Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 6
6 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Geislalækning'ar
íÓsló
Skammt-
arnir of
stórir?
Ósló. Morgunblaðið.
HUGSANLEGT er talið að allt að
1.200 konur, sem voru til meðferð-
ar vegna bijóstakrabbameins á
Geislalækningasjúkrahúsinu í Ósló
á árunum 1975 til 1985, hafi feng-
ið hættulega stóran geislaskammt.
Flestar kvennanna eru nú látnar
en að sögn Aftenposten hefur Gud-
mund Hemes, heilbrigðisráðherra
Noregs, skipað sjúkrahússtjórninni
að fara yfir allar skýrslur og hafa
samband við þær konur sem enn
eru á lífi úr þessum hópi.
Aðeins tvær konur hafa enn sem
komið er höfðað mál af þessum
sökum og voru þeim dæmdar skaða-
bætur. Fékk önnur konan um 3,3
millj. ísl. kr. Sjúkrahússtjórnin telur
að enn séu á lífi 150-200 konur
úr fyrrnefndum hópi og áætlar að
30-35 hafi hlotið skaða af geisla-
meðferðinni.
Ekki brugðist við
Stenar Kvinnsland, deildaryfir-
læknir á Geislalækningasjúkrahús-
inu, segir, að minnka hefði átt
geislaskammtana 1982 en það hefði
ekki verið gert.
„1982 fórum við að fá upplýs-
ingar um að ekki væri allt með
felldu og þá hefði átt að minnka
skammtana. Það er hins vegar auð-
velt að vera vitur eftir á,“ sagði
Kvinnsland. Sagði hann einnig að
sjúkrahúsið hefði átt að fylgjast
betur með konunum, sem voru til
meðferðar, eftir að aukaverkanim-
ar komu í ljós.
------»--♦.♦-----
Slóvakía
Fallið frá
lögum gegn
andófi
Bratislava. Reuter.
STJÓRN Slóvakíu hefur látið af
áformum um að knýja fram á þingi
frumvarp, sem hafði verið harðlega
gagnrýnt fyrir að minna á löggjöf
gegn andófi á valdatímum komm-
únista.
Samkvæmt hinum fyrirhuguðu
lögum hefði verið hægt að refsa
fólki fyrir að skipuleggja mótmæli
gegn stjórninni og birta „rangar
uppiýsingar" erlendis.
Bandaríkjamenn og Evrópusam-
bandið höfðu gagnrýnt Slóvaka og
sakað þá um að draga lappimar í
því að koma á lýðræði í Slóvakíu.
£9) SILFURBÚÐIN
x-*-/ Kringlunni 3-12 • Sími 568 9066
- Þar fœröu gjöfina
- kjarni málsins!
STROM Thurmond í ræðustól.
Ellin verst
í ríki æsk-
unnar
í Bandaríkjunum hefur það löngum þótt
líklegt til árangnrs að hafa yfír sér ímynd
æsku og athafnasemi. Asgeir Sverrisson
segir frá íhaldsmanninum Strom Thur-
mond sem gefur lítið fyrir þessa speki og
stefnir að því að verða 100 ára á þingi.
SKUDÝRKUN hef-
ur löngum þótt
einkenna banda-
rískt samfélag og
gildir það um flest svið mánnlífs-
ins. Þeir sem hyggjast „ná langt“
vestra þurfa oftar en ekki að
hafa yfir sér ímynd æsku og virð-
ast þróttmiklir í framgöngu allri,
ekki síst sá stóri hópur manna
sem á allt sitt undir íjölmiðlum.
Þetta hefur og einkennt banda-
ríska stjórnmálabaráttu á undan-
förnum áratugum og má trúlega
m.a. rekja þessa þróun til
forsetakjörs John F. Kennedy
árið 1960. En engin er regla án
undantekninga og slíkar alhæf-
ingar eiga ekki fyllilega við í
Bandaríkjunum frekar en annars
staðar. Nú sækist Bob Dole,
frambjóðandi Repúblíkana-
flokksins, eftir því að verða elsti
maðurinn sem búið hefur í Hvíta
húsinu en hann telst þó tæpast
fullþroska við hlið öldunga-
deildarþingmannsins Strom
Thurmond sem stefnir að því að
halda hátíðlegt hundrað ára af-
mæli sitt á þingi Bandaríkjanna.
