Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 45 Tíminn lætur ekki að sér hæða. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá líður hann áfram líkt og óstöðv- andi stórfljót. Afstæð- iskenning Einsteins segir reyndar að klukkur á miklum hraða gangi hægar en þær sem kyrrstæðar eru, en jafnvel mikill fjöldi ferðalaga fram og aftur með hljóð- fráum þotum nægir ekki til að breyta fram- rás tímans sem nokkru nemur. Þetta veit afmælisbarnið prófessor Magnús Magnússon að sjálfsögðu manna best. Í því sam- bandi má fyrst nefna, svona á létt- ari nótunum, að hann hefur bæði langa og viðamikla reynslu af flug- ferðum, en hann hefur einnig lagt sinn skerf af mörkum til afstæðis- kenningarinnar sem fræðigreinar, auk þess sem. hann hefur kennt hana ásamt annarri eðlisfræði við raunvísindadeild Háskóla íslands. Um langt árabil hafa flestir ef ekki allir eðlisfræðinemar við Há- skólann lært grundvallaratriði afl- fræði og afstæðiskenningar hjá Magnúsi í einu besta og gagnleg- asta námskeiðinu sem eðlisfræði- skor býður upp á. Það sem mér og mörgum öðrum fyrrverandi nemendum hans er þó kannski einna minnisstæðast úr því nám- skeiði er hin ótrúlega leikni Magn- úsar í meðferð svo- kallaðra vísa eða indexa, en það eru tákn sem koma mjög við sögu í reikningum í afstæðiskenning- unni. Ég efast stór- lega um að í þeirri reiknilist komist nokkurt okkar með tærnar þar sem meist- arinn hefur hælana. Satt best að segja á ég erfitt með að trúa því að Magnús skuli vera orðinn sjötugur. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég heimsótti hann á Raunvísindastofnun vorið 1973. Erindið var að biðja hann um að finna handa mér auðvelt sérverkefni á kennilegri eðlisfræði svo ég gæti útskrifast með BS gráðu frá Háskólanum áður en ég færi í framhaldsnám til Bandaríkj- anna. Magnús tók mér sérlega vel og eftir stuttar samræður dró hann fram þykkt vélritað handrit sem hann rétti mér með þeim orðum að ég skyldi lesa og reyna að skilja. Það væri nefnilega eitthvað grugg- ugt við niðurstöðuna. Þetta reynd- ist vera handrit að grein eftir hinn kunna danska eðlisfræðing Christ- ian Möller sem Magnús þekkti vel og hafði starfað með um skeið við NORDITA, norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði í Kaup- mannahöfn. í greininni hélt höf- undurinn því fram að svokölluð AFMÆLI svört göt, sem nú eru kölluð svart- hol og flestir kannast við af af- spurn, væru hvorki til í geimnum né annars staðar í náttúrunni. Möller rökstuddi mál sitt af miklum krafti og beitti fyrir sig löngum og flóknum útreikningum byggð- um á almennu afstæðiskenning- unni. (Það skal strax tekið fram að gamli maðurinn hafði rangt fyrir sér í þetta skiptið!) Eins og nærri má geta féll mér í fyrstu allur ketill í eld við þessa uppá- stungu Magnúsar, enda var ég að vonast eftir tiltölulega auðveldu og fljótunnu verkefni. Honum tókst þó að vekja áhuga minn og sann- færa mig um það að ég réði við verkefnið. Á þessum tíma var spurningin um tilvist svarthola enn ofarlega á baugi í heimi vísindanna svo að vandamálið var ekki aðeins krefjandi heldur einnig sérlega heillandi. Vinna mín að þessu verk- efni sumarið 1973 undir hand- leiðslu Magnúsar var sá