Morgunblaðið - 30.10.1996, Page 25

Morgunblaðið - 30.10.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Á Reykjavíkur- flugvölhir að vera eða ekki vera? AÐ undanfömu hef- ur Guðrún Ágústsdótt- ir, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkur, gefið yfírlýsingar um að það sé stefna borg- aryfirvalda að Reykja- víkurflugvöllur verði lagður niður. Þessar yfírlýsingar hefur hún gefíð á sama tíma og borgaryfírvöld eru í samvinnu við Flug- málastjóm að vinna að nýju skipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöli. Þessar yfírlýsingar hefur hún gefið á sama tíma og vinna við end- Guðrún Zoega GunnarJóhann Birgisson urskoðun aðalskipulags borgarinn- ar er á lokastigi en þar er gert ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs. Ýmsir aðrir Iq'ömir fulltrúar og stuðningsmenn R-listans hafa rejmt að gera lítið úr þessum yfirlýsingum og þ.á m. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður enda verður að teljast einkennilegt að gefa yfirlýsingar af þessu tagi á sama tíma og öll skipulagsvinna borgarinnar miðast að því að treysta flugvöllinn í sessi. En hver er þá stefna R-listans? Leitin að stefnu R-listans Af fyrri yfírlýsingum borgarfull- trúa R-listans má ráða að það sé stefna hans að flugvöllurinn verði lagður niður. Guðrún Jónsdóttir, varaborgar- fulltrúi og fulltrúi í skipulagsnefnd, lagði til í umræðum um aðalskipu- lag í borgarstjórn þann 17.10. 1991 að allur flugrekstur á Reykjavíkur- flugvelli yrði lagður niður í áföngum á skipulagstímabilinu. í borgarstjóm þann 21.3. 1991 greiddu allir fulltrúar R-listaflokk- anna atkvæði gegn því að ný flug- stjómarmiðstöð yrði reist á Reykja- víkurflugvelli, með þeim rökum að með því væri verið að festa völlinn í sessi í borgarlandinu. í borgarstjórn þann 3.5. 1990 lagði Guðrún Ágústsdóttir til að borgarbúum yrði gefínn kostur á því að greiða atkvæði um framtíðar- nýtingu Vatnsmýrarsvæðisins þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur. „Þar yrði í stað flugvallarins skipu- lögð blönduð íbúðabyggð, smáat: vinnurekstur og útivistarsvæði." í greinargerð með tillögunni segir: „Alþýðubandalagið hefur lengi vilj- að flytja Reykjavíkurflugvöll burt úr miðborginni og flutt um það til- lögur.“ Af þessu tilefni bókaði Hall- ur Magnússon, fulltrúi Framsókn- arflokksins, svohljóðandi: „Fram- sóknarflokkurinn í borgarstjórn hefur lagt áherslu á að framtíðar- nýting Vatnsmýrarsvæðisins verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að flytja flugvöllinn og nýta svæðið undir íbúðabyggð." Máli sínu til stuðnings benti hann á tillögu Sig- rúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa frá því í október 1988. í skipulagsnefnd þann 23.2. 1987 lagði Álfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, fram svohljóðandi bókun: „Ég er andvíg- ur því að flugvöllurinn verði festur í sessi með varanlegum stórbygg- ingurn." í borgarstjórn þann 16.1. 1986 lagði fulltrúi Kvennaframboðsins fram svohljóðandi bókun: „Kvenna- framboðið hefur frá upphafi verið mótfallið því að flugvöllurinn verði festur á þessum stað í borginni og m.a. flutt um það tillögu í borgar- stjórn að kannaðir verði möguleikai á flutningi flugvallarins." En hver er þá stefna Reykjavík- urborgar, hefur borgin aðra stefnu Stefna R-listans varð- andi framtíð Reykjavík- urflugvallar, segja Guð- rún Zoega og Gunnar Jóhann Birgisson, virðist vera á huldu. en R-listinn eða er ekkert að marka þær yfírlýsingar sem borgarfulltrú- ar R-listans hafa gefið um framtíð flugvallarins. Eru þær yfírlýsingar innantómt blaður? Voru ummæli Guðrúnar Ágústsdóttur bara of- túlkuð og afflutt eins og borgar- stjóri kallaði það í sjónvarpsviðtali nú fyrir skömmu? Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Þrátt fyrir að öryggismál flug- vallarins skipti mestu þegar rætt er um framtíð hans er ekki hægt að fjalla um flugvöllinn án þess að íhuga efnahagsleg áhrif á starfsemi hans. Mikilvægi Reykjavíkurflug- vallar fyrir ferðaþjónustu í borginni og atvinnulífíð almennt verður seint ofmetið. í viðtali við Morgunblaðið þann 6. desember 1995 sagði Þorgeir Pálsson flugmálastjóri að allar for- sendur fyrir innanlandsflugi myndu bresta yrði flugvöllurinn fluttur til Keflavíkur. Hann sagði: „Nú fara um 300 þúsund farþegar innan- landsflugsins um Reykjavíkurflug- völl. Ef sá fjöldi færi um Keflavík mundi kosta 150 milljónir á ári að flytja fólkið til og frá Reykjavík, ef allir færu með rútum.“ í þessu sambandi nefndi Þorgeir einnig að álagið við þetta yrði mikið á Reykja- nesbrautinni og einnig að ef tengja ætti Keflavík og Reykjavík með hraðlest, eins og hugmyndir hafa verið uppi um, yrði stofnkostnaður við slíkar framkvæmdir á bilinu 20 til 30 milljarðar. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Noregi gæti stofn- kostnaðurinn við slíka framkvæmd þó verið þrefalt hærri. í skýrslu, sem unnin var af Þró- unarstofnun Reykjavíkurborgar, árið 1979 kemur fram að þá unnu 450 manns við flugrekstur í Reykja- vík og af þeim bjuggu 70% i borg- inni. Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu í borgarráði þann 5. janúar sl. um að gerð yrði úttekt á efna- hagslegum áhrifum af rekstri Reykjavíkurflugvallar. Þessa tillögu gátu borgarfulltrúar R-listans ekki samþykkt og var málinu vísað til borgarskipulags. Þar var tekin sú ákvörðun að vinna málið í samvinnu við Flugmálastjórn. Niðurstöðu er að vænta innan tíðar og verða þær upplýsingar án efa fróðlegar. R-listinn fagnar framkvæmdum við flugvöllinn Það gerðist síðast í málinu að þann 22. október sl. fagnaði borgar- ráð Reykjavíkur samhljóða þeirri yfirlýsingu sem samgönguráðherra gaf á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um að ráðist yrði í endurbætur á Reykja- víkurflugvelli. Hvernig má skilja þennan fögnuð R-listans nú í ljósi fyrri yfírlýsinga um að flugvöllinn eigi að leggja niður? Er ekkert að marka yfirlýsingar þeirra? Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr en stefna R-listans varðandi framtíð flugvallarins virðist enn vera á huldu. Hitt er ljóst að það er frá- leitt að fagna því að nú eigi að leggja mikla fjármuni í flugvöllinn ef menn eru þeirrar skoðunar að flugvöllinn eigi að leggja niður inn- an fárra ára. Höfundar eru borgarfulltrúar og eiga sæti í skipulagsnefnd Reykjavíkur. Gæði skipta mestu máli í Morgunblaðinu 23. október er frétt sem vakti athygli mína. Þar stóð að tveir íslending- ar biðu eftir líffæra- flutningum í Gauta- borg og um leið var sagt að samningur um líffæraflutninga við sjúkrahús í Gautaborg yrði ekki endilega end- urnýjaður. Eg verð að játa að ég varð hvumsa. Þegar ég kom að þessu máli 1993 var á.standið þannig að ís- lendingar biðu árum saman í Bretlandi eftir líffærum án þess að nokkur hefði haft fyrir því að athuga að af því að íslendingar eru ekki með í Evr- ópusambandinu þá koma líffæra- þegar frá íslandi á eftir lífffæraþeg- Erfítt er að sjá ástæðu til þess, segir Guðjón Magnússon, að flytja miðstöð líffæraflutn- inga fyrir íslendinga frá Gautaborg. Guðjón Magnússon Þetta seinasta er ekki lítils virði. Hvar eiga íslendingar mögu- leika á líffærum ef við getum ekki á trúverð- ugan hátt sýnt fram á að við nýtum öll líffæri sem koma til greina. Niðurstaða mín er mjög einföld: Þar til færðar hafa verið sönnur á að gæði líffæraflutninga á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg séu ekki sambærileg við það sem best gerist annars staðar er erfítt að sjá ástæðu fyrir að flytja miðstöð líffæraflutninga fyrir íslendinga frá Gautaborg þar sem árangur er góður og Islendingar sitja við sama borð og Svíar. Ábyrgð þeirra sem ráðgera breytingu er mikil og þeir þurfa að rökstyðja af hveiju þeir kjósa að breyta fyrir- komulagi sem hefur þegar skilað miklum árangri. Höfundur er læknir. um frá öllu aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Voru í reynd B-lið. Ég verð að viðurkenna að þegar ég fékk að vita um þetta setti að mér hroll. Annars vegar vegna þess hvaða þýðingu það hefur að vera utan Evrópusambandsins og hins vegar hver staða íslendinga almennt er samkvæmt EES-samningnum. Með hjálp góðra manna og kvenna tókst að bjarga okkur úr þessari óþægilegu stöðu og gera samning við Svía um líffæraflutninga og notkun líffæra. Árangurinn er frá- bær. Annars vegar hefur tekist að útvega líffæri fyrr en meðan líffæra- þegar biðu í Englandi. Samtímis hefur í fyrsta skipti tekist að nýta líffæri sem hafa fallið til hér á landi. 1 v< a sislusolir ’ Udtingoliú/ið GAPi-mn sími 555 4477 HUGBÚNAÐUR FYRIR WIND0WS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Afmœlistón leika r í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 FJÖLBREYTT DAGSKRÁ: Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, hinir landsfrægu Fjórtán Fóstbræður, sem koma fram eftir langt hlé, Rakarakvartett, Gamlir Fóstbræður, Átta Fóstbræður, Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmundsdóttir, Jónas Ingimundarson o.fl. Sögusýning kórsins verður í anddyri bíósins. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói 30. og 31. október kl. 17.00 til 19.00 báða dagana og föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00 til 19.00. Aðgöngumiðasala hefst kl. 12 laugardaginn 2. nóvember. Ath. miðar eru númeraðir. Miðaverð á tónleikana er 1.200 kr. Karlakórinn Fóstðræður 80 ára Fóstbrœðraskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu um kvöldið hefst kl. 23.30. Þar flytja Fóstbræður og hljómsveit létt lög og Fjórtáu Fóstbræður koma fram ásamt fleirum. Hljómsveit leikur fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.