Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
IMEYTENDUR
FULL FRYSTIKISTA
FYRIR VETURINN
AHAUSTIN eru frystikistur
venjulega affrystar og
þvegnar áður en farið er að
safna í þær mat fyrir veturinn. En
hvað er best að geyma í frystikistum
eða skápum og hvernig á að ganga
frá matvælum í kistuna þegar safna
á forða fyrir veturinn?
Ingibjörg Þórarinsdóttir skóla-
stjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík
segir að margir njóti góðs af því að
eiga frystikistu þegar viss tilboð eru
í gangi. „Ef kjöt eða fiskur er á til-
Morgunblaðið/Golli
Mikíll sparnaður fyrir þá sem eru
útsjónarsamir og hagsýnir
boði er frábært að geta keypt birgð-
ir og fryst. Margir sem eiga frysti-
kistu taka slátur að hausti því það
er ódýr matur. Þá borgar sig að
geyma það hrátt í kistunni því þann-
ig tekur það minna pláss.“
Ingibjörg segir að fólk þurfi að
pakka vel inn þeim mat sem á að
geyma í frysti og hún segir hag-
kvæmt að setja matinn í mátulega
skammta fyrir fjölskylduna.
Grænmeti er ódýrara en ella á
vissum árstímum og þá er tilvalið
að sjóða upp á því og frysta. Sumar
grænmetistegundir þarf að sjóða því
í þeim eru hvatar sem hafa áhrif á
vítamín og litinn. Grænmetið má síð-
an geyma í marga mánuði.
Reyndar segir hún að gott sé, að
miða við að nýta allt úr kistunni yfir
árið. „Auðvitað geymist matvara
mismunandi lengi í frysti. Kjöt sem
er feitt geymist til dæmis skemur
en magurt kjöt því fitan vill þrána.
Feitt kjöt þránar síður ef ekki kemst
að því loft.
Allur bakstur geymist mjög vel í
frysti og ekki síst gerbakstur. Ger-
baksturinn má síðan setja í ofn og
hita og hann er þá eins og nýbakað-
ur.“ Ingibjörg segir lítið mál að frysta
rifsber og ýmiskonar ber. Rabarbara
er tilvalið að frysta ef tími gefst
ekki til að sulta að hausti. Hann er
þá þveginn og brytjaður og frystur
þannig. Þegar hentar má síðan taka
hann upp í skömmtum, sjóða og
sulta.
Afgangar í frysti
„Sé mikið af kökum til eftir veisl-
ur má frysta þær. Kökurnar skemm-
ast ekki þótt á þeim sé ijómi þótt
þær verði kannski ekki eins kræsileg-
ar og áður. Pönnukökur koma til
dæmis ágætlega út úr frysti, þá er
settur á þær ijómi og þær síðan fryst-
ar.“
Hún bendir ennfremur á að ef
falli til soð af kjöti eða grænmeti sé
gott að setja það í skyrdollur og
geyma í súpur og sósur. „Það er
hægt að nýta ýmislegt betur ef
frystikista eða skápur er á heimilinu.
En þá er auðvitað forsenda að vera
hagsýnn og útsjónarsamur.
Skrá yfir innihald
frystikistunnar
„Mörgum hefur reynst vel að skrá
niður jafnóðum það sem sett er í
kistuna og þá er hægt að fletta því
upp sem til er,“ segir Ingibjörg. „Fólk
heldur því fram að betur gangi að
nýta það sem í kistunni er með þess-
um hætti."
Yfirleitt þarf að auka kuldann
þegar ferskur matur er settur í kist-
una en hann má síðan lækka á ný.
Eftirlitsátak Heilbrigðiseftirlits Reykajvíkur
Athuga á heilnæmi og
merkingar snyrtivara
Á næstunni munu starfsmenn
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
kanna merkingar snyrtivara en
auk þess verða hár- og nagla-
snyrtivörur athugaðar sérstak-
lega með tiíliti til hættulegra
efna.
