Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 15
AKUREYRI
Gylfi Þór Magnússon á árs afmæli skrifstofu SH á Akureyri
Kom á óvart hve margt
starfsfólk vildi norður
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN SH-skrifstofunnar gerðu sér dagamun í tilefni af ársafmæli starfseminnar á Akur-
eyri. Á myndinni er hluti starfsfólks að gæða sér á bakkelsi í kaffitímanum í gær.
Á MORGUN, sunnudag, er liðið
eitt ár frá því að Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna tók formlega í notk-
un nýja aðalskrifstofu sína á Akur-
eyri. Ákvörðun um að flytja þriðj-
ung af starfsemi SH í Reykjavík
var tekin í tengslum við baráttu
SH og íslenskra sjáyarafurða um
sölu á afurðum Útgerðarfélags
Akureyringa hf., eins og reyndar
marg- oft hefur komið fram. Þver-
skurður af starfsemi SH var fluttur
til Akureyrar og á skrifstofu fyrir-
tækisns þar starfa um 30 manns.
Flestir starfsmennirnir störfuðu
áður á skrifstofu SH í Reykjavík
en aðrir starfsmenn eru heima-
menn.
Gylfi Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri markaðsdeildar SH,
var ráðinn til að veita skrifstofunni
á Akureyri forstöðu. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að eftir
að ákvörðun um flutning lá fyrir
hafi stjórnendur fyrirtækisins stað-
ið frammi fyrir gífurlegu, verkefni,
bæði stjórnunar- og tæknilega og
eins varðandi starfsmannamál.
„Það má skipta þessu verkefni í
Ijögur stig. Fyrsta stigið er undir-
búningurinn og þessi fyrirkomu-
lagsatriði, síðan var það flutningur-
inn sjálfur, sem var mikið rask
bæði fyrir starfsmenn og fjölskyld-
ur þeirra og fyrirtækið sjálft. Þriðja
stigið sneri að því að hefja starfíð
formlega og sýna mönnum fram á
það, framleiðendum, sölumönnum
og öðrum að fyrirtækið væri að
minnsta kosti jafn gott starfandi á
tveimur stöðum og það tókst alveg
fullkomlega. Fjórða stigið er svo
framhaldið og áframhaldandi sókn
fyrirtækisins."
Gífurleg framleiðsluaukning
Gylfi Þór segir að hjá SH hafi
orðið gífurleg framleiðsluaukning á
liðnum árum, bæði innanlands og
erlendis og að halda þurfí sóknar-
kraftinum áfram, ekki bara á Akur-
eyri heldur i fyrirtækinu öllu.
Fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur
orðið 20% framleiðsluaukning mið-
að við sama tímabil í fyrra. Ef síld
og loðna eru undanskildar er fram-
leiðsluaukningin 8% á þessu tíma-
bili. Aukningin hjá innlendum fram-
leiðendum er um 5% og hjá erlend-
um framleiðendum um 20%. Heild-
arframleiðlan á þessu 9 mánaða
tímabili er orðin 96 þúsund tonn
en var allt árið í fyrra um 109 þús-
und tonn.
„Sóknarkrafturinn liggur bæði í
því að ákveðnir framleiðendur ná
framleiðsluaukningu og einnig er
framleiðendum hjá SH að fjölga.
Árið 1994 voru 90 framleiðendur
með samning við Sölumiðstöðina, i
fyrra þeir um 100 og á þessu ári
hefur þeim enn fjölgað, bæði inn-
lendum og erlendum. Hins vegar
eru eigendur fyrirtækisins innan við
40, sem sýnir að margir framleið-
endur sem ekki eru eignaraðilar að
SH sjá sér hag í því að skipta við
fyrirtækið. Þetta er það sem mér
finnst standa upp úr á 1 árs af-
mæli skrifstofunnar á Akureyri, að
fyrirtækið sem heild er enn sterk-
ara enn áður.“
Um 100 manns flutti norður
Gylfi Þór segir að það hafi kom-
ið stjórnendum SH mjög á óvart
hversu margir starfsmenn voru til-
búnir að taka sig upp og flytja með
fyrirtækinu til Akureyrar á síðasta
ári. Alls 22 starfsmenn SH fóru þá
norður og segir Gylfí Þór að það
hafí gert flutningana mun auðveld-
ari, þar sem starfsmenn voru svo
jákvæðir. „Hingað komu því vanir
starfsmenn í upphafi og til viðbótar
voru heimamenn ráðnir til fyrirtæk-
isins. Nær undantekningarlaust
kom íjölskyldufólk að sunnan, alls
um 100 manns og hefur því tekist
mjög vel að aðlaga sig á nýjum
stað.“
Gylfi Þór segir að auk þess að
flytja hluta af skrifstofu SH norð-
ur, hafi fyrirtækið farið í stórfelldar
aðgerðir, sem tengist því að skapa
