Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ _____________AÐSENPAR GREIMAR_ Samstarf Islands og ESB í málefnum fatlaðra ÁRIÐ 1970 helgaði framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hluta starfsemi sinnar málefnum fatlaðra, með því að styrkja rannsóknir starfshópa sem stofnaðir voru í því skyni. Félagsmálasjóð- ur Evrópu veitti slíka rannsóknarstyrki. Upp úr 1980 var stofnuð sérstök deild af hálfu framkvæmdastjórnar- innar til að fara með málefni fatlaðra. Árið 1988 var samþykkt af ráðherranefnd ESB að efna til þriggja ára framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðra sem hlaut heitið HELIOS I, og er skammstöfun fyrir „Handicapped People Within the European Community Living Inde- pendently in an Open Society". Sam- kvæmt þeirri áætlun var m.a. lögð áhersla á starfsendurhæfíngu, þátt- töku fatlaðra í almennum skólum, bætta ferðaþjónustu, endurbætur í aðgengis- og ferlimálum, miðlun upplýsinga þjóða í milli, svo nokkuð sé nefnt. Þegar HELIOS I áætluninni lauk, var sett í gang fjögurra ára starfs- áætlun; HELIOS II, sem hefur stað- ið yfir síðan í febrúar 1993 en þeirri áætlun lýkur í lok þessa árs. _ EFTA-ríkin þrjú Noregur, ísland og Lichtenstein fengu fulla aðiid að HELIOS II áætluninni þann 1. jan- úar 1996, en þátttaka EFTA-ríkj- anna hófst þó nokkru fyrr eða á árinu 1995 með áheyrnaraðild. Það gerðist með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 19. maí 1995 þegar bókun 31 við EES samninginn var breytt, um sam- vinnu á sérstökum svið- um utan marka fjór- þætta frelsisins. í ákvörðuninni segir að EFTA-ríkin skuli á ár- inu 1995 taka þátt í aðgerðum ESB varð- andi stuðning við fatlað fólk í samræmi við HELÍOS II áætlunina. EFTA-ríkin skyidu sjálf bera kostnaðinn það ár. Markmið HELIOS II áætlunin beinist einkum að nokkrum forgangssvið- um þar á meðal að bæta aðstöðu fatlaðra til þátttöku innan almenna menntakerfisins, stuðla að aukinni þátttöku á almenn- um vinnumarkaði, efla starfsþjálfun og starfsendurhæfingu, efla félags- legan og efnahagslegan stuðning í því skyni að fatlaðir geti lifað sjálf- stæðu lífi í samfélaginu. Ennfremur að auka í stórum stíl miðlun upplýs- inga milli aðildarríkja og hvetja til nýrra þróunarverkefna og nýjunga í aðferðum til aðstoðar fötluðum. í markmiðum felst einnig að stuðla að samvinnu milli aðildarríkja og efla samstarf við fijáls félagasamtök fatlaðra. Leiðir í starfsáætluninni eru nefndar ýmsar leiðir til að ná fyrrgreindum markmiðum, þar á meðal að koma af stað nýrri starfsemi í tengslum við ákveðin viðfangsefni ár hvert, hvetja til þróunarverkefna og vinna skipulega að útbreiðsiu upplýsinga og kynningu verkefna sem hafa skil- að góðum og athyglisverðum ár- Eitt af markmiðum HELIOS-áætlunarinn- ar, segir Margrét Margeirsdóttir í fyrri grein sinni, er að hvetja til nýrra verkefna til aðstoðar fötluðum. angri. Að fatlaðir og fagfólk í hinum ýmsu ríkjum fái tækifæri til að skipt- ast á þekkingu og miðla af reynslu sem geti ýtt undir framþróun á þess- um vettvangi. Stjórnskipan og vinnuhópar HELIOS áætluninni er stjórnað af sérstakri deild innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, þar sem hópur sérfræðinga starfar. Komið var á fót þremur ráðgjafarnefndum til að stuðla að samvinnu við stjórnvöld í hveiju landi og samtök fatlaðra. Fyrst skal nefna ráðgjafarnefnd sem er skipuð tveimur fulltrúum