Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ Masood ítrekar úrslitakosti AHMAD Shah Masood, hemaðar- leiðtogi ríkisstjómarinnar, sem Taleban-hreyfíngin hrakti frá Kab- úl, höfuðborg Afganistans, fyrir þremur vikum, írekaði í gær úrslita- kostina, sem hann setti Talebönum fyrr í vikunni. Sagði hann þeim að hörfa frá Kabúl. Sagði hann að al- þjóðalið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna ætti að stjórna Kabúl og greiða götu fyrir viðræðum allra aðila í Afganistan um sameiginlega stjórnarmyndun. Sveitir Masoods kváðust í gær hafa lagt undir sig mikilvæga flug- stöð, Bagram, norður af Kabúl. Reyna að rjúfa umsátrið um Arbil KÚRDAR úr Demókrataflokki Kúrdistans (KDP), sem notið hafa stuðnings íraka, reyndu í gær að hrinda umsátri um borgina Arbil. Sveitum KDP tókst að hrekja and- stæðinga sína úr Föðurlandsfylk- ingu Kúrdistans (PUK) brott frá bænum Koy Sanjak eftir harða bardaga, að því er haft var eftir vitnum. Svíar í deilu við Rússa EMBÆTTISMENN í sænska vam- armálaráðuneytinu neituðu alfarið í gær ásökunum Rússa um að þota sænska flughersins hefði hrapað í Eystrasaltið á miðvikudag þegar flugmaður hennar var að látast gera árás á kjarnorkuknúið, rússn- eskt herskip, Pjotr Velíký, sem statt var á sömu slóðum. „Það mundi aldrei gerast að við æfðum árás á erlent skip eða er- lenda flugvél," sagði Owe Wager- mark, upplýsingafulltrúi sænska hersins. Hann sagði að í bréfi skipstjóra rússneska skipsins vegna þessa at- viks væri ekki minnst á árás. Fréttastofan Interfax hafði hins vegar eftir ígor Kasatonov, hátt- settum yfirmanni í rússneska sjó- hernum, að flugmaðurinn hefði ver- ið að æfa árás. Norðmenn selja vopn víða NORÐMENN seldu á fyrstu sex mánuðum þessa árs vopn til 23 landa, þar á meðal Tyrklands, Mal- asíu, Suður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, fyrir 455 milljónir norskra króna (um 4,7 milljarða íslenskra króna), að því er kom fram í frétt Aftenbladet. Ekkert ríki keypti þó meira af norskum vopnum en Kanadamenn. Útflutningur á vopnum er umdeild- ur í Noregi. 16 ára piltur í lífstíðarfangelsi LEARCO Chindamo, 16 ára piltur, var dæmdur í ævilangt fangelsi í gær fyrir að stinga til bana Philip Lawrence skólastjóra, sem var að veija nemanda fyrir unglingagengi fyrir utan skóla sinn í London. Dauði Lawrence hafði áhrif á fólk um allt Bretland og var afleið- ingin að tekið var hart á hnífaburði og öryggisgæsla aukin í skólum. Learco var einnig fundinn sekur um að særa 13 ára pilt, sem Lawr- ence hugðist veija. ERLENT Lebed í sömu stöðu og Jeltsín í baráttunni við Gorbatsjov árið 1987 „Þegar köttur er króaður af breytist hann í tígrisdýr“ Alexander Lebed er sannfærður um að hann berí sigurorð af andstæðingum sínum í baráttunni um forsetaembættið. Bogi Þór Arason fjallar um stöðu Lebeds, sem gæti hæglega komið fram hefndum eins og Borís Jeltsín nokkrum árum eftir að Míkhaíl___ Gorbatsjov vék honum frá árið 1987. Reuter ALEXANDER Lebed áamt eiginkonu sinni í leikhúsi í Moskvu i gær þar sem hann hugðist horfa á uppfærslu á ieikritinu „Ivan grimmi". Rússneska innanríkisráðuneytið hefur fyrirskipað hert öryggiseftirlit í Moskvu og varað við hættu á árásum tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, sem voru sagðir ætla að aðstoða Alexander Lebed við að hrifsa völdin í sínar hendur. Á neðri myndinni leita lögreglu- menn að vopnum á vegfarendum við lestastöð í miðborginni. VIÐBRÖGÐ Alexanders Lebeds við brottvikningunni á fimmtudag benda til þess að hann líti ekki á hana sem pólitískt bakslag, heldur stórt skref í átt að forsetaembætt- inu. Þegar Borís Jeltsín forseti auðmýkti hann með því að undir- rita tilskipun um brottvikninguna