Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 22 milljóna tilboð í Laxá í Kjós Kjósarbændur geta brosað breitt þessa dagana, því gott tilboð barst nýlega í ána frá hópi er- lendra auðkýfínga sem voru hér á landi í sumar skrifar Guðmundur Guðjónsson í veiðiþætti. Mennirnir horfðu á ána tilsýndar er þeir voru í bíltúr í Kjósinni. LÍTILL áhugi reyndist vera meðal innlendra leigutaka er frestur til að skila tilboðum í Laxá í Kjós rann út fyrir skömmu. Það kom ekki að sök því hópur erlendra manna hreifst svo af ánni í sumar að þeir báðu umboðsmann sinn hér á landi, Ásgeir Heiðar leið- sögumann, að bjóða í ána í þeirra nafni og hljóðaði tilboðið upp á 22 milljónir króna. Atburðarásin hlýtur að vera ævintýri líkust fyrir eigendur Laxár, því þeir gátu varla leyft sér mikla bjartsýni. Áin í lægð og mikil sókn í Laxá í Dölum sem einnig var í útboði. I umræddum hópi eru menn frá Suður-Afríku, Skotlandi og Bandaríkjunum. Mennirnir voru að veiðum í Soginu undir leiðsögn Ásgeirs Heiðars og Jóns Þ. Einarssonar. Einn daginn er veiði var lítil brugðu þeir sér í bíltúr með Ás- geiri. Ekið var til Þingvalla, áleið- is í átt til Reykjavíkur, en sveigt niður Kjósarskarð, því Ásgeir vildi sýna þeim þessa fallegu á, Laxá. Barst þá í tal að áin myndi hugsanlega fara í útboð um haustið og voru útlendingarnir svo hrifnir af ánni að þeir létu slag standa. Þeir munu ætla sér viku hver í sumar, en síðan mun Ásgeir sjá um að selja önnur veiðileyfi og verður áin öllum opin. Fáskrúð að ganga út Útboð fyrir helming veiðiréttar í Fáskrúð í Dölum hefur einnig verið í gangi og bárust nokkur tilboð. Allar líkur eru á því að gengið verði til samninga við Stangaveiðifélagið Stekk í Reykjavík, en forvígismenn þess áttu bókaðan fund með veiðirétt- areigendum um helgina. Fáskrúð gaf 185 laxa á 2-3 stangir í sum- ar. Hún hefur verið í lægð síð- ustu sumur eins og margar ár í Dölum, en síðustu tvö árin hefur veiði farið vaxandi á ný. Veiði- svæðið er 11 kílómetrar og aðbún- aður mjög góður fyrir veiðimenn. Frumlegheit í nafngiftum veiðistaða finnst við Fáskrúð. Nægir að nefna veiðistaðinu Fýlu og Barkakýli. Stangaveiðifélagið Stekkur hefur áður verið með Setbergsá og Núpá á Snæfells- nesi á leigu. Félagið leigir um þessar mundir Sæmundará í Skagafirði. Ovissa fyrir stjórnarkjör á aðalfundi SSH Reynt að viðhalda pólitísku jafnvægi NOKKUR óvissa ríkir fyrir kjör stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á aðal- fundi samtakanna í dag. Unnið er að því að viðhalda pólitísku jafn- vægi í þessari 12 manna stjóm samtakanna en að undanförnu hafa sjálfstæðismenn átt þar fimm full- trúa, aðrir flokkar fimm fulltrúa samtals og tveir stjórnarmanna eru óháðir flokksframboðum. Uppstillinganefnd hefur haft það verkefni með höndum milli aðal- funda að ná pólitísku samkomulagi um formann samtakanna og um skipan stjórnar til koma í veg fyrir að valdajafnvægi milli flokka rask- ist ekki. Sjálfstæðismönnum gæti fjölgað um einn Það skapar hins vegar óvissu fyr- ir aðalfundinn í dag að talið er lík- legt, skv. heimildum Morgunblaðs- ins, að Sigtryggur Jónsson, oddviti Bessastaðahrepps, af H-lista hags- munasamtaka Bessastaðahrepps, hverfí úr stjóm SSH sem aðalmaður og sæti hans taki