Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Þingmenn á
kjördæma-
fundum
HLÉ verður á fundum Alþingis alla
næstu viku. Er þingmönnum ætlað
að nýta hléið til fundahalds í kjör-
dæmum sínum.
Að sögn Helga Bernódussonar,
forstöðumanns þingmálaskrifstofu
Alþingis, var fyrst brugðið á það ráð
að gera slíkt hlé á þingstörfum á
síðasta kjörtímabili og hefur verið
tíðkað síðan, þó ekki reglulega. Helgi
segir fjarvistir þingmanna vegna
kjördæmafunda hafa truflað þing-
haldið nokkuð en það vandamál hafi
verið leyst á þennan hátt.
Það hefði verið talið heppilegt að
taka eina viku frá þetta snemma á
þingtímanum til að þingmönnum
gæfist færi á að svara kalli kjósenda
sem og sveitarstjórnarmanna til
funda og ráðagerða heima í kjör-
dæmi, nú þegar fyrstu umræðu um
fjárlagafrumvarpið sé lokið. Svipað
fyrirkomulag mun tíðkast hjá þing-
um nágrannalandanna.
-----♦ » ♦-----
Mældist á 160
km hraða
LÖGREGLAN stöðvaði hraðakstur á
Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku
undir miðnætti í fyrrakvöld. Öku-
maðurinn reyndi að forða sér með
því að aka enn hraðar, en það reynd-
ist ekki borga sig.
Við hraðamælingu reyndist bíllinn
á Suðurlandsvegi aka á 130 km
hraða. Þegar ökumaðurinn varð lög-
reglunnar var ætlaði hann að flýta
sér í burtu og mældist bíllinn þá á
160 km hraða. Ökumaðurinn sá þó
að sér að lokum og stöðvaði. Hann
var færður á lögreglustöðina og
sviptur ökuréttindum til bráða-
birgða.
-----» ♦ ♦-----
Þrír skemmdir
eftir árekstur
FJÓRIR bílar skullu saman á Hring-
braut við Laufásveg um hádegi á
fimmtudag.
Engin meiðsli urðu á fólki en
bílarnir skemmdust svo mikið að
þijá þeirra varð að fjarlægja með
aðstoð kranabíls.
Morgunblaðið/Guðlaugur Wium
Særður sel-
kópur stöðv-
aði umferð
Ólafsvík. Morgunblaðið.
SÁ ÓVENJULEGI atburður átti
sér stað í Ólafsvík að lítill selkóp-
ur stöðvaði alla umferð á Ólafs-
brautinni á ellefta tímanum sl.
þriðjudag.
Lögreglan og áhorfendur komu
þar að til að aðstoða kópinn við
að komast aftur í sjóinn. Ekki
gekk það og kópurinn vildi ailtaf
á götuna aftur. Kom svo í ljós að
kópurinn var særður á hálsi. Var
það svo slæmt sár að lögreglan
þurfti að aflífa hann.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
EIN af síðustu Lockheed P-3C Orion kafbátaleitarflugvélunum sem framleiddar voru fyrir
bandaríska flotann á æfingarflugi út af Vestfjörðum, þriðjudaginn 15. október 1996.
ÞETTA er viðamikil æfing
og vegna hennar dvelja
hér á landi tæplega 200
manns úr áhöfnum kaf-
bátaleitarflugvéla frá Bretlandi,
Frakklandi, Hoilandi, Ítalíu,
Kanada, Noregi, Portúgal og
Þýskalandi auk þeirra bandarísku
áhafna sem eru staðsettar á Kefla-
víkurflugvelli.
Nú taka Portúgalar í fyrsta skipti
þátt í flotaæfingu frá íslandi og
kemur því portúgölsk Orion kaf-
bátaleitarvél hingað í fyrsta skipti.
