Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 32
4- 32 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÆTT AFKOMA ÚTGERÐARINNAR VERULEG UMSKIPTI til hins betra urðu á síðasta ári í afkomu útgerðarinnar. Þá voru allir þættir útvegs- ins reknir með hagnaði. Þetta kom fram á aðalfundi Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna og sagði formaður þess,' Kristján Ragnarsson, að hann minntist þess ekki, að það hefði gerzt fyrr. Hann kvað mikla bjartsýni ríkja víðast í sjávarútveginum um þessar mundir og margir fjárfestu nú í skipum, aflaheimildum, búnaði og tækjum. Hreinn hagnaður í fiskveiðum á síðasta ári er áætlaður 1,4 millj- arðar króna, sem er um 4% af tekjum. Horfur eru á þvi, að hagnaður af útgerð verði jafnvel enn meiri á þessu ári. í skýrslu Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ, kom fram, að horfur eru á því, að á þessu ári fari heildaraflinn í fyrsta sinn yfir tvær milljónir tonna. Þessi mikli afli mun að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á afkomu útgerðarinnar. Staða einstakra greina útgerðar er þó mis- jöfn sem fyrr. Á fyrra ári, þegar hagnaður var af þeim öllum, var hann á bilinu 1% til 10,9% af tekjum. Þessi miklu umskipti í fiskveiðunum eru fagnaðarefni, en mörg útgerðarfyrirtæki eru enn mjög skuldsett vegna uppsafnaðs taps fyrri ára. Mikilvægt er að þau nýti tæki- færið til að greiða niður skuldirnar. Hafa verður í huga, þótt afkomuhorfur séu góðar, þá eru mikiar sveiflur í þessari atvinnugrein. Bjartsýni um áframhald hagnaðar í sjávarútvegi kemur m.a. fram í því, að útvegsfyrirtæki eru meðal eftirsótt- ustu fjárfestingakosta á hlutabréfamarkaði. Þúsundir ís- lendinga eiga þar orðið hlut, ekki sízt vegna hlutabréfa- kaupa lífeyrissjóða, eins og formaður LÍÚ benti á í ræðu sinni. Endurskipulagning íslenzkra útgerðarfyrirtækja hefur skilað miklum árangri nú þegar en hann á eftir að verða enn meiri á næstu árum. KARLAR OG JAFNRÉTTI NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur gerði á meðal hóps karla á aldrinum 20-35 ára og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vik- unni, gefa til kynna að karlmenn á þessum aldri séu al- mennt jafnréttissinnaðir, deili heimilisstörfum jafnt með konum sínum og taki sér fæðingarorlof með því t.d. að fara í launalaust leyfi eða geyma sumarfríið sitt. Ingólfur segir að það sé því nú þegar orðið staðreynd, að ekki þurfi að þvinga íslenzka feður til að taka fæðingarorlof. Þótt gera þurfi ýmsa fyrirvara við niðurstöður Ingólfs vegna vals og smæðar úrtaksins og fleiri þátta, gefa þær ákveðna — og ekki óvænta — vísbendingu um að yngri kynslóð karla sé reiðubúin að skipta ábyrgð á heimilis- haldi og barnauppeldi jafnar með konum sínum en eldri kynslóðir, en slíkt er mikilvæg forsenda þess að raunveru- legt jafnrétti ríki með kynjunum, jafnt á heimilinu sem á vinnumarkaði. En hvaða aðstæður eru búnar ungum mönn- um, sem vilja t.d. taka sér fæðingarorlof og sinna ungum börnum? Hið almenna viðhorf samfélagsins er þeim í fyrsta lagi andsnúið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gall- up, sem birt var á jafnréttisþingi í síðustu viku, telur meirihluti landsmanna að heppilegast sé að aðeins annað foreldri vinni úti — og af þessum hópi telja nærri 60% að það sé konan, sem eigi að vera heima, en aðeins 1% að karlinn eigi að sjá um börn og bú. Afgangurinn telur það þó ekki skipta máli hvernig verkum er skipt. I öðru lagi er launamunur kynjanna með þeim hætti að körlum er tæplega i sjálfsvald sett hvort þeir ákveða að taka sér fæðingarorlof eður ei — það kemur yfirleitt verr niður á fjárhag fjölskyldunnar að