Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 39" > X > i > I I | J | ■ i j I fl fl fl fl fl J fl SVERRIR KARL STEFÁNSSON + Sverrir Karl Stefánsson fæddist á ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á ísafirði 13. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarð- arkirkju 18. októ- ber. Kæri vinur. Það var erfitt og sárt að heyra að þú værir farinn frá okkur. Að hugsa um það að aldrei ættum við eftir að tala saman aftur, hlæja saman eða rökræða lífið og tilver- una. Elsku Sverrir Karl, í huga okkar verður allt sem þú skildir eftir þig geymt vel og lengi, myndirnar sem þú teiknaðir og skartgripirnir sem þú bjóst til. Með þessum orðum ætlum við að kveðja þig. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gott geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at fínna oft. (Úr Hávamálum) Minning þín er ljós í lífi okkar. Arný Rós og Sigrún. Ungur vinur okkar hjóna, Sverrir Karl Stefánsson, er látinn. Við kynntumst Sverri vel enda þótt árin væru mörg á milli okkar og var hann mikill vinur barna okkar. Við þökkum þann tíma sem við fengum með Sverri Karli, þessum ljúfa dreng. Elsku Stebbi og Ransý, sorg ykk- ar er djúp og söknuðurinn mikill, en minningin um góðan dreng lifir um ókomin ár. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Rafn og Heiðrún. Með þessum fátæklegu orðum langr mig að minnast bekkjarbróð- ur og uppeldisvinar Sverris Karls sem nú hefur kvatt okkur. Það var á sunnudag sem ég fékk hringingu að vestan og mér tjáð að Sverrir væri látinn. Þetta kom eins og kjaftshögg, ég var þó nokkra stund að átta mig á þessu. Minningarnar hrannast upp frá bernskuárum okkar á ísafirði. Leið okkar lá saman alveg frá byijun í skóla. Eftir að hafa klárað gaggann saman fórum við sinn á hvora braut í Menntaskólanum á ísafirði. Árið eftir hóf ég svo nám í Reykholti en hann hélt áfram á ísafirði. Leið- ir okkar lágu saman aftur haustið 1994 þegar hann kom í skóla í Reykholti. Þar brölluðum við margt saman, við klippingu stuttmynda, sátum saman í nemendaráði. Hann var mikið að teikna og taka ljós- myndir þar. Ég vil að lokum votta Stebba og Ranný samúð vegna sonarmissis og Hörpu, Selmu og Helga Dan vegna missis bróður. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ (Kahlil Gibran). Svavar Þór Einarsson. Síminn hringdi og mér var sagt að þú værir búinn að yfirgefa þenn- an heim. Ég hitti þig síðast á föstu- daginn. Þá varstu svo hress og kátur. Sýndir ekkert fararsnið. En þú varst nú alltaf hress, alveg sama hvð gekk á. Ef við hin vorum eitt- hvað döpur komstu eins og sprengja og kættir okkur. Alltaf varstu tilbú- inn að gera allt sem maður bað þig um. Manstu þegar við vorum að flytja, þá bað ég ykkur Begga að hjálpa okkur. „Ekkert mál,“ þið vor- uð alltaf tilbúnir til alls. Manstu þegar við vor- um að mála herbergið mitt, myndina sem þú málaðir aftan á fata- skápinn minn. Hvað við hlógum að þinni. Þetta voru grínmyndir eins og þú varst vanur að teikna. Allt sem þú fórst höndum um varð að listaverki, alveg sama hvort það var málmur eða bara blý- antur og blað. Allt urðu þetta hin hreinustu listaverk. Svo gistuð þið heima, fyrstu nótt- ina í nýju húsinu. Við vorum þarna þrjú og skemmtum okkur fram eft- ir nóttu, héldum vöku fyrir öllum öðrum í húsinu. Svona vorum við. Alltaf hlæjandi. