Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 19 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell Breytingar hjá Kælismiðjunni Frosti hf. Einn stærstí hluthaf'■ inn selur sinn hlut Vinnumiðlun tengd evr- ópsku sam- skiptaneti BORGARSTJÓRINN í Reylqa- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, opnaði formlega EES-vinn- umiðlun á íslandi hjá Vinnu- miðlun Reykjavíkur í gær. Við opnunina var íslenska skrifstof- an beinlínutengd við skrifstofu evrópsku vinnuþjónustunnar, EURES, „European Employ- ment Services“ í Brussel. EUR- ES er samskiptanet sem Evr- ópusambandið setti á fót til þess að auðvelda fólki að nýta sér frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt innan Evrópska efnahags- svæðisins. EES-vinnumiðlanir eru í öllum aðildarríkjum EES og eru þær beintengdar tveim- ur sameiginlegum gagnagrunn- um sem kynntir voru af Klöru B. Gunnlaugsdóttur, Evróráð- gjafa á íslandi, við opnunina. Starfandi félagsmálaráð- herra, Guðmundur Bjarnason, flutti ávarp við opnuuina og Vali Kolotourou, yfirmaður EURES, flutti erindi um skipu- lag og möguleika EURES. Einnig fjölluðu verkefnissljór- ar EURES á íslandi, Danmörku, írlandi og Bretlandi um vinnu- markaðinn og EURES í viðkom- andi löndum. EINN stærsti hluthafinn í Kæli- smiðjunni Frosti hf., Eignarhaldsfé- lag KS, seldi fyrir skömmu um 20% hlut sinn í fyrirtækinu. I kjölfarið sögðu fjórir starfsmenn Kælismiðj- unnar upp störfum en þeir eru jafn- framt hluthafar í Eignarhaldsfélag- inu. Hlutabréfin dreifðust á nokkra aðila en Sabroe Soby í Danmörku keypti um 9% hlut. Sabroe átti fyrir 11% hlut, og er því komið með tæp- lega 20% hlutafjárins. Kælismiðjan Frost er umboðsaðili Sabroe og hafa fyrirtækin átt í nánu samstarfi um þróun á kælibúnaði. Páll Halldórsson, stjórnarformað- ur Kælismiðjunnar Frosts sagði að aðstandendur Eigharhaldsfélagsins hefðu viljað aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins en hinir hluthafar þess. Niðurstaðan hefði orðið sú að fjórir starfsmenn í fyrirtækinu sögðu upp störfum og seldu sinn hlut. Kælismiðjan Frost var stofnuð í lok ársins 1993 og byggir á grunni lítils fyrirtækis frá Kópavogi, SJ Frosts og kælideildar Slippstöðvar- innar Odda. Stofnaðilar voru fyrrum eigendur SJ Frosts, Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn og nokkrir fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinn- ar Odda. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á kælibúnaði. Hlutabréf í Kælismiðjunni Frosti eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum og hafa hækkað allnokkuð í verði á síðustu misserum. Bréfin voru seld á genginu 1,5 fyrr á árinu en hag- stæðasta kauptilboð er nú 2,2. Samkeppni um veggspjöld OPIN samkeppni um hönnun á vegg- spjöldum fyrir átakið „íslenskt já takk“ er í gangi. Keppnin er haldin í samráði við FÍT, Félag íslenskra teiknara. Veggspjöldin eiga að vera þrjú í seríu en mega standa sjálfstætt. Inntak veggspjaldanna verður að vera í samræmi við slagorð átaksins „Íslenskt já takk“. Veggspjöldin verða prentuð til dreifíngar en tillög- um skal skilað í stærðinni A-3. Til- lögum skal skilað til Samtaka iðnað- arins. Tillögurnar skulu merktar dulnefni en raunverulegt nafn, ásamt heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi skal fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Skila- frestur er til 21. október 1996. Fimm manna dómnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja: Björn Br. Bjömsson, grafískur hönnuður FÍT, Guðmundur Oddur, deildar- stjóri grafískrar hönnunar í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður FÍT, Lína G. Atladóttir, Samtökum iðnaðarins og Þór Ottesen, Alþýðu- sambandi Islands. Veitt verða 300.000 króna verðlaun fyrir bestu tillöguna ásamt 150.000 króna greiðslu til höfundar. Dómnefnd vel- ur til sýningar úr úrvali tillagna. Verðlaun verða afhent við hátíðlega opnun sýningarinnar í Perlunni, 29. nóvember. GENGIÐ var frá samningnum í Álverinu í Straumsvík. Frá vinstri: Andrés Andrésson, Helgi Örn Viggósson og Karl Wernersson frá Digital á Islandi og Björn Jónsson og Guðni B. Guðnason frá ISAL. * ISAL kaupir tvo Alpha- Server 4100 miðlara ÍSLENSKA álfélagið hf. hefur gert samning við Digital á íslandi ehf. um kaup á tveimur AlphaServer 4100 miðlurum sem tengdir eru saman í svonefndan klasa. Verð- mæti samningsins er á fjórða tug milljóna en í honum felst auk búnað- ar viðhaldssamningur til 3ja ára, segir í frétt frá Digital á íslandi. Fram kemur að kaupin eru gerð í tengslum við stækkun álversins, en AlphaServer klasinn mun gegna aðalhlutverki í kerstýringarkerfí fyr- irtækisins. Afkastaaukningin með nýja kerfínu er margföld en það