karlar hætti að vinna úti en konur. í þriðja lagi er sjálfstæður réttur karla til fæðingaror- lofs lítill sem enginn, hvort sem miðað er við löggjöf eða kjarasamninga. Það er orðið brýnt að bæta hér úr, til þess að sú við- horfsbreyting í jafnréttismálum, sem hefur átt sér stað meðal ungra karla, renni ekki út í sandinn. Það er miður að nefnd um breytingar á iögum um fæðingarorlof skuli hafa verið leyst upp fyrr í mánuðinum án þess að nokkur niðurstaða lægi fyrir. Þeim mun brýnna er að tekið verði á launamun kynjanna og jöfnum rétti þeirra til fæðingaror- lofs í þeim viðræðum um kaup og kjör, sem í hönd fara. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Miklar breytingar hafa orðið á saltfiskmarkaði Islendinga í Katalóníu síðan SIF missti einkaleyfið 0 3 j P i ( |! : U 1 ll ■ ^ | ^ | MJÖG hörð samkeppni ríkir milli saltfiskkaupenda á Spáni. Smásalarnir reyna að etja þeim saman tii að fá sem hagstæðast verð. Myndin er tekin á markaði i Barcelóna. ÚTBORGUNARHLUTFALL til saltfiskverkenda hefur farið hækkandi síðan SÍF missti einkaleyfið. U’ ’M MITT ár 1987 óskuðu stjórnendur SÍF eftir fundi með Francisco Sa- inz, forstjóra Trueba, sem var langstærsti einstaki innflytjandi saltfísks frá íslandi til Katalóníu. Fundarstaðurinn var London. Sainz kom frá Barcelóna ásamt fram- kvæmdastjóra sínum, Pere Grau Genove, og frá íslandi kom Magnús Gunnarsson, framkyæmdastjóri SÍF, við annan mann. í upphafi fundar spurði Sainz hvert væri tilefni fund- arins. Magnús svaraði og sagði að hann vildi ræða þá ákvörðun stjórnar SÍF að breyta fyrirkomulagi á út- flutningi saltfisks til Spánar. „Fyrst svo er hef ég ekkert hér að gera,“ sagði Sainz og yfirgaf fundinn og hélt heim. Fundurinn stóð í rúma eina mínútu. Þessi fundur í London er um margt lýsandi fyrir stöðuna á saltfiskmörk- uðum við Miðjarðarhafið á þessum tíma. SÍF var með einkaleyfi á út- flutningi á saltfiski frá íslandi og erlendu kaupendurnir höfðu sáralítið að segja um hvernig viðskiptin fóru fram. Saniz hefur sjálfsagt ekki séð ástæðu til að ræða ákvörðun sem þegar hafði verið tekin og hann hafði enga möguleika til að hafa áhrif á. Fyrirtækið Trueba keypti á þess- um tíma um 75% af öllum saltfiski sem SÍF seldi til Katalóníu. Aðrir heildsalar urðu að sæta því að kaupa fisk af því og selja til smásalanna, en Trueba seldi sjálft beint til smá- salanna í samkeppni við heildsalana. Eins og nærri má geta voru aðrir heildsalar í Barcelóna ekki ánægðir með þessa stöðu og þrýstu fast á SÍF um að þeir fengju að kaupa beint frá þeim. Árið 1987 ákvað SIF að verða við þessum óskum, en einn- ig hafði það áhrif að SÍF taldi ekki ráðlegt að vera nánast með öll eggin í sömu körfunni. íslenskur saltfískur átti þá eins og nú í samkeppni við norskan og færeyskan saltfisk og ef Trueba stæði sig ekki hlaut það að styrkja stöðu annarra þjóða. Trueba reynir að brjóta einokun SÍF Hörð viðbrögð Sainz á fundinum í London breyttu ekki markaðri stefnu stjórnar SÍF og það hóf að selja fleiri heildsöl- um saltfísk. Sainz var hins vegar ekki þannig maður að hann léti skipa sér fyrir verkum. Pere Grau Genove sagði í samtali við Morgun- ' blaðið að Sainz hefði á þessum tíma tekið ákvörðun um að gera það sern hann gæti til að bijóta einokun SÍF á bak aftur og skaða hagsmuni þess. Hann hafí verið tilbúinn til að kosta miklu til og það hafí hann svo sann- arlega gert. Sainz setti sig í samband við Jón Ásbjömsson sem þá hafði náð mikl- um árangri í útflutningi á ferskum físki. Jón hafði ekki leyfi til að selja Trueba saltfisk þar sem SÍF hafði Nýir útflytjendur hafa náð til sín viðskiptum Samkeppni um hráefnið stuðlar