fyrir framan sjónvarpsvélarnar lenti Lebed í sömu stöðu og Jeltsín sjálfur þegar Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti sovétleiðtoginn, vék honum frá og ávítaði hann opinberlega árið 1987. „Alexander Lebed er mjög vin- sæll maður meðal almennings. Og í hreinskilni sagt tel ég hann í sömu stöðu og Borís Jeltsín 1987,“ sagði Borís Nemtsov, héraðsstjóri Nizhny Novgorod. Eins og Jeltsín getur Lebed verið skæður þegar hann á í vök að veijast og hefur notið talsverðrar lýðhylli. „Þegar köttur er króaður af breytist hann í tígrisdýr," segir Lebed í ævisögu sinni. Fáir Rússar hafa gleymt því þeg- ar Jeltsín galt Gorbatsjov rauðan beig fyrir gráan og auðmýkti hann í beinni sjónvarpsútsendingu með því að undirrita tilskipun um bann við starfsemi kommúnistaflokksins í Rússlandi eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 1991. „Ég er fæddur sigurvegari, fyrr eða síðar fer ég með sigur af hólmi,“ sagði Lebed við andstæð- inga sína í júní og þessi ummæli lýsa best hugarfari hans eftir brottvikninguna. Framkoma hans, sjálfstraustið og krafturinn, var í algjörri andstöðu við Jeltsín, sem var gugginn og stirður í hreyfing- um þegar hann tilkynnti að hann hefði rekið fyrrverandi skjólstæð- ing sinn. Fórnarlamb valdatafls Margir sérfræðingar í rússnesk- um stjórnmálum telja að Jeltsín hafi styrkt stöðu Lebeds sem for- setaefnis með því að gera hann að píslarvotti óvinsællar ríkis- stjómar í Kreml. Nokkrir stjórnmálamenn og stjómmálaskýrendur í Moskvu telja að Lebed hafi sjálfur lagt á ráðin um að knýja fram brottvikn- inguna til að losna úr stjórninni og geta lýst sér sem fórnarlambi í pólitískri refskák. Sagan sýni að Rússar hafi oft samúð með þeim sem verða undir í slíku valdatafli. „Hann hafði reynt að fá sig rek- inn í nokkuð Iangan tíma, það er ljóst," sagði Sergej Parkhomenko, ritstjóri tímaritsins Itogi. „Hann braut vísvitandi allar leikreglur forystusveitarinnar í Kreml.“ Friðarsamningurinn við aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníju er helsta afrek Lebeds frá því hann gekk til liðs við Jeltsín íKreml fyrir fjór- um mánuðum. Blossi upp átök í Tsjetsjníju að nýju er öruggt að Lebed hamri á því að hann hafi upp á eigin spýtur komið á friði í héraðinu og andstæð- ingar hans í stjórninni hafi glutrað þeim ár- angri niður. Slík af- staða væri líkleg til að styrkja stöðu hans meðal kjósenda, sem eru margir orðnir la'ngþreyttir á deilunni um Tsjetsjníju. Treysta á skjótan bata Jeltsíns Jeltsín og samstarfsmenn hans vita að Lebed getur reynst þeim skeinuhættur í stjórnarandstöðu og hljóta að hafa leitt hugann að því áður en hann var rekinn. Þeir virðast binda vonir við að Jeltsín geti gegnt embættinu næstu miss- erin þrátt fyrir heilsubrestinn. Helsta von Kremlveija felst í því að Jeltsín verði fljótur að ná sér eftir hjartaskurðaðgerðina, sem ráðgerð er um miðjan næsta mánuð. Komist læknarnir hins vegar að þeirri niðurstöðu að of hættulegt sé að skera hann upp gæti stjórnin reynt að halda honum sem æðsta valdamanni Rússlands að nafninu til eins lengi og nokkur kostur er. Valdhafamir í Kreml vona að því lengur sem Lebed verði í stjómarandstöðu þeim mun minni hætta stafi af árásum hans. Ljóst er að þeir ætla að gera harða hríð að honum með aðstoð fjölmiðla, sem hafa veist að honum af mikilli hörku síðustu vikur. Framavonir Lebeds eru hins vegar undir því komnar að efnt verði til forsetakosninga sem fyrst. Andstæðingar hans fengju þá lít- inn tíma til að undirbúa framboð og erfitt yrði fyrir hugsanleg for- setaefni eins og Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra að bæta ímynd sína fyrir kosningamar. Á hinn bóginn er óljóst hvort