Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MIIMIMIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR
ÓSKARSSON
+ Gunnar Óskars-
son fæddist í
Reykjavík 9. júlí
1923. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu á Víði-
völium í Skagafirði
25. október síðast-
liðinn. Foreldrar
Gunnars hétu Sig-
urbjörg og Óskar.
Eru þau bæði látin.
Gunnar var tví-
buri. Tvíburabróðir
hans, Björgvin, er
látinn. Gunnar átti
mörg hálfsystkini
en kynntist fæstum þeirra þar
sem mörg þeirra fóru í fóstur
ung að árum.
Gunnar kom í Skagafjörðinn
um 1930 og þá í Framnes. Þar
var hann sín uppvaxtarár hjá
Birni og Þuríði. Gunnar fluttist
í Víðivelli til Gísla Jónssonar
1954 og átti þar lögheimili allt
til dánardags.
Gunnar kynntist systur sinni
Guðrúnu Emelíu uppúr 1960
og fór þá að frétta af ættingjum
og fjölskyldum
þeirra. Kynntist
hann þ.á m. bróður
sínum Ragnari, sem
býr í Reykjavik svo'
og afkomendum
Guðrúnar Emelíu
og fjölskyldum
þeirra.
Gunnar bjó
meira og minna í
skúrum í mörg ár
þar sem hann vann
hjá RARIK í þrjátíu
ár, frá 1961-1991.
Síðustu árin sem
hann vann hjá RA-
RIK var hann á lager í Reykja-
vík og bjó þá hjá systur sinni,
Guðrúnu Emelíu, þar til hún
lést í ágúst 1990. Þá flutti
Gunnar til Esterar frænku
sinnar og bjó þar í u.þ.b. eitt
ár. Gunnar fluttist svo aftur í
Víðivelli í janúar 1992 og bjó
hjá Halldóru dóttur Gísla og
Sigurði þar til yfir lauk.
Útför Gunnars fer fram frá
Miklabæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
í dag fylgjum við þér til grafar,
Gunnar minn.
Það var stórt skarð sem stóð
eftir þegar þú kvaddir svo hljóðlega
aðfaranótt 25. október. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann á
þessum dögum. Svo margar góðar
minningar. Það var alltaf mikil eft-
irvænting þegar hátíðir nálguðust
að fá þig heim. Þá sagðir þú sögur
úr RARIK. Allt var svo fallegt sem
þú sagðir. Þú, Gunnar, varst svo
varkár í orðum og sást aldrei neitt
ljótt. Það er ómetanlegt að alast
upp við hlið svona persónu. Alltaf
tilbúinn að hjálpa öllum sem þú
mögulega gast og gera gott úr öllu.
Mörg hafa handtökin og viðvikin
verið í gegnum tíðina hér á Víðivöll-
um.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að njóta samvista þinna síðustu
árin á jörðu niðri. Það voru margar
skemmtilegar sögur sem þú áttir í
farteskinu frá gömlu árunum enda
hafðir þú upplifað ýmislegt.
Alltaf varstu svo góður við börn-
in, spilaðir og spjallaðir við þau á
jafningjaplani. Margar voru líka
ferðimar með þau í íþróttahúsið o.fl.
Endalaust gætum við haldið
áfram að þakka þér fyrir að hafa
verið til.
Við kveðjum með söknuði.
Unnur, Halldóra,
Sigurður, Gísli,
Kristján og Lijja,
Víðivöllum.
Gunnar Óskarsson lést 25. októ-
ber síðastliðinn. Hann var fæddur
í Reykjavík í júlímánuði árið 1923
og var því liðlega 73 ára gamall.
Hann var jafnan heilsuhraustur
maður og gerði lítið úr eigin óþæg-
indum. Brotthvarf hans var látlaust
og fyrirvaralítið, í anda lífsferils
hans að öðru leyti.
Gunnar var fremur lágvaxinn
maður, grannur en sterklega
byggður og handsterkur vel. And-
litssvipur var nokkuð afgerandi og
augun skærblá. Geðslag hans var
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Söndum
i Miðfirði,
sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur Foss-
vogi þriðjudaginn 29. október sl., verður
jarðsungin frá Blönduóskirkju mánu-
daginn 4. nóvember kl. 14.00.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 8.00 á mánu-
dagsmorgun.
hreint og tært og hann var hvers
manns hugljúfi. Frekari lýsing á
persónuleika Gunnars getur vart
orðið annað en mærðarhjal svo
óumdeildur var hann. Mikilvægt er
þó að geta þess að Gunnar var
ávallt hress og uppörvandi.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þessum ágæta manni
fyrir um 36 árum, þegar ég fluttist
norður í Skagafjörð. Þá var Gunnar
kaupamaður á Víðivöllum í Blöndu-
hlíð og annaðist hann hvers konar
störf, sem til féllu við búskapinn.