að háu verði einkaleyfí á útflutningi á saltfiski frá íslandi. Sainz Iét það ekki stöðva sig heldur bauðst til að kaupa af Jóni ferskan flattan físk. Jón sló til og flutti út til Spánar mikið magn af ferskum fiski sem Trueba saltaði síð- an þar. í upphafi var fiskurinn flutt- ur út með flugvélum, sem er afar dýr flutningsmáti, en það sýnir ákafa Trueba í þessu máli. Síðar var fískur- inn fluttur til Danmerkur og Bret- lands og saltaður þar og fluttur áfram til Spánar. Fráleit viðskipti Genove sagði að þessi viðskipti hefðu i sjálfu sér verið fráleit. Trueba hafí greitt óeðlilega hátt verð fýrir fískinn sem fyrirtækið keypti af Jóni og í heildina hafí það tapað fleiri tugum milljóna á viðskiptunum. Þar að auki hafí söltunin á Spáni ekki verið í nægilega góðu lagi. Jón Ás- björnsson hafi hins vegar hagnast ágætlega á þessum tíma. Útflutningur Jóns olli miklum deil- um á íslandi og SÍF sakaði hann um að skemma markaðsstarf SIF á salt- fiskmörkuðunum. Mikill þrýstingur var á stjórnvöld að koma í veg fyrir útflutninginn. Jón og fleiri aðilar þrýstu hins vegar á utanríkisráðu- neytið um að fá útflutningsleyfi. Verkalýðsfélögin með Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, hvöttu stjórnvöld eindregið til að veita Jóni leyfi vegna þess að útflutn- ingur hans á ferskum fiski leiddi til þess að íslenskt verkafólk missti vinnuna. Niðurstaðan varð sú að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra veiti Jóni tímabundið tilrauna- leyfi til útflutnings á_saltfiski þrátt fyrir hörð mótmæli SÍF. _________ EES-samningurinn og útflutningur Jóns Ás- björnssonar urðu til þess að stuðningur jókst við það hér á landi að afnema bæri einkaleyfi SÍF til út- ' ' flutnings á saltfiski frá íslandi. Á endanum var tillaga Jóns Baldvins um afnám einkaleyfis SÍF samþykkt. Formlega var það afnumið í ársbyijun 1993. Stjórn SÍF breytir um stefnu Á sama tíma og SÍF var að missa einkaleyfíð ákvað stjórn SÍF að breyta aftur um stefnu varðandi skipulag sölumála í Katalóníu. Það hafði náð góðum árangri með kaup- um á fyrirtækinu Nord Morue í Saga saltfískviðskipta íslendinga í Katalóníu síðustu ár einkennist af miklum átökum bæði hér heima og á Spáni. Þeir sem áður voru ráðandi á markaðinum hafa látið undan síga fyrir nýjum aðilum. Almennt telja menn þó að hagur saltfiskverkenda hafí ekki versnað með samkeppninni, en að ágóði kaupenda á Spáni hafí minnkað. Egill Ólafsson fór til Spánar og ræddi við saltfískkaupendur og seljendur hér heima. Frakklandi og ákveðið var að fara svipaða leið á Spáni. Að mati stjórn- ar SÍF var betra fyrir fyrirtækið að sjá sjálft um sölu afurðanna frekar' en að selja fyrir milligöngu erlendra heildsala, sem margir hveijir höfðu hagnast vel á viðskiptum við SÍF. Talsverðar breytingar höfðu þá átt sér stað á saltfískmarkaðinum í Ka- talóníu. Francisco Sainz, eigandi Tru- eba, hafði veikst alvarlega og bitnuðu veikindin á fýrirtækinu. Að lokum dró hann sig algjörlega í hlé og fyrirtæk- ið hætti öllum viðskiptum með salt- físk. Þetta gaf öðrum fyrirtækjum færi á að styrkja stöðu sína. Fjögur heildsölufyrirtæki voru þá ráðandi á markaðinum í Katalóníu, Armengol, Alfonso Romero, Sagu og Copesco. SÍF hóf viðræður við Armengol og Copesco um samstarf og lengi vel leit út fyrir að SÍF og Armengol myndu stofna sameiginlegt fisksölu- fyrirtæki. Öllum að óvörum slitnaði hins vegar upp úr viðræðunum og SÍF sneri sér til Copesco. Fyrirtækin náðu fljótlega samningum um stofn- un sameiginlegs heildsölu- og dreif- ingarfyrirtækis. Jafnframt tilkynnti SIF Armengol að það fengi engan saltfisk frá SÍF. Skyndilega stóð fyr- irtækið, sem þá