Morgunblaðið - 30.10.1996, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristján
Bremsumar læstust
og strætó út í kant
VAGNSTJÓRI Strætisvagna Akur-
eyrar varð að grípa til þess ráðs í
gærmorgun að aka vagninum út í
kant til að missa hann ekki niður
Drekagilið. Bremsur læstust þegar
loftið fraus í bremsukerfinu. Annar
vagn kom aðvífandi og tók farþeg-
ana upp í en þeir voru langflestir
nemendur í framhaldsskólunum á
Akureyri og komu of seint í skólann
fyrir vikið.
Strætó þversum í Gilinu
Stefán Baldursson forstöðumað-
ur Strætisvagna Akureyrar sagði
að vagnarnir væru yfirleitt fullir
snemma á morgnana, þegar nem-
endum er ekið í skóla en þetta
væri mesti álagstími dagsins. „Við
þurftum að bæta við okkur öðrum
vagni í þessar ferðir."
Um hádegisbil missti vagnstjóri
bíl þversum í Grófargili, hann var
á leið upp gilið og hugðist beygja
inn Þingvallastræti þegar bíllinn
rann í mikilli hálku.
Stefán sagði að gilið væri oft
erfitt í hálku og þurfi að bera mik-
inn sand á götuna svo umferð geti
gengið greiðlega fyrir sig. „Mestu
vandamálin skapast þarna í gilinu,
að mínu mati gerir lögreglan of lít-
ið af því að loka götunni fyrir um-
ferð niður. Það lenda margir öku-
menn í vandræðum á leið sinni upp
gilið, þeir sem ætla að beygja inn
á Eyrarlandsveginn og þurfa að
stoppa fyrir umferð að ofan lenda
iðulega í mikilli klemmu. Þegar
hálka er komast þeir ekki af stað
aftur og umferðaröngþveiti skap-
ast,“ sagði Stefán.
Endurmenntunar-
stofnun Háskólans
Fjög’ur
námskeið
haldin
nyrðra
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla Islands efnir til fjögurra
námskeiða í samstarfi við Háskólann
á Akureyri í nóvembermánuði. Þetta
eru námskeiðin Stjórnun markaðs-
mála, Gæðakerfi ISO 9000, Innri
gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrir-
tæki og Einelti; orsakir, einkenni og
viðbrögð.
Jón Gunnar Aðils rekstrarhagfræð-
ingur og ráðgjafi hjá Forskoti ehf.
sér um námskeiðið Stjómun markaðs-
mála sem fram fer 16. nóvember frá
kl. 9-17, en m.a. verða kynnt hagnýt
verkfæri sem auðvelda þátttakendum
að ná utan um stýringu markaðsmála
í sínum fyrirtækjum.
Pétur K. Maack prófessor og
Kjartan J. Kárason framkvæmda-
stjóri Vottunar sjá um námskeiðið
Gæðakerfi ISO 9000, en þátttakend-
ur æfa sig m.a. í að túlka kröfur
staðalsins og meta stöðu eigin fyrir-
tækis miðað við kröfur staðalsins og
gera áætlun um það sem má lag-
færa. Þetta námskeið hefst næsta
laugardag, 2. nóvember, og verður
einnig 8. nóvember.
Dagana 9. og 10. nóvember verður
námskeiðið Innri gæðaúttektir fyrir
stofnanir og fyrirtæki, en umsjónar-
menn eru þeir Kjartan J. Kárason
hjá Vottun og Einar Ragnar Sigurðs-
son rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði.
Námskeiðið er ætlað þeim sem ann-
ast innri gæðaúttektir í eigin fyrir-
tæki.
Einelti; orsakir, einkenni og við-
brögð er námskeið sem haldið verður
16. nóvember og er ætlað kennurum,
námsráðgjöfum, þroskaþjálfum og
skóla- og heilsugæsluhjúkrunarfræð-
ingum. Brynjólfur G. Brynjólfsson
sálfræðingur hefur umsjón með nám-
skeiðinu.