stjórnvalda frá hveiju aðildarríki ESB. EFTA-ríkin hafa einnig tvo fulltrúa og taka þátt í starfi nefnd- arinnar á sömu forsendum og aðild- arríkin. í þessari nefnd er m.a. fjall- að um stefnumarkandi mál, teknar ákvarðanir um ýmis framkvæmdar- atriði, greint frá niðurstöðum verk- efna starfshópa, fjallað um skýrslur og kannanir. Einnig fer fram kynn- ing á stöðu máiefna fatlaðra í hinum ýmsu löndum, svo nokkuð sé nefnt. Næst vil ég nefna samráðsnefnd fatlaðra, en þar eiga eingöngu sæti fulltrúar samtaka fatlaðra sem starfa á Evrópuvettvangi og/eða teljast koma fram fyrir hönd fatl- aðra í hveiju ríki. Hér er um mikil- vægan vettvang að ræða þar sem félagasamtökum fatlaðra gefst tækifæri til að ræða og rnóta sameig- inlegar tillögur og ábendingar og hægt er síðan að koma á framfæri við_ stjórnvöld. í þriðja lagi er um að ræða svo- nefndan tengslahóp, en þar hittast fulltrúar úr fyrrgreindum ráðgjaf- arnefndum og bera saman bækur sínar. Innan vébanda HELIOS II eru starfandi fimm vinnuhópar sem fjalla um eftirtalin svið: menntamál, at- vinnumál, aðgengis- og ferlimál, íþróttamál og ferðamál. Islendingar hafa tekið virkan þátt í fyrrgreindum ráðgjafamefndum og vinnuhópum og koma fulltrúar bæði frá samtökum fatlaðra og stjómvöldum en mikil áhersla er lögð á að auka sem mest tengslin milli þessarra aðila sem vinna að velferðarmálum fatlaðra. Kynningar- og upplýsingastarf Þessi stefna kemur þó enn skýrar fram í starfsemi HELIOS II sem lýtur að miðlunar- og upplýsinga- starfi í þágu fatlaðra innan ESB og EFTA-ríkjanna (Exchange and In- formation Activities) EIA. Eins og áður var drepið á er eitt af markmiðum HELIOS-áætlunar- innar að hvetja til nýrra og áhuga- verðra verkefna til aðstoðar fötluð- um og að koma upplýsingum um slíkar aðgerðir á framfæri svo að önnur ríki geti notið góðs af reynsl- unni sem þannig fæst. í því skyni eru haldnar námstefnur, efnt til Margrét Margeirsdóttir kynnisferða, gerðar kannanir, gefnir út bæklingar o.fl. Starfsemi þessi er skipulögð á grundvelli tiltekinna viðfangsefna sem valin eru ár hvert og þátttakendur eru valdir bæði frá samtökum fatlaðra og úr hinum ýmsu fagstéttum sem starfa að málefnum fatlaðra. Á þessu ári eru viðfangsefnin á sviði starfsþj álfunar/endurhæfing- ar, þátttaka á almennum vinnu- markaði, félagsleg aðlögun og menntamál. Innan hvers þessara fjögurra sviða eru starfandi milli 10-20 hópar, með fulltrúum frá ríkj- um ESB og EFTA-löndum. í kjölfar aðildar íslands að HELI- OS II í ársbyijun var okkur boðið að tilnefna 26 fulltrúa til að taka þátt í þessari starfsemi og voru þeir m.a. valdir í samræmi við ábending- ar frá hagsmunasamtökum fatlaðra. Enda þótt þátttaka okkar íslend- inga í þessu sérstaka verkefni hafi fyrst byijað í upphafi þessa árs og reynslan því ekki löng, telja þátttak- endur þetta mjög gagnlegan vett- vang þar sem fólkið í „grasrótinni" fær tækifæri til að afla sér fróðleiks og kynna sér það sem efst er á baugi í málefnum fatlaðra í hinum ýmsu ríkjum Evrópu, hvort heldur er á Spáni, Grikklandi, Ítalíu, írlandi eða á Norðurlöndunum. Vissulega gefast þarna tækifæri til samanburðar við önnur lönd og mat á eigin stöðu varðandi skipulag og þjónustu í málefnum fatlaðra. Slíkur saman- burður reynist sem betur fer oft vera okkur hagstæður þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. íslensku þátt- takendurnir hafa ekki