Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 36
■ 36 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yar ekki bara gott að þú klikkaðist? ALÞJOÐLEGUR geðheilbrigðisdagur var haldinn 10. október sl. Af því tilefni varð eftirfarandi pistill til en þar lýsi ég reynslu minni af því að „klikk- ast“ en einnig fylgja nokkrar hugleiðingar því tengdar. Það er mikið talað um spamað í heilbrigð- iskerfinu í dag. Við heyrum fréttir af lokun þessarar deildarinnar eða hinnar. Sem áheyr- endur eða áhorfendur úti í bæ höfum við enga möguleika til að leggja raunhæft mat á þennan sparnað. í hvert sinn er ég heyri minnst á að loka þurfi geðdeild eða hætta rekstri athvarfs geðsjúkra þá hrekk ég í kút. Því ég þekki til á slíkum stöðum og mér er ljóst hvaða vanda- mál geta hlotist af því ef til lokana þarf að koma. Á árunum 1991 til ’94 dvaldi ég samtals um sjö mán- uði á geðdeild Landspítalans. Þunglyndi og oflæti Ég greindist með þunglyndi og oflæti sem lýsir sér í miklum geð- sveiflum — ýmist hátt upp eða djúpt niður. í báðum tilfellum missir maður gjörsamlega vald á dóm- greind sinni. í þunglyndinu getur tvö þúsund króna rafmagnsreikn- ingur orðið óyfirstíganlegt vanda- mál — beinlínis ógnun við tilveruna, en í oflætinu trúir maður jafnvel að maður sé fær um að kenna allar greinarnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og svo býðst maður til að þrífa skólann að auki. Ég tel það mikla gæfu að hafa verið kennari við MH þegar sveifl- urnar byijuðu fyrir alvöru. Nem- endur taka kannski ekki eftir því þegar kennarinn þjáist af þunglyndi. Þeir hugsa bara með sér: „Mikið djöfull getur hann Hallgrímur verið leið- inlegur." Öðru máli gegnir um oflætið. Þá tapaði Hallgrímur þræðinum aftur og aft- ur og fór að spyija kúnstugra spuminga sem hann gat ekki einu sinni svarað sjálfur. Á stórum vinnustað eins og MH hafa margir haft einhver kynni af geðrænum sjúkdómum hjá sjálfum sér eða hjá sínum nán- ustu. Þess vegna leið ekki mjög langur tími þar til athugulir nem- endur gerðu stjórnendum skólans viðvart. Að sjálfsögðu hafði fjölskylda mín • fundið að ekki var allt með felldu. Meðan þunglyndið varði dró ég mig inn í skel mína en þar er ekki hægt að vera mjög lengi án þess að heimil- isfólkið taki eftir því. En oflætið leynir á sér. Hegðunin breytist en breytingin er oft tiltölulega lítil á hveijum degi þannig að erfitt er að átta sig á hvað er að gerast. Svo hafði ég einstakt lag á að kenna fyrrverandi konu minni og tveimur fósturdætmm um allt sem aflaga fór í samskiptum okkar á þessum tímum. Til þess beitti ég öllum til- tækum ráðum því ég var sannfærð- ur um að ég væri gallalaus snilling- ur en allir aðrir ýmist vankunnandi eða beinlínis heimskir. Ég réð yfir mjög sterkum vopnum og beitti þeim óspart — háð, illkvittni og fáránleg- ar rökleysur — það var öllu beitt ef mér fannst heimafólk mitt efast um yfirburði mína. Draugunum úr fortíð- inni hefur fækkað til muna, segir Hallgrím- ur Hróðmarsson, og ég hef lært að glíma við vandamál dagsins í dag þannig að þau verði ekki að draugum morg- undagsins. Á geðdeild Landspítalans fékk ég mjög mikla hjálp — hjá starfs- fólkinu og ekki síður