Morgunblaðið - 27.10.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
I ---------------------------------------------
i þú ert kominn til. Súsí og Einar -
| Guð styrki ykkur nú og í framtíðinni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðnað tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Axel Axelsson.
Nú er okkar kæri vinur látinn.
Við þökkum honum samfylgdina
þessi ár sem hann var á meðal okk-
ar. Þau ár sem við áttum saman
munu alltaf vera okkur minnisstæð.
Við vottum Súsönnu og Einari alla
okkar dýpstu samúð.
Allur lífs- og drifkraftur sem bjó
í Orra lifir í minningunni og langar
okkur til að kveðja hann með þessum
r orðum.
„Þú leitar að leyndardómi dauð-
ans. En hvemig ættir þú að fínna
hann, ef þú leitar hans ekki í æða-
slögum lífsins?
Uglan sem sér í myrkri, en blind-
ast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu
ljóssins.
Leitaðu að sál dauðans í líkama
lífsins, því að líf og dauði er eitt eins
og fljótið og særinn.
f djúpi vona þinna og langana felst
, hin þögla þekking á hinu yfirskilvit-
lega, og eins og fræin, sem dreymir
undir snjónum, dreymir hjarta þitt
vorið.
Trúðu á draum þinn því að hann
er hlið eilífðarinnar.
Óttinn við dauðann er aðeins ótti
smaladrengsins við konung, sem vill
slá hann til riddara.
Er smalinn ekki glaður í hjarta
sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera
merki konungsins?
Og finnur hann þó ekki mest til ótt-
ans?
Því að hvað er það að deyja annað
| en að standa nakinn í blænum og
' hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldumi lífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og ófjötr-
aður leitað á fund Guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindin-
j um, þá fyrst munt þú hefja fjall-
. gönguna.
< Og þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.“
(Úr Spámanninum)
Heimir Freyr, Guðmundur
Már, Orri Einarsson og Lárus
Arnór.
Kom, huggari, mig hugga þú,
| kom, hönd og bind um sárin,
kom, dögg og svala sálu nú,
kom, sól, og þeirra tárin
I kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós og lýstu mér,
kom, líf er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Fimmtudagskvöldið 17. október
sl. þegar náttúran skartaði sínu feg-
ursta, og sólin sendi rauðgullinn
' bjarma yfír hafflötinn, var lífsljós
I vinar okkar Orra Einarssonar að
j slokkna.
í þrettán mánuði hafði hann barist
hetjulega og sterkur við krabbamein-
ið og ætlaði sér að sigra þá orrustu,
en raunin varð önnur. Foreldrar eru
sviptir einkabami sínu, ættingjar
kærum frænda og vinirnir góðum
félaga. Vanmáttug stöndum við hljóð
og skiljum ekki tilgang almættisins
með þessu þunga höggi. Eitt eigum
1 við þó öll, og það er ljúf minning um
I hressan og góðan dreng, með mikla
j persónutöfra, fallegt bros og þrosk-
aða sál. Hana getur enginn frá okk-
ur tekið.
Við þökkum Orra vináttu hans og
biðjum góðan Guð að umvefja hann
birtunni gullnu og mjúku, sem sólin
sendi frá sér úti við sjóndeildarhring-
inn á dánardegi hans. Hér verður
hans sárt saknað.
Kæru vinir, Sússý, Einar og fjöl-
I skyldan öll, við biðjum hinn hæsta
i höfuðsmið að gefa ykkur styrk og
ljós til að horfa fram á veginn.
Fjölskyldan í Garðastræti.
MINNINGAR
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Á kveðjustundu langar okkur að
minnast góðs vinar okkar, Orra, sem
lést 17.10. síðastliðinn eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar
við horfum til baka minnumst við
gömlu, góðu stundanna sem við átt-
um með honum. Leiðir okkar lágu
saman í Félagsmiðstöðinni í Lundar-
skóla, þar sem við störfuðum. Við
urðum strax mjög góðir vinir og
vorum saman næstum allan sólar-
hringinn og þá ósjaldan heima hjá
Orra, þar sem margir minnisstæðir
atburðir gerðust.
Orri vissi alltaf hvað hann vildi
og var mikill stjórnandi í sér og naut
sín ávallt best þegar hann fékk að
ráðskast aðeins með okkur. Enda
héldum við alltaf að hann yrði stór
karl.
Orra hefur greinilega verið ætlað
eitthvað mikilvægt, fyrst hann var
tekinn frá okkur svona snemma.
Þó að samverustundunum hafi
fækkað með árunum var alltaf jafn
gaman að hittast og vinaböndin slitn-
uðu aldrei. Það er erfitt að kveðja
góðan vin og sorgin er stór.
Elsku Súsý, Gala og aðrir ástvin-
ir, megi ykkur hlotnast allur sá styrk-
ur sem þið þurfið á að halda.
Orri, við munum alltaf elska þig
og vonum að þér líði vel, þar sem
þú ert.
Þínir vinir,
Sigurður, Ingvar Björn,
Hulda, Nína, Júlía og Björg.