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þessi vinátta sem við áttum saman, þú, ég og Beggi var einstök. Ef fólk sá eitt okkar vissi það af hinum tveimur einhvers staðar skammt undan. Þó að við höfum ekki verið svona mikið saman síðastliðin þijú ár þá var það alltaf svo, að ef við hittumst var alltaf stoppað og tal- að, stundum tímunum saman. Þetta var alveg einstök væntumþykja á milli okkar þriggja og það er því með söknuð í hjarta sem ég kveð þig og riija upp allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Kahlil Gibran sagði: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Mér mun alltaf þykja vænt um þig. Vertu sæll, elsku vinur. Elsku Stebbi, Rannsý og börn. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Kveðja, Elín Björg Þráinsdóttir. Það er sunnudagskvöld þegar við fáum símtal að vestan og okkur er tjáð að ástkær skólabróðir, Sverrir Karl, sé látinn. Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu og leið smá tími þar til við vorum búin að með- taka að hann væri ekki á meðal okkar. Það var í september 1994 sem Sverrir hóf nám með okkur í Reykholti. Við héldum hópinn þar sem við höfðum öll verið áður. Vor- um við mjög fljót að kynnast Sverri þar sem hann var búinn að vera í skóla með Svavari. Það kom fljót- lega á daginn að hann var gæddur hæfileikum í myndlist og ljósmynd- un. Við sátum í nemendaráði á þess- um tíma og var einn sem var að víkja úr nemendaráði að eigin ósk. Komum við okkur saman um að fá Sverri með okkur, þar sem hann hafði mikinn áhuga og var með góðar hugmyndir að ýmsum verk- efnum. Eftir að hafa fundað með Sverri var hann fenginn til að taka sæti í nemendaráði. Þeir fundir og samverustundir í Reykholti eiga seint eftir að gleymast. Hann mun ávallt eiga sinn stað í hjarta okkar allra. Við vottum foreldrum og systkinum hans okkar dýpstu sam- úð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) F.H. nemenda Reykholtsskóla, Svavar Þór Einarsson, Benóný Sigurgeirsson, Rósa Sævarsdóttir, Stefán Ingi Svansson, Ingibjörg Bernhöft. MINNINGAR KRISTJAN HRÓLFSSON + Kristján Þor- steinn Lárus Hrólfsson fæddist á Ábæ í Austurdal í Skagafirði 1. mars 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðár- króki 9. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valgerður Kristj- ánsdóttir frá Ábæ og Hrólfur Þor- steinsson, bóndi frá Skatastöðum í sömu sveit. Þau bjuggu á Ábæ og síðar á Stekkj- arflötum einnig í sömu sveit. Kristján átti sex systkini. Elst þeirra var Friðfinna sem var búsett í Reykjavík, en hún and- aðist 26. sept. sl. Hin systkinin eru á lífi, en þau eru: Ingi- björg, búsett á Lýtingsstöðum í Skagafirði, Jórunn, búsett á Akureyri, Kristbjörg búsett í Þjórsártúni í Rangárvallasýslu, Stefán, bóndi á Keldulandi í Skagafirði, og Anna, búsett á Sauðárkróki. Fóstursystur áttu þau, Jóhönnu Krisljánsdóttur í Reykjavík, sem er látin. Kristján kvæntist 29. mars 1949 eftirlifandi konu sinni Rann- veigu Jónu Trausta- dóttur, f. 1. október 1927 á Atlastöðum í Svarfaðardal, og hófu þau þá búskap á Syðri-Hofdölum. Þau eignuðust tvö böm: Valgerði, f. 28.12. 1948, og Trausta, f. 7.1.1953. Valgerður er versl- unarmaður á Sauðárkróki, gift Jónasi Sigurjóns- syni. Böm þeirra: Kristján Bjarki, f. 23.11. 1967, og Rannveig Jóna, f. 25.11.1968. Sambýliskona Kristjáns Bjarka er Gerður Kristný Guðjónsdótt- ir. Trausti er bóndi á Syðri-Hof- dölum, giftur Ingibjörgu Aadnegard. Böra þeirra em: Atli Már, f. 21.12. 