Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 27
sæi fyrii' að Schliiter myndi fara frá á þennan hátt hafði þó hugsanleg afsögn hans verið rædd og hvemig bregðast skyldi við henni, svo það hggur í augum uppi að spyrja Ellemann-Jensen hvort hann hafi ekki orðið svohtið ergileg- ur yfir að stjórn borgarflokkanna skyldi daga uppi á þennan hátt. „Ergi- legur?“ segir hann og dregur seiminn. „Nei... Eg var tryllt- ur af reiði.“ Kímnin í svarinu gefur vel til kynna að honum var ekki hlátur í hug, þegar þetta gerðist í janúar 1993. „Danir fóru á þeim tíma með formennskuna í Evr- ópusamstarfinu og ég var búinn að und- irbúa hana vel. Eg tók mér því fimm mánaða frí frá stjómmálaamstrinu, því ég hafði einfald- lega ekki geð í mér til að blanda mér í um- ræðuna meðan á for- mennskunni stóð.“ Veigamikill kafli í bókinni er einmitt hvemig stjómarskiptin fóru fram og að áliti Uffe Ellemann-Jensens var afsögn Schluters hreint brot á samkomulagi. Ætl- unin var að Henning Dyremose tæki við af Schluter og þannig gæti stjómin haldið áfram. „En það varð ekki og ég hef aldrei fengið neina skýringu á hvers vegna það varð ekki úr. Schluter.var aldrei mikið fyr- ir að útskýra hlutina. Þegar hann skipti út ráðherrum, og það gerði hann oft, talaði hann aldrei við þá sjálfur, heldur kom það alltaf í minn hlut.“ Venstre, stærsti stjnrnmálaflnklturinn Venstre, flokkur Uffe Ellemanns er samkvæmt skoðanakönnunum stærsti danski stjórnmálaflökkurinn sem stendur. „Já, og það er ekki eins og við höfum þurft að leggja okkur sérstaklega fram til þess“, segir leiðtogi stærsta flokksins. Framtíð hans ræðst við næstu kosningar og leiðtog- inn er ekki ýkja áhyggjufullur, þótt sam- komulagið milh tveggja stærstu hægri flokkanna, Venstre og íhaldsflokksins, sé svolítið stirt sem stendur. Þó það ríki tog- streita milli flokkanna nú sé það dómur kjósenda, sem á endanum ráði úrslitum. Hins vegar sé ergelsi íhaldsflokksins í garð Venstre skiljanlegt, því þegar Uffe Ellemann tók við stöðu formanns flokksins fyrir tólf árum var Ihaldsflokkurinn meira en helmingi stærri en Venstre. Nú benda skoðanakannanir til að hlutföllin hafi snú- ist við. Því hefur verið fleygt að Ellemann-Jen- sen yrði eftirmaður hins sænska Carls Bildt sem yfirmaður uppbyggingarinnar í Bosníu, en Ellemann segir það ekki vera til umræðu. Þar sé aðeins um að ræða tímabundið starf, svo því hafi hann ekki áhuga á og næstu árin sé hann ekki á lausu, þar sem dragi að kosningum, því kjörtímabilinu lýkur 1998. „En ég hafði eindreginn áhuga á stöðu framkvæmda- stjóra Nató, en þar voru það næstum að- eins íslendingar, sem veittu mér stuðn- ing“, segir hann kíminn. Draumur um hákarl ug lax Þorskurinn er snæddur, bjórinn drukk- inn og við höfum gert okkur að góðu kaffi ásamt fínasta súkkulaði, svo að stjóm- málaleiðtoginn býst til að axla sín skinn og stika yfir kanalbrúna yfir í þinghúsið. Má vera að suðrið sé í tísku á Norðurlöndum, en það eru þó enn til þeir, sem láta sig það engu skipta, heldur dreymir um hákarl, kæsta skötu og taðreyktan lax, um leið og þeir hugsa sem ákafast hvernig aftur megi koma á stjóm hægri flokkanna í Dan- mörku. Uffe Ellemann-Jensen Dnddi's dimmhlá Enginn veiðimaður er spar á veiðisögur og Ellemann rifjar með ánægju upp mestu veiðireynslu sína. „Við keyrðum upp frá Mývatni og upp með Selá, eins langt og keyrt varð. Síðan gengum við í klukku- stund áður en við komum að veiðistaðnum við fossinn, þar sem ég setti í tvo stóra laxa. í 1 1/2 tíma