var eitt öflugasta innflutningsfyrirtæki í saltfíski í Barcelóna með tugi manna í vinnu, frammi fyrir því að vera búið að missa öll viðskipti við ísland. Eduard Armengol, framkvæmda- stjóri Armengol, sneri sér þá til Bjarna Benediktssonar, sem var yfír- maður gæðamála hjá SÍF, og baðf hann að útvega sér íslenskan salt- fisk. Eftir að Bjami hafði kannað grundvöllinn hjá saltfiskverkendum sló hann til. Bjarni náði á skömmum tíma góðum árangri á saltfiskmörk- uðunum. Fyrirtæki hans, B. Bene- diktsson ehf., var í fýrra stærsti ein- staki útflytjandinn til Katalóníu með um 30% markaðshlutdeild sam- kvæmt því sem segir í bréfí Félags smásala í Katalóníu til utanríkisráðu- neytisins. Um svipað leyti hóf Sigurður Har- aldsson, sem lengi starfaði hjá SÍF og var um tíma framkvæmdastjóri þess, útflutning á saltfíski í samvinnu við Alfonso Romero. Honum hefur einnig gengið vel. Copesco og SÍF slíta samstarfi Samstarf Copesco og SÍF gekk hins vegar ekki eins og skyldi og upp úr því slitnaði á þessu ári. Gunnar Öm Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, gaf þá skýringu á slitunum að hagsmunir fyrirtækjanna hefðu ekki farið saman. Nú í haust stofnaði SÍF eigið fyrirtæki í Barcelóna, Union Islandia. Það er heildsölu- og dreif- ingarfyrirtæki á saltfíski og starfar því á markaðinum með sama hætti og Romero, Armengol, Sagu og Co- pesco. SÍF hætti að sjálfsögðu öllum við- skiptum við Copesco eftir að upp úr samstarfi fyrirtækjanna slitnaði. Það sneri sér til fískverkenda á íslandi og hefur nú náð samningum við a.m.k. tvo framleiðendur. Báðir þess- ir aðilar seldu áður í gegnum SÍF og sátu um tíma í stjóm fyrirtækis- ins. Breytingamar sem átt hafa sér stað á saltfískmarkaðinum í Katalón- íu á allra síðustu ámm em ótrúlega miklar. í bréfi sem Félag saltfísks- smásala í Barcelóna sendi utanríkis- ráðuneytinu fyrr á þessu ári í tengsl- um við auglýsingaherferð á íslensk- um saltfíski sem þá var í undirbún- ingi, segir að Sagu, Armengol og Romero séu með 80% markaðshlut- deild ef eingöngu er horft á saltfisk sem kemur frá íslandi. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði að fullyrð- ingar um að SÍF væri með innan við 20% markaðshlutdeild í Katalóníu stæðust engan veginn. Það væri nauðsynlegt að hafa í huga að Ar- mengol, Sagu og Romero seldu salt- físk víðar en í Katalóníu þó fyrirtæk- in væru staðsett þar. Tölur um út- flutning þeirra til Katalóníu segðu því ekkert um markaðshlutdeild þeirra á svæðinu. Það væri einnig ljóst að eitthvað af físki sem væri fluttur til N-Spánar væri dreift á Katalóníusvæðinu. SÍF með sterka stöðu á öðrum mörkuðum Nauðsynlegt er að hafa í huga að staðan á markaðinum í Barcelóna og öðrum svæðum í Katalóníu er ekki lýsandi fyrir stöðuna almennt á saltfískmörkuðum íslendinga við Miðjarðarhafíð. SIF heldur sterkri stöðu á Frakklandsmarkaði í gegnum Nord Morue og staða þess í Portúgal og Ítalíu er einnig mjög sterk, en þetta eru stærstu kaupendur íslensks saltfisks næst á eftir Spáni. Spánn og þá einkum Katalónía er hins vegar mikilvægasti ___________ saltfiskmarkaður íslend- inga. Kaupendur þar eru mjög kröfuharðir í sam- bandi við gæði físksins og borga að jafnaði hæsta verðið. Islendingar fluttu ...