I bandarískri stjórnmálaum-
ræðu á undanförnum árum hefur
athyglin mjög beinst að hugmynd-
um um að takmarka fjölda kjör-
tímabila fulltrúa almennings og
að þeirri yfirburðastöðu sem þeir
njóta sem sækjast eftir endurkjöri
vestra. Bill Clinton lagði á það
þunga áherslu í kosningabarátt-
unni 1992 að „nýtt upphaf" væri
tímabært í Bandaríkjunum. Nú
kveðst forsetinn vera boðberi
„nýrra hugmynda" og fjendur
hans í röðum repúblíkana tjá sig
gjarnan um nauðsyn þess að „ný
andlit“ taki að gera sig gildandi
í bandarískum stjórnmálum.
Þetta á hins vegar ekki við í
Suður-Karólínu þar sem hinn 93
ára gamli Strom Thurmond sæk-
ist eftir endurkjöri til sex ára í
öldungadeildinni. Og flest bendir
til þess að almenningur sé tilbúinn
til að tryggja kjör þessa aldna
stjórnmálaskörungs.
Nautþijóskur methafi
Thurmond hefur nú setið sjö
kjörtímabil í öldungadeildinni eða
samtals í 42 ár. Hann verður 94
ára í desember og ætti því að
geta náð því að blása á kertin 100
á afmælisköku sinni á skrifstof-
unni árið 2002. Snemma á næsta
ári mun Thurmond að líkindum
slá sögulegt met en þá mun hann
hafa setið lengur á þingi en Carl
Hayden frá Arizona sem starfaði
þar í 42 ár. Annað met á hann
nú þegar sem trúlega verður seint
slegið. Árið 1957 hélt hann uppi
málþófi í öldungadeildinni með því
að tala stanslaust í 24 klukku-
stundir og 18 mínútur. Höfðu
menn þá á orði að þvagblaðra
þingmannsins væri ekki síður
rannsóknarefni en þijóska hans.
Ábyrgðin og fyrirgreiðslan
Thurmond og undirsátar hans
blása á allt tal um að þingmaður-
inn sé hugsanlega orðinn full
gamall til að sinna þessu ábyrgð-
arstarfi. Það sama virðast kjós-
endur í Suður-Karólínu gera enda
hefur Thurmond verið sérdeilis
duglegur við að gæta hagsmuna
ríkisins á ferli sínum. Gagnrýn-
endur hans segja að eftir hann
liggi engin merk lög eða frum-
vörp, hann hafi ævinlega litið á
það sem helsta hlutverk sitt að
sinna fyrirgreiðslu.
Þótt Thurmond eigi að baki svo
langan feril á þingi í Washington
gæti hann auðveldlega verið
tunglbúi þegar haft er í huga
hversu mjög viðhorf hans eru ólík
þeim sem ríkja í þessari háborg
stjórnmálanna í Bandaríkjunum.
Bill Clinton hefur nú ráðið ríkjum
í Hvíta húsinu í fjögur ár og telst
til ungmenna í því starfí þótt for-
setinn sé nú nýlega orðinn fimm-
tugur og hafí af speki hins þrosk-
aða manns látið þess getið við
þessi tímamót að hann mætti
vænta þess að fleiri afmælisdagar
væru að baki en þeir sem í vænd-
um væru. Clinton fylgdi herskari
ungra manna og kvenna sem hóf
störf í Hvíta húsinu. Haft hefur
verið á orði að ýmsir þeir sem
lengi hafa starfað í Washington
hafi fyllst skelfíngu er skeggjaðir
menn, klæddir vinnuskyrtum,
tóku að renna í hlað Hvíta hússins
á hjólhestum sínum á upphafsdög-
um stjórnar Bill Clinton. Sumir
þeirra munu m.a.s. hafa verið síð-
hærðir.