Flugvélarnar sem taka þátt í
æfingunni eru: Lockheed P-3C
U-III Orion frá 16. flugsveit banda-
ríska flotans; Lockheed P-3C U-III
Orion frá 26. flugsveit bandaríska
flotans; Lockheed P-3C U-II.5 Ori-
ón frá hollenska flotanum; Lock-
heed P-3C U-III Orion frá 333. flug-
sveit norska flughersins; Lockheed
P-3P Orion frá 601. flugsveit portú-
galska flotans; Lockheed CP-140
Aurora frá 115. flugsveit kanadíska
hersins; Atlantique II frá flugsveit
23F úr franska flotanum; Atl-
antique frá flugsveit 3(GE) þýska
flotans; Atlantique frá flugsveit 30
úr ítalska flotanum; og Nimrod frá
206. flugsveit breska flughersins.
Gluggaveður
Flestar flugvélarnar komu til
landsins miðvikudaginn 16. októ-
ber. Fimmtudaginn 17. október var
haldin ráðstefna á Keflavíkurflug-
velli um leitartækni og ástand sjáv-
ar á æfingasvæðinu, en það er um
180 km vestan írlands og um 2
stunda flug fyrir Orion flugvél frá
Keflavíkurflugvelli. Sama dag var
öllum flugvélunum raðað upp á
flughlaðinu framan við gömlu flug-
stöðina á Keflavíkurflugvelli til
myndatöku. Olli það nokkrum vand-
ræðum vegna þess að á meðan var
flughlaðinu lokað fyrir annarri
umferð. Hinsvegar snerust veður-
guðimir aldrei þessu vant í lið með
myndatökumönnum því fallegra
gluggaveður hefur ekki komið lengi
þar syðra.
Tveir kafbátar
Verklegur hluti æfirigarinnar
stendur yfir frá 18. til 26. október
og er honum skipt í þijár lotur.
Fyrsta lotan felst í flugi til að stilla
mælitæki og æfa upp samvinnu
milli áhafna. Næsta lota felst í að
fínna kafbátinn á fyrirfram ákveðn-
um ferli. Síðasta lotan og sú mikil-
vægasta felst í samvinnu milli kaf-
bátaleitarflugvélar og bresks kjarn-
orkuknúins kafbáts í þeim tilgangi
Flotaæfing NATO á Keflavíkurflugvelli
Æfð leit að
dísilknúnum
kafbátum
Kafbátaleitaræfíng, sem flugvélar frá níu
NATO löndum taka þátt í, fer fram á Kefla-
víkurflugvelli dagana 16. til 26. október.
Baldur Sveinsson fylgdist með æfingunni.
að finna díesilkafbátinn á óafmörk-
uðu svæði.
Við æfíngamar verða notaðir
tveir kafbátar. Hollenski díesilkaf-
báturinn Dolfin verður æfmgaskot-
markið en breski kjarnorkukafbát-
urinn Trenchant aðstoðar við leit að
honum. Við æfinguna verður flogið
í u.þ.b. 300 tíma og mun hver áhöfn
fara 4 ferðir þannig að meðalflug-
tími er um sjö og hálf klukkustund.
Tilgangur æfingarinnar er að
skiptast á upplýsingum um dísilkn-
úna kafbáta, æfa leit að slíkum
bátum og varnir gegn þeim. Nú
kunna einhveijir að spyija hvort
þetta sé ekki tímaskekkja og hví
ekki sé æfð leit að kjarnorkuknún-
um bátum. Svarið er að ógnin sem
af slíkum bátum stafar hefur fjar-
lægst og minnkað, en kafbátavam-
ir undanfarinna ára hafa nær ein-
göngu beinst að slíkri ógn. Nú eru
hinsvegar venjuiegir díesilkafbátar
í eigu mjög margra ríkja sem hafa
misábyrga stjórnendur og því er
talin ástæða til að samhæfa aðferð-
ir og varnir gegn slíkum bátum.
FLOTINN sem tekur þátt í æfingunni „KefTacEx 96-1“. Talið framan frá: Portúgal, Ítalía, Noreg-
ur, Frakkland, Holland, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland og Bandarikin. Kanadíska Aurora vélin
komst ekki í tæka tíð fyrir myndatöku.