Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 49 BREF TIL BLAÐSINS Þ AÐ er mikilvægt að losa beltin á réttan hátt eftir að bíll hefur lent á hvolfi.Ýtum hendinni fyrst í toppinn og losum svo beltið. Hvernig væri að draga úr umferðarhraðamim? MESSUR A MORGUN Frá Sjóvá-Almennum: VIÐ ERUM tveir hópar sem voru á námskeiði fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá-Almennum. Við vorum óheppin í umferðinni og lentum í tjóni. Fyrri hópurinn var á nám- skeiði í Reykjavík en hinn á Akra- nesi. Við viljum miðla ykkur af okkar reynslu og þekkingu sem við fengum á námskeiðunum. Inngangur Hluti okkar lenti í árekstri á gatnamótum og viljum við benda ykkur á góðar og gildar reglur sem draga úr hættu á slíkum óhöppum: Stundum er útsýni á gatnamótum slæmt. Tré og önnur utanaðkom- andi umferð geta truflað. Sýnum því sérstaka aðgæslu við slíkar að- stæður. Hægjum á okkur hvort sem við eigum forgang eða ekki. Miðum akstur við aðstæður. Lítum tvisvar áður en við leggjum af stað yfir gatnamót og þegar tekin er vinstri beygja skulum við fylgjast með umferð á móti. Hún nálgast oft mjög hratt. Stundum geta aðrir bílstjórar gert mistök, verum viðbú- in slíku og tökum ekki óþarfa áhættu. Fylgjumst vel með umferð- armerkjum og umferðarljósum. Ekið aftan á Sá hluti hópsins sem lenti í að aka aftan á bíl var stærstur enda algengasta óhappið hjá ungum öku- mönnum. Við verðum að fækka aftanákeyrslum. Við getum gert það meðal annars með því að: Aka hægar og hafa vakandi auga með umferðinni. Hafa nógu mikið bil á milli bíla. Ekki bara fylgjast með næsta bíl fyrir framan heldur þá sem eru fyrir framan þá. Fylgjast með umferð fyrir aftan okkur. Reyna að komast hjá að stoppa mjög snögglega. Einbeitum okkur að akstrinum. Fólk gefi til kynna hvert það ætlar að fara, með því að nota stefnuljósin. Fara sérlega gætilega í hálku og slæmu skyggni. Höfum hemlaljós í afturrúðu. Bakkað á Þó það séu ekki alvarleg tjón þegar við bökkum á, þá eru þau næstalgengustu tjón í okkar aldurs- hópi. Höfum því eftirfarandi þætti í huga þegar við bökkum: Treystum ekki bara á það að farþegamir segi okkur til. Lítum vel í speglana og í kringum okkur áður en við leggj- um af stað. Fylgjumst líka með framenda bílsins þegar við bökkum. Höfum afturrúðuna hreina til að sjá vel út. Verum vakandi yfir „dauða svæðinu", þ.e. það sem við sjáum ekki í speglinum eða út um aftur- rúðuna. Höfum ekki drasl fyrir aft- urrúðunni. Hugum að því hvort aðrir bílar séu ekki að fara af stað á sama tíma. Bökkum í stæði, þá vitum við betur hvemig umhverfið er og minni hætta á að móða eða snjór sé á rúðum. Akreinaskipti Nokkur okkar lentu í árekstri þegar við skiptum um akrein. Við viljum minna ykkur á eftirfarandi: Gefa alltaf stefnuljós þegar skipt er um akrein. Þegar taka skal fram- úr bíl þarf að gæta þess að nóg pláss sé fyrir hendi til að geta kom- ist framúr á löglegum hraða. Líta í spegilinn til að vera viss um að aðrir bílar séu ekki að fara framúr. Fara helst ekki framúr í slæmu skyggni, hálku, miklum vindi og þess háttar aðstæðum. Varast framúrakstur þegar við erum illa upplögð. Vera örugg um að við treystum okkur til að aka örugglega framúr. Varast að fara framúr í mikilli umferð, því að tímasparnað- ur er lítill með framúrakstri. Taka aldrei framúr þar sem er heil óbrot- in lína. Aldrei taka framúr á blind- hæð. Fara út í kant til að auðvelda öðrum framúrakstur og gefa öðrum það til kynna með stefnuljósi. Ekki taka framúr ef okkar bíll er með aftanívagn. Aldrei taka framúr hægra megin þar sem ein akrein er í hvora átt. Útafakstur Eitt af alvarlegustu umferðar- óhöppunum hjá okkur ungu öku- mönnunum eru útafakstrar. Oft erum við á mikilli ferð og jafnvel ekki með bílbeltin spennt. Því viljum við íhuga þessa punkta: Ekki reyna að aka bíl sem við höfum ekki hæfileika til að aka. Rétt væri að í ökuprófi væri skylt að aka á malar- vegi. Alltaf vera í bílbeltum þegar ekið er. Haga akstri eftir aðstæð- um. Að lokum viljum við geta þess að hraði á mjög oft þátt í hversu alvarleg óhöppin verða. Því leggjum við til að þið akið alltaf á löglegum hraða. Með kveðju frá hópi 19 og 20 hjá Sjóvá-Almennum. Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalfund- ur safnaðarins eftir messu. Árni Bergur Sigurþjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- samkoma kl. 13 í kirkjunni. Bæna guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Magnús Guðjóns- son Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinþjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Kennimenn í Hall- grímskirkju: sr. Sigurjón Þ. Árna- son, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Pavel Manasek. Sr. Helga Soff- ía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmunds- son. Organisti Jón Guðmundsson. Fermingarbörn aðstoða. Gradua- le-kór Langholtskirkju syngur. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Væntanleg fermingarbörn og forráðamenn þeirra hvött til að mæta. Guðsþjón- usta kl. 14. Bjarni Ólafsson fv. kennari prédikar. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Organisti Astríður Haraldsdóttir. Kaffisala Kvenfé- lagsins að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Barna- starf kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór Reynisson. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Reynir Jón- asson. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Violeta Smid. Barnastarf á sama tíma í umsjá Hildar Sigurð- ardóttur, Erlu Karlsdóttur og Bene- dikts Hermannssonar. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Violeta Smid. Skaftfellingakórinn syngur f guðs- þjónustunni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Barnakórinn syngur. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Sigríður Sól- veig Einarsdóttir. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Sr. Kjart- an Jónsson prédikar. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í umsjón Ragnars Schram. Kirkjurútan gengur eins og venjulega. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 og kl. 12.30 f Rimaskóla í umsjón Hjartar, Rúnu og Valgerðar. Guðsþjónusta kl. 14. Guðsþjónusta kl. 15.30 í hjúkrunar- heimilinu Eir. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í umsjá Irisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Börn í barna- starfi kirkjunnar úr skólakór Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur kórstjóra. Org- anisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson, sjúkrahúsprestur prédikar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugar- dag, hádegisverðarfundur Bræðra- félagsins í safnaðarheimilinu kl. 12. Ólafur Hannibalsson, blaðamaður flytur erindið: „Trúarbrögðin dafna líka á frjálsum markaði". Sunnudag kl. 11.15 barnaguðsþjónusta. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pav- el Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnu- dag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánu- daga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. Rósakransþæn kl. 17.30. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Al- menn samkoma á morgun kl. 17. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Barnasamverur á sama tíma. Fyrir- bæn og matsala eftir samkomuna. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelffa: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Samú- el Ingimarsson. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HIRÐIRINN, Dalvegi 24, Kópavogi: Samkoma sunnudag kl. 20. Lof- gjörð og fyrirbænir. Allir hjart- anlega velkomnir. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 14. Samkoma fyrir hermenn og samherja kl. 17. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Ofurstarnir Inger og Einar Höyland, frá Noregi, major- arnir Turid og Knut Gamst, ásamt foringjum frá Færeyjum og Reykja- vík, tala, syngja og vitna á sam- komunum. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli í safnaðar- heimilinu kl. 11 og Hofstaðaskóla kl. 13. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.. 14. Fermdur verður Gísli Þór Við- arsson, Hraunþrún 26, Hafnarfirði. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið kirkjubflinn. Leiðbeinendur sr. Þórhildur Ólafs, Natalía Chow og Katrín Sveinsdótt- ir. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Leiðbeinendur sr. Þórhallur Heimisson og Ingunn Hildur Hauks- dóttir. Risamýslurnar Mísla, Tísla, Túsla og Tasla koma í heimsókn. Messa kl. 14, altarisganga. Safn- aðarheimsókn frá Akranesi. Sr. Björn Jónsson prédikar ásamt sr. Þórhildi Ólafs. Kirkjukórar Akranes- kirkju og Hafnarfjarðarkirkju leiða söng undir stjórn organista sinna Katalin Lörincz og Natalíu Chow. Kirkjukaffi eftir messu í Strand- bergi. Tónlistarguðsþjónusta kl. 18. Nemendur úr Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar leika lög eftir Vivaldi og Albinoni. Prestur sr. Þórhallur Hei- misson. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son prédikar. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðardóttur. Kirkjukór kirkjunn- ar leiðir söng. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. Að lokinni guðsþjón- ustu verður kaffisala Kvenfélags- ins í Álfafelli, sal íþróttahússins v/Strandgötu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVIKURKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn leiðir almennan söng undir stjórn organistans Steinars Guðmunds- sonar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sunudaga- skóli kl. 11 sem fram fer í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Börn sótt að safn- aðarheimilinu kl. 10.45. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14, altarisganga. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kvenfé- lagskonur fjölmenna til kirkju og lesa lestra dagsins. Kór Keflavíkur- kirkju syngur Ave Verum Corpus eftir Elgar. Organisti og stjórnandi Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Friðrik Hilmarsson, kristniboði, kynnir starf Kristniboðssambands ís- lands. Jón Ragnarsson. KOTSTRAN DARKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfund- ur Kotstrandarsóknar að guðsþjón- ustu lokinni. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Svavar Stefánsson. HJALLAKIRKJA, Ölfusi: Messa kl. 14. Svavar Stefánsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Á sunnudag verður messað í báðum kirkjunum kl. 11 á Stóra-Núpi og kl. 14 á Ólafsvöllum. Fermingar- börn ársins 1997 hefja undirbúning sinn og taka á móti Biblíum sem söfnuðirnir gefa þeim. Messað verður einnig á Blesastöðum. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Barnakórinn „Litlir lærisveinar" tekur lagið. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Unglingar í KFUM og K sýna myndir og segja frá helgarferð í Vindáshlíð í messukaffinu. Al- menn guðsþjónusta kl. 15.15 á ■ Hraunbúðum. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. HOLTSPRESTAKALL, Önundar- firði: Barnaguðsþjónusta í Flateyr- arkirkju kl. 11.15. Nýtt fræðsluefni. Afmælisbörn fá glaðning. Messa í Flateyrarkirkju kl. 14. Kyrrðar- og bænastundir eru í Flateyrarkirkju miðvikudaga kl. 18.30 og í Holts- kirkju fimmtudaga kl. 18.30. Sókn- arprestur. AKRANESKIRKJA: í dag laugardag barnaguðsþjónusta kl. 11 og TTT samvera í safnaðarheimilinu kl. 13 í umsjá Sigurðar Grétars Sigurðs- sonar. Messa fellur niður sunnu- dag vegna safnaðarferðar til Hafn- arfjarðar. Þátttaka i messu í Hafn- arfjarðarkirkju kl. 14. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík í dag, laugardag, hádegisveröarfundur Bræðrafélagsins í Safnaðarheimilinu kl. 12. Ólafur Hannibalsson, blaðamaður: Trúarbrögðin dafna líka á frjálsum markaði. Sunnudag kl. 11.15 barnaguðsþjónusta, I kl. 14.00 I' guðsþjónusta. (r I f I í QJ ® ffi® ffið ffið ðffi ffiffi ffiffi ðð I úh (lli dh iTh dfi (lli — rfTl ull ull tllj rTrj rtt1 nn — rm tm uU luj cxxj uxt uIj o il EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri Sjóvá-Almennra. « 'ÆS TBS^ffill : 33 :S8TV»8! r«S - BS ’ SS ': SE . ■f ÍGífurlegt úrval köflóttra^/ efna í barnakjóla, bútasaum, gardínur og föndur. Sendum i póstkröfu. ZWIRKA ’ W Mörkinni 3, s. 568 7477.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.