Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.10.1996, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÝMIS rök hafa verið leidd að aðskilnaði ríkis og kirkju, nú síðast í grein eftir hagfræðinginn Gary ^Backer, sem Ólafur Hannibalsson ^íýðir og Mbl. birti 26. sept. sl. Hagfræðingurinn kemst að þeirri niðurstöðu að sáluhjálp manna sé best borgið í umhverfi frjálsrar sam- keppni. Trúin eflist þar sem keppt er um áhangendur á jafnrétt- isgrundvelli, segir hagfræðingurinn. Af þessu má skilja, að ef einokun ríkis og kirkju á „trúarmarkaði“ væri hnekkt myndu blómlegir tímir fara í hönd fyrir trúarlíf í landinu. Á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um aðskilnað ríkis og kirkju fyrr á þessu ári virtist meirihluti fundarmanna fylgjandi aðskilnaði. Þeir ræddu málið þó ekki frá sjónarhóli mark- aðsfrelsis heldur almennra mann- ^féttinda. Mig langar til að rekja þetta sjónarmið aðeins nánar hér á eftir. Margt trúað fólk er þeirrar skoð- unar að opinberað orð Guðs lagi sig í veigamiklum atriðum að mannleg- um skilningi, ekki öfugt. Með þessu er einfaldlega átt við að Guð tali til manna í samræmi við skilnings- þroska þeirra - að opinberun hans lagi sig að aldarhætti, þjóðfélagsleg- um aðstæðum og öðru slíku. Hér er með öðrum orðum gert ráð fyrir ^ að mennirnir séu skyni gæddar ver- “Tír á þroskabraut og þeim veitist handleiðsla á þeirri vegferð. Sam- ’ kvæmt þessum skilningi hefur guð- leg opinberun ekki veist einni tiltek- * inni þjóð á tilteknum tíma heldur öllum mönnum með einum eða öðr- um hætti í gegnum alla sögu manns- ins. Svo gripið sé til líkingar má hugsa sér þessa opinberun eins og regn sem fellur af himnum ofan í ýmiskonar keröld. Sum er kringlótt, önnur ferstrend o.s.frv. Regnið tek- ur ekkert tillit til þessara eiginda keraldsins - það lagar sig einfald- : lega að því. Með tímanum tekur það ! jafnvel í sig ýmsa eiginleika keralds- , ins, svo sem lit og bragð. Þannig i bera trúarbrögðin mörg nöfn, en , ^hnri veigur þeirra er einn og hinn i sami og höfundar þeirra frá einni og sömu uppsprettu. Samkvæmt þessari kenningu er Guð ekki í neinni samkeppni við sjálfan sig um $ hylli þeirra sem á hann trúa. Hann þ býr ekki til trúarbrögð eða trúar- hópa af ýmsu tagi og etur þeim síð- » an saman. Hann er einn, allir eru » bömin hans og hann sinnir þeim í ) samræmi við þarfir þeirra. Þetta er * ekki flókin speki og kannske ekki * einu sinni frumleg. Hana er að finna i í ævagömlum trúarritum eins og | Bhagavad-Ghita. Kosturinn við » hana er hinsvegar sá, að hún svarar | miklu fleiri spurningum en hún vek- ) ur. Hún skýrir til dæmis hversvegna | síðfræði allra helstu trúarbragða I mannkyns er í kjarna sínum ein og l> hin sama. Hún staðfestir þau orðs Bahá’í-trúin kennir, segir Eðvarð T. Jóns- son, að trúarbrögðin hafi margar hliðar en einn og sama sannleika. Páls postula, að „allar þjóðir jarðar- innar hafi verið skapaðar af einu og sama blóði.