Mér finnst leiðinlegt að vera fjar-
stödd þegar Orri verður kvaddur því
að mér þótti svo vænt um hann. Við
vorum búin að þekkjast lengi og
margar mínar minningar tengjast
honum á einn eða annan hátt. Allt
sem við gerðum saman, krakkarnir,
þegar við vorum yngri, partíin heima
hjá Orra, opið hús, skólaferðalagið
f 10. bekk og allt annað sem við
brölluðum og maður segir ekki frá
í blöðum. Þetta eru minningar sem
gleymast aldrei og ég gleymi Orra
aldrei.
Elsku Orri! Þetta er mín kveðja
til þín. Takk fyrir öll árin sem við
þekktumst.
Þín vinkona,
Þrúður.
Orri, minn besti vinur, nú hefur
þú farið í ferðalagið mikla. Á komu-
stað er örugglega tekið vel á móti
þér þannig að þú verður ekki ein-
mana í skýjaborgum. Þú ert líka í
fullu starfi við að fylgjast með okkur
hinum.
Þú varst mikill leiðtogi og upp-
rennandi athafnamaður. Þegar við
vorum saman var andrúmsloftið afs-
lappað. Samt fékkstu að stjóma mér
eins og mörgum öðrum en það var
þægileg og afslöppuð stjómun. Ég
minnist þeirra stunda sem við áttum
saman, bæði erfiðar og góðar en þó
langflestar góðar. Þú varst virkilega
sannur vinur og við gátum treyst
hvor á annan. Vinabönd okkar eru
margra ára gömul og sterk. Ná þau
alla leið til þín þar sem þú ert núna.
Við ætluðum okkur marga hluti í
framtíðinni en það bíður þess tíma
þegar þú tekur á móti mér.
Ég kveð þig augliti til auglitis og
held eftir blessuðum minningunum
um sérstaka vináttu. Ég mun sakna
þín mjög og ég mun halda áfram að
fara í Hrísalundinn til þess að hitta
Súsí og minnast þín með henni. Nú
ert þú í faðmi Guðs, Orri minn, og
líður áreiðanlega vel, við munum
hugsa til hvors annars þar til við
hittumst aftur.
Þinn besti vinur,
Sigurður Árnason.
Orri var yndislegur strákur. Hann
var góður vinur Hákonar, bróður
míns. Þeir, Hákon og Orri, kynntust
á Akureyri, þegar Hákon var þar
eina önn í skóla, og urðu mjög góðir
vinir. Ég held meira að segja aðbróð-
ir minn hafi verið hálf fluttur heim
til Orra, og mamma átti ekki orð
yfir hvað Orri og mamma hans voru
elskuleg við Hákon. Ég leit gjarnan
á vinahóp Hákonar eins og eldri
bræður og þess vegna var það að
þegar ég hitti svo Orra fyrst, þá tók
ég honum bara eins og einum af
„bræðrunum“, hann passaði inn í
hópinn. Eins og eldri bræður eru
þekktir fyrir, þá stríddu þeir mér oft
og vildu sjaldan leyfa mér að fara
neitt með sér (sem er náttúrulega
skiljanlegt, hver vill draga litlu syst-
ur sína með sér á djamminu?), en
Orri tók mér alltaf sem jafningja.
Hann var alltaf svo indæll og hjálp-
samur. Ég þekkti hann ekki lengi
og ekki nærri eins vel og ég hefði
viljað, en af þvi litla sem ég þekkti
hann, þá fannst mer hann vera frá-
bær strákur sem hefði átt að fá allt
gott sem heimurinn hefði að bjóða.
Eg sendi Súsönnu mömmu Orra
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Crfisdrykkjur
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 29
H
Veitingohú/ið
GBFi-inn
Sími 555-4477
Staðgreiðsluverð:
9.800 kr.
húsgögn
i
Ármúla 44 • sími 553 2035
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
teygjubuxur
á góöu verði
kr.1.225,-
Bleikar, kremaðar
og svartar
Systir mín,
MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR HAAEK,
lést í Danmörku 13. október.
Páll Þórðarson.
Ólöf Embla Eyjólfsdóttir.
0 Fleiri minningargreinar um
Orrn Möller Einarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 5531099
Opið ött kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
t
Vinur minn,
FRANCISCO GARCIA JIMENEZ
(PACÓ)
Calle Casa Blanca 5,
Torremolinos,
Spáni,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
17. október.
Guðmundur Jónsson (Gussi).
t
Eiginkona mín,
ÓLÍNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
þriðjudaginn 29. október kl. 14.00.
Hólmsteinn Þórarinsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Hringbraut 70,
Keflavik,
áðurtil heimilis Hafnargötu 77,
lést föstudaginn 25. október á Sjúkra-
húsi Suðurnesja. Jarðaförin fer fram
föstudaginn 1. nóvemberfrá Keflavíkur-
kirkju kl. 14.00.
Björn Jóhannsson, Hrönn Sigmundsdóttir,
Sigriður jóhannsdóttir, Roy Ólafsson,
barnabörn og langömmubörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEIR GÍSLASON,
Bauganesi 42,
Skerjafirði,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 29. október kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Kristin Geirsdóttir, Steindór Gunnarsson,
Guörún Dóra Steindórsdóttir, Geir Steindórsson,
Þorleifur Geirsson,
Þóra Geirsdóttir, Haraldur Harvey,
Magnús Haraldsson, Karitas Haraldsdóttir.