ghmdi ég við annan þeirra, sem reyndist 120 sm drjóli. Ég veiddi hann á sérhnýtta flugu Dodda á Húsavík, Doddi’s dimmblá, sem er dimm- blá á litinn eins og nafnið bendir til. Sami Þnrskur með bjnr ng hi/íti/íni Það verður enginn svikinn af þorskinum á Krogs, sem borinn er fram nákvæmlega rétt soðinn í tveimur vænum stykkjum. Með honum er svo ýmislegt meðlæti á bakka, soðnai- kartöflur, sinneps- rjómasósa, brætt smjör, kapers, örhthr steiktir fleskbitar, rifin piparrót, gróft sinnep og finsaxaður, hrár laukur. Við fáum okkur af öllu nema því síðastnefnda og erum sammála um að öldungis bragðist þorskurinn frábærlega vel. A danska vísu skolar Uffe Ellemann honum niður með bjór, meðan viðmælandinn hallar sér að meginlandshefðum og dreypir á hvítvíni hússins. Ellemann-Jensen tekur hraust- lega til matar síns og þiggur með þökkum boð hússins um eitt stykki í viðbót. / samkeppni v/ð Jnn Baldvin Talandi um utanríkisráðherraferil Uffe Ellemanns er ekki hægt að láta hjá hða að nefna endalok hans, þegar Poul Schlúter sagði af sér vegna Tamflamálsins, stjórn hans fór frá og jafnaðarmenn fengu stjórn- artaumana afhenta á silfurfati. Þótt enginn Ivað er að frétta af eldgosinu?" var það fyrsta sem Uffe Ellemann-Jensen spurði er hann þyrlaðist inn um dyrn- ar á Krogs fiskehus við Gammel Strand og staðfesti þar með það orð sem fer af honum sem áhugamanni um Island. Síðan fór hann að velta fyrir sér hvort gosið hefði áhrif á laxagengdina og kom þar með upp um mikil- vægan þátt í Islandsáhugan- um. Hann hefur mörg und- anfarin ár komið árlega til laxveiða á Islandi og lét sig heldur ekki vanta nú, þótt hann sinnti annars engu öðru en bókaskriftum í sum- ar. Afrakstur sumarsins, byggður á dagbókum og öðr- um heimildum, birtist bráð- lega á dönskum bókamark- aði: 400 blaðsíðna bók, mest um árin tíu sem hann var utanríkisráð- herra. twnsvirknin andar- dráttur skrattans Úr því bjóða á Ellemann-Jensen for- manni Venstre í hádegismat er fiskimat- staður augljóslega rétti staðurinn og sjálf- ur stakk hann upp á þessum stað, því sam- kvæmt ritara hans höfðu nokkrir flokks- bræður hans borðað þar nýlega og látið vel af. Staðurinn er fomfrægur frá þeim tíma að fisksölukonumar stóðu við kanalinn og seldu físk. Nú er aðeins stytta þar af einni slíkri og staðurinn er býsna smart. Veiði- maðurinn varð eitt augnabhk kvíðinn er hann leit á matseðilinn: „Nú... Era þeir orðnir svona nýtískulegir", stundi hann, því fljótt á litið virtust allir réttirnir vera með stællegum frönskum og ítölskum blæ, en svo rákum við augun í að einnig var hægt að fá soðinn fisk og þá var engin spurning að auðvitað tókum við soðinn þorsk á danska vísu. Meðan við biðum eftir þorskinum lét veiðimaðurinn hugann reika til fyrri Is- landsferða og gosið nú vakti upp minning- ar um ferð á Kröfluslóðir meðan gosvirkn- in var þar. I sumar fór hann aftur um þær slóðir og sá hvernig hverirnir bulla og hvína. „Maður finnur sannarlega andar- drátt skrattans þarna“, bætir hann við. Hann segist ekki hafa farið að koma að ráði til íslands fyrr en seint, þó hann hafi alltaf heillast af norðurslóðum og haldi mest upp á að ferðast um Færeyjar, Island og Grænland. Árið 1983 renndi hann í fyrsta skipti fyrir lax og þá í Elliðaánum með Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra og hafði strax heppnina með sér. Síðan renndi hann fyrir í Laxá í Kjós. Nú kemur hann á hverju sumri og veiðir í Laxá í Að- aldal með Orra Vigfússyni, sem að mati Uffe Ellemann-Jensens