“ Hún skapar forsend- ur fýrir gagnkvæman skilning trú- arbragða og þjóða og þar með frið á jörð. I samfélögum þar sem menn líta svo á að þeir einir þekki hinn eina sanna Guð og allir aðrir séu á villi- götum, skapast mikil og nánast óleysanleg vandamál. Samhengi sið- menningar, trúar og mannlífs á jörð- inni rofnar. Þessi vandamál eru í rauninni svo alvarleg að þau verða ekki leyst nema með smíði voldugs kenningakerfis. Menn standa síðan frammi fyrir tvennskonar afarkost- um; annaðhvort játast þeir trúnni og hafna skynseminni, eða þeir reyna að halda í skynsemina og hafna trúnni. Það hefur orðið dap- urlegt hlutskipti hinna semísku trú- arbragða mannkyns (islam, kristin- dóms og gyðingdóms), að bjóða fylgjendum sínum að velja milli engrar trúar og trúar á að opinber- un Guðs sé takmörkuð við þá sjálfa um aldur og ævi. Helstu stofnanir þessara trúarbragða - kirkjur þeirra - gera kröfu til þess að kall- ast handaverk Guðs. Saga mann- kyns er að verulegu leyti sagan um illindi og eijur milli þessara stofnana trúarbragðanna. Allar voru þær sannfærðar um að Guð væri á þeirra bandi. Allar hafa þær klofnað inn- byrðis, sumar mörgum sinnum, og um allan heim streymir fólk nú frá þessum stofnunum, hvaða nafni sem þær nefnast. Reynsla flestra trúfélaga hérlend- is sem standa utan þjóðkirkjunnar er sennilega áþekk að því leyti að þau hafa gengið úr skugga um um að hér er trúarbragðafrelsi en ekki trúarbragðajafnrétti. Mikill meiri- hluti íslendinga er i þjóðkirkjunni og það er ekki óeðlilegt að hennar hlutur vegi þyngra en annarra. Með jafnrétti er fyrst og fremst átt við að trúfélög fái tækifæri til að starfa samkvæmt sínum eigin lögum og reglum á sama hátt og þjóðkirkjan. Á þessu er verulegur misbrestur. Sjónarmið löggjafans og kirkjunnar er, að vilji menn ekki tilheyra þjóð- kirkjunni, skuli þeir að minnsta kosti gera eins og hún. Dæmi: Kirkjuvald er stigskipt og byggist á geistlegu forræði og myndugleika einstaklinga. Prestur- inn er einskonar milligöngumaður manns og Guðs. Hann kallar sig fremstan meðal jafn- ingja og leggur áherslu á sérstöðu sína með ýmsu móti, ekki síst í klæðaburði. Bahá’í- trúin, sem leggur mikla áherslu á jafnrétti manna og kvenna, kennir að trúarbrögðin séu margar hliðar á einum og sama sann- leika. Hún byggist á þeim grundvallarskiln- ingi að sérhver maður eigi að vera sinn eigin prestur. Andlegu for- ræði og myndugleika einstaklinga, sérstök- um tengslum þeirra við Guð í krafti menntunar, útvalningar eða skipun- ar er með öllu hafnað. Stjómskipan byggist á ráðum sem eru kosin Iýð- ræðislegri kosningu. Þessum ráðum er meðal annars ætlað að leiðbeina, hvetja og styrkja. Þegar maður og kona ganga í hjónaband gifta þau sig sjálf í vitna viðurvist með því að gefa hvort öðm hjónabandsheit. Þessa skipan mála vill löggjafínn ekki samþykkja. Hann krefst þess að Bahá’í-samfélagið velji sér for- stöðumann, einskonar æðstaprest, sem á að annast giftingar, jarðarfar- ir og annað þessháttar. En skipan forstöðumanns gengur þvert á anda og bókstaf Bahá’í-trúarinnar. Hún byggist á samráði, samstarfi og ein- ingu. Hið einstaklingsbundna vald, safnaðarhirðinn, hinn karismatíska leiðtoga, vantar með öllu í Bahá’í- trúnni. Löggjafinn, sem tekur fyrst og fremst mið af kristnum trúfélög- um, virðist telja þetta alvarlegan meinbug á starfí trúfélagsins og krefst þess að bahá’íar velji sér málamynda forystusauð sem sé ábyrgur gagnvart yfirvöldum. Ég geri ráð fyrir að önnur trúfé- lög á Islandi sem standa utan þjóð- kirkjunnar þurfí einnig að fylgja þessum lögum en mér er ekki kunn- ugj; um að neinu þeirra sé gert að bijóta sín eigin lög til að