1973; Trausti Valur, f. 16.7. 1983; Helgi Hrannar, f. 1.5. 1985; Isak Óli, f. 16.10. 1995. Sambýliskona Atla Más er Ingibjörg Klara Helgadóttir og eiga þau soninn Friðrik Andra, f. 10.3. 1995. Útför Kristjáns fer fram frá Hofsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vegferðinni er lokið. Þessi sér- staklega góði maður, Kristján móð- urbróðir minn, hefur kvatt þetta jarðsvið. Hann kvaddi það á sinn hógværa og hljóðlega hátt með komu haustsins. Kristján var fæddur á kirkjustaðnum Ábæ í Austurdal og þar liðu bemskuár hans í faðmi ijalladalsins austanvert við Jökulsá austari. Átta áragamall, vorið 1929, flutti hann með foreldrum sínum, systkinum, fóstursystur og ömm- unni, henni Ingibjörgu frá Svína- vatni, niður að Stekkjarflötum og þar átti hann heima uns hann hóf búskap á Syðri-Hofdölum í Viðvíkur- sveit. f minningum fyrstu ára ævi minnar man ég hann svo glöggt, prúðmennið mikla sem aldrei félí styggðary'rði af vörum. Af honum lærði ég margt þegar ég var lítill og það var svo gott að vera í ná- vist hans. Frændinn góði sem hafði átt fyrstu bernskuspor sín í túninu á Ábæ sýndi mér sérstaka um- hyggju og bar alltaf birtu inn í heim lítils drengs. Einlægni, hlý orð og ljúfmannlegt viðmót voru ein- kenni hans. Hjá honum lærði ég nöfn blóma og heiti fugla. Hann kenndi mér að skynja sunnanvind- inn, þennan hlýja blæ sem kemur allt í einu einn morgun að sunnan yfir fjöllin niður í norðlenskan dal og þá vorum við báðir vissir um að vorið væri komið. Svo hafa árin kvatt hvert af öðru og alltaf var jafnnotalegt að hitta Kristján. Þessi hlýlega og stillta framkoma hans orsakaði það að mér leið alltaf sérstaklega vel í nærveru hans. Hann var fyrirmynd annarra með geðprýði því að það var aldrei vanstilling eða asi, aðeins hlýja, alúð og nærgætni. Og nú spyr ég með Ijóðlínum Starra í Garði: Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka, þetta sem eitt sinn var. Ég mun minnast Kristjáns sem eins af bestu mönnum sem ég hef kynst á lífsleiðinni. Um hann á ég margar dýrmætar minningar úr æsku minni. Mér þykir vænt um þessar minningar og ég mun varð- veita þær vel. Ég kveð svo kæran vin með trega og virðingu. Konu Kristjáns, Rannveigu Jónu, og fjölskyldu bið ég blessunar. lýörtur Guðmundsson. Ef til vill skýtur það skökku við að minnast afa míns, Kristjáns Hrólfssonar, með orðum því hann var ekki gjarn á að nota orð til að lýsa því sem honum bjó í brjósti. Orðin taldi hann að vísu eklri til óþurftar, en hann hafði uppgötvað að hægt er að komast sæmilega af án þess að nota öll þessi ósköp af þeim. Og þar sem við teljum okkur ekki þekkja náungann fyrr en við höfum heyrt í honum malið, þá fannst mér sem ég hefði aldrei kynnst honum sérlega náið, jafnvel þótt ég eyddi með honum dögum, vikum og mánuðum. Afí sagði eng- ar sögur til að stytta stundimar við vinnu sem oft var þreytandi og leiði- gjöm og sá enga ástæðu til að draga broddinn úr erfiðinu. Þótt ég væri-** aldrei að þýfga hann um þetta þótt- ist ég finna, að hann taidi vinnuna vera skyldu og kvöð sem ekkert leysir okkur undan. Svo mótsagna- kennt sem það kann að hljóma þá var starf hans markað af sérkenni- legri andúð á vinnunni, um leið og hann var sá starfsamasti maður sem ég hef kynnst. Enginn kenndi mér jafn áþreifanlega að vinnan er