Morgunblaðið - 27.10.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 27.10.1996, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hvers vegna er Eigandinn tapaði of Hann sagðist vera sá eini sem æki á skautasvellið lokað? miklum peningum ... svellslípara til fátækraheimilisins! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reyiyavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til Karls Agústs Ipsens Frá Kjartani Jónssyni: KÆRI Karl Ágúst Þakka þér fyrir kveðjuna þann 3. október sl. hér í Morgunblaðinu. Sem einn af þeim sem starfað hafa að Granna og skoðanabróðir „æðstavaldsins", eins og þú kallar hann, kemst ég ekki hjá því að taka þetta til mín og finn hjá mér hvöt til þess að svara þessu. Mér þykir leitt að við skulum hafa misboðið þér með því að hafa ekki viljað birta grein þína sem fjallar um lögreglusamsæri í máli Víðis Valgeirssonar og hvarfi hans. Greinar þínar um vændi á íslandi, Þjóðarbókhlöðuna og pistillinn í síðasta blaði hafa allar verið birtar þótt persónulega fínnist mér pist- illinn alveg á mörkunum þar sem fram koma ýmsir fordómar gagn- vart trúarhópum. Greinin um Þjóðarbókhlöðuna var alveg prýði- leg og „Vændi á íslandi" hafði manneskjulega hlið sem ég taldi eiga erindi í blaðið. Ég verð að minna þig á að Granni fór af stað sem hverfís- verkefni húmanista í vesturbæ. Það er liður í því að tengja fólk saman, virkja það til að sinna hagsmunamálum sínum og á að vera farvegur fýrir áhugamál þess. Að sjálfsögðu innan þess ramma sem við setjum að þar sé t.d. ekki hvatt til mismununar, ofbeldis og annars sem ekki er hægt að sam- ræma húmanisma. Sérstaklega vilja húmanistar setja heilbrigðis- og menntamál í forgang auk ann- arra mannréttindamála. Það var aldrei hugmyndin að þar yrðu ein- hveijir sérstakir blaðamenn „starfandi", hvorki þú, ég né aðr- ir, heldur að efni bærist frá sem breiðustum hópi vesturbæinga. Það hefur e.t.v. ekki gengið sem skyldi ennþá en það er þó byijað að gerast og með tímanum mun það verða meira. Blaðið er rekið í sjálfboðavinnu, ekki í ágóðaskyni, og er hugmynd um að við getum aflað nægilegra auglýsingatekna til þess að geta rekið hverfísmiðstöð sem yrði mið- stöð blaðsins og ýmissa verkefna í hverfínu. Það er nokkur línudans að vera með blað sem hefur ná- kvæman tilgang en á samt að vera sem opnast. Ég tel að við höfum teygt okkur talsvert í þína átt til dæmis með birtingu pistilsins í síðasta ein- taki. Það vald sem við tökum okk- ur með því að birta ekki áður- nefnda grein um Víði Valgeirsson er vegna þess að við erum að vinna í sjálfboðavinnu þá vinnu sem þarf til þess að koma blaðinu út. Þér er frjálst að gera hið sama, gefa út blað og þá getur þú ráðið því sem þú vilt. Mér þykir leitt að þú skulir á þennan hátt reyna að bregða fæti fyrir þetta framtak sem er ein- göngu komið til af góðum hvötum. Ef þú hefur einhveijar aðrar hug- myndir um hvernig á að koma einhveiju jákvæðu til leiðar getur þú vel gert það án þess að leggja stein í veg annarra. Með kveðju, KJARTAN JÓNSSON, Ásvallagötu 33, Reykjavík. Hvað skal segja? 49 Væri rétt að segja: Hundruðir þúsunda fóru í súginn. Svar: Tölunafnorðið hundrað er hvorugkyns og í fleirtölu hundr- uð (mörg hundruð). Því væri rétt að segja: Hundruð þúsunda fóru í súginn. Hins vegar er þúsund ýmist hvorugkyns eða kvenkyns og því í fleirtölu ýmist þúsund (mörg þúsund) eða þúsundir (margar þúsundir). Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Gífurlegt úrval köflóttra . . efna í barnakjóla, akbútasaum, gardínur og föndur. IjgfV ...... Sendum f póstkröfu. VIRKA Sí' Mörkinni 3, s. 568 7477. ■m.íiTnf, - sm ■■■ sra . s s ■. nn : ás ■• mm . sísS' r-am:- k-;í úm v $9 st »• ÍSSÍ . K2E ■ á,3 -est sss. am ’.Í SIO ■’ «.:2 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.