Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 44

Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 44
44 SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR IÞROTTAÞING ISI Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, lagði áherslu á samstöðu ístefnuræðunni Vonandi næst góð sátt og samstaða um sameininguna jjllert B. Schram, forseti Iþrótta- Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Akranesi sambands Íslands, lagði mikla áherslu á gildi íþróttahreyfingar- innar og mikilvægi þess að hún stæði saman undir einu merki, sameigin- legri stjórn og for- ystu um hugsjónir og hagsmuni, í setningarræðu sinni á íþróttaþingi ÍSÍ á Akranesi árla laugardags. Hann sagði að breyting á skipu- lagi íþróttahreyfingarinnar væri stórmál sem þyldi enga bið og þar væri sameining ÍSl og Ólympíu- nefndar íslands efst á blaði. Ekki væri aðeins um að ræða að ná fram sparnaði og hagræðingu í rekstri heldur hefði sameining ef_ til vill mesta þýðingu í félagslegum og skipulagslegum skilningi. „íþrótta- hreyfmgin safnast saman undir eitt merki, talar einni röddu, kemur fram sem eitt og sameiginlega sterkt afl. Vinstri höndin veit hvað sú hægri gerir, togstreita um pen- inga og valdaskiptingu hverfur, ólympíuhreyfíngin í landinu eflist, íþróttastarfið allt mun njóta góðs af. Vonandi næst góð sátt og sam- staða um sameiningu ÍSÍ og Óí á þessu þingi.“ Forsetinn kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði að engin félags- málahreyfing í landinu jafnaðist á við íþróttahreyfinguna, sem höfðaði til allra aldurshópa án manngrein- arálits, án tillits til stéttar, búsetu, kyns og getu. „Afrek okkar felast í félagsstarfinu, uppeldinu, leikgleð- inni og heilbrigðri líkamsástundun, sem ég hef alltaf sagt að sé mesta og besta lífsnautnin. Víma lífs og leiks er öllum eiturvímum betri.“ Almenn íþróttaiðkun hefur stór- aukist á undanförnum árum og sagði Ellert að einstök íþróttafélög vítt og breitt um landið hefðu lagt grunninn að þeirri sókn, sem hann kallaði vakningu. íþróttahreyfingin væri í mikilli og stöðugri sókn og án grasrótarinnar væri hreyfmgin lítils megnug en blikur væru á lofti. Úttekt ÍSÍ á fjárhagsstöðu íþróttafélaga hefði leitt í ljós að fjöl- mörg félög hefðu reist sér hurðarás um öxl og á þeim vanda yrði að taka með spamaði, starfi sem takmarkaðist af sjálfsaflafé og sjálfboðaliðsstarfi auk þess sem láta yrði af óraunsæjum metnaði sem væri ekki í samræmi við ijárhaginn. Ellert sagði að afskiptaleysi stjórnvalda um hag íþrótta í land- inu ylli sér áhyggj- um. íþróttahreyf- ingin væri hluti af samfélaginu og ef og þegar gerðar yrðu kröfur til hennar ^ um nýjar áherslur og þátt- töku í almennu varnarstarfi gegn óreglu og upplausn, yrði hún að fá stuðning til þess. „Til þess er íþrótta- hreyfingin reiðubú- in, hún býður fram krafta sína.“ Þinghaldi lýkur í dag, sunnudag, en verði tillaga um sameiningu ISÍ og Óí samþykkt verður þingi frestað til næsta hausts og þá er stefnt að endan- legri sameiningu samkvæmt tillög- unni. ELLERT B. Schram Harford yfirgaf Blackburn RAY Harford knattspyrnu- sQ'óri Blackburn Rovers sagði upp störfum lyá félag- inu fyrir helgi og er ástæðan slakur árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni en þegar hann fór hafði félagið ekki unnið leik og sat eitt og yfir- gefið í neðsta sæti deildar- innar með 4 stig úr 10 viður- eignum. Harford hafði verið undir vaxandi þrýstingi að segja af sér og ekki varð það til að bæta úr skák að í vik- unni tapaði Balckbum fyrir 2. deildar liði Stockport 1:0 á heimavelli í deildarbikar- keppninni. Blackburn varð enskur meistari árið 1995 undir stjóra Kenny Dalglish. „Þessi ákvörðun var erfíð, en árangur liðsins undir minni stjóra hefur verið slakur og tapið fyrir Stockport var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Harford í gær. RALLAKSTUR Vængjaðir tvíburar Bræður unnu síðasta rall ársins á heimasmíðuðum keppnisbíl settum risavaxinn væng aftan á hann til að fá hann til að fljúga betur á stökkpöllum og gefa aukið veggrip á miklum hraða," sagði Guðmundur, „Escort