Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Kostir samkeppni leyna sér ekki SL. ÞRIÐJUDAG birtist í Morg- unblaðinu ítarleg greinargerð sem Árni Matthíasson tók saman eftir að hafa átt tal við stjómarmenn INTIS. I hlemmifyrirsögn segir að stjórn Internets á Islandi telji ráð- herra gera fyrirtækið tortryggilegt. Þessi orð mín í Morgunblaðinu fyrir rúmum mánuði virðast vera tilefnið: „Það hefur verið gagnrýnt að Póstur og sími skuli nú hafa tekið upp internetþjónustu. Þó liggur það fyrir að við höfum aðeins átt völ á einni gátt til útlanda sem byggir á þjónustu sænska símafyrirtækisins Telia. Slíkt einokunaraðstaða er óþolandi og þess vegna ekki seinna vænna að Póstur og sími bjóði upp á sömu þjónustu. Með því að hún er látin í té hefur verið komið á virkri samkeppni um internetleið til útlanda og hefur það væntanlega í för með sér að verðið lækki og þjón- ustan batni fyrir neytendur." Morgunblaðið hnykkir á því að stjórn INTÍS telji að ég hafi gert fyrirtækið tortryggilegt og vitnar í tvo stjórnarmenn, Maríus Ólafsson og Helga Jónsson, þeir „segja að ummæli ráðherra gefi til kynna að INTÍS sé handbendi erlends fyrir- tækis en það sé fjarri sanni“. Ég hef auðvitað aldrei sagt neitt í þessa átt og skil satt að segja ekki af hverju stjórnarmenn INTIS draga þessa ályktun af orðum mínum. Upp- hafið verður rakið til þess að Reiknistofnun Háskólans átti frum- kvæði að því að SURÍS var stofnað á sínum tíma til að annast rekstur á gagnalínu til útlanda, sem var tengd við NORDUnet sem er samskiptanet háskól- anna á Norðurlöndum í sambandi við rann- sóknastarfsemi. Það var auðvitað gott mál. Upphaflega nýttist línan eingöngu í sam- skiptum háskóla en síðar hleypti SURÍS öðrum stofnun- um og fyrirtækjum inn á línuna. Þessi samskipti hafa byggst á línum sem hafa ýmist verið leigðar Nú hefur Póstur og sími opnað nýja gátt fyrir internetið til Bandaríkj- anna, segir Halldór Blöndal, enda hefur verðið lækkað off gæðin aukist. hjá Pósti og síma og Telia sameigin- lega eða hjá Telia eingöngu. Sú lína sem INTÍS notar í dag fyrir inter- netþjónustu er eingöngu leigð hjá Telia. Póstur og sími útvegar Telia að vísu flutningsgetu fyrir línuna í hálfum sæstrengnum milli íslands og Danmerkur, en viðskipti INTÍS eru eingöngu við Telia. Eftir að SURÍS var breytt í hlutafélag fékk það nafnið INTÍS. Þessu sambandi hefur verið líkt við kerrustíg. Þar sem kvartað var við mig persónulega yfir lélegri þjón- ustu á internetinu í Kanada gaf það t, utýr ^rnaíiitts af P&S|e) og hamiárssítum adtó Z Smur viá UUnst la«:. 1 „ Lcí^r sbnalíoö af P&S’eí Z m INTIS OBwt Inc. 'T i&m lÉnaiiTjt t«i sgnrta oa i Alnetstengingar INTERNETS á íslandi Srfeáayffesvíd Pésls & sísna Samkeopoissvíð Pósts & sírna ÍNHS: iníenri«t á IslantS hf. INTIS: 1. t«8« sfenaiínu sí? tétta 2, Semur aiíwts- j>jört«sSíi »id ----;$r~~ NOBOU- nörduiws a/s ..TELIA: Leigir þennan hluta hjá P&S(e) til þess að geta leigt INTIS alla leiðina ÞESSAR myndir skýra hvernig intemettengingar Pósts og síma og INTÍS liggja. Halldór Blöndal mér tilefni til að spyijast fyrir um það á öndverðu sumri 1995 hvers vegna kynningarefni Ferðamálaráðs á veraldaravefnum skilaði sér ekki sem skyldi. I svari Auglýsingastofu Reykjavíkur kemur m.a. fram: „Strax við uppbyggingu Islandsgátt- arinnar var ljóst að gagnaflutnings- geta sú sem þá var til staðar á veg- um Pósts og síma var algerlega ófullnægjandi. í fyrsta lagi til að koma efni til skila á samsvarandi hraðvirkan hátt og fyrirtæki erlend- is og í öðru lagi til að höndla þá umferð sem vænta mátti frá notend- um veraldarvefsins.“ Auglýsingastofan kvaðst hafa mætt litl- um skilningi hjá Pósti og síma og þess vegna gengið „til samninga við margmiðlunarfyrir- tæki í Bandaríkjunum um að setja upp „speg- il“ íslandsgáttarinnar þar í landi". í svarinu segir enr.fremur: „Á tit- ilsíðu íslandsgáttarinn- ar er notendum boðið upp á að velja tengingu til íslands eða USA undir yfirskriftinni Ice- land (slower) US (fast- er).