Hvað mig varðar reyndist félags-
skapur okkar Gunnars hinn traust-
asti allt frá upphafi. Með þolin-
mæði og hófsemi var hann góður
leiðbeinandi fyrir ungan pilt sem
var ókunnur flestu sem laut að
þessu nýja umhverfi.
Skagafjörður var sá hluti lands-
ins sem helst líktist helgum reit í
huga Gunnars. Þangað sótti hann
ávallt, þegar þess var kostur, í leit
sinni að þeirri sterku stemmningu
sem þetta svæði gat boðið uppá.
Hann var sendur þangað norður
ungur að árum og lítt menntaður,
en þar reyndist hann síðar verða
mikil vinnuhetja.
Frá þeim tíma, sem ég kynntist
Gunnari, fór í hönd nokkur breyting
á högum hans. Hann hóf nú störf
utan Víðivalla. í fyrstu tók við
kaupavinna á nálægum slóðum en
síðar hóf hann vinnu, sem tók yfir
verulegan hluta starfsævi hans, en
það var vinna í þjónustu Rafmagns-
veitna ríkisins. Vinna við lagningu
háspennulína víðs vegar á Islandi
varð hlutskipti hans um rúmlega
tveggja áratuga skeið. Þetta var
erfið vinna sem reyndi mjög á þrek
og útsjónarsemi manna. Síðustu ár
Gunnars við störf hjá Rarik voru
innan áhalda- og dreifmgarmið-
stöðvar fyrirtækisins í Reykjavík.
Fyrstu skref mín inná almennan
vinumarkað, þá á sextánda ári,
voru í fylgd vinar míns Gunnars.
Hann létti mér lífið og taldi í mig
kjark, eftir því sem hægt var, enda
unglingurinn vart harðnaður á þess-
um árum. Vinnan við háspennulín-
una var ákaflega erfið og frumstæð
í þá daga, miðað við það sem nú
gerist. Umtalsverður hluti starfsins
var beiting líkamlegs afls og átök
stóðu yfir frá morgni til kvölds.
Þrátt fyrir talsvert erfíði var þetta
bærilegt sumar, enda margir góðir
félagar í hópnum sem að meirihluta
var skipaður ungum mönnum.
Gunnar var næstum ávallt elstur
manna í línuflokknum, gegnum
langan og farsælan starfsferil sinn
þar. Það varð því verkefni hans að
leiða ýmsa unga menn fyrstu skref-
in inná vinnumarkaðinn eins og
átti við um mig.
Gunnar kom mér oft til aðstoðar
síðar í lífínu þegar eitthvað stóð til
og taka þurfti til hendinni. Einnig
áttum við eftir að ferðast talsvert
saman og þá aðallega norður í land,
að norðan eða innan héraðs. Þetta
voru oft minnisstæð ferðalög.
Áhugamál átti Gunnar og var
veiðiskapur þar að líkindum fremst-
ur í flokki. Hann átti oftast góð
áhöld; veiðistangir og byssur. Veiði-
árangur var þó aldrei aðalatriði og
er mér næst að halda að stundum
hafí samúð hans með varnarlausum
dýrunum staðið honum fyrir þrifum
við veiðarnar, enda þótt viss metn-
aður hafí verið fyrir hendi.
GUÐNI
GUÐMUNDSSON
+ Guðni Guð-
mundsson var
fæddur í Áskoti í
Ásahreppi í Rangár-
vallasýslu 27.
1904. Hann lést á
Dvalarheimilimi
Lundi á Hellu 28.
október sl. á 93. ald-
ursári. Foreldrar
hans voru hjónin
Þórunn Helgadóttir,
f. 1868, d. 1959, og
Guðmundur Hró-
bjartsson, f. 1863,
d. 1962. Guðni var
ógiftur og barnlaus.
Hann fluttist með foreldrum
sínum fjögurra ára gamall frá
Áskoti að Hellatúni í sömu sveit
ásamt systrum sínum, Mar-
gréti, f. 1895, d. 1983, Guð-
rúnu, f. 1900, d. 1967, Valgerði
Helgu, f. 1902 og Ingibjörgu,
f. 1907, og lifa þær báðar. Er
tímar liðu tók Guðni við búi
föður síns og byggði þar í fé-
Iagi við Ólaf Guð-
mundsson frænda
sinn og uppeldis-
bróður nýtt tvíbýl-
ishús í stað gamla
bæjarins. Guðni bjó
síðan í vesturhluta
þess bæjar fram til
1993 ásamt systur
sinni, Valgerði
Helgu, en Ólafur
Helgi í austurbæn-
um ásamt konu
sinni Þórdísi
Kristjánsdóttur og
dætrum þeirra
Þórunni og Jak-
obínu, þar til þær eignuðust
sína maka og settust báðar að
á Hellu við Ytri-Rangá. Guðni
bjó upphaflega blönduðu búi
með hesta