Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri jafnréttisráðs um ríkisborgararétt barna Níðskrif um ísland Samræming gengur illa Breskir Is- landsfarar „EF VIÐ teljum það mikilvæg rétt- indi að hafa íslenskan ríkisborgara- rétt fæ ég ekki séð hvers vegna börn íslenskra feðra sem fæðast utan hjónabands geta ekki fengið þennan rétt og þetta felur í sér mismunun gagnvart foreldrum og það er líka óheimilt að mismuna fólki eftir hjú- skaparstöðu," sagði Elsa Þorkels- dóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttis- ráðs, þegar hún var innt álits á þeirri stöðu sem komin er upp varðandi íslensk-dóminíkanska stúlku, sem er ríkisfangslaus vegna misræmis í löggjöf um ríkisborgararétt í föður- löndum foreldra hennar. Hún sagði líka athyglisvert og ótrúlegt hve heiminum hefði gengið illa að sam- ræma reglur á þessu sviði. „Meira að segja aðildarríki Evrópuráðsins geta ekki verið með samræmdar reglur. Þetta er dæmi um hvað okk- ur gengur illa að vinna saman og samræma okkur í heiminum." Með breytingu á íslensku lögunum árið 1982 var konum veittur réttur umfram karla til að ráða þjóðerni barna sinna og Elsa sagði þá breyt- ingu eiga sér þá sögu að til hafi stað- ið að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gagnvart konum en í honum segi að tryggja skuli konum jafnt sem körl- um rétt til að öðlast, breyta eða halda þjóðerni sínu og veita konum sama rétt og körlum varðandi þjóðerni barna þeirra. „Á þessari forsendu var þessu breytt með skilgetnu börn- in en það þarf að hugsa það mjög vel hvort það séu einhver rök fyrir því að óskilgetin börn geti ekki tekið ríkisborgararétt föður. í fljótu bragði fær maður ekki séð að nein slík rök séu til staðar.“ Ekki óeðlilegt að þjóðernisreglan gildi Elsa var spurð hvort það sam- ræmdist mannréttinda- og jafnrétt- ishugsun að löggjöf veiti mönnum ekki sjálfkrafa réttindi á borð við ríkisfang heldur leiði þau af réttind- um foreldra. „Já, í sjálfu sér finnst mér það ekki óeðlilegt að þjóðernis- reglan sé látin giida og menn taki síðan á vandamálinu ef tvöfaldur rík- isborgararéttur kemur upp. Það verða að vera rök fyrir því, sem ekki eru mjög augljós, hvers vegna feðr- um er mismunað á þennan hátt ef við byggjum á þjóðernisreglunni. Þess vegna tek ég undir það að við skoðum hvaða rök eru fyrir að þessi Vildi ekki út í FINNSKI leikstjórinn Mika Kaurismaki lét sér nægja að horfa á er eiginkona hans, Pia Tikka, og Bryndís Schram létu fara vel um sig í heitum potti í bakgarði þeirrar síðarnefndu í gær. Sat Kaurismaki úlpuklædd- ur við pottbarminn meðan Pia Tikka lék á als oddi og gantaðist við viðstadda. Kvikmynd Kauri- smakis, Neyðarástand, var frum- sýnd í Regnboganum í gær. Scandia hf. Trygging- arnar flutt- ar til VÍS LOKAÐ var í gær hjá Vátrygginga- og Líftryggingafélaginu Skandia hf. við Laugaveg en eðlilegur rekst- ur var hjá Fjárfestingafélaginu Scandia hf. í gær var unnið við að færa tölvu- kerfi fyrirtækisins yfir til VÍS, og á mánudag verða allar tryggingar afgreiddar þaðan. Fjárfestingafé- lagið verður áfram til húsa við Laugaveg fyrst um sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Sigfússon, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda regla gildi á íslandi, út frá jafnrétt- issjónarmiði og út frá þeirri áherslu sem við leggjum á að báðir foreldr- ar, óháð hjúskaparstöðu, axli ábyrgð á sínum börnum," sagði Elsa. Hún sagðist hafa heyrt þau