sjálfstæðismaður úr hreppsnefnd Bessastaðahrepps. H-listi hefur myndað meirihluta með sjálfstæðismönnum í Bessastaða- hreppi frá 1994 og skv. samkomu- lagi milli listanna hefur verið gert ráð fyrir að fulltrúi H-listans hverfí úr stjórn SSH og fulltrúi sjálfstæðis- manna taki hans sæti þegar kjör- tímabilið er hálfnað. Við þá breyt- ingu yrðu sex fulltrúar í stjóm SSH úr röðum sjálfstæðismanna. Hefur m.a. komið til tals meðal sveitarstjómarmanna á svæðinu að fá annan sjálfstæðismann til að ganga úr stjórn til að viðhalda hinu pólitíska jafnvægi sem ríkt hefur frá 1994. Er mikil áhersla lögð á að finna lausn sem allir geti fellt sig við, skv. heimildum blaðsins. Sjálfstæðismenn misstu meiri- hluta sem þeir höfðu farið með lengi innan SSH eftir sveitarstjórnar- kosningarnar árið 1994 en sam- komulag náðist þá við stjórnarkjör um jafnvægi á milli pólitískra afla gegn því að sjálfstæðismenn Iétu eftir formennsku í samtökunum og náðist málamiðlun um að Sigurður Geirdal, fulltrúi Framsóknarflokks, yrði formaður. Var talið að með málamiðlun þá hefði tekist að koma í veg fyrir kosningar um formann stjómar sem hefðu getað haft þær afleiðingar að einstök sveitarfélög drægju sig út úr samstarfinu og að samtökin hefðu klofnað. Síðasta kjörtímabil hefur Árni Hjörleifsson, alþýðuflokksmaður í Hafnarfirði, gegnt formennsku í SSH. Fóðurverksmiðjan Laxá Hlutafjárútboð að hefjast HLUTAFJÁRÚTBOÐ í fóðurverk- smiðjunni Laxá hefst síðar í þessum mánuði og verða seld hlutabréf fyr- ir 25 milljónir króna á nafnverði. Bréfin verða seld á genginu 2,05 en þó gefst núverandi hluthöfum kostur á að auka sinn hlut í fyrir- tækinu í forkaupi á genginu 1,85. Sala hlutabréfanna verður í höndum Verðbréfamarkaðar íslandsbanka á Akureyri. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár, segir að þeir fjármunir sem koma inn í rekstur- inn með hlutafjáraukningunni verði nýttir til ýmissa endurbóta á verk- smiðjunni. „Það gerir okkur kleift að framleiða enn fjölbreyttara fóður og svara um leið þeim kröfum sem gerðar eru á þessum markaði í dag og styrkir okkur í útflutningi." Stærstu hluthafar fyrirtækisins eru Kaupfélag Eyfírðinga og Akur- eyrarbær sem hvor um sig eiga 30% hlutafjár í A-flokki og rúmlega 36% heildarhlutafjár. Næst koma Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar hf. með 8,7% hlutafjár í A-flokki, Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. með 7,7%, Drekí hf. með 3,4% og SS Byggir með 2,7%. Alls eiga 10 stærstu hluthafarnir 91,5% hlutafjár í A-flokki og rúm- lega 94% heildarhlutafjár. Akur- eyrarbær hefur verið að selja eignar- hluti sína í ýmsum fýrirtækjum að undanförnu og því verður að teljast ólíklegt að bærinn nýti sinn forkaups- rétt í hlutaíjáraukningu Laxár. Dýrbítur gekk laus í Eyjafjarðarsveit í sumar Talinn hafa drepið hátt í 50 ær o g lömb DÝRBÍTUR gekk laus í Eyjafjarð- arsveit í sumar og er talið að hann hafí drepið hátt í 50 ær og lömb frá bænum Saurbæ. Hafdís Sveinbjörns- dóttir, bóndi á Saurbæ, segir að fundist hafi um 45 hræ af ám og lömbum, sem öll voru í hennar eigu, nú síðast í fyrstu göngum í septem- ber. Nú þykir sannað að scháfer hund- ur frá bænum Sandhólum, sem er næsti bær við Saurbæ, hafi verið hér að verki og segir