80 störf í bænum, samkvæmt samn-
ingi við Akureyrarbæ. „Stofnkostn-
aður við allan pakkann er í kringum
130-140 milljónir króna, sem eru
miklir peningar en við finnum að
það sem við höfum verið að gera
er metið á Akureyri. Sölumiðstöðin
hefur tengst mörgum fyrirtækum í
bænum, sem um leið hafa eflst og
styrkst og einnig Háskólanum, með
því að greiða þar eina stöðu prófess-
ors. SH kom inn í rekstur Akó-
plasts í samvinnu við Plastprent í
Reykjavík, við leggjum til ákveðin
atriði í minni fyrirtæki eins og
yörumiða. Við keyptum fyrirtækið
Ópal og seldum það aftur Nóa Sír-
íusi, sem í framhaldinu flutti mikla
starfsemi til Akureyrar. Þá er SH
hluthafí í nýrri kexverksmiðju sem
hér er að fara af stað.“
Kann vel við sig á Akureyri
Þessu til viðbótar hefur SH hlut-
ast til um að ákveðnir fjárfestar í
Reykjavík komu inn í rekstur Slipp-
stöðvarinnar og þá tengdist SH
rekstri Foldu um tíma. „Einnig má
nefna að Akureyri er nú útflutn-
ingshöfn, þar sem Eimskip hefur
eflt mjög starfsemi sína, að tilstuðl-
an Sölumiðstöðvarinnar, og þjónar
um leið fiskiðnaðinum betur. Allt
hefur þetta kostað mikla peninga
en við ætlum að láta þá skila sér
til baka á annan hátt.“
Sjálfur segist Gylfí Þór kunna
mjög vel við sig á Akureyri, enda
sé auðvelt að flytja sig á milli staða
í skemmtilegri vinnu, eins og hann
orðar það. Kona hans Sigríður Dóra
Jóhannsdóttir er frá Akureyri. „Eig-
inkonan á hér stóran frændsystkina-
hóp, sem við höfum reyndar alltaf
verið í góðu sambandi við, þannig
að þetta er nánast eins og flytja sig
á milli hverfa í Reykjavík. Það er
gott að búa á Akureyri, samfélagið
er afslappað og þægilegt og ég hetd
að það taki aðrir starfsmenn fí/rir-
tækisins undir,“ sagði Gylfí Þór.
íþróttahöllin á Akureyri
Minningartónleikar
um Ingimar Eydal
MINNINGARTÓNLEIKAR um
Ingimar Eydal verða haldnir í
íþróttahöllinni á Akureyri á morg-
un, sunnudag, kl. 17. Ingimar hefði
orðið sextugur á morgun, 20. októ-
ber, en hann lést sem kunnugt er
í ársbyijun 1993.
Yfirskrift tónleikanna er „Kvöld-
ið er okkar“ og auk þess sem Ingi-
mars verður minnst í tali og tónum
er tilgangur tónleikanna að safna
fé í minningarsjóð um hann. Sjóðinn
á að nota til að kaupa vandaðan
konsertflygil handa Akureyringum,
en lengi hefur vantað slíkt hljóðfæri
í bæinn. Sjóðurinn og síðan flygillinn
verður í vörslu Tónlistarfélags Akur-
eyrar.
Á tónleikunum munu fjölmargir
listamenn koma fram og verður
megináhersla lögð á þá tónlist sem
Ingimar hafði mest dálæti á og þá
sem hann lék sjálfur. Að tónleikun-
um koma hátt í 200 manns með
einum eða öðrum hætti og gefa
allir vinnu sína.
Nýr geisladiskur
Þennan sama dag kemur út á
vegum útgáfufyrirtækisins SPOR
geisladiskurinn „Kvöldið er okkar“,
sem inniheldur úrval laga með
hljómsveit Ingimars Eydal. Ágóði
þeirra diska sem seljast á tónleik-
unum mun renna í minningarsjóð-
inn.
TIL SOLL
húseignin Hafnarbraut 14, Dalvík, (Sæiuhúsið).
Húsið selst með öllum þeim búnaði til
veitingareksturs sem til staðar er.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Sólnes hrl.
Lögmamisstofuii ehf., síini 461 1200 «g
HNTKIli.yÁ4U.\ Símar
líY(itil) 462 1744 og 462 1820.
BREKKllGðU' 4 - AKl'REUU Fax 462 7746.
- kjarni málsins!
Alvöru leikhúsveisla!
Sigrún Ástrós
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
„Leikskáldið Willy Russell virðist
semja leikverk sem eru
landanum að skapi."
Mbl. 28. sept.
„Sýningin er vel unnin undir
vandaðri leikstjórn Þráins
Karlssonar."
DV. 30. sept.
„Það geislar af Sunnu
Borg í þessu hlutverki,
þar sem henni gefst færi
á að slá á þá mörgu
strengi sem byggja upp
samhljóm einnar persónu."
Mbl. 28. sept.
„Sigrún Ástrós verður
Ijóslifandi í meðförum Sunnu
og hún ratar vel veg hins
yfirvegaða leiks, jafnt í gleði sem
sorg."
RÚV. 30. sept.
Miðasala opin alla daga frá kl. 13 - 18 nema mánudaga.
Miðapantanlr í síma 46S 1400.