Lebed geti tryggt sér stuðning auðugra Rússa sem gætu fjármagnað kosn- ingabaráttuna. Jeltsín vanmetinn? Anne McElvoy, aðstoðarritstjóri breska tímaritsins The Spectator, segir í grein í The Da- ily Telegraph í gær að Lebed hafi þegar af- skrifað Jeltsín vegna heilsubrests og það eigi eftir að réynast „ör- lagarík mistök". McElvoy segir að þrátt fyrir veikindin hafi Jeltsín hvorki misst tökin á stjórnartaumunum né glat- að hæfileikum sínum sem stjórn- málaleiðtoga. Hann sé enn fær um að „deila og drottna" og geti hald- ið undirsátum sínum í skefjum og notfært sér metnað þeirra. „Hann hefur ekki heldur glatað þeim hæfileika sínum að etja ráð- herrum saman sér til framdráttar eða notfæra sér aðganginn að leyniþjónustunni til að birgja sig upp af upplýsingum og bæta víg- stöðu sína,“ skrifar McElvoy. „Hann hefur einnig meðfædda hæfíleika til að höfða til alþýðunn- ar en hann hefur lært ... að hafa áhrif á almenningsálitið og veikja stöðu hugsanlegra andstæðinga. Samstarfsmaður hans getur verið dyggur stuðningsmaður einn dag- inn en honum kann að verða lýst á sannfærandi hátt sem fláráðum svikara daginn eftir.“ McElvoy segir að Jeltsín sé ekki ólíkur ýmsum keisurum Rússlands og sovétleiðtogum sem hafi litið á nánustu samstarfsmenn sína sem strengjabrúður. Til að inynda hafi forsetinn eitt sinn skipað Pavel Gratsjov, þáverandi varnarmála- ráðherra, að dansa fyrir sig hægan dans í opinberri veislu. Ráðherrann hafi hlýtt, þótt honum byði við hugmyndinni, og hlýðni hans átti líklega sinn þátt í því að hann hélt embættinu í ár til viðbótar þótt fast hefði verið lagt að forset- anum að víkja honum frá. „Svarti sauðurinn“ Lebed vildi hins vegar ekki dansa fyrir forsetann og þvert á móti virtist hann gera sér allt far um að ögra honum. Hann stærði sig af því að hann yrði næsti for- seti Rússlands, jafnvel áður en kjörtímabilinu lyki, og talaði ógætilega um hversu Jeltsín væri háður honum sökum veikindanna. „Ég var svarti sauðurinn í hjörð- inni,“ sagði Lebed við blaðamenn á fimmtudag. „Það var ekki spurn- ing um hvort heldur hvenær þeir myndu sparka mér. Ég var ekki hluti af hjörðinni þeirra." Lebed vísar hér einkum til tveggja manna, sem taldir eru sækjast eftir forsetaembættinu; Tsjernomyrdíns forsætisráðherra og Anatolís Tsjúbajs, skrifstofu- stjóra forsetans. Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra, sem sakaði Lebed um að hafa lagt á ráðin um valdarán, er aðeins peð í valda- tafli þessara manna. Kusu manninn - ekki stefnuna Aðstoðarmenn Lebeds hafa stundum þurft að draga ummæli hans í erlendum fjölmiðlum til baka og óvarfærnislegar yfirlýsingar hans hafa þótt til marks um að hann eigi enn margt ólært sem stjórnmálamaður. Hann virtist ekki hafa heildstæða stefnu fyrir síðustu kosningar og í efnahags- málum virtist hann aðhyllast tvær ólíkar stefnur. Annars vegar gaf hann sig út fyrir að vera róttækur fijálshyggjumaður, sagði t.a.m. að í raun ríkti sósíalismi í Bandaríkj- unum, en á hinn bóginn var hann hlynntur miðstýringu og miklum ríkisumsvifum í hergagnafram- leiðslunni eins og á tím- um Sovétríkjanna. Margir kjósendur kærðu sig þó kollótta um mótsagnirnar í málflutningi Lebeds, sem fékk 15% fylgi í forsetakosn- ingunum þótt hann væri nýgræð- ingur í stjórnmálum og hefði engan flokk á bak við sig. Þeir kusu manninn, frekar en stefnuna, og það var sá hæfíleiki hans að ná til fólks með hjálp sjónvarpsins sem tryggði honum atkvæði ellefu millj- óna kjósenda. Sá hæfileiki er fá- gætur meðal andstæðinga hans í Kreml. „Ég var svarti sauðurinn í hjörðinni" „Fyrr eða síð- ar fer ég með sigur af hólmi I ) I } I \ } } > > } \ }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.