rök fyrir nú- gildandi skipan, sem hún legði ekki mat á, að varhugaverð staða kæmi upp þegar íslensk móðir og faðir frá ríki þar sem feðraveldi er sterkt og konum mismunað, eignuðust barn. Varðandi það hvaða vandamál fylgi tvöföldum ríkisborgararétti sagði hún að stjórnvöld í heiminum hefðu almennt talið tvöfaldan ríkis- borgararétt skapa ýmis vandamál, sem æskilegt væri að komast hjá. „Mér finnst það hins vegar annars flokks vandamál miðað við það að það er eðlilegt að börn geti tekið rík- isborgararétt beggja foreldra." Sjö sækja um Lang- holts- prestakall SJÖ umsóknir höfðu borizt biskupsstofu um stöðu sókn- arprests í Langholtspresta- kalli í Reykjavík er umsóknar- frestur rann út um mánaða- mótin. Meðal umsækjenda eru þrír nýlega útskrifaðir guðfræð- ingar, þau Bára Friðriksdótt- ir, Sveinbjörn R. Einarsson og Hans Markús Hafsteins- son. Fj'órir prestar Fjórir prestar sækja um, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, sem unnið hefur m.a. sem prestur fatlaðra og að fræðslustarfi kirkjunnar, sr Helga Soffía Konráðsdóttir, aðstoðarprestur í Háteigs- prestakalli, sr. Jón Helgi Þór- arinsson, sóknarprestur á Dalvík og sr. Pjetur Þorsteinn Maack, sem hefur starfað hjá S.Á.Á. um árabil. óánægðir með skrifin BENEDIKT Ásgeirsson, sendiherra íslands í London, segir það vera komið undir aðstæðum hveiju sinni hvort sendiráðið beiti sér þegar ís- land fær neikvæða umfjöllun í fjöl- miðlum í Bretlandi. Sagði hann að neikvæð skrif um ísland nýlega í The Mail on Sunday hafi leitt til þess að breskir ferðamenn, sem komið hafa til íslands hafi í lesenda- bréfum til blaðsins lýst yfir óánægju með skrifin. í grein eftir Rúnu Gunnarsdóttur, Níðskrif um Island, sem birtist í Daglegu lífi síðastliðinn föstudag, lýsir hún umfjöllun bresks blaða- manns um ísland, sem birtist í The Mail on Sunday þann 6. október sl. og lýsir þeirri skoðun sinni að sendi- ráð íslands eigi að vera vakandi fyr- ir neikvæðri umflöllun og reyna að leiðrétta hana. Yfirleitt ekki neikvæð umfjöllun Benedikt sagði það algengt að greinar um ísland birtust í breskum blöðum og að þær væru yfirleitt ekki neikvæðar. Það væri hins vegar ekki hægt að ganga út frá að öll skrif um landið erlendis væru jákvæð frekar en aðrar greinar um önnur lönd. „Það er undir aðstæðum komið hveiju sinni hvort sendiráðið hefur afskipti af neikvæðum skrifum," sagði hann. „Mér skilst að ýmsir breskir ferðamenn, sem hafa farið til íslands hafi skrifað til blaðsins lesendabréf og lýst óánægju sinni með þessa grein, þar sem þeir hafa upplifað landið á annan hátt. Það er í rauninni mjög gott svar og mikiu virkara heldur en að sendiráðið, sem er fulltrúi íslands, sé að svara.“ Persónulegar skoðanir Benedikt benti á að blaðamaður- inn væri fyrst og fremst að lýsa sín- um persónulegu skoðunum „Það er ákaflega erfitt fyrir okkur að mót- mæla persónulegri upplifun manna," sagði hann. „Það gerist stundum að sumir, sem fara til íslands upplifa landið á neikvæðan hátt.