neisti sem kveikti áhuga minn á almennu af- stæðiskenningunni og í framhaldi af því á afstæðilegri stjameðlis- fræði. Fyrir það vil ég leyfa mér að þakka Magnúsi sérstaklega á þessum tímamótum í lífi hans. Þessi stutta lýsing segir væntan- lega sína sögu um viðhorf Magnús- ar til nemenda. Hann hefur ávallt verið boðinn og búinn til að að- stoða í hvívetna alla þá nemendur sem til hans hafa leitað, og hann hefur jafnframt sjálfur leitað uppi efnilega nemendur til að vekja at- hygli þeirra á áhugaverðum um- svifum í eðlisfræði, bæði heima og erlendis. Þetta á ekki síst við um sumarskóla og ráðstefnur á vegum NORDITA, en Magnús sat í mörg ár í stjórn þeirrar stofnunar fyrir hönd íslands. Þeir eru orðnir tals- vert margir íslensku eðlisfræðing- arnir sem Magnús hefur komið í samband við þá ágætu stofnun og aðstoðað við að nýta þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða. Það á ekki aðeins við um sumarskólana og ráðstefnurnar, heldur einnig tímabundnar rannsókna- og rann- sóknanámsstöður og margt fleira. Þetta hefur skipt verulegu máli fyrir eðlisfræðiþekkingu í landinu á síðustu áratugum, og gerir reyndar enn, því eins og kunnugt er hefur Háskóli íslands aldrei haft bolmagn til að bjóða upp á fullt framhaldsnám í eðlisfræði frekar en í öðrum greinum raunvís- inda. Hluti af þeirri viðleitni Magnús- ar að koma íslandi í nánari snert- ingu við alþjóðlega starfsemi í eðl- isfræði er fólginn í því að fá hing- að þekkta erlenda vísindamenn til viðræðna og fyrirlestrarhalds. Þetta tókst honum meðal annars vegna persónulegra kynna af við- komandi mönnum og með fjár- hagslegri aðstoð NORDITA. Eftir- menn hans í stjórn stofnunarinnar hafa reynt að halda uppi merkinu eftir föngum, en heldur hefur slík- um heimsóknum fækkað á undan- förnum árum, kannski vegna auk- ins fjölda íslenskra eðlisfræðinga og nýs og jarðbundnari tíðaranda. Það fer hins vegar ekki á milli mála að gestir Magnúsar höfðu mikil og varanleg áhrif á marga unga íslenska námsmenn, sem fengu einstakt tækifæri til að hlusta á framúrskarandi vísinda- menn kynna hugðarefni sín. Ég man til dæmis mjög vel eftir gest- um eins og John Wheeler, Bengt Strömgren, Ben Mottelsson, MAGNÚS MAGNÚSSON Faðir minn Pálmi Ólafsson, Flúðabakka 1 á Blönduósi, varð átt- ræður 12. þ.m. Hann fæddist árið 1916 að Mörk á Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, þau hjónin Jósefína Pálma- dóttir frá Æsustöðum í Langadal og Ólafur Björnsson frá Ketu í Hegranesi. Mörk fór í eyði fyrir mörgum árum eins og orðið er um allar jarðir á Lax- árdal nema tvær, en á Laxárdal var fjölmennt samfélag á fyrri hluta þessarar aldar. Pabbi var næstelstur fjögurra systkina. Eldri var Helga María, síð- ar húsfreyja í Hnjúkahlíð við Blöndu- ós, og er hún látin. Yngri er Sigríður BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélag Húsavíkur Bridsfélag Húsavíkur hefur nú hafið vetrarstarfsemi sína með að- alfundi og nýkjörinni stjórn. Hana skipa Björgvin R. Leifsson formað- ur, Gunnlaugur Stefánsson og Sig- urgeir Aðalgeirsson. Vetrarstarfið hófst með þriggja kvölda hausttvímenningi og eftir fyrsta kvöldið er staðan þannig: Bergþóra og Sigrún 193 ÓliogGuðmundur 190 Þórólfur og Pétur 