-■ ♦ ♦ «----
Vélsleðamenn
funda í Vín
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði
heldur aðalfund sinn í Blómaskálan-
um Vín nk. fimmtudagskvöld, 31.
október. Fundurinn hefst stundvís-
lega kl. 20.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf, kosning tveggja stjórnar-
manna, slidesmyndasýning, sýnd
verður mynd um akstur vélsleða og
umboðin kynna nýja sleða. Veiting-
ar verða í boði félagsins. Félags-
menn eru hvattir til að fjölmenna
og taka með sér nýja félaga.
Akureyrarbær greiðir ekki húsaleigubætur á næsta ári
Hlynnt greiðslu bótanna
en lögin meingölluð
Akraberg
undir fær-
eyskan fána
TOGARINN Akraberg kom til
Akureyrar á mánudag með um 80
tonn af frosnum fiski. Akraberg,
sem er í eigu Framlierja ltd., dótt-
urfyrirtækis Samheija hf. í Fær-
eyjum, hefur síðustu mánuði verið
í Ieigu hjá Deutsche Fishfang
Union, dótturfyrirtæki Samheija
í Þýskalandi og siglt undir þýskum
fána. Leigutímanum er lokið og
verður færeyski fáninn því dreg-
inn upp aftur í næsta túr.
Eftir löndun í gær var t.ogarinn
tekinn upp í flotkvína hjá Slipp-
stöðinni hf., þar sem hann fer í
hefðbundið viðhald. Eftir helgi
fer Akrabergið til þorskveiða í
Barentshafi á vegum Framheija.
BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér
ekki fært að taka upp greiðslu húsa-
leigubóta að óbreyttum lögum. Ráð-
ið er hlynnt greiðslu slíkra bóta en
telur lögin um húsaleigubætur frá
1994 meingölluð.
Á fundi bæjarráðs í gær var fjall-
að um bréf félagsmálaráðuneytis
þar sem minnt er á að sveitarfélög
þurfi að taka ákvörðun um greiðslu
húsaleigubóta á árinu 1997 fyrir
1. nóvember næstkomandi. Þá var
einnig lagt fyrir bæjarráð bréf sam-
takanna „Þak yfir höfuðið“ þar sem
skorað er á sveitarfélög sem ekki
hafa greitt húsaleigubætur að taka
upp greiðslu þeirra frá og með
næstu áramótum.
Ríkissjóður greiði kostnað
af greiðslu bótanna
„Bæjarráð átelur að lögin skuli
ekki hafa verið endurskoðuð heldur
gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi
næsta ár,“ segir í ályktun bæjar-
ráðs, en ráðið mótmælir einnig þeirri
stefnu að sveitarfélögin taki alfarið
að sér húsaleigubótakerfið.
„Bæjarráð er andvígt því formi
fjármögnunar og afgreiðslu húsa-
leigubóta, sem lögin kveða á um og
tekur undir þá skoðun að Rfkissjóður
eigi að öllu leyti að bera kostnað
af greiðslu bótanna og þær eigi að
greiða í gegnum skattakerfíð á sama
hátt og vaxtabætur. Bæjarráð skor-
ar á ríkisvaldið að taka við endur-
skoðun láganna fullt tillit til þessara
og annarra þeirra sjónarmiða sem
fram hafa komið frá sveitarfélögun-
um varðandi þetta mál,“ segir í
ályktun bæjarráðs.
Kjördæmisþing framsóknarmanna
Morgunblaðið/Kristján
AXEL Yatnsdal og Margrét Baldvinsdóttir í Brauðgerð Axels
við Tryggvabraut á Akureyri.
Brauðgerð Axels
tekur til starfa
HJÓNIN Axel Vatnsdal og Mar-
grét Baldvinsdóttir og faðir Mar-
grétar, Baldvin Kr. Baldvinsson,
bóndi í Torfunesi, hafa keypt
rekstur og húsnæði Einarsbakar-
ís við Tryggvagötu. Jafnframt
var skipt um nafn á bakaríinu
sem nú heitir Brauðgerð Axels.