semja sig að starfsaðferðum þjóðkirkjunnar. Það skal tekið fram að þjóðarráð Bahá’ía á íslandi kom þessum sjón- armiðum á framfæri þegar gildandi lög um trúfélög frá 1974 voru til meðferðar á Alþingi. Ekki var fall- ist á þessi sjónarmið þá, en það er hugsanlegt að löggjafinn hafí meiri skilning á þessu máli í dag. Við getum ekki talað um jafn- rétti trúfélaga, ef menn þurfa að fara eftir forskrift kirkjunnar um almennt helgihald eða stjórnun innri málefna. Þegar frumkvöðlar og höf- undar bandarísku stjómarskrárinn- ar sömdu fyrstu stjórnarskrárbót- ina, sem seinna var túlkuð sem heimild til aðskilnaðar ríkis og kirkju, vakti fyrir þeim að stemma stigu við forsjárhyggju í trúarefn- um. Forfeður þeirra vom frómir og guðræknir menn sem höfðu flúið einræðistil- hneigingar kirkjunnar í Evrópu til að geta iðkað sína trú eins og samviska þeirra bauð þeim. Aðskilnaður ríkis og kirkju virðist ekki hafa komið að sök fyrir kristindóm vestanhafs því víða stendur kristnihald þar með meiri blóma en annars staðar á jarðríki. Mikill meirihluti þeirra 90 stjórnvitringa sem mótuðu fyrstu stjóm- arskrárbótina vora kristnir menn, nokkrir þeirra safn- aðarleiðtogar og stofnendur öflugra trúarsamfélaga. Skilningur þeirra á trúmálum og lýðréttindum er hrein framúrstefna ef miðað er við okkar eigið norræna menningarsvæði á því herrans ári 1996. Þannig skrifaði James Madison árið 1822 að trú og veraldleg valds- stjóm verði, hvort fyrir sig, þeim mun hreinni og ómengraðri sem minna sé gert af að hræra þeim saman. Skilningur hans og annarra framheija lýðræðisins vestanhafs var sá, að ekki mætti neyða neinn til að sækja eða styðja eina kirkju fram yfír aðra. Þeir töldu að aðskiln- aður ríkis og kirkju myndi vernda trúna frá íhlutun ríkisvaldsins og mynda skjólgarð þar sem trúfrelsi gæti þrifist og blómgast. Hér er haft fyrir satt, að þjóðfé- lagið byggist á kristinni kenningu og henni sé hætta búin ef veraldleg valdsstjóm er aðskilin andlegri for- sjá kirkjunnar. Það er rétt að í trú- arefnum byggist íslenskt þjóðfélag á fræðum Lúthers og Ágsborgar- játningunni. Það er hinsvegar mis- skilningur að ríkið eigi að annast trúarlegt uppeldi þegnanna og reka opinber trúarbrögð. Það væri miklu nær að ríkið beitti sér fyrir al- mennri og alhliða fræðslu um trúar- brögð mannkynsins með það fyrir augum að stuðla að víðsýnna og fordómalausara þjóðfélagi. Það háir bæði umræðu og upplýs- ingu í þjóðfélaginu að það skuli ekki vera óháð deild við háskólann sem kennir trúarbragðafræði og útskrifar kennara, sem era jafnvígir á öll helstu trúarbrögð heims. Þetta er mjög tiifínnanlegur skortur í okk- ar þjóðfélagi. Benda má á það, að fagleg umfjöllun um Islam hér á landi hefst ekki fyrr en á þessum áratug með útkomu bókar Jóns Orms Halldórssonar, stjórnmála- fræðings, um Islam. Skilningur mið- aldakirkjunnar á Múhammeð spá- manni sem höfuðóvini mannkynsins er hugsanlega fyrst nú að breytast hérlendis. Aukin trúarbragða- fræðsla er helsta vopnið í barátt- unni við fordóma. Það er ekki hægt að byggja upp gagnkvæma virðingu milli þjóða nema að byggja upp gagnkvæma virðingu milli trú- arbragða. Hvað varðar aðskilnað ríkis og kirkju á íslandi, telja bahá’íar það skipta mestu máli að menn reyni að svara hreinskilnislega þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að