Snyrtivörur innihalda marg-
vísleg efni og sum þeirra hafa
skaðleg áhrif á heilbrigði fólks,
jafnvel í litlu magni. Að sögn
Sigurðar V. Hallssonar verkefn-
isstjóra hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur er tilgangurinn
með þessu eftirlitsátaki að afla
upplýsinga um hversu vel þær
vörutegundir sem athugunin
nær til uppfylla reglu-
gerðarákvæði. „fslend-
ingar hafa lengi búið við
nær engar reglur um
snyrtivörur og eftirlit
með þeim hefur því verið
lítið. I árslok árið 1994
tók gildi ný reglugerð
nr. 690/1994 um snyrti-
vörur þar sem gerðar
eru ýmsar kröfur til
efnainnihalds og merk-
inga snyrtivara. Þar sem
um tvö ár eru liðin frá
gildistöku reglugerðar-
innar ættu þeir sem
framleiða, flytja inn,
dreifa og selja snyrtivör-
ur að hafa fengið góðan
tíma til að uppfylla
ákvæði hennar,“ segir
Sigurður. Ymis efni sem
fram að þessu hafa verið
notuð í snyrtivörur eru nú bönn-
uð eða notkun háð ákveðnum
skilyrðum. Að sögn Tryggvar
Þórðarsonar sviðsstjóra um-
hverfissviðs hjá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur skulu
snyrtivörur merktar með nafni
og heimilisfangi framleiðanda,
innflytjanda eða umboðsaðila.
Innihaldsefni eiga að vera í röð
eftir minnkandi magni, fyrning-
ardagsetning á að vera á um-
búðum þegar geymsluþol en
minna en þijú ár. Þá skulu
fylgja upplýsingar um sérstak-
ar varúðarráðstafanir við
notkun og nettómagni vöru.
Nota skal íslensku, ensku
eða norðurlandamál ann-
að en finnsku. Hafi
snyrtivörur að geyma efni
sem eru hættuleg skal
merkja þær samkvæmt
reglum um vörur sem
innihalda hættuleg efni.
Samkvæmt þeim er aðeins
heimilt að merkja á ís-
lensku.
Hvernig hyggist þið
bregðast við ef kemur í
ljós að merkingum er
ábótavant og ef snyrtivör-
ur með bönnuðum efnum
eru á markaðnum?
„Þetta er úttekt og að
henni lokinni verðum við
í sambandi við fyrirtæki
ef skortir á að gildandi
reglugerð sé framfylgt.
III
...sem vilja varðveita minningu barna sinna í myndum.
í tilefni af 70 ára afmæli félagsins verður Opið hús hjá
Portretijósmyndurum landsins vikuna 19.-26. október.
Komið við hjá Ijósmyndaranum og sjáið hvað við erum að gera.
Eitthvert okkar hefur stíl og handbragð sem hentar þér.
Verið velkomin -heitt kaffi á könnunni og glaðningur fyrir börnin.
Opið virka daga kl.10-17. og um helgina kl.12-17
1 Ámý Herbertsdóttir, Myndás, Aðalstræti 33, ísafirði.
2 Ásgrímur Ágústsson. Norðurmynd. Hafnarsræti 90, Akureyri.
3 Fríður Eggertsdóttir. Svipmyndir. Hverfisgötu 18, Reykjavík.
4 Guðmundur Kr. Jóhannesson. Nærmynd. Laugavegi 178, Reykjavík.
5 Halla Einarsdóttir. Ljósmyndastudió Höllu. Skólaveg 6, Vestmannaeyjum.
6 Kristján Sigurðsson. Ljósmyndastofan Hugskot. Nethyl 2, Reykjavík.
7 Lára Long. Ljósmyndarinn Mjódd. Þarabakka 3, Reykjavík.
8 Óskar Björgvinsson. Ljósmyndastofa Óskars. Kirkjuveg 10, Vestmannaeyjum.
9 Páll A Pálsson. Ljósmyndastofa Páls. Skipagata 8, Akureyri.
10 Pétur Björnsson. Ljósmyndastofa Péturs. Hólavegi 33, Sauðárkróki.
11 Pétur Pétursson. Ljósmyndastudio Péturs. Laugavegi 24, Reykjavík.
12 Rut Hallgrímsdóttir. Ljósmyndir Rut. Grensársveg 11, Reykjavík.
13 Sigríður Bachmann. Ljósmyndastofa Sigríðar. Garðastræti 17, Reykjavík.
14 Sólveig Þórðardóttir. Nýmynd. Hafnargötu 90, Keflavík.
15Sæmundur Kristinsson. Ljósmyndavinnustofan. Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík.
16 Þórir H. Óskarsson. Ljósmyndastofa Þóris. Rauðarárstíg 20, Reykjavík.
17 Þór Gíslason. Ljómyndastofa Þórs. Garðarsbraut 9, Húsavík.
Fólk er í vaxandi mæli farið að nota vel gerðar og listrænar Ijósmyndir
til skreytingar á heimilum sínum. Við erum tilbúin að fanga andartakið
og búa til ómetanlega dýrgripi, sem gleðja ykkur um ókomin ár.
Ljósmyndarafélag íslands
j