byggist á 64-bita Alpha RISC ör- gjörvum, sem eru þeir afkastamestu á markaðnum. Kerfið sem AlphaServer klasinn leysir af hólmi byggist einnig á klasatækni Digital en með 32-bita VAX miðlunum. Það hefur reynst mjög áreiðanlegt með nær 100% uppitíma undanfarin 3 ár. Að fara í 64-bita högun tryggir betri fjár- festingarvernd þar sem tækniþróun- in á sviði miðlara byggist öll núorð- ið þeirri stærð. Þá kemur fram að lítil bilanatíðni bæði hvað hug- og vélbúnað varðar er aðall klasatækningar frá Digital ásamt því að hægt er að láta marg- ar tölvur vinna saman sem eina og auka þannig afköst verulega. ÍSAL einblínir á fyrrnefnda þáttinn, þar sem hver stund þegar tölvuvinnslan liggur niðri getur reynst mjög dýr. í nýja klasanum getur engin ein ein- ing sem bilar tekið kerfíð niður í heild sinni. Ef t.d. slökkt er á ann- arri vélinni getur hin tekið sjálfkrafa við þeirri þjónustu sem þar var í gangi. Yfír 45.000 Digital klasa- kerfí eru í notkun í heiminum í dag, en fyrirtækið hefur haft forystu á þessu sviði allt frá því að það fann upp klasatæknina fyrir 13 árum, að því er segir í fréttinni. Ferðaskrifstofa íslands hf. Flugleiðir kaupa þriðjungshlut FLUGLEIÐIR hafa keypt þriðjungs- hlut í Ferðaskrifstofu íslands hf. Eftir kaupin eru Flugleiðir stærsti einstaki hluthafinn í ferðaskrifstof- unni. Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ís- lands, mun áfram stýra rekstri fyrir- tækisins og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á starfsmanna- haldi í kjölfar kaupanna. Ferðaskrifstofa íslands hf. er hluthafí í hótelum á Kirkjubæjar- klaustri, Flúðum, Stóru-Tjörnum og Hvolsvelli og yfir stendur bygging nýs hótels á Egilsstöðum sem fyrir- tækið á fjórðungshlut í. Fleiri verk- efni af þessu tagi eru á dagskránni að því er fram kemur í frétt í tilefni kaupanna. Þá sér fyrirtækið um rekstur og markaðssetningu Eddu- hótelanna, sem eru staðsett víðs vegar um landið, auk umsvifamikils reksturs á sviði ráðstefnuhalds og skipulagðra ferða um ísland með erlenda ferðamenn. Einingar í ferðaþjónustu þurfa að stækka Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að kaupin séu þáttur í að skilgreina fyrirtækið enn frekar sem alhliða ferðaþjón- ustufyrirtæki, en stefnt sé að því að auka þann hlut í starfsemi félags- ins verulega á næstu árum, sem sé sala á pakkaferðum til íslands. „Þáttur í þvi er að styrkja innviði ferðaþjónustunnar hérna. Við teljum að einingar í ferðaþjónustu þurfi að stækka hér og styrkjast mjög veru- lega,“ sagði Einar. Hann sagði að þeir hefðu til hlið- sjónar það sem væri að gerast á alþjóðamarkaði í þessum efnum, en þaðan kæmu 75% af tekjum Flug- leiða. Mjög verulegur hluti af starf- semi Flugleiða erlendis fælist í sölu á ferðum hingað til lands og þetta væri sá þáttur starfseminnar sem þeir vildu auka. „Við viljum gera það með tvennum hætti. Annars vegar að styrkja markaðsstarf okkar er- lendis og hins vegar með því að taka meiri þátt í ferðaþjónustuþróuninni hér heima, bæði með þátttöku í fyrir- tækjum og einnig með sámvinnu við fyrirtæki um þróun á ferðaþjón- ustunni," sagði Einar enn fremur. Hann sagði að Fiugleiðir vildu einnig nýta betur þá fjármuni sem notaðir væru til sölu- og markaðs- starfs erlendis en þar væri um rúm- an einn milljarð króna áriega að ræða. Styrkir ferðaþjónustuna Kjartan Lárusson, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu íslands hf. og stærsti hluthafi áður eri kaupin fóru fram, sagði að fyrirtækin styrktu hvort annað með þessu móti. Þetta væri þróunin að fyrirtækin stækk- uðu með sameiningu eða með því að smærri fyrirtæki sameinuðust stærri fyrirtækjum, það hefðum við séð á þeim markaðssvæðum sem við hefðum mest samskipti við í Evrópu og Skandinavíu. „Nú eru nokkurs konar vatnaskil í ferðaþjónustu. Menn eru mikið að endurskipuleggja sig. Flest alvöru- fyrirtækin eru með stefnumótunar- vinnu í gangi eða þegar tilbúna og allir vinna hver í sínu homi að því sama, að búa fyrirtækin sín undir 21. öldina, sem vissulega er skammt undan, ekki síst í ferðaþjónustu þar sem menn eru að vinna að skipulagn- ingu og öðru 4-5 ár fram í tím- ann,“ sagði Kjartan. Hann sagði að þetta væri eðlilegt skref í þróun ferðaþjónustunnar að hans mati og yrði til þess að styrkja hana. . Vantar skáparými? Nýja fataskápalínan hjá Innval nýtir rýmið til fulls ! Þetta er í boði: • Hver skápur sniðinn eftir máli án aukakostnaðar • Sérsniðnir skápar og hurðir að hallandi þaki • Hurðarammar á hjólabraut, fjölbreytt úrval, m.a. gull, silfur og 180 litir • Margvíslegt útlit og speglar • Nýjar hurðir fyrir gamla skápinn Nýja fataskápalínan leysir vandann SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.