Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 39 Fulltaf ogfrábærumjóla Skipholti 1 9 Sími: 552 9800 Hagtölur og launamál ÞAÐ gengur erfiðlega fyrir lág- launafólkið á íslandi að fá viður- kenndan rétt sinn til að lifa eins og menn. Launasamningar og umræður um launamál hafa um langt skeið grundvallast einhliða á hagtölum af ýmsu tagi án þess að menn hafi leitt hugann að því, hvernig viðkom- andi launþegi geti dregið fram lífið. Það er talað um hagvöxt, þjóðar- tekjur, samkeppnisstöðu atvinnu- veganna og margt fleira, aldrei um afkomumöguleika hins láglaunaða. Hagfræðingar og stjómmálamenn hafa talið láglaunafólki trú um, að þessar hagtölur skipti einhverju máli fyrir afkomu þess og velferð. Þær hafa þó reynst vægast sagt vafasamar viðmiðanir fyrir það fólk, sem neðst er í launastiganum. Við seinustu almenna kjarasamn- inga var hagvöxtur talinn of hægur. Það var talað um kreppu, og af þeim sökum var ekki hægt að hækka kaupið. Fólkinu var sagt að sýna biðlund, þetta myndi lagast með auknum hagvexti. Nú hefur hag- vöxtur aukist og er helmingi hrað- ari en meðaltal hagvaxtar í OECD- löndunum. Stóra stundin virðist því vera upp runnin. En þá kemur upp úr dúmum, að það er ekki einhlítt að búa við öran hagvöxt. Á því geta verið skuggahliðar. Það er t.d. þensl- an. Nú kemur það í ljós að auknum hagvexti fylgir þensla og þegar þensluástand hefur skapast er stór- varasamt að hækka kaupið. Kaup- hækkun getur verkað á þensluna eins og bensíni sé skvett á glóð. Úr því getur orðið verðbólgubál. Og þetta gildir að sjálfsögðu eingöngu um lágu launin. Það hefur sem sagt komið í ljós að það er sama, hvemig þessi mál þróast, það er aldrei lag fyrir lág- launamanninn og raunar ekki held- ur manninn með meðaltekjurnar. Tími launþegans kemur aldrei. Ef hagvöxtur er lítill, þá er kreppa og ekki hægt að hækka kaupið þess vegna. Ef hagvöxtur glæðist, er óðara komin þensla og stórvara- samt að hækka kaupið. Bilið milli kreppu og þenslu er mjög þröngt, það er eins og nálarauga. Og í gegn- um það nálarauga kemst enginn BARNASTÍGUH BRUM’S 0*1 4 SlÐAN 1965 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 láglaunamaður frekar er ríkur mað- ur í himnaríki. Um leið og krepp- unni linnir, er þensludraugurinn kominn í gættina og farinn að skæla sig framan í launþegann og loka öllum leiðum. Hagfræðingur samtaka iðnaðar- ins heldur því fram að hinn aukni hagvöxtur eða hagsveifla, eins og hann vill kalla það, stafi að stórum hluta af aukinni eyðslu og sé því plathagvöxtur. Þetta stafi mestan part af stórauknum bílkaupum og utanlandsferðum, og það sé ekki hægt að byggja kauphækkanir á slíkum grunni, það auki bara þensl- una. Nú er það ekki líklegt, að það Hagvöxturinn hefur ekki, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, ______skilað sér til___ láglaunafólksins. sé fyrst og fremst láglaunafólkið, sem hefur aukið bílkaup sín og ut- anlandsferðir í svo ríkum mæli. Hagvöxturinn hefur ekki skilað sér til þeirra, heldur fyrst og fremst til hinna efnameiri. Það eru því þeir, sem hafa staðið fyrir hinni auknu eyðslu. Það má því segja, að það sé eyðsla hinna betur stæðu, sem hindrar það með þensluáhrifum sínum, að hinir lægst launuðu fái leiðréttingu sinna mála, ef marka má skraf hagfræðingsins. Það má kannski orða þetta svo, að það sé græðgi hinna ríku, sem heldur niðri kjörum hinna fátæku með fulltingi hagfræðinnar. Þessi leikaraskapur með hagtölur ætti að færa láglaunafólki heim sanninn um það, að það getur ekki stuðst við hefðbundna hagfræði í barátt- Guðmundur Helgi Þórðarson unni fyrir bættum kjörum hinna fátæku eða kjarajöfnuði. Þvert á móti tala tala hag- fræðingar um launa- misrétti sem nauðsyn- legan hvata í efna- hagslífinu, og það er ekki gert ráð fyrir neinu þaki á því mis- rétti. Það er því nokk- uð augljóst mál að ef almennt launafólk ætl- ar áfram að byggja réttindabaráttu sína á hefðbundnum hag- tölum þá mun það seint fá leiðréttingu sinna mála. Höfundur er fyrrv. heilsugaeslulæknir. Iðtafnnumþað 1 ' ) 1 , \ ! i w : i; nmnnnfl r-mni- THOMSON TELEFUNKEN QARA |Black D.I.V.Al_____ | Sístillt móttaka | |Sjáðuog heyrðu| Bylting í hönnun myndlampa. Skjárinn er með myndmöskva úr nýju efni INVAR (svartur skjárj, sem er sérstaklega hitaþolið. Þessi nýja tækni tryggir nákvæma litablöndun og enn meiri skerpu, ásamt bjartari mynd. Munurinn er greinilegur ! Móttaka á sjónvarpsefninu er sistillt með sérstökum hraövirkum örgjörva, sem tryggir aö allt flökt á mótföku er leiðréft, þannig að myndgæðin eru ávailt trygg • 100 Hz myndgæöi • ekkert flökt • Cinema Zoom • Stækkun á mynd • Digital Nicam Stereo-móttaka • Surround-umhverfishljómur • Pal Plus • mun betri móttaka • Aigeröasfýringar á skjá sjónvarps • Intelligent Noise Reduction-suöeyiir • 16/9 - breibtjaldsmóttaka • PIP ■ mynd i mynd (allt ab þrjár) • Frá 14" og upp í 52" • þitt er valið... • o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.