Hafdís að búið sé að lóga honum. Hundurinn var tryggður og því fær Hafdís tjón sitt bætt. Þegar Hafdís kom með lömb sín til slátrunar í haust var 8 skrokk- um hennar hent vegna þess hversu illa þeir voru farnir og telur Hafdís fullvíst að þeir hafi lent í kjafti hundsins frá Sandhólum. Hafdís segir að maður hafi séð til hundslns við iðju sína í sumar en hann hafi ekki látið vita af því fyrr en málið komst í hámæli nú í haust og lögreglan vann að rannsókn þess. Hafdís býr með 200 ær og hún fékk um 280 lömb í sauðburðinum í vor. Þróun lista í Danmörku TORBEN Rasmussen, forstöðu- maður Norræna hússins í Reykja- vík, heldur fyrirlestur í lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri kl. 11.00 í dag, laugardag. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og nefnist En ny klassieisme pá vej? Nogle overvejelser over moderne bevægleser í dansk litter- atur, kunst og arkitektur. í fyrirlestrinum fjallar Torben um þróunina í dönskum bókmenntum, listum og byggingalist síðustu 15-20 ár, s.s. stórar skáldsögur, raunsæiskvikmyndir og hefðbundin ljóð. Hann mun m.a. kynna bók- menntir eftir Per Hojholt, Soren Ulrik Thomsen og Solvej Balle, listaverk Per Kirkeby, Dorthe Dahlin og Michael Kvium og arki- tektana Henning Larsen og 3 X Nielsen auk annarra. . MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Munið kirkju- bílana. Allir velkomnir. Messað verður í Akureyrarkirkju á morg- un, kl. 14. Biblíulestur í Safnað- arheimilinu á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11. Þátttakendur fá stuðningsefni sér að kostnaðarlausu. Barnasam- koma verður í kirkjunni kl. 11. Foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Guðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 14. Fundur æskulýðsfélagsins fellur niður vegna landsmóts æskulýðs- félaga kirkjunnar sem haldið er um helgina á Dalvík. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 11 á morgun, sunnudag, safnaðarmeðlimir hvattir til að mæta. Samkoma kl. 14 á morgun, ræðumaður Reynir Valdimarsson. Beðið fyrir þörfum fólks og Guð svarar. KK fyrir 10 til 13 ára þriðjudag kl. 17.30, Biblíulestur og bænasamkoma kl. 20 á miðvikudag, unglingasam- koma kl. 20.30 á föstudagskvöld. KFUM og K Sunnuhlíð 12, Akureyri. Bænasamvera kl. 20.30 á sunnudagskvöld. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18. í dag, laugardag, og kl. 11 á sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur; Sunnudagskóli kl. 11.00, bænastund kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20.00. Mánudagur; Heimilasambandið kl. 16.00. Miðvikudagur; Krakka- klúbbur fyrir 6 ára og eldri kl. 17.00 og biblíulestur kl. 20.30. Fimmtudagur; 11+ fyrir 10-12 ára krakka kl. 17.00 og hjálpar- flokkur kl. 20.30. Föstudagur; Flóamarkaður frá kl. 10-17, ungl- ingakór kl. 19.30 og unglinga- klúbbur kl. 20.30. HÚSAVÍKURKRIKJA: Helgi- hald á sunnudag; Sunnudaga- skóli kl. 11.00. Vænst er þátttöku foreldra með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14.00, altaris- ganga. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur prédikar. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Ferm- ingarbörn aðstoða. Helgistund í Miðhvammi kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.