Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 19

Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 19 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell Breytingar hjá Kælismiðjunni Frosti hf. Einn stærstí hluthaf'■ inn selur sinn hlut Vinnumiðlun tengd evr- ópsku sam- skiptaneti BORGARSTJÓRINN í Reylqa- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, opnaði formlega EES-vinn- umiðlun á íslandi hjá Vinnu- miðlun Reykjavíkur í gær. Við opnunina var íslenska skrifstof- an beinlínutengd við skrifstofu evrópsku vinnuþjónustunnar, EURES, „European Employ- ment Services“ í Brussel. EUR- ES er samskiptanet sem Evr- ópusambandið setti á fót til þess að auðvelda fólki að nýta sér frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt innan Evrópska efnahags- svæðisins. EES-vinnumiðlanir eru í öllum aðildarríkjum EES og eru þær beintengdar tveim- ur sameiginlegum gagnagrunn- um sem kynntir voru af Klöru B. Gunnlaugsdóttur, Evróráð- gjafa á íslandi, við opnunina. Starfandi félagsmálaráð- herra, Guðmundur Bjarnason, flutti ávarp við opnuuina og Vali Kolotourou, yfirmaður EURES, flutti erindi um skipu- lag og möguleika EURES. Einnig fjölluðu verkefnissljór- ar EURES á íslandi, Danmörku, írlandi og Bretlandi um vinnu- markaðinn og EURES í viðkom- andi löndum. EINN stærsti hluthafinn í Kæli- smiðjunni Frosti hf., Eignarhaldsfé- lag KS, seldi fyrir skömmu um 20% hlut sinn í fyrirtækinu. I kjölfarið sögðu fjórir starfsmenn Kælismiðj- unnar upp störfum en þeir eru jafn- framt hluthafar í Eignarhaldsfélag- inu. Hlutabréfin dreifðust á nokkra aðila en Sabroe Soby í Danmörku keypti um 9% hlut. Sabroe átti fyrir 11% hlut, og er því komið með tæp- lega 20% hlutafjárins. Kælismiðjan Frost er umboðsaðili Sabroe og hafa fyrirtækin átt í nánu samstarfi um þróun á kælibúnaði. Páll Halldórsson, stjórnarformað- ur Kælismiðjunnar Frosts sagði að aðstandendur Eigharhaldsfélagsins hefðu viljað aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins en hinir hluthafar þess. Niðurstaðan hefði orðið sú að fjórir starfsmenn í fyrirtækinu sögðu upp störfum og seldu sinn hlut. Kælismiðjan Frost var stofnuð í lok ársins 1993 og byggir á grunni lítils fyrirtækis frá Kópavogi, SJ Frosts og kælideildar Slippstöðvar- innar Odda. Stofnaðilar voru fyrrum eigendur SJ Frosts, Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn og nokkrir fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinn- ar Odda. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á kælibúnaði. Hlutabréf í Kælismiðjunni Frosti eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum og hafa hækkað allnokkuð í verði á síðustu misserum. Bréfin voru seld á genginu 1,5 fyrr á árinu en hag- stæðasta kauptilboð er nú 2,2. Samkeppni um veggspjöld OPIN samkeppni um hönnun á vegg- spjöldum fyrir átakið „íslenskt já takk“ er í gangi. Keppnin er haldin í samráði við FÍT, Félag íslenskra teiknara. Veggspjöldin eiga að vera þrjú í seríu en mega standa sjálfstætt. Inntak veggspjaldanna verður að vera í samræmi við slagorð átaksins „Íslenskt já takk“. Veggspjöldin verða prentuð til dreifíngar en tillög- um skal skilað í stærðinni A-3. Til- lögum skal skilað til Samtaka iðnað- arins. Tillögurnar skulu merktar dulnefni en raunverulegt nafn, ásamt heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi skal fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Skila- frestur er til 21. október 1996. Fimm manna dómnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja: Björn Br. Bjömsson, grafískur hönnuður FÍT, Guðmundur Oddur, deildar- stjóri grafískrar hönnunar í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður FÍT, Lína G. Atladóttir, Samtökum iðnaðarins og Þór Ottesen, Alþýðu- sambandi Islands. Veitt verða 300.000 króna verðlaun fyrir bestu tillöguna ásamt 150.000 króna greiðslu til höfundar. Dómnefnd vel- ur til sýningar úr úrvali tillagna. Verðlaun verða afhent við hátíðlega opnun sýningarinnar í Perlunni, 29. nóvember. GENGIÐ var frá samningnum í Álverinu í Straumsvík. Frá vinstri: Andrés Andrésson, Helgi Örn Viggósson og Karl Wernersson frá Digital á Islandi og Björn Jónsson og Guðni B. Guðnason frá ISAL. * ISAL kaupir tvo Alpha- Server 4100 miðlara ÍSLENSKA álfélagið hf. hefur gert samning við Digital á íslandi ehf. um kaup á tveimur AlphaServer 4100 miðlurum sem tengdir eru saman í svonefndan klasa. Verð- mæti samningsins er á fjórða tug milljóna en í honum felst auk búnað- ar viðhaldssamningur til 3ja ára, segir í frétt frá Digital á íslandi. Fram kemur að kaupin eru gerð í tengslum við stækkun álversins, en AlphaServer klasinn mun gegna aðalhlutverki í kerstýringarkerfí fyr- irtækisins. Afkastaaukningin með