Axel er bakari, en hann lærði
iðnina í Einarsbakaríi þar sem
hann hefur unnið um 8 ára skeið.
Margrét hefur einnig af og til
unnið við afgreiðslu í bakaríinu
þannig að þau eru ekki ókunnug
rekstrinum. Síðustu vikur hafa
þau unnið í brauðgerðinni frá
því snemma á morgnana og langt
fram á kvöld, en þau leigðu
reksturinn í fyrstu, frá 1. septem-
ber síðastliðnum, en gengu frá
kaupum í lok þess mánaðar.
„Þetta er geysilega mikil
vinna, við höfum unnið hér lang-
an vinnudag, þetta hefur nánast
verið okkar annað heimili síðustu
vikur,“ segja þau Margrét og
Axel. Þau hafa fest kaup á nýjum
tækjum og hyggja á nokkrar
breytingar bæði í brauðgerðinni
sjálfri og eins í þeim tveimur
verslunum sem þau reka, við
Tryggvabraut og Brekkugötu í
miðbæ Akureyrar. Húsnæðið við
Tryggvagötu er um 300 fermetr-
ar. Þau leggja áherslu á að selja
brauð í eigin verslunum auk þess
sem þau baka brauð fyrir íbúa
ýmissa staða á Norðurlandi sem
og stofnana og fyrirtækja á Ak-
ureyri.
Alls vinna milli 12 og 15 manns
hjá Brauðgerð Axels.
Kaupmáttur auk-
ist án verðbólgu
„KJARASAMNINGAR eru fram-
undan. Þar þarf það markmið að
vera að leiðarljósi að kaupmáttur
geti aukist, sérstaklega hjá þeim sem
lægst hafa launin, án þess að það
leiði til verðbólgu eða stefni stöðug-
leika i hættu. Öll skilyrði ættu að
vera fyrir því að svo geti orðið,"
segir í ályktun þings Kjördæmissam-
bands framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra sem haldið var
á Akureyri um liðna helgi.
Telur þingið mikilvæga áfanga
hafa náðst í samstarfi stjómarflokk-
anna sem leggi grunn að sókn til
betri lífskjara, en minnt er á að
halda þurfi stefnu Framsóknar-
flokksins í velferðarmálum á lofti í
stjórnarsamstarfinu.
Óánægju er lýst með að enn skuli
launamunur milli karla og kvenna
vera sláandi og beijast verði gegn
því misrétti.
Stuðningur við
aflamarkskerfið
Lýsti þingið yfir stuðningi við
nýverandi aflamarkskerfi og telur
það heppilegustu leiðina sem þekkt
er til að stjórna fiskveiðum. Nauð-
synlegt sé að endurskoða kerfið stöð-
ugt þannig að tryggt sé að það sé
hagkvæmt og réttlátt. Ánægju er
lýst með að ákveðið er að setja á
stofn Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna hér á landi en þinginu
þykir miður að skólinn hafi ekki
verið vistaður hjá Sjávarútvegsdeild
Háskólans á Akureyri.
Loks má nefna að þingið telur
matvælaframleiðslu mikilvæga at-
vinnugrein í kjördæminu og eiga
framtíð fyrir sér. Þingið mótmælti
harðlega framkomnum fullyrðingum
um að Eyjaíj'arðarsvæðið henti ekki
til orkufreks iðnaðar eða stóriðju.
Ný sursæt sósa
FERSKVÖRUDEILD Kjötiðnaðar-
stöðvar Kaupfélags Eyfirðinga hefur
sett á markað nýja súrsæta sósu í
360 gramma dósum. Áður hefur
framleiðsla hafist á hvítlauksgrill-
sósu og kaldri piparsósu. Nýja súr-
sæta sósan sem hentar einkar vel
bæði með kjöti og fiski er kynnt í
átakinu „íslenskt, já takk“ sem nú
stendur yfír á Norðurlandi. Elís
Árnason hjá Kjötiðnaðarstöð KEA
hefur unnið við að þróa þessa sósu
sem og aðrar sem framleiddar eru
hjá fyrirtækinu.
Morgunblaðið/Kristján