hjá sjúklingun- um. Það hefur ótrúlega góð áhrif á mann að komast að raun um að maður er ekki sá eini í heiminum sem hefur „klikkast". Að sjálfsögðu var þáttur sérmenntuðu aðilanna sem hjálpuðu mér veigamestur því þeir kenndu mér að greina það sem hugsanlega gat skýrt hvers vegna allt hafði farið svona úr böndunum. Ég gat ósmeykur rakið fyrir þeim mínar innstu langanir og þrár, sagt þeim frá sigrum mínum og ósigrum og ráðfært mig við þá um næstu skref. Með þeirra hjálp gat ég gert upp við ýmsa drauga sem fylgdu mér úr fortíðinni. Gott viðmót á gamla vinnustaðnum Þessir sjö mánuðir sem ég dvaldi á sjúkrahúsinu skiptust í íjórar innlagnir og gat ég sinnt kennslu á milli. Það var ekkert mjög erfitt að koma til starfa eftir þunglyndis- kast — flestir kennarar upplifa það að vera dæmdir leiðinlegir — og það má ráða bót á því. En erfiðara var að koma í skólann eftir oflæt- Hallgrímur Hróðmarsson ið. Maður vissi að mikið var skraf- að um uppákomuna — og að alls- konar sögur voru í gangi — flestar sannar en sumar dáldið ýktar. Allt gekk þetta nú og kannski hjálpaði mér mest að hugsa um að hér var um sjúkdóm að ræða. Hvað gerði til þó sagðar væru sögur af kátleg- um uppátækjum mínum — ef það gat hjálpað til að lífga upp skamm- degið þá var það bara gott. Hafi einhveijir nemendur mínir eða samkennarar haft fordóma gagn- vart þessum „klikkaða" kennara fékk ég aldrei að heyra af því. Það er óskaplega mikils virði eftir hremmingar af þessu tagi að geta komið aftur til starfa á gamla vinnustaðinn. Ég segi því enn og aftur: Það var mikil gæfa að ég skyldi vera kennari við MH þegar þetta gerðist. Meiri aðstoð við aðstandendur í dag þegar ég horfi til baka get ég ekki sagt annað en að á margan hátt hefur þessi reynsla orðið mér til góðs. Draugunum úr fortíðinni hefur fækkað til muna og ég hef lært að glíma við vandamál dagsins í dag þannig að þau verði ekki að draugum morgundagsins. — Er þá bara ekki allt í lagi, var ekki bara gott að þú klikkaðist? En málið er ekki svona einfalt — ég er ekki einn í henni veröld. Nemendur mínir fengu dijúgan skammt af rugli og óþægindum — nokkuð sem ég hefði feginn viljað losa þá við. Samt eru það smámunir miðað við það sem mínir nánustu þurftu að þola. Það var erfitt að koma í vinnuna eftir oflætiskast, en það var miklu, miklu erfiðara að koma heim til þeirra sem manni þótti vænst um. Sárin sem ég hafði veitt þeim voru þess eðlis að þeir hefðu ekki síður þurft að fá mikla aðstoð frá sérmenntuðu fólki til að græða þau. Þvi miður er ekki hugað nægilega mikið að þessum þætti í geðheilbrigðismálum hjá okkur. Dropinn sem fyllti mælinn Eitt af því sem ég hreifst mjög af hjá fólkinu sem hjálpaði mér var hvað það var lítið fyrir einfaldar, ódýrar lausnir. Það hefði verið svo einfalt að benda á einhvern draug- inn úr fortíðinni og segja: Hér höf- um við orsökina. Nú kippir þú þessu í lag Hallgrímur og sólin fer að skína á ný. Eða að segja: Hallgrím- ur, þú ert með allt of mikla kennslu — eitt og hálft starf — þú þolir ekki svona mikið álag. Allir hjálpar- aðilar mínir höfðu fullan skilning á að það voru margir samverkandi þættir sem höfðu valdið veikindun- um. Það