nýja kerfínu er margföld en það byggist á 64-bita Alpha RISC ör- gjörvum, sem eru þeir afkastamestu á markaðnum. Kerfið sem AlphaServer klasinn leysir af hólmi byggist einnig á klasatækni Digital en með 32-bita VAX miðlunum. Það hefur reynst mjög áreiðanlegt með nær 100% uppitíma undanfarin 3 ár. Að fara í 64-bita högun tryggir betri fjár- festingarvernd þar sem tækniþróun- in á sviði miðlara byggist öll núorð- ið þeirri stærð. Þá kemur fram að lítil bilanatíðni bæði hvað hug- og vélbúnað varðar er aðall klasatækningar frá Digital ásamt því að hægt er að láta marg- ar tölvur vinna saman sem eina og auka þannig afköst verulega. ÍSAL einblínir á fyrrnefnda þáttinn, þar sem hver stund þegar tölvuvinnslan liggur niðri getur reynst mjög dýr. í nýja klasanum getur engin ein ein- ing sem bilar tekið kerfíð niður í heild sinni. Ef t.d. slökkt er á ann- arri vélinni getur hin tekið sjálfkrafa við þeirri þjónustu sem þar var í gangi. Yfír 45.000 Digital klasa- kerfí eru í notkun í heiminum í dag, en fyrirtækið hefur haft forystu á þessu sviði allt frá því að það fann upp klasatæknina fyrir 13 árum, að því er segir í fréttinni. Ferðaskrifstofa íslands hf. Flugleiðir kaupa þriðjungshlut FLUGLEIÐIR hafa keypt þriðjungs- hlut í Ferðaskrifstofu íslands hf. Eftir kaupin eru Flugleiðir stærsti einstaki hluthafinn í ferðaskrifstof- unni. Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ís- lands, mun áfram stýra rekstri fyrir- tækisins og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á starfsmanna- haldi í kjölfar kaupanna. Ferðaskrifstofa íslands hf. er hluthafí í hótelum á Kirkjubæjar- klaustri, Flúðum, Stóru-Tjörnum og Hvolsvelli og yfir stendur bygging nýs hótels á Egilsstöðum sem fyrir- tækið á fjórðungshlut í. Fleiri verk- efni af þessu tagi eru á dagskránni að því er fram kemur í frétt í tilefni kaupanna. Þá sér fyrirtækið um rekstur og markaðssetningu Eddu- hótelanna, sem eru staðsett víðs vegar um landið, auk umsvifamikils reksturs á sviði ráðstefnuhalds og skipulagðra ferða um ísland með erlenda ferðamenn. Einingar í ferðaþjónustu þurfa að stækka Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að kaupin séu þáttur í að skilgreina fyrirtækið enn frekar sem alhliða ferðaþjón- ustufyrirtæki, en stefnt sé að því að auka þann hlut í starfsemi félags- ins verulega á næstu árum, sem sé sala á pakkaferðum til íslands. „Þáttur í þvi er að styrkja innviði ferðaþjónustunnar hérna. Við teljum að einingar í ferðaþjónustu þurfi að stækka hér og styrkjast mjög veru- lega,“ sagði Einar. Hann sagði að þeir hefðu til hlið- sjónar það sem væri að gerast á alþjóðamarkaði í þessum efnum, en þaðan kæmu 75% af tekjum Flug- leiða. Mjög verulegur hluti af starf- semi Flugleiða erlendis fælist í sölu á ferðum hingað til lands og þetta væri sá þáttur starfseminnar sem þeir vildu auka. „Við viljum gera það með tvennum hætti. Annars vegar að styrkja markaðsstarf okkar er- lendis og hins vegar með því að taka meiri þátt í ferðaþjónustuþróuninni hér heima, bæði með þátttöku í fyrir- tækjum og einnig með sámvinnu við fyrirtæki um þróun á ferðaþjón- ustunni," sagði Einar enn fremur. Hann sagði að Fiugleiðir vildu einnig nýta betur þá fjármuni sem notaðir væru til sölu- og markaðs- starfs erlendis en þar væri um rúm- an einn milljarð króna áriega að ræða. Styrkir ferðaþjónustuna Kjartan Lárusson, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu íslands hf. og stærsti hluthafi áður eri kaupin fóru fram, sagði að fyrirtækin styrktu hvort annað með þessu móti. Þetta væri þróunin að fyrirtækin stækk- uðu með sameiningu eða með því að smærri fyrirtæki sameinuðust stærri fyrirtækjum, það hefðum við séð á þeim markaðssvæðum sem við hefðum mest samskipti við í Evrópu og Skandinavíu. „Nú eru nokkurs konar vatnaskil í ferðaþjónustu. Menn eru mikið að endurskipuleggja sig. Flest alvöru- fyrirtækin eru með stefnumótunar- vinnu í gangi eða þegar tilbúna og allir vinna hver í sínu homi að því sama, að búa fyrirtækin sín undir 21. öldina, sem vissulega er skammt undan, ekki síst í ferðaþjónustu þar sem menn eru að vinna að skipulagn- ingu og öðru 4-5 ár fram í tím- ann,“ sagði Kjartan. Hann sagði að þetta væri eðlilegt skref í þróun ferðaþjónustunnar að hans mati og yrði til þess að styrkja hana. . Vantar skáparými? Nýja fataskápalínan hjá Innval nýtir rýmið til fulls ! Þetta er í boði: • Hver skápur sniðinn eftir máli án aukakostnaðar • Sérsniðnir skápar og hurðir að hallandi þaki • Hurðarammar á hjólabraut, fjölbreytt úrval, m.a. gull, silfur og 180 litir • Margvíslegt útlit og speglar • Nýjar hurðir fyrir gamla skápinn Nýja fataskápalínan leysir vandann SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.