Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skyldu vera hundar á Mars? Það efa ég. Ég heyri enga hundgá. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Úr einu í annað Frá Alberti Jensen: í FLESTU slá Bandaríki Ameríku öðrum þjóðum við. Á ónafngreind- um stað í þessu víðlenda ríki var sex ára dreng vikið úr skóla fyrir að kyssa jafnöldru sína á kinnina. Ástæðan: Kynferðisleg áreitni. Njáll hefði trúlega látið segja sér slíkt 4 sinnum. Þó USA hafi verið ótrúlega frumleg í þessu útspili og náð heimsathygli erum við eng- ir eftirbátar í tugþraut fáránleik- ans. Sjáið hjá okkur hvað margt er undarlegt og skrítið þó í öðru sé. Hagsmunir fólks ráðast í stjóm- málum. Þó segjast ijölmargir ekk- ert með þau vilja. Það nota stjórn- málamenn sér. Þeir drepa athygli og hagsmunum slíkra á dreif. Þeir komast til valda í hugum fólks og gerðum. Sumir verða snjallir blekk- ingameistarar og gangast upp í því. Völd þeirra og áhrif vara oft óskiljanlega lengi miðað við aragrúa hugsunarsnauðra aðgerða. Löggiltur þjófnaður? Stærsta málið, sem ég kalla löggiltan þjófnað frá þjóðinni, það er gjöf stjórnmálamanna á veiði- heimildum til útvalinna, er þvílíkt gjörræði við þjóðina og virðingar- leysi fyrir framtíðarhagsmunum hennar að annað hverfur nánast í skuggann. Sú rökleysa sem Ág- úst Einarsson færði til stuðnings veiðileyfagjaldi má ekki hræða menn frá málinu. Gjaldið má ekki ofþyngja útgerðinni og kvótinn ekki vera framseljanlegur. Kvóti skal fylgja hveiju því plássi sem á tilveru sína undir fiskveiðum. Engum skal fært að kaupa þá lífs- björg frá fólkinu. Fiskvinnsluforstjórar vítt um landið loka fyrirtækjum „sínum“ og reka stóran hluta íbúa byggðar- laga á atvinnuleysisskrá. Ástæð- an, of dýrt hráefni og hin klass- íska töfraþula atvinnurekenda: Of hátt kaup. Sannleikurinn er að vegna einokunar veiðiheimilda kostar óveiddur fiskur 95 kr. kg. Nær því eins mikið og Rússafiskur frá borði. En hann borgar sig að kaupa og vinna í húsum okkar. Vandamál fólksins er atvinnurek- endumir. Við þá loðir að verkafólk getur aldrei treyst þeim. Þeir fara yfirleitt eins langt í ósanngirni gagnvart launafólki og þeim er mögulega fært. Að eyðileggja ósnortnar nátt- úruauðlindir til að selja rafmagn á útsölu til útlanda er þvílíkt glap- ræði að mann hryllir við. Utreikn- ingar gera ljóst að hagnaður allur verður kaupenda. Við sitjum uppi með rústað land og óviðráðanlegar skuldir. Sparnaður aukaatriði Hvar land er statt í menningu sést á heilbrigðisþjónustu. Okkur tókst að afla alþjóðlegrar virðingar á því sviði. Nú er heilbrigðiskerfið, sem er stolt okkar og undirstaða virtrar menningar, skotspónn mis- viturra einstaklinga og undarlega þenkjandi hagsmunahópa. Algeng vinnubrögð lögskipaðra spam- aðarhópa kerfisins era að færa sjúka til og frá. Byggja yfír einn þátt meðan sams konar er lagður niður á sama svæði. Grensás, full- komnasta endurþjálfunarstöð á landinu, er rekin með hálfum af- köstum og hinu góða starfsliði haldið í spennutreyju öryggisleys- is. Þar er að störfum lið fyrir fulla nýtingu hússins.-Endurþjálfun er auðsuppspretta sem marghöfða valdahópunum er ofviða að skilja. Sparnaður virðist aukaatriði. Sýndarmennska er það sem heldur nefndunum í vinnu. Ríkisendurskoðun sem á m.a. að vera hemill á fjármálaóreiðu í kerfínu, fékk ávítur frá einum af braðlmeisturum Byggðastofnun- ar. Ástæðan: endurskoðunin fann að milljarðabruðli stofnunarinnar. í þessu máli fái Ríkisendurskoðun fijálsar hendur. Með lögleiðingu EES fékk einkavæðing byr undir báða vængi og er nú óðum að færa auð, áhrif og völd á fárra hendur. Nú er svo komið að þjóðin má ekki koma látnum í gröf með lágmarkskostn- aði. Einstaklingar skulu græða á því sem öðru. Eftir EES er þre- falt dýrara að deyja en áður. En það sem er verra að það er líka dýrara að lifa. Fyrram óskabarn þjóðarinnar, Eimskip, nú einkageirans, fjarlæg- ist óðum hagsmuni þjóðarinnar. Á skipunum er íslendingum skipt út fyrir útlendinga og hagnaður með ýmsu öðru móti fluttur út. Fyrir- tæki o.s.frv. eru keypt erlendis. Skip eru leigð og útlendingar ráðn- ir í hvert rúm. Hveijir gera oflát- ungum þessum þetta mögulegt? Það er þjóðin. Hún getur líka sett þeim stólinn fyrir dyrnar og á að gera. Sparnaður er góðra gjalda verð- ur. Eða hvað? 5 til 10 milljónir til eða frá. Hvað munar grund um gras? Umdeildur prestur var ný- lega æviráðinn í 2 til 4 daga vinnu á ári í útlöndum. Hans var ekki óskað. Embættið var búið til af stofnun sem ekki virðist þurfa að spara. Munu Víetnamar stofna hér musteri og senda munka? ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 156, Reykjavík. Hvað skal segja? 42 Væri rétt að segja: Hún skrapp til Signýju vinkonu sinnar. Rétt væri: Hún skrapp til Signýjar vinkonu sinnar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtinerar teliast sambvkkia betta. ef ekki fvlffir fvrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.