var því ekki nóg að útiloka einn þáttinn — t.d. kippa burt yfir- vinnunni. Jú, að sjálfsögðu minnkar vinnuálagið, en af hveiju vann Hallgrímur svona mikið? Var hann ekki bara eins og hver annar meðal- jón í landjnu að reyna að ná endum saman? Ég er virkilega þakklátur fyrir að þeir sem hjálpuðu mér reyndu að fá góða yfirsýn áður en raunveruleg meðferð hófst og leit- uðust við að halda góðri yfirsýn þegar meðferðin var komin á skrið. Vissulega hrinti vinnuálagið hjá mér öllu af stað en það var bara dropinn sem fyllti mælinn. Fjárfestum í fólki Kannski er það einmitt meiri yfir- sýn sem okkur skortir í samfélaginu í dag. Eða er það eðlilegt ástand að meðaljóninn á íslandi skuli neyð- ast til að vinna eina og hálfa vinnu til að hafa i sig og á? Með því að eyða þessum fasta, sjálfvirka streituþætti myndum við hafa áhrif til góðs á íjölmörgum sviðum mann- lífs á íslandi — ekki bara á sviði heilbrigðismála. Ég byijaði pistilinn á að hugleið- ingu um sparnað í heilbrigðiskerf- inu. Ekki efast ég um að það er full þörf á að fara vel með fé þar eins og annars staðar, en varanleg- ur sparnaður kostar oft mikla fjár- muni. Það kostar örugglega mikið að afnema yfirvinnu í íslensku sam- félagi meðan breytingin er að ganga yfir, en ef menn hafa yfirsýn lengra fram á veginn sjá þeir að hagnaður- inn verður margfalt meiri en sá kostnaður. Það dugir ekki að auka sífellt og einhliða fjárfestingu í steinsteypu. Nú þurfum við — að þora — að auka fjárfestingu í fólki. Við getum meira að segja sparað á því. Höfundur er kennnri í MH. NÝ KYNSIDÐ AF OLÍUSKILJUM fyrir bæði létta og þunga olíu. DVZ-VC-”OILMASTER" Vélar ehf., Vatnagörðum 16, Rvík, sími 568 6625. Sjálfhreinsandi - engar síur. Stærðlr frá 250 l/klst uppí 7000 l/klst Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Milcfó úrval af allskonar buxum Opib ó laugui Jögum Nokkur orð um sögu Njarðvíkur ÞAÐ ER ekki fyrr en flett hefur verið á þriðja hundrað blaðsíð- um að maður kemst nær okkar tíma eða rétt yfir síðustu alda- mót í þessari bók, sögu Njarðvíkur. En þar segir frá því á blaðsíðu 223 þegar Njörður GK 467, 8,5 rúml. Bátur var keypt- ur. Sagt er hveijir eig- endur voru en þetta var í árslok 1916. Einnig er sagt frá því er Njörður fórst 22. febrúar 1918 með fjór- um ungum mönnum en ekki minnst á hveijir þessir ungu menn voru. Þá kemur upptalning á næstu vélbátum í Njarðvík og segir síðan á bls. 227 frá því þegar Karvel Ögmundsson og bræð- ur hans komu til Njarð- víkur með Pilot GK 210, 28 rúml. bát, sem er ekki rétt því Pilot var GK 201 og 35 rúml. Næst er farið að segja frá Eggerti Jóns- syni frá Nautabúi á miðri blaðsíðu 227. Þá næst er farið yfir í kartöflurækt á blaðs- íðu 232 og á blaðsíðu 234 er komið að raf- magnsmálum og hreppaskiptingu 1942. Á bls. 241 kemur að Keflavíkur- flugvelli, á bls. 262 kemur aftur að útgerðinni og segir þar í upp- Grímur Karlsson Á bls. 264 eru taldir upp bátarnir: Sigurkarfí GK480 184 rúml. Eig. Karvel og Guðm. Þórarinn Ögmundssynir Ingiber Ólafsson GK135 247 rúml. Eig. Jón og Óskar Ingiberssynir Magnús Ólafsson GK494 256 rúml. Eig. Garðar Magnússon Keilir GK24 60 rúml. Eig. Garðar Magnússon Bára GK 24 