óendanleg. Andartaks hugsunar- leysi og léttúð kollvarpar öllu því sem hún hefur grundvallað og þótt afi hefði ekki hátt um þessi ósköp - nam ég þau smátt og smátt af verk- lagi hans og vinnutilhögun. Bak við þessa hugsun lágu gildi sem oft eru talin vera með öllu óþekkt hér á landi, gildi eins og iðjusemi, gætni og traust. Þeim fylgdi styrkur sem nýttist afa mínum til að svara kalli tímans, því þrátt fyrir að hugsun hans ætti sér rætur í hinum gamla stíl syrgði hann aldrei það horfna, en galt jáyrði við flestum tækni- framförum. Gætnin keyrði aldrei svo um þverbak að ekki mætti fram- kvæma og því var það stundum að þegar gestir komu úr borginni til að dásama horfið sveitalíf, að í miðri gloríunni um botnlausan þræl- dóminn kom skelmissvipur á afant. og hann fór að skýra frá dýrð rúllu- bagganna og hve plastpökkunar- vélarnar væru magnaðar. Þetta skopskyn var vendilega falinn eld- ur sem stundum gat bálað upp og það var jafnframt sá þáttur í fari hans sem mér finnst ég hafa farið hvað mest á mis við. Eg hitti eitt sinn á förnum vegi stelpu sem hafði verið í sveit á Hofdölum. Hún sagði mér að afi minn væri einn fyndnasti maður sem hún hefði nokkurn tímann hitt. Ég þekkti afft>-«. minn öðruvísi, en mikið finnst mér gott til þess að vita að hann hafi ekki verið allur þar sem hann var séður. Kristján B. Jónasson. HELGI SKÚLASON Helgi Skúlason var fæddur ■ í Keflavik 4. september 1933. Hann lést á Landspítalan- um 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 10. október. Vinur er horfinn. Hugurinn er hjá Helgu, börnum og barnabörn- um. Af fundi Helga gekk ég alltaf heilli. Megi guð styrkja ykkur í sorginni, Helga mín. Ása, Magnús Haukur, Þórunn Elín. Mig langar til að minnast Helga Skúlasonar örfáum orðum. Ég ætla ekki að tíunda listræn afrek hans á leiksviði og í kvikmyndum, það hefur þegar verið gert. Mig langar hins vegar til að þakka fyrir að hafa kynnst honum og átt hann að. Hann var faðir eins af mínum elstu og bestu vinum og á unglingsárum dvaldi ég Iöngum stundum á heim- ili þeirra Helgu á Suðurgötunni. Helgi og Helga höfðu alltaf áhuga á því sem við strákarnir vorum að bralla og einhvern veginn fínnst mér eins og þau hafí alltaf vitað hvað við, Halli og vinir hans, vorum að hugsa. Við sóttumst eftir að skeggræða við þau og opna unga og óþolinmóða hugi okkar fyrir þeim. Ég held að mér sé óhætt að segja að þau hjónin hafí einnig ver^ ið vinir mínir. Síðar þegar ég steig mín fyrstu spor í kvikmyndagerð leitaði ég til Helga um ráð. Það var bæði rök- rétt og eðlilegt, því áhugi minn á kvikmyndum hafði orðið að ástríðu á heimili hans, allmörgum árum fyrr. Síðan veit ég að Helgi og Helga hafa fylgst með minni glímu, og að sjálfsögðu hef ég reynt að fylgjast með þeirra, hún skipti nefnilega máli. Mér auðnaðist aldr- ei að leikstýra Helga - ég bauð honum einu sinni hlutverk sem hann gat ekki tekið að sér vegna annarra starfa — en mér þykir vænt um þær minningar þegar ég lék sem ungl- ingur undir hans stjórn, alla vega * fjórum sinnum. Mér fannst ég þekkja hann nokkuð og mér þótti vænt um hann, sem listamann og félaga. Mér þykir leitt að hafa ekki náð að fylgja honum til grafar, og ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hans, Helgu, Halla, Skúla og Helgu Völu, í sorg sinni. Hilmar Oddsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.