hefur unnið ómet- anlegt starf að laxaverndun með því að beita sér fyrir kvótakaupum til að stöðva laxveiðar í sjó. Og Ellemann-Jensen er ekki síður heihaður af stangaveiðum á sjó, sem þeir Orri stunda frá Húsavík. formaður Venstre og fyrrverandi utanríkis- ráðherra gaf sér ekki tíma til neins í sumar nema að skrifa bók og skreppa í árlega veiði- ferð til Islands. Sig- rún Davíðsdóttir fékk hann til að segja frá Islandsáhuga sínum og stjórnmálavafstri yfir herlegum þorski á fiskimatstað skammt hturinn og er í augum konu minnar, þegar hún horfir mildilega á mig (og hér skilur áheyrandinn að augnaráð hennar er ekki alltaf milt). Ég bar fiskinn 'eins og pel- skraga til baka í bflinn og þú mátt bóka að ég var ærlega þreyttur á eftir, en þetta var stór- kostleg reynsla." Og hvað er það þá sem dregur veraldar- vanan danskan stjórn- málamann ár eftir ár til íslands? „Landslag- ið og fólkið“, svarar hann að bragði. „Ekki síst fólkið.“ Með aug- ljósri ánægju rifjar hann upp kynni sín af Kristjáni á Laxamýri, sem taðreykir lax og silung, svo annað eins hnossgæti fyrir- finnst ekki, að ógleymdum hákarlinum hans, sem EUemann-Jensen kann einlæg- lega að meta. Að eiga shkt lostæti víst við veiðarnar er hápunktur íslandsferðanna. Ferð í Vigur á ísafjarðardjúpi rifjar hann upp með hrifningarglampa í augunum. „Þar fannst mér ég vera kominn á heimsenda." Og kæsta skatan, sem hann fékk í ferðinni er honum heldur ekki gleymd. frá þinghúsinu. ELLEMANN-Jensen í sjóstangaveiði frá Höfnum á Suðurnesjum 1987. „Ég kem til með að sakna Vigdísar", seg- ir hann upp úr þurru og vísar til þess að forsetinn fyrrverandi hefur látið af emb- ætti. „Ég gladdist alltaf að sjá myndina af henni á Húsavfkurflugvelli, þar sem hún stendur svo glæsileg í hvítum kjól með blátt í bakgranninn." Annars vaknaði Is- landsáhuginn fyrir löngu, segir hann og getur rakið hann alveg til þess er hann kynntist Islendingasögunum fyrir margt löngu. íslensk tónhst höfðar einnig til hans og hann segist eiga allt, sem gefið hefur verið út af verkum Jóns Leifs sem er í sér- stöku uppáhaldi hans. Þegar talinu víkur að bókaskriftunum, sem fóra fram í sumar í kofa úti á jósku heiðunum, þangað sem rithöfundurinn lét leiða símalínu til að geta notað netið til að sækja sér heimildir, koma kynnin af starfs- bróður hans Jóni Baldvin Hannibals- syni til tals. Uffe Ellemann-Jensen neitar því ekki að það hafi ríkt nokkur samkeppni þeirra á milli við að koma á tengslum við Eystrasaltslöndin. „Það var klárlega dulítil samkeppni á milli okkar. Island varð fyrst til að við- urkenna löndin. Við höfðum gert það 1920 og gátum ekki gert það aftur, en Danir vora einum degi á undan að taka upp stjórnmálasamband. Jú, við Jón Baldvin stríddum hvor öðram svolítið... Hann hafði tækifæri til að fara þangað, sem ég gat ekki, því á þeim tíma hefði ég þurft að sækja um vegabréfsáritun í rássneska sendiráðið, sem hefði verið það sama og að viðurkenna yfirráð þeirra, sem ég gat auð- vitað ekki.“ En að slepptu öllu gamni hrós- ar Uffe Ellemann-Jensen Jóni Baldvin fyr- ir hve áhugi hans á Eystrasaltslöndunum vaknaði snemma. „Og ég veit af kynnum mínum við fólk þar að stuðningur Islend- inga var mikils metinn og kom í góðar þarf- ir.“ Og ráðherrann fyrrverandi undirstrik- ar að eftir ýmsar glettur þeiri-a á mihi hafi þeir Jón Baldvin á endanum orðið góðir vinir og hann meti hann og skoðanir hans mikils. Trylltur i/egna stjúrnarsiita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.