“ í niðurlagi bréfs- ins segir að hagsmunir viðskiptavina auglýsingastofunnar eins og Ferða- málaráðs séu „best tryggðir með spegli okkar í Bandaríkjunum. Flutningur á gögnum íslandsgáttar- innar frá íslandi út frá sömu for- sendum verður að líta á í dag sem sambland af þjóðernishyggju og von um betri tíð“. Þetta þótti mér ógott sem yfír- manni Pósts og síma sem raunar hafði ekki intemetþjónustu á hendi. Ég vildi komast til botns í málinu. Það leiddi til þess að ég fékk viku seinna, eða 27. júlí 1995, seinna svar Auglýsingastofu Reylqavíkur til Ferðamálaráðs í hendur og nú kvað við annan tón: „Harmað er að í seinna svari til Ferðamálaráðs (fyr- irspurninni hafði áður verið svarað munnlega) er vegna grundvallar misskilnings og ófullnægjandi upp- lýsinga vegið að Pósti og síma og stofnunin ómaklega sökuð um lítinn skilning á fullnægjandi bandvídd til gagnaflutninga á veraldarvefi.“ Sama dag barst samgönguráðuneyt- inu bréf frá INTÍS þar sem sagt var að gagnrýni á Póst og síma væri ómakleg í þessu samhengi. Þvert á móti mætti segja_ að þjónusta Pósts og síma við INTÍS hefði verið góð. Og ennfremur segir: „Þar fyrir utan hefur INTÍS hing- að til leigt útlandasamband óbeint WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róor gólfin niður! PÞ &co i rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 563 8640 • 568 6100 af Pósti og síma þar eð samningar um leigu á útlandasambandi hafa af hagkvæmnisástæðum verið gerðir gegnum NORDUnet A-S í Dan- mörku.“ Ég hafði áður beitt mér fyrir því að gjaldskrá Pósts og síma fyrir leigulínur undir gagnaflutninga til útlanda lækkaði verulega svo að gjaldið varð lægra en meðaltals- gjaldið á Norðurlöndum, en erlendi kostnaðurinn breyttist ekki. Ég ósk- aði því eftir því að viðræður yrðu teknar upp um málið við sænska fyrirtækið Telia og sátu þann fund af íslands hálfu Ragnhildur Hjalta- dóttir, skrifstofustjóri og Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri. Full- trúar Telia tóku beiðni okkar um lækkun á gjaldi fyrir línuleigu kurt- eislega, og lofuðu að koma erindinu áleiðis til UBN (Uniworld Business Networks). Ég hafði satt að segja vonast til að fulltrúar Telia hefðu á því skilning að lækkað verð leiddi til meiri notkunar þannig að báðir græddu, neytandinn og seljandinn, þegar upp yrði staðið. Það gerði það aftur kleift að auka bandvídd- ina og þar með gæði þjónustunnar. En ég átti auðvitað erfitt um vik þar sem þjónustusamningur INTÍS var við hinn erlenda aðila. Þannig er nú þetta þegar sam- keppni er ekki á markaðnum. Nú hefur Póstur og sími opnað nýja gátt fyrir internetið til Bandaríkj- anna enda hefur verðið lækkað og gæðin batnað. Höfundur er samgöngu- málaráðherra. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 873. þáttur Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993) var afbær að vits- munum, svo sem Skírnir 1991 vottar. Þar er snilldarleg grein sem Berglind Gunnarsdóttir skráði eftir honum. Á sérsviði hans stóð honum enginn á sporði. Þar var hann óviðjafnanlegur, síðan var og hét sr. Helgi Sigurðsson frá Jörva (1815-1888). Þekking Svein- bjarnar Beinteinssonar á rímum annarra var ótrúleg, en auk þess gat hann sjálfur ort rímur svo vel, með öllum háttum og af- brigðum þeirra, að undrum sæt- ir. Ég sæki mér stundum sálar- munað í verk hans. Rímnafræði eru þó svo erfíð, að ég hrekk jafnan undan eftir smávegis áhlaup. Ég hef aðeins nasasjón af þessari íþrótt aldanna á ís- landi. Fyrir nokkrum árum sýndi ég hér í pistlunum dæmi um alla (20) rímnabragarhætti, og er þeim að viturra manna hætti skipt í þrennt: ferskeytluætt, stafhenduætt og braghendu- ætt. Þegar dæmatalið var hér í þáttunum, var sáralítið fjallað um rímafbrigði, en þau eru ótölu- leg. Nú ætla ég að gamni mínu að hafa öðru hvoru smáskammta af rímnafræðum á þessum vett- vangi. Fyrst verður fyrir vísa úr Vil- mundar rímum eftir Hall Magn- ússon (1530-1601): Hefnd er vökt, en holdið dökkt haft frá stórum rentum; hann dó svo snöggt, að gat ei glöggt gert sitt testamentum. Þetta er ferskeytluætt I, það er ferskeytla, en tökum eftir ríminu sem sett er langsetis í frumlínunum (1. og 3.). Það er feitletrað. Þegar svona er rímað, heitir frumstiklað. Hallur Magnússon var Norð- lendingur. Hann var deilugjarn, eyðslusamur, níðskældinn og drykkfelldur, enda drukknaði hann fullur í svarðargröf. Hann var gáfumaður mikill og gott skáld. Hann var kallaður Rímna- Hallur. ★ Hlymrekur handan kvað: Sankti Pétur hét áður fyrr Símon, hann sá aldrei menn eins og Hrimon. Suðrí Jórdanarlæki æfði ’ann kristinna kæki, en komst aldrei með tær upp á Dímon. ★ Það var fyrir löngu, að g tvö- faldaðist (lengdist) á milli granns (stutts) sérhljóðs og j. Því er það, að samsvarandi lag er sögn- in að leggja. Stundum vara menn sig ekki á þessu og skrifa tvö g, þar sem á að vera eitt, t.d. „leggði“ í stað legði. Svipað er að sjá í hyggja sem er í þátíð hugði, og er það auðvit- að leitt af hugur. Sörli Jónakurs- son í Hamdismálum „hafði svinna hyggju“ = vitran hug. Ótalmargt fleira er dregið af hugur, svo sem hygli, en það nafnorð er tíðast með forskeyti, svo sem athygli, íhygli og ger- hygli. íhugull maður er einnig kallaður hugall, og segir í Háva- málum að afkvæmi konungs skuli vera „þagalt og hugalt“, það er orðvart og íhugult. Láti menn sér annt um ein- hvern, hugsi vel um hann, sýna þeir honum umhyggju. Ef skepna fóðraðist illa, veitti góður bóndi henni hyglun eða tók hana á hyglun, henni var með öðrum orðum hyglað, en slíkt athæfí er nú stundum notað í öðrum samböndum og jafnvel til hnjóðs. (Sjá um þetta orðalag Helgi- spjall M.J. hér í blaðinu 28. sept. s.l.). Enn fremur var til i þessari merkingu hvorugkynsorðið hygl eða hygli, en ég skynja í kven- kyni nýyrði Hólmkels Hreinsson- ar, frændhygli, fyrir nepotism, sjá 808. þátt 5. ágúst í fyrra. ★ „Það er því eitt og annað dul- arfullt við nöfn, yfirnáttúrlegur máttur. Þetta gaumgæfðu menn í gamla daga, þegar börnum voru valin heiti. Sá sem hlaut sterkt og voldugt nafn, skyldi öðlast hina sömu eiginleika sem fólust í merkingu nafnsins: Ei- ríkur „hinn sívoldugi“, Harald- ur „herstjórnandi", Ragnfríður „sú sem guðirnir elska“. Þvílíkt má fínna vítt um ver- öld hveija.“ (Georg Sondergaard: Danske fornavne; lauslega þýtt.) ★ Páll Pálsson kvað (um föður sinn): Arkar karlinn út í fjós auðgrund til að fínna. Ekki þarf hann alltaf ljós til útiverka sinna. Guðmundur Benediktsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, heyrði Knút Bjarnason bónda á Kirkju- bóli í Dýrafirði taka svo til orða: „Tertumar voru svo góðar, að þær bitu af sér“, og þetta merkti að það væri svo mikið í þær bor- ið, að menn gátu ekki etið nema lítið af þeim. Umsjónarmanni væri mikil þægð í að heyra frá ykkur um þvílikt tal. ★ Hlymrekur handan kvað: Þótti Geirmundi Jónssyni gott, „og mér finnst geggjunarlegana flott", sagði Bína frá Myllu, „að búa í villu í burgeisahverfi í Nouakchott“. ★ Auk þess þykir mér sögnin að sjá ofnotuð og misnotuð um þessar mundir. „Við erum að sjá minni kvóta og verri afkomu," sagði maðurinn. Hér hefði um- sjónarmaður heldur kosið: Kvót- inn hefur minnkað og afkom- an versnað. Og við undirbúning síðasta þáttar varð mér á sú skyssa að gá ekki í síðustu útgáfu af Staf- setningarorðabók próf. Halldórs Halldórssonar, þar sem orðin yfir íbúa Sauðárkróks eru. Menn eru beðnir að reyna að virða þetta á betri veg. l 4HI*MHii«>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.