflugvelli. Sama dag var öllum flugvélunum raðað upp á flughlaðinu framan við gömlu flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli til myndatöku. Olli það nokkrum vand- ræðum vegna þess að á meðan var flughlaðinu lokað fyrir annarri umferð. Hinsvegar snerust veður- guðimir aldrei þessu vant í lið með myndatökumönnum því fallegra gluggaveður hefur ekki komið lengi þar syðra. Tveir kafbátar Verklegur hluti æfirigarinnar stendur yfir frá 18. til 26. október og er honum skipt í þijár lotur. Fyrsta lotan felst í flugi til að stilla mælitæki og æfa upp samvinnu milli áhafna. Næsta lota felst í að fínna kafbátinn á fyrirfram ákveðn- um ferli. Síðasta lotan og sú mikil- vægasta felst í samvinnu milli kaf- bátaleitarflugvélar og bresks kjarn- orkuknúins kafbáts í þeim tilgangi Flotaæfing NATO á Keflavíkurflugvelli Æfð leit að dísilknúnum kafbátum Kafbátaleitaræfíng, sem flugvélar frá níu NATO löndum taka þátt í, fer fram á Kefla- víkurflugvelli dagana 16. til 26. október. Baldur Sveinsson fylgdist með æfingunni. að finna díesilkafbátinn á óafmörk- uðu svæði. Við æfíngamar verða notaðir tveir kafbátar. Hollenski díesilkaf- báturinn Dolfin verður æfmgaskot- markið en breski kjarnorkukafbát- urinn Trenchant aðstoðar við leit að honum. Við æfinguna verður flogið í u.þ.b. 300 tíma og mun hver áhöfn fara 4 ferðir þannig að meðalflug- tími er um sjö og hálf klukkustund. Tilgangur æfingarinnar er að skiptast á upplýsingum um dísilkn- úna kafbáta, æfa leit að slíkum bátum og varnir gegn þeim. Nú kunna einhveijir að spyija hvort þetta sé ekki tímaskekkja og hví ekki sé æfð leit að kjarnorkuknún- um bátum. Svarið er að ógnin sem af slíkum bátum stafar hefur fjar- lægst og minnkað, en kafbátavam- ir undanfarinna ára hafa nær ein- göngu beinst að slíkri ógn. Nú eru hinsvegar venjuiegir díesilkafbátar í eigu mjög margra ríkja sem hafa misábyrga stjórnendur og því er talin ástæða til að samhæfa aðferð- ir og varnir gegn slíkum bátum. FLOTINN sem tekur þátt í æfingunni „KefTacEx 96-1“. Talið framan frá: Portúgal, Ítalía, Noreg- ur, Frakkland, Holland, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland og Bandarikin. Kanadíska Aurora vélin komst ekki í tæka tíð fyrir myndatöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.