— til Spánar rúmlega 12.200 tonn af saltfiski á síðasta ári fyrir 3,7 milljarða. Um 70% af útflutn- ingnum fóru á saltfiskmarkaðinn í Katalóníu. Portúgal var til margra ára stærsti markaður fyrir íslenskan saltfísk, en með samdrætti þorskkvóta hefur dregið verulega úr útflutningi þang- að. Ástæðan er sú að Portúgalir gera minni kröfur um gæði físksins en t.d. Spánveijar og borga þar af leið- andi lægra verð. íslendingar hafa lagt alla áherslu á að auka gæði fisksins og þess vegna hefur Portúg- alsmarkaður orðið útundan. Með batnandi efnahag Portúgala hefur saltfiskverð þar verið heldur að hækka og gera má ráð fyrir að með stækkandi þorskkvóta við ísland verði útflutningur þangað aukinn. Til Portúgals fóru á síðasta ári um 7.500 tonn af saltfíski að verðmæti um 1,9 milljarðar króna. Til Frakk- lands fóru tæplega 6.900 tonn í fyrra að verðmæti 1,8 milljarðar. Fjórði stærsti markaðurinn við Miðjarða- hafíð er Ítalía. Þangað fóru rúmlega 5.300 tonn og verðmætið var um 1,6 milljaðar. Samtals fluttu íslendingar út saltfisk fyrir rúmlega 12,2 millj- arða á síðasta ári. Samkeppnin leiðir til hærra útborgunarverðs „Samkeppnin hefur haft það í för með sér að skilaverð til framleiðenda hefur hækkað verulega frá því sem áður var. Ég er einnig sannfærður um að afkoma innflytjenda á þessum mörkuðum hefur versnað að sama skapi verulega. Áður fyrr tóku þessi fyrirtæki eins og Armengol og Co- pesco 18-20% af verðinu í sinn hlut. Þessar tölur eru allt aðrar í dag. Samkeppnin hefur því leitt til þess að framleiðendur á Islandi fá stærri skerf af endanlegu söluverði," sagði Gunnar Örn. Eduard Armengol, eigandi Armen- gol, viðurkennir að ágóði sölu- og dreifíngarfyrirtækjanna hafi minnk- að mikið eftir að SIF missti einkaleyf- ið. Hann sagði að samkeppni milli þeirra væri afar hörð og fyrirtækin yrðu að leggja mikið á sig til að halda markaðshlutdeild sinni því smásalarnir og veitingahúsin létu verð og gæði alfarið ráða því af hveij- um þau keyptu. Bjarni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri B. Benediktsson ehf., sagði að útborgunarhlutfall hjá fram- leiðendum sem stæðu utan SÍF hefði einnig verið að hækka. Hann benti á að á síðasta ári hefði hann selt rúmlega 3.000 tonn af flöttum salt- físki og flökum frá framleiðendum víða um land fyrir um 800 milljónir __________ króna. Hann fengi að sjálf- sögðu ekki allan þennan fisk nema vegna þess að hann gæti skilað framleið- endum sambærilegu eða betra skilaverði en aðrir. _____ Bjarni sagði að sam- keppnin um hráefnið ætti stófan þátt í að halda uppi verði á saltfiski á mörkuðunum erlendis. Útflytjandi, sem byði kaupendum erlendis físk á lækkuðu verði, hlyti að eiga í erfíðleikum með að fá físk til sölu því að fiskverkendur á ís- landi sættu sig ekki við að taka verð- lækkunina á sig. Þeir myndu hætta viðskiptum við viðkomandi útflytj- anda og selja öðrum sem byði hærra verð. Afkoma heild- salanna hefur versnaðá síðustu árum LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 33 Morgunblaðiö/Golli FUNDARMENN á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Stjórnvöld auð- veldi fyrirtækj- um útrásina HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær nauð- synlegt að stjórnvöld geri sitt til að auðvelda íslenskum fyrir- tækjum störf þeirra á erlendri grundu. Innan tíðar mun nefnd á vegum utanríkisráðu- neytisins skila af sér skýrslu um fjárfestingar íslendinga erlendis, um- fang þeirra og hvar stjórnvöld geti stutt þá útrás. Niðurstöður úr starfi þessarar nefndar muni m.a. leiða í ljós að lögum og reglugerðum sé um margt ábótavant. „Segja má að á mörg- um sviðum hafi hið opin- bera ekki sýnt nægilega snerpu í viðbrögðum við breyttum tímum og að- stæðum. Má þar t.d. nefnda skattalega með- ferð einstaklinga, sem starfa fjarri heimaslóð- um til lengri tíma. Einn- ig má nefna réttindi, sem einstakling- ar glata innan almannatrygginga- kerfisins. Þá hefur nefndin lagt áherslu á að kynna sér þá möguleika, sem íslenskum fyrirtækjum bjóðast í alþjóðlegu fjármálastarfi." Opinberar