rallbílar vilja lenda á nefínu í stökkum, en væng- urinn þrýstir bílnum niður að aftan sem varnar því að hann stingist nið- ur að framan í lendingu. Við tókum einu sinni 50 metra flug á hæð í endamarki sérleiðar við Kleifarvatn á 230 km hraða. Bíllinn sveif eins og fugl yfír veginum og lenti vand- ræðalaust. Ég ætla samt ekki að prófa svona flug aftur! Bíllinn okkar er dálítið erfiður í akstri. Stýrir best þegar hemlað er í bland við hreyfíngu á stýrinu. Þá er forþjappa á vélinni þannig að það þarf að halda snúningi hennar í toppi til að allt virki og vélin togi bílinn áfram. En þyngdardreifíngin í bíln- um er góð, þannig að það er auð- velt að snarsnúa bílnum ef með þarf.“ Úr hestarækt í hestaflarækt „Bíllinn kemst hratt yfir þegar ég næ að hafa tök á honum, en lætur oft kjánalega á vegi, hreyfist mikið til hliðanna. Ég hef stundum spáð í að setja fjórhjóladrif í bílinn til að fá meira grip, en það kostar nýtt á sjöunda hundrað þúsund krón- ur. Er of dýr kostur. Við höfum Kafar í frístundum FEÐGAR urðu íslandsmeistarar í rallakstri á dögunum, Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson. En i fjarveru þeirra tóku tvíburar völdin og unnu síðasta rallmót ársins sem fram fór á Suð- urnesjum fyrir skömmu. Tvíbur- arnir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir óku Ford Escort með 280 hestafla vél til sigurs. Það virðist duga vel að hafa skyld- menni um borð í rallbílum, því öll mót ársins hafa unnist af rallöku- mönnum sem eru tengdir fjölskyldu- böndum. Tvíburarnir hafa verið við- loðandi rallakstur síðustu ár og hafa keppt annað veifið á keppnisbíl sem þeir smíðuðu sjálfir frá grunni. Smíðar reykofna og rallbíla „Það er skömm frá því að segja, en bíllinn er smíðaður úr afgöngum víða að. Cosworth vélina keypti ég ónýta frá Énglandi og gerði hana upp. Það átti að vera ódýr kostur, en kostaði að lokum 600.000 krónur að raða henni saman,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Hann er handlaginn járnsmiður með eigið verkstæði. Býr til og lagfærir alls kyns matvinnsluvélar, reykofna og vélar sem framleiða m.a. ham- borgara. Það voru því hæg heima- tökin fyrir hann að smíða eigin keppnisbíl með Sæmundi bróður sín- um, sem er byggingaverkfræðingur, og nokkrum félögum þeirra. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Flugu 50 metra HINN risavaxnl vængur aftan á Ford Escort tvíburanna Guðmundar og Sæmundar Jóns- sona virkar vel í keppni. Bíllinn flýgur betur á stökkpöllum, en lengsta flug sem þelr hafa teklð er 50 metrar. Þeir siuppu með skrekkinn sem fylgdl. Til að róa sig niður milli rallmóta hefur Guðmundur stokkið á kaf í sjóinn, með köfunargræjur á bakinu. „Þetta eru ólíkir heimar. Kappakstur á rallbíl og köfun. Það er endalaust líf í sjónum, nýr heimur í hvert skipti. Kannski svipað og í rallinu. Það eru kannski sömu keppnisleiðir, en alltaf nýjar aðstæður og vandamál sem koma upp og þarf að leysa. Það gefur lífinu gildi,“ sagði Guðmundur. TVÍBURABRÆÐURNIR voru ánægðir með sigurinn á keppnisbíl sem þeir hafa sjálfir smíðað. Sæmundur er aðstoðarökumaður en Guðmundur stýrir bílnum af krafti. Bíll þeirra er byggður úr stáli, en vélarhlíf, skott og rúður eru úr plasti til að létta hann. Þyngd bílsins er 970 kg. „Bíllinn var léttari, en við keyrt til að hafa gaman af hlutunum og það að slást við hestöflin og aftur- drifið er skemmtilegt." Slagur við hestöfl er ekkert nýtt fyrir þá tvíbura. Á árum áður voru þeir í sveit á Skarði og hrossarækt er stunduð þarf af kappi. Kristinn bóndi hefur alið margan gæðinginn þar. „Ég var stundum að þjálfa hross í sveitinni en tem nú annars konar hestöfl. Ég hef samt mjög gaman af því að komast í hestaferðir og sleppti alþjóðarallinu vegna þess áhuga. Enda kostar mikla vinnu að keppa í því móti og ná árangri, lág- mark 2-3 vikur. Við höfum frekar ekið í styttri mótunum. í vetur taka jeppaferðir á jökla við, en ég ek 8 strokka Ford Bronco á fjöll. I honum er fjöldi hestafla, þannig að hestarn- ir eru aldrei langt undan.“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.