„Hvers eiga hinir eldri að
gjalda?“
Mökkur aðstoðarmanna fylgir
að sönnu Strom Thurmond enda
er heyrnin tekin að bila og hann
er ekki jafn hvikur í skrefí og
áður. Þá heyrir það til undantekn-
inga að hann veiti fjölmiðlum við-
töl. En hann kveðst engum háður
og heyrnartækið sé einungis til
að létta honum lífið. Thurmond
kveðst líta svo á að umræður um
aldur hans og annarra og efa-
semdir um hæfni hans sökum
þessa feli í sér grófa mismunun.
„Hvers eiga hinir eldri að gjalda
þegar fólki er ekki mismunað á
grundvelli kynferðis, kynþáttar
eða trúar?" spyr hann.
Þingmaðurinn hikar ekki við
að lýsa því yfir að hann skeri sig
nokkuð úr í röðum eldri borgara.
„Ég passa línurnar og stunda lík-
amsrækt," segir hann aðspurður
um hvernig honum hafi fram til
þessa tekist að halda vopnum sín-
um í glímunni við Elli kerlingu.
Andstæðingar Thurmonds
segja að sókn hans í æskubrunn-
inn hafi ekki síst birt í óhóflegri
kvensemi þingmannsins. Thurm-
ond hefur tvívegis gengið í það
heilaga, í fyrra skiptið var sú
lukkulega 23 árum yngri en hann
en í það síðara leiddi hann konu
eina upp að altarinu sem leit dags-
ins ljós um það bil sem Thurmond
hélt hátíðlegt fimmtugsafmælið.
Nú er sagt að hann sé enn á ný
á biðilsbuxunum en fjendur hans
halda því fram að ekki sé óhætt
að skilja stjórnmálamanninn ald-
urhnigna einan eftir í herbergi
með kvenmanni sökum stjórn-
lausra hneigða hans. Sagt er að
kona ein sem vann við ónefndan
háskóla hafí fyrir nokkrum árum
leitað eftir liðsinni Thurmonds við
að afla styrkja til ótilgreindra
verkefna. „Þú ert öldungis bráð-
hugguleg kona“, var svar þing-
mannsins.
Milljónir á
móti reynslu
~Cr'
Mótframbjóðandi Thurmonds
þessu sinni er Elliot nokkur
Springs Close. Sá er milljónamær-
ingur sem stenst allan bandarísk-
an samanburð og var borinn í
þennan heim árið 1954, sama ár
og Thurmond tók sæti í öldunga-
deildinni. Aukinheldur hefur hann
enga reynsiu af stjórnmálastörf-
um. Close og vinir hans í Demó-
krataflokknum hafa gætt þess í
hvívetna að sýna hófstillingu í
kosningabaráttunni og hafa ekki
reynt beinlínis að gera sér mat
úr háum aldri andstæðingsins;
vita sem er að slíkt gæti auðveld-
lega komið þeim í koll. Þá hefur
það viðhorf komið fram hjá kjós-
endum að Thurmond hafí sinnt
sínum störfum fyrir Suður-Karól-
ínu af stakri trúmennsku og hann
eigi „rétt á því“ að fá að „gefa
upp öndina í þingsölum" kjósi
hann svo. Hinir kaldhæðnu hafa
sagt að þetta sýni ljóslega að kjós-
endur hafi af því áhyggjur að
Thurmond myndi ekki lifa það af
að vera hafnað í kosningum. Þeir
hyggist kjósa hann því þeir geti
ekki hugsað sér að lifa við slíkt
samviskubit.
Thurmond er hins vegar of
önnum kafinn til að leiða hugann
að kraftbirtingarformum tilfinn-
ingaseminnar. Hann segir baráttu
sína og Close snúast um reynslu
annars vegar og fjármagn hins
vegar. „Hann á seðlana, en ég
bý yfir reynslunni og við munum
gjörsigra hann.“
Ef marka má kannanir mun
þessi spádómur þingmannsins
aldna koma á daginn. Hann hefur
nú mikla forustu á unglambið sem
sækist eftir sæti hans og getur
ótrauður stefnt að lokatakmark-
inu; að halda 100. afmælisdaginn
hátíðlegan á þingi Bandaríkjanna.