“ Andlát Tekjuaukinn nýttur til að fækka gjaldflokkum ÁRNI Sigfússon, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir ein- sýnt að í kjölfar áætlaðs tekjuauka ríkissjóðs af bílainnflutningi eigi að draga enn frekar úr þeirri neyslustýringu sem felist í þrepa- skiptu vörugjaldi. „Nú er lag þegar þessi niðurstaða liggur fyrir, og það ætti að vera í anda þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skatta, að fækka vörugjaldsflokkum og draga úr neyslustýringu. Það mætti hugsa sér tvo flokka, 30 og 45%, sem ættu að skila enn frekari ár- angri í þessa veru,“ segir Árni. Arni segir að FÍB hafi bent á það þegar umræða hófst um breyt- ingar á vörugjaldi af bifreiðum að ríkissjóður yrði ekki af tekjum ef gjaldflokkum yrði fækkað. Áætlað- ur tekjuauki ríkissjóðs á þessu ári um tæpa tvo milljarða sýni að fé- lagið hafi haft rétt fyrir sér. Árni segir að með hreinni hag- fræði hefði því verið haldið fram að við lækkun á vörugjaldi lækkuðu tekjur ríkisins af bifreiðainnflutn- ingi. „Svo læðist inn í dæmið sál- fræði sem segir okkur að menn leggja meira á sig til þess að eign- ast betur búna bíla. Við héldum því fram að sálfræðiþátturinn og ætluð viðbrögð almennings yrðu að vera með í reikningsdæminu og það kemur í ljós af þessiim tölum að þetta er rétt,“ segir Árni. 65% af notuðum bílum í efsta gjaldflokki Árni bendir á að tæplega 65% af innfluttum notuðum bílum lendi í efsta gjaldflokki, þ.e.a.s. bílar með mjög stórar vélar. „40% af þeim bílum, sem eru fluttir inn notaðir, eru með 3.000 rúmsentí- metra vélarstærð eða yfir. Það er einfaldlega vegna þess að gjaldið er svo hátt að nýir og betur búnir bílar í þessum stærðarflokki eru ekki fluttir inn. Með því að fella út efsta gjaldflokkinn gætu fleiri haft tök á því að eignast nýja bíla sem eru betur búnir,“ segir Árni. Árni segir að ákvörðun um út- gjöld til vegamála, sem átti að vera í kringum 39-40% af tekjum ríkisins af bílakaupum og notkun, hafi miðast við áætlaðar tekjur í fjárlagafrumvarpinu. Nú sé útlit fyrir að tekjurnar verði tæpum tveimur milljörðum króna hærri og því lækki hlutfallið í samræmi við það. „Þetta sýnir að það er svigrúm til auka útgjöld til vegamála. En ég held að það sé meira virði að horfa á þennan tekjuauka sem hluta af því loforði ríkisstjórnarinn- ar að lækka skatta. Ég vil því frek- ar sjá að þessari miklu tekjuaukn- ingu sé skilað til bifreiðaeigenda, ' þ.e.a.s. Ijölskyldnanna í landinu, með því að auka kaupmátt þeirra fremur en gerðar séu kröfur til frekari vegaframkvæmda. Nota má tekjuaukninguna til þess að lækka vörugjöld af bílum veru- lega,“ sagði Árni. MÓÐIR ELÍSABET AF HEILAGRI MÓÐIR Elísabet af heilagri þrenningu, fyrrum príorinna í Karmelklaustrinu Hafnarfirði, lést Karmelklaustrinu Tromsö í Noregi sein- asta þriðjudag, á sex- tugasta og sjöunda aldursári. Móðir Elísabet fæddist í borginni Istebna í Póllandi 2. mars árið 1930 og gekk í klaustur af reglu heilags Karols Boromeus 2. febrúar árið 1945, en nunnur í þeirri reglu starfa gjarnan á sjúkrahúsum og við kennslu barna. Hún stundaði þar menntaskóla- nám og las síðan pólskar bók- menntir við Háskólann í Lublín. Móðir Elísabet vann klausturheit sitt 28. ágúst árið 1952. Hún fékkst við I kennslu um árabil en eftir tuttugu ára veru í áðurnefndri reglu gekk hún í Karmel- klaustur. Árið 1984 kom hún til íslands í hópi sextán Karmelsystra og var , príorinna í klaustri þeirra í Hafnarfirði um I sex ára skeið. Árið | 1990 hélt hún til Tromsö í Noregi ásamt tólf Karmelsystrum og stofnaði þar klaustur. Þar starfaði hún til dauðadags. Útför móður Elísabetar verður gerð í Tromsö á hádegi í dag að norskum tíma, eða klukkan ellefu | að íslenskum tíma, og munu w Karmelnunnurnar í Hafnarfirði i halda messu í klaustrinu til minn- * ingar um hana á sama tíma. ÞRENNINGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.