aðeins verið þiggjendur, heldur hafa þeir einnig miðlað ýmsum fróðleik sem hefur vakið athygli meðal starfsfélaga þeirra frá stórþjóðunum og þannig eigum við erindi í þetta alþjóðlega samstarf. Allur kostnaður vegna þátttöku í þessu upplýsingastarfi (EIA) er greiddur af framkvæmdastjórn ESB og ennfremur er kostnaður vegna annarra fulltrúa greiddur að hluta. Höfundur á sæti í ráðgjafarnefnd ESB og fer með málefni HELIOS á IsJandi. Hverjir mega og hveijir mega ekki fara til útlanda? HINN nýi fram- kvæmdastjóri _ Kaup- mannasamtaka Islands, Sigurður Jónsson, kaus einhverra hluta vegna að veitast að Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur með ósönnum sakargift- um í fréttatíma ríkisút- varpsins 20. okt. sl. í til- efni af því að Flugleiðir hafa boðið félagsmönnum VR, 65 ára og eldri, þriggja daga ferð til Glasgow á góðu verði. VR lét Flugleiðum í té límmiða Fréttin hófst með þess- um orðum: „Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna er undrandi á því að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur bjóði félagsmönnum sín- um verslunarferðir til útlanda." Síðan sagði framkvæmdastjórinn orðrétt: „Verzlunarmannafélagið býður fé- lagsmönnum sínum 65 ára og eldri ferð til Glasgow í samvinnu við Flug- leiðir". Hér er staðreyndunum snúið við. Hið rétta er að Flugleiðir bjóða félagsmönnum VR, sem eru 65 ára og eldri, að fara í þriggja daga ferð til Glasgow fyrir kr. 19.900 á mann, hótel innifalið. Það eina sem VR hef- ur komið nærri þessu boði Fiugleiða, er að samþykkja að láta Flugleiðum í té límmiða með nöfnum félags- manna VR, 65 ára og eldri, til að auðvelda þeim að senda þessum fé- lagsmönnum VR þetta boð! Þetta er eina samkomulagið sem VR gerði við Flugleiðir og þeir vísa til í bréfí sem þeir sendu til þessara félagsmanna VR. Tilgangurinn að koma höggi áVR Að framkvæmda- stjóri Kaupmanna- samtakanna skuli af þessu tilefni hafa séð ástæðu til að gera sér erindi á fréttastofu ríkisútvarpsins og halda því þar fram að með þessu sé VR að „bjóða félagsmönnum sínum verslunarferðir til útlanda", er væg- ast sagt ómerkilegt. Trúir því einhver að framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna myndi neita Flugleiðum um nafna- lista yfir félagsmenn Kaupmanna- samtakanna, 65 ára og eldri, ef Flugleiðir vildu bjóða þeim ódýra ferð til útlanda? Verslanir bjóða starfsfólki sínu til útlanda Það er vitað og fer vaxandi, að fyrirtæki, þar á meðal verslanir, bjóða starfsfólki sínu í nokkurra daga ferð til útlanda, til að halda árshátíðir á erlendri grund og greiða dijúgan hluta kostnaðarins. Sam- kvæmt kenningu framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna eru þessar versianir og önnur fyrirtæki að bjóða starfsfólki sínu í verslunarferðir til útlanda, því sennilega eru verslanir ekki langt undan! Er ekki rétt að framkvæmdastjórinn líti sér nær og Trúir því einhver, spyr Magriús L. Sveinsson, að framkvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna myndi neita Flug- leiðum um nafnalista yfír félagsmenn Kaup- mannasamtakanna, 65 ára og eldri, ef Flugleið- ir vildu bjóða þeim ódýra ferð til útlanda? geri sér ferð í fréttatíma ríkisút- varpsins til að hneykslast á þessu framferði félagsmanna Kaupmanna- samtakanna? Sigurður hefur lítið álit á íslensku verslunarfólki Því verður ekki neitað að það andar heldur köldu frá fram- kvæmdastjóra Kaupmannasamtak- anna til þessara eldri félagsmanna VR, sem flestir eru lífeyrisþegar og hafa skilað góðu dagsverki m.a. í þágu íslenskar verslunar. Það er ekki stórmannlegt að veitast að stéttarfélagi þessa fólks í þeim eina tilgangi að gera forustumenn þess tortryggilega fyrir að auðvelda því að þiggja boð Flugleiða um ódýrar ferðir til útlanda. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigurður Jónsson sendir félags- mönnum VR kaldar kveðjur. í Tím- anum 5. júlí sl. er viðtal við Sigurð og þar er eftirfarandi haft eftir honum varðandi samanburð á laun- um afgreiðslufólks hér og í Dan- mörku: „Með fullri virðingu fyrir íslensku verslunarfólki, þá sé það ósanngjarnt að bera kjör þeirra saman við t.d. danska starfsbræður sem hafa áralanga sérmenntun að baki í sinni atvinnugrein.“ Það er ekki hægt að misskilja hvaða álit framkvæmdastjórinn hefur á ís- lensku verslunarfólki. Lág fargjöld er hluti af kjörum launþega Sú tíð er liðin, þegar það var aðal- lega á færi kaupsýslumanna og embættismanna hins opinbera, að fara til útlanda. Ég tel það vera hluta af kjörum launþega í landinu, að eiga þess kost að komast milli landa á sem hagstæðustum kjörum. Enda hafa stéttarfélögin í landinu samið við Flugleiðir og ferðaskrifstofur um hagstæð verð á flugi, bæði til ann- arra landa og innanlands, sem þús- undir félagsmanna VR og aðrir laun- þegar hafa notað sér og metið sem kjarabót. Hvað fólk gerir í útlöndum, verður hver að hafa fyrir sig. Satt að segja hélt ég að allir fögnuðu þessu, en nú hefur ein undantekning fundist! Svarið við innkaupaferðum er Iægra vöruverð Allir eru sammála um að æski- legt er að fóik geri innkaup sín fyrst Magnús L. Sveinsson og fremst innanlands. En leiðin til að draga úr innkaupum fólks er- lendis er ekki að gera því erfitt fyrir að fara til útlanda með háum fargjöldum eða feluleik með nöfn manna, eins og framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna vill. Eina raunhæfa svarið við innkaupaferð- um til útlanda er að vera samkeppn- isfær í verði og gæðum. Tii að gera versluninni það kleift, verður hún að búa við svipaðar aðstæður og samkeppnisaðilarnir í öðrum iönd- um hvað skatta og aðrar álögur varðar. Fólk af landsbyggðinni í inn- kaupaferðir til Reykjavíkur Það er vitað, að með bættum sam- göngum innanlands, m.a. lágum far- gjöldum, sem verkalýðshreyfingin hefur samið um við Flugleiðir, hefur það aukist, að fólk utan af landi fari í innkaupaferðir til Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að kaupmenn út á landi séu ekki mjög hrifnir af þessari þró- un, sem vissulega er vandamál sem menn þurfa að takast á við. En það verður ekki gert með því að gera fólki erfiðara fyrir að ferðast. Allir áttu að versla í kaupfé- lögunum - maður var hýddur Það er ekki langt síðan að ætlast var til að menn versluðu eingöngu við kaupfélögin. Það þekkir Sigurður Jónsson, núverandi framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, vel frá fyrri störfum. Það er nauðsyn- legt að hann geri sér grein fyrir því að tímarnir hafa breyst og menn verða að bregðast við samkeppninni með öðrum hætti en að fólki sé gert erfitt fyrir að ferðast! Þetta viðhorf framkvæmdastjórans minnir mann einnig á þann tíma, þegar maður var dæmdur til hýðingar fyrir að selja fisk í Keflavík í stað Hafnar- fjarðar! Höfundur er formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.