165 rúml. Eig. Garðar Magnússon Mánatindur SU95/síðar GK240 228 rúinl. Eig. Garðar Magnússon En svo er eftirtöldum bátum sleppt í bókinni: Ingiber Ólafsson GK35 83 rúml. Eig. Jón og Óskar Ingiberssynir Haffari GK240 250 rúml. Eig. Garðar Magnússon Auður GK201 21 rúml. Eig Karvel og Guðm. Þórarinn Ögmundssynir Gulltoppur GK321 22 rúml. Eig Garðhúsabræður Emma GK279 16 rúml. Eig Árni .Bachmann Sigriður GK78 11 rúml. Eig. Kristján í Höfða Mars GK374 15 rúml. Eig. Dúi og Grímur Karlssynir Jónas Jónasson GKI0I 72 rúml. Eig. Egill Jónasson Fróði GK 480 36 rúml. Eig. Egill Jónasson Anna III GK461 54 rúml. Eig. Sigurður í Þórukoti o.fl. Brimnes KE204 36 rúml. Eig. Magnús Daníelsson Þessi bók getur ekki, segir Grímur Karls- son, staðið sem heimild- arrit fyrir framtíðina. hafi orðrétt „hér á eftir verður drep- ið á helstu atriði úr sögu fiskiskipa- flota Njarðvíkinga“ síðan er þess getið að þetta sé um það leyti sem Njarðvíkurhreppur var stofnaður og að bátafloti Njarðvíkinga sé 9 skip. Síðan eru þau talin upp en þá eru þau aðeins átta. Þessi skip eru: Annall GK461, 42rúmlesta, sem er ekki rétt. Anna II var 26 rúml. Ársæll Bragi Freyja Glaður Gylfi Pilot GK492, GK497, GK494, GK405, GK522, GK210, 22 rúmlesta, 20 rúmlesta, 22 rúmlesta, 22 rúmlesta, 22 rúmlesta, 28 rúmlesta, sem er ekki rétt, Pilot var GK 201 og 35 rúmlesta, Vöggur GK204, 29 rúmlesta, sem er ekki rétt, Vöggur var 50 rúml. Þegar Ársæll fórst er þannig sagt frá slysinu að aðeins einn af þeim sem fórust er nafngreindur, aðrir sem fórust eru það ekki, ekki heldur sá sem komst af, eða neitt sagt frá því hvernig slysið bar að eða hveijir björguðu. Það er undrunarefni hvers vegna öllum þessum bátum er sleppt. Ef við tökum til dæmis Fróða, sem var systurskip Braga sem sagt er frá, en Egill átti Fróða miklu lengur og var sjálfur skipstjóri á Fróða. Fróði var mikið afla- og happaskip, hann varð til dæmis eitt sinn 5. afla- hæsta sildveiðiskipið fyrir Norður- landi. Auk þess átti Egill á Fróða þátt i stórkostlegu björgunarafreki úti á skerjum þar sem kunnugleiki hans og hæfni sem sjómanns bjarg- aði_ mannslífum. í heildina fá athafnamenn í bæn- um litla umijöllun, t.d. er ekki minnst á ummæli Theodórs Frið- rikssonar í bókinni I verum um Magnús ólafsson, þar sem hann lýsir því hve Magnús Ólafsson og kona hans bjuggu vel að vermönn- um, þó er minnst á það að Theodór hafí verið í skiprúmi hjá Magnúsi. Sama sagan er með Egil og Ein- ar Jónassyni. Ekkert er minnst á þegar Einar á gamals aldri bjargaði öðrum af flugmönnum herþotu sem steyptist niður í höfnina. Saga Karvels Ögmundssonar er slitin í sundur og skotið inn í bók- ina hingað og þangað, en hvergi heilleg frásögn. En það sem er verst af öllu við þessa bók er hvernig fjallað er um slysfarir, það er lítillega tæpt á sumu, eða ekkert sagt einsog um drukknanir í höfninni eða þegar opni vélbáturinn María fórst með þremur ungum mönnum. Þessi bók getur ekki að öllu leyti staðist sem heimildarrit fyrir fram- tíðina. Ég veit ekki hvernig hægt er að bæta úr þessu en kannski er hægt að setja leiðréttingar í eða með bokinni. Höfundur er skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.