180 Fastir keppnisdagar eru hvert mánudaskvöld og þeir áhugasöm- ustu hittast stundum á fimmtudög- um og draga þá í slag. Spilað er í Félagsheimilinu og er þar góð staða. / Siiii Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Sveit Kjartans Ólasonar sigraði í þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem húsfreyja í Ártúnum í Bólstaðarhlíðarhreppi, en yngstur Ingimar sem dó í frumbernsku. Pabbi fluttist með for- eldrum sínum að Brandsstöðum í Ból- staðarhlíðarhreppi árið 1938, og þaðan að Ey- vindarstöðum í sömu sveit árið 1940. Hinn 14. júní árið 1947 gekk pabbi að eiga móður mína Aðalbjörgu Guð- rúnu Þorgrímsdóttur frá Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Bólstaðar- hlíðarhreppi, og sama ár keyptu þau jörðina Holt á Ásum og fluttust þangað og foreldrar pabba með þeim. Hafði þá áður ver- ið seldur undan jörðinni hluti jarðar- innar sem nú heitir Laxholt. Áður en foreldrar mínir komu að nýlokið er hjá félaginu. Sveitin hlaut samtals 1773 stig og varð efst öll kvöldin. Meðalskor var 1620. Með Kjartani spiluðu Óli Þór Kjartansson, Sigríður Éyjólfsdóttir, Bjarni Krist- jánsson og Garðar Garðarsson. Sveit Guðfinns KE varð í öðru sæti með 1713 stig og sveit Halldórs Aspar í því þriðja með 1684 stig. Fimmtudaginn .17. okt. var spil- aður tvímenningur, vanir-óvanir, en 24. október verður eins kvölds tví- menningur. Bikarkeppni Suðurlands 1996-1997 Skráningarfrestur vegna bikar- keppni Suðurlands í sveitakeppni er til laugardagsins 2. nóvember 1996. Síðasta vetur tóku 11 sveitir þátt í mótinu og vonast er til að þær verði enn fleiri í ár. Stefnt er að því að 1. umferð verði lokið þann 1. desember nk. Eins og áður greiða sveitir aðeins keppnisgjald fyrir þá leiki sem þær spila. Þátttaka tilkynnist til Guðjón Bragasonar, hs. 487-5812, eða vs. 487-8164. Holti hafði bærinn og útihús staðið uppi í Holtsbungunni en lítið íbúðar- hús var þó byggt niður við Laxána sem fýrsti vísir að færslu bæjar og útihúsa. Við urðum sjö systkinin. Elst er sú er þessi orð skrifar, Jósefína Hrafnhildur, og er maður hennar Ingimar Skaftason. Næstur er Vil- hjálmur Hróðmar, kvæntur Ingi- björgu Jóhannsdóttir. Þriðja í röðinni er Guðrún Sigríður og er hennar maður Andrés Arnalds. Næstur er Þorgrímur Guðmundur og er hans kona Svava Ögmundsdóttir. Þá er Ólöf Stefanía, gift Valdimar Guð- mannssyni. Elísabet Hrönn, gift Jóni Inga Sigurðssyni, og loks Bryndís Lára og er hennar maður Sighvatur Steindórsson. Barnabörn pabba og mömmu eru 20 og bamabarnabörnin fjögur. Foreldrar okkar byggðu við fyrsta íbúðarhúsið í Holti árið 1959 en ég minnist þrengslanna í gamla húsinu er við bömin vorum að vaxa upp. Öll skilyrði fyrstu árin í Holti voru frumstæð hvað þægindi og aðra verkaðstöðu snertir, en fljótlega breyttist allt til betri vegar fyrir þrot- HSK mót í tvímenningi HSK mótið í tvímenningi verður spilað í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 2. nóvember nk. og hefst mótið stundvíslega kl. 10. Spilaður verður barometer með tölvugefnum spilum. Þátttaka til- kynnist til Ólafs Steinasonar í hs. 482-1319 eða, vs. 482-1600. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Hæstu skor í NS síðasta spilakvöld: laust starf. Árangur starfsins er líka mikill þar sem þtjú af okkur systkin- unum búa sjálfstæðu búi á jörðinni með fjölskyldum okkar. Ég veit að pabbi og mamma voru vinsæl af nágrönnum og öðmm sem þau höfðu eitthvað saman að sælda við. Þau tóku þátt í félagsmálum í sveitinni og voru og eru ákaflega samhent um uppeldi og hag okkar systkinanna. Pabbi ann söng og söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakórnum Húnum og síðast með Vökumönnum. Þegar Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu ákvað að gangast fyrir byggingu á íbúðum fyrir aldr- aða ákváðu þau foreldrar mínir að gerast þátttakendur í því. Þau flutt- ust til Blönduóss árið 1991 og eru. í hópi fyrstu íbúanna þar á Flúða- bakka 1. Á afmælisdegi pabba vorum við svo til öll, þessi stóra fjölskylda, sam- an komin í Borgamesi til þess að heiðra pabba í tilefni dagsins. Það varð okkur öllum mikil ánægja, þó að fyrst og fremst ætti það að koma í hlut pabba og mömmu. Hrafnhildur Pálmadóttir. Rafn Kristjánss. - Þorsteinn Kristjánss. 199 Rapar Þorvaldsson - Sigurður Gislason 178 Berprlngimundarson-AxelLárusson 172 Hæstu skor í A/V Óli B. Gunnarsson - Jón St. Kristinsson 211 Loftur Pétursson — Friðrik Jónsson 181 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 174 Staðan eftir 2 lotur Rafn Kristjánss. - Þorsteinn Kristjánss. 399 Óli B. Gunnarsson - Jón St. Kristjánsson 387 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 363 Vilhjálmur Siprðss. - Guðbjöm Þórðars. 348 LofturPétursson-FriðrikJónsson 346 Einu kvöldi er ólokið í keppninni. PALMI OLAFSSON Morgunblaðið/Silli STJÓRN félagsins, f.v. Gunnlaugur, Björgvin R. og Sigurgeir. Christian Möller, Stirling Colgate, Gordon Baym, Chris Pethick, Don Lamb, William Press og Thomas Gold, sem með erindum sínum og öilum málflutningi gáfu okkur yngri mönnunum ærið tilefni til umhugsunar og umræðna. Við höfðum það oft á tilfinningunni að Magnús væri einn af fáum mönn- um í hópi kennara okkar, sem hefði skilning á mikilvægi heimsókna af þessu tagi. Þar hefur líklega ráðið mestu reynsla hans af alþjóðlegri samvinnu, bæði hjá NORDITA og eins sem fulltrúi íslands í alþjóð- legum nefndum á hinum ýmsu fræðasviðum. í því sambandi mun víst óhætt að fullyrða að Magnús hafi um langt skeið verið einn helsti ambassador íslands á vett- vangi alþjóðasamstarfs í vísindum. Sem slíkur er hann enn i fullu starfi. Margt fleira áhugavert væri hægt að nefna í afmæliskveðju til fyrsta prófessorsins í kennilegri eðlisfræði við Háskóla íslands. Til dæmis hefur hér ekkert verið minnst á starf hans við uppbygg- ingu verkfræði- og raunvísinda- \ deilda Háskólans eða þá Raunvís- indastofnunar Háskólans, sem hann veitti forstöðu í fjölda ára. Væntanlega munu aðrir mér fróð- ari gera því mikilvæga starfi hans ítarlegri skil. Ég vil ljúka þessum fáu orðum með því að óska kennara mínum og síðar samkennara hjartanlega til hamingju með daginn. Þá vil ég jafnframt þakka honum og konu hans, Helgu, ánægjuleg kynni í gegnum tíðina og óska þeim báðum alls hins besta í fram- tíðinni. Einar H. Guðmundsson. mi bragð l * « « yillffjjilf Alltaf tilbúnir í fjörið! JÍeri0tmMaM& - kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.