færa trúarlega leit í einhvem ákveðinn farveg með aðstoð hins opinbera, ekki síst á tímum þegar menntun og upplýsing eykst hröðum skrefum. Eðlilegt hlutverk ríkisins væri að hafa með því eftirlit að trúfélög starfí innan ramma laganna á grandvelli góðra siða á sama hátt og önnur samtök fólks í lýðfijálsu landi. „Vandamálið“ er það í grand- vallaratriðum að ekki er hægt að lögfesta trúarskoðanir eða þröngva þeim upp á aðra. Það gengur þvert á anda sannrar trúar. Hún getur ekki fremur en aðrar hræringar mannlegs anda byggst á nauðung eða þvingun af einhveiju tagi. Grandvöllur hennar er fijáls og upp- lýstur vilji, skynsemi, opinn og for- dómalaus hugur, einlæg löngun til að skilja hlutina. Hún er að þessu leyti algerlega á valdi einstaklings- ins og aðrir hafa þar engan rétt til íhlutunar eða afskipta, síst af öllu með vísan til þess að svona hafí það alltaf verið og þann rétt hafi þeir alltaf haft. Þessvegna er mikilsvert að menn hugsi þessi málefni frá sjónarmiði mannúðar, frelsis og al- mennra lýðréttinda en ekki öðram sjónarmiðum, síst af öllu peninga- legum eða menningarpólitiskum. Nú beijast fríhyggjumenn og guð- leysingjar í Noregi af miklum eld- móði fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. í ákafa sínum hafa þeir m.a. ráðist gegn kristnum lífsskoðunum og höfundi kristindómsins. Góðum mál- stað er enginn greiði gerður með ofstæki af slíku tagi. Það er ekkert betra að menn reyni með ofbeldi að þröngva öðram til að trúa á Guð eða þröngva þeim til að trúa ekki á hann. Kjami málsins er sá að það er rangt að einhver aðili, hvort held- ur það er ríki eða einstaklingar, reyni að ákveða fyrir aðra hveiju þeir eigi að trúa. Það sem menn þurfa fyrst og fremst að gera sér grein fyrir er til hvers aðskilja á ríki og kirkju. Til- gangurinn getur ekki verið sá að lögfesta trúleysi eins og norsku frí- hyggjumennimir vilja gera. Ekki heldur sá að gera lítið úr trúnni sem lífskoðun, draga úr áhrifum hennar á siðgæði samfélags og einstaklinga o.s.frv. Tilgangurinn getur heldur ekki verið sá að einkavæða hin opin- beru trúarbrögð, ef svo mætti að orði kveða, gefa markaðinn fijálsan þannig að hin ýmsu trúfélög geti nú farið að keppa um sálirnar á jafnréttisgrundvelli. Sú skoðun lýsir að mínu viti töluverðri mannfyrir- litningu og engum skilningi á eðli trúar. Tilgangurinn hlýtur fyrst og fremst að mótast af virðingu fyrir grundvallarmannréttindum, trú á möguleikum mannsins til að afla sér sjálfur þekkingar og skilja kjamann frá hisminu, og virðingu löggjafans fyrir öllum trúarbrögðum mannkyns sem jafngildri tjáningu mannsand- ans. Með hliðsjón af reynslu annarra landa er óhætt að fullyrða, að krist- indómur í landinu myndi ekki bíða neitt tjón af slíku — allt bendir til þess að trúarlíf myndi eflast og virð- ing fyrir kirkjunni aukast. Höfundur er bahá’i. AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU Eðvarð T. Jónsson MALIE5 -J>- Hovedgaden - 7752 Snedsled - Denmark TLF. 97 93 44 OO Fax. 97 93 44 77 Við sendum skattfrjálst til fslands ✓----------:— Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. PORTRETTMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR Hverfísgötu 18. sími 552 2690 http://www.rvk.is/ Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.