Morgunblaðið - 30.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.10.1996, Qupperneq 1
7 72 SÍÐUR B/C/D/E 248. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Áhyggjur af átökum í Hebron Ótti við öfga- fulla gyðinga Jcrúsalem. Reuter. MICHAEL Eitan, formaður þing- flokks Likud-flokksins í ísrael, hvatti til þess í gær að stjórnin gripi til aðgerða gegn öfgamönnum úr röðum gyðinga í Hebron á Vest- urbakkanum til að afstýra blóðug- um átökum í borginni. ísraelska dagblaðið Haaretz sagði að Ami Ayalon, yfirmaður leyniþjónustunn- ar Shin Bet, hefði látið í ljós „mikl- ar áhyggjur af möguleikanum á átökum milli öfgasinnaðra land- nema og Palestínumanna" ef ísra- elska herliðið yrði flutt frá Hebron. Samningamönnum ísraela og Palestínumanna hefur ekki tekist að ná samkomulagi um ráðstafanir til að tryggja öryggi 400 gyðinga, sem búa meðal 100.000 araba í Hebron, og greiða þannig fyrir brottflutningi herliðsins. Mikil spenna er í Hebron og um 50 gyðingar gerðu í gær aðsúg að palestínskum embættismönnum í borginni. Talsmaður Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra ísraels, hefur sagt að stjórnin hafi þegar búið sig undir aðgerðir gegn herskáum gyð- ingum ef samið verður um brott- flutning herliðsins frá Hebron. Haaretz sagði að leyniþjónustan íhugaði að handtaka herskáa gyð- inga og koma í veg fyrir að gyðing- ar frá öðrum hernumdum svæðum og ísrael gætu komið til liðs við þá. Sérfræðingar segja að mest hætta stafi af um 70 herskáum gyðingum, sem hafi á bak við sig nokkur hundruð stuðningsmenn. Blóðhefndum hótað ísraelskir hermenn beittu í gær skotvopnum til að dreifa um 50 Palestínumönnum, sem köstuðu gijóti í ísraelska bíla í bænum Hus- an á Vesturbakkanum eftir útför 10 ára drengs, sem gyðingur er talin hafa orðið að bana. Um 5.000 manns voru viðstaddir útförina og hótuðu að hefna drápsins. Sjónarvottar sögðu að gyðingur, sem er í haldi lögreglu, hefði barið drenginn eftir að hafa sakað hann um að hafa grýtt ísraelska bíla. Drengurinn lést á sjúkrahúsi á mánudag og við krufningu kom í ljós að hann lést af völdum innvort- is blæðingar í heila eftir þungt högg á hnakkann. ■ Arafat í Noregi/19 Reuter PALESTÍNUMENN halda á Kóraninum við útför 10 ára pilts, sem talið er að gyðingur hafi drepið eftir að hafa sakað hann um að kasta steinum á ísraelska bíla. Skuldir keisarans greiddar Moskvu. Reuter. SAMNINGAR eru að takast um, að stjórnin í Moskvu leysi til sín nokkuð af þeim ríkisskuldabréfum, sem Rússakeisari gaf út um og fyrir síð- ustu aldamót en þegar bolsévíkar komust til valda í Rússlandi 1917 neituðu þeir að ábyrgjast þau. Bréfin voru seld á Vesturlöndum og aðallega í Frakklandi en þar lögðu sumir allt sitt sparifé í þau. Voru þau álitin mjög örugg fjárfesting og urðu sumir gjaldþrota þegar ljóst þótti, að þau væru einskis virði. Mikið af bréfunum er þó enn til í fórum afkomenda fjárfestanna enda eru þau afar falleg og sóst hefur verið eftir þeim sem safngripum. Afdrifarík ákvörðun Sú ákvörðun bolsévíka, að neita að greiða andvirði bréfanna, sem notað var til að byggja upp járn- brautakerfið og fleira í Rússlandi, kom þeim heldur betur í koll því að vegna hennar tók það Sovétríkin sex áratugi að öðlast lánstraust á Vest- urlöndum. Eftir hrun kommúnism- ans neituðu ný stjórnvöld í Rúss- landi líka að greiða bréfin en hafa nú snúið við blaðinu. Er ástæðan sú, að greiði þau bréfin komast þau í Parísarhópinn, sem eru lánardrottn- ar ríkisstjórna, og eiga þá betur með að innheimta útistandandi skuldir frá tímum Sovétríkjanna. Ekkert vitað um ferðir 600.000 flóttamanna í Zaire Óttast um afdrif milljónar manna Brussel, Kigali, Genf. Reuter. EIN milljón manna gæti týnt lífi í Zaire ef ekki verður brugðist strax við til hjálpar. Emma Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, ESB, lýsti þessu yfir í gær og skoraði jafn- framt á Sameinuðu þjóðirnar að veija flóttamannabúðirnar. Talsmaður Flóttamannastofnunar SÞ sagði í gær að ekkert væri vitað hvar um 600.000 flóttamenn af ættbálki hútúa væru niðurkomnir og hann spáði nýrri holskeflu flóttafólks vegna bardaga við mjög fjölmennar búðir. flokkar hútúa eigi meginsök á ástandinu. Marshall skoraði einnig á vest- rænar ríkisstjórnir að láta SÞ í té gervihnattamyndir til að auðveldara væri að fylgjast með því, sem væri að gerast í Zaire. Sex bíða bana í til- ræði Kúrda Diyarbakir. Reuter. TVEIR félagar í Verkamanna- flokki Kúrdistans (PKK) sviptu sig lífi með sprengju í gær og fjórir til viðbótar biðu bana í sprengingunni. Lögreglan sagði að kúrdísk kona hefði falið sprengjuna innanklæða og sprengt hana þegar hún og félagi hennar hefðu verið handtekin. Þrír lögreglumenn og vegfarandi létu einnig lífið. Bonino sagði, að villimennskan hefði tekið völdin í Austur-Zaire og öllum mannréttindum verið vikið til hliðar án þess að Sameinuðu þjóðirn- ar eða ríki heimsins hreyfðu legg eða lið. Sagði hún að hætta væri á að milljón manna bæri beinin á þess- um slóðum ef ekki yrði gripið í taum- ana. Vilja gervihnattamyndir Ruth Marshall, talsmaður Flótta- mannastofnunarinnar, sagði að ekk- ert væri vitað um nærri 600.000 flóttamenn, hútúa, sem upphaflega flýðu frá Rúanda en hafa nú hrakist úr flóttamannabúðunum í Austur- Zaire vegna átaka stjórnarhersins og þjóðarbrots tútsa þar í landi. Leikur grunur á að tútsar frá Rú- anda og Búrúndi taki þátt í bardög- unum en þeir segja aftur að her- Zaire að leysast sundur Talsmaður Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, sem nú er í krabba- meinsmeðferð í Sviss, sagði í gær að hann hefði lýst yfir neyðar- ástandi í austurhluta landsins en ekkert bendir til að stjórnarherinn geti fylgt því eftir. Segja evrópskir stjórnarerindrekar á þessum slóðum að mikil hætta sé á að Zaire sé að leysast upp sem ríki. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja og alþjóðlegra hjálparstofnana komu saman á skyndifund, sem haldinn var fyrir luktum dyrum, í Genf í gær þar sem rætt var hvernig afstýra mætti yfirvofandi hörmungum í Zaire. Hjálparstarfsmenn í bænum Cy- angugu í Rúanda sögðu í gær, að stjórnarhermenn þar og í Zaire hefðu haldið uppi mikilli skothríð hvorir á aðra yfir landamærin. Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, var í gær á fundaferða- lagi um Ohio og kom þá meðal annars við í bænum Clintonville þar sem hann heilsaði upp á ungt fólk. Spennan er að- eins um þingið Wasliington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur 12,6 prósentustig umfram keppinaut sinn, Bob Dole, þegar tæp vika er eftir af kosningabaráttunni. Kemur það fram í skoðanakönnun Jíeutere-fréttastofunnar, sem birt var í gær. Baráttan um þingsætin er hins vegar miklu jafnari og munar þar ekki nema tæpum þremur pró- sentustigum demókrötum í vil. í Eeuters-könnuninni fékk Clinton 45,5% en Dole 32,9% og eru skekkju- mörkin 3,2 prósentustig. Ross Perot, frambjóðandi Umbótaflokksins, hef- ur heldur þokast upp á við og fær nú 8,3% en 10,7% höfðu ekki tekið afstöðu til frambjóðendanna. Skoðanakönnuðir spá því, að mun- urinn á milli þeirra Clintons og Doles muni minnka síðustu dagana fyrir kosningar en segja jafnframt, að mesta óvissan sé hvort líklegur sigur Clintons færi demókrötum völdin í þinginu. I könnuninni kvaðst 39,1% ætla að styðja frambjóðendur demókrata til þings en 36,5% repúblikana. Kos- ið verður um öll 435 þingsætin í fulltrúadeild og 34 sæti eða þriðjung- inn í öldungadeild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.