viðskiptaheimsóknir Ráðherra sagði að utanríkisráðu- neytið hefði á síðustu misserum beitt sér fyrir aðstoð við íslenskt atvinnulíf erlendis. Áhersla hefði verið lögð á að virkja ráðuneytið og sendiráð til hagsbóta fyrir fyrirtæki á erlendri grund og opinberar heimsóknir á veg- um ráðuneytisins væru nú skipulagðar með þarfír atvinnulífsins í huga. „í undirbúningi ferðar, sem farin var á vegum utanríkisráðuneytisins til Kóreu fyrir skömmu, var lögð á það áhersla að bijóta upp það gamla munstur, sem fylgt hefur verið und- anfarin ár. Sú heimsókn var viðskipta- heimsókn fyrst og fremst, þar sem sjávarútvegurinn átti mjög hæfa full- trúa. Þar voru eklci eingöngu fulltrúar útflutningsfyrirtækja heldur einnig fyrirtækja í innflutningi frá Kóreu, fulltrúar samtaka fyrirtækja og sér- fræðingar í fjárfestingum á íslandi. Verið er að kanna í samvinnu utanrík- isráðuneytisins og Útflutningsráðs ís- lands hvort hagkvæmt sé að fara með viðskiptasendinefnd á næsta ári til eins eða fleiri ríkja í Suður- eða Mið- Ameríku. Undirbúningur þessi er unn- inn í samræmi við áherslur íslenskra fyrirtækja í þessum heimshluta og hvar þau vilja helst bera niður með aðstoð utanríkisráðuneytisins." Harðnandi samkeppni Halldór sagði í ræðu sinni að ís- lenskur sjávarútvegur væri háðari alþjóðlegum aðstæðum en flestir gerðu sér grein fyrir. Fiskveiðistjóm- unin yrði að taka mið af því að við gætum staðist alþjóðlega samkeppni. Við gætum ekki, eins og margar aðr- ar þjóðir, styrkt sjávarútveginn og lagt á hann margvíslegar skyldur til þess að leysa félagsleg vandamál hér innan- lands. Sjávarútvegurinn væri mikilvægasta undirstaða byggðanna um land allt. Því væru byggðirnar í reynd háðar því að atvinnugreinin standi sig vel í harðnandi samkeppni um allan heim. „íslenskur sjávarút- vegur hefur ekki einung- is öðlast trú á sjálfum sér heldur jafnframt hlotið alþjóðlega viður- kenningu. Hingað koma menn til að kynna sér aðstæður og árangur okkar á sama tíma og fyrirtæki í Norður-Nor- egi og í Færeyjum eiga í miklum erf- iðleikum. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að víða eru vandamál og staðair er ekki örugg til allrar frambúðar. En eitt veit ég, það eru miklir mögu- leikar sem felast i þessari stöðu og það skiptir máli að við spilum rétt úr henni,“ sagði utanríkisráðherra. Hagnaðurinn ekki vandamál Halldór sagði að nokkuð hefði ver- ið rætt um álögur á sjávarútveginn að undanförnu án þess að hann ætl- aði að ræða þau mál efnislega á fund- inum utan þess að segja að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi væri ekki vandamál dagsins. „Varðandi galla aflamarkskerfisins getum við ekki lit- ið framhjá því að þar sem markaðs- kröftunum er sleppt lausum, getur, komið fram misskipting og óréttlæti,' sem nauðsynlegt er að takast á við og finna leiðir til úrbóta. Þótt ég telji að aflamarkskerfíð hafi ótvírætt sannað kosti sína er umræðan um kosti þess og galla nauðsynleg.“ „Ekkert skipulag í sjávarútvegi mun standast til frambúðar nema um það ríki bærileg sátt. Við, sem vinnum í stjórnmálunum, erum helstu ábyrgðarmenn þeirrar sáttar. Við getum ekki rækt þessar skyldur okkar nema gengið sé fram af var- færni. Við hljótum að ætlast til þess að þeir, sem hafa auðlindina til af- nota, rækti garðinn vel og gangi fram af ábyrgð í garð byggðanna og þjóðfélagsins. Við verðum líka að ætlast til þess að fjölmiðlar fjalli um málið hleypidómalaust og reyni ekki að gera rökleysu að sannindum í kappi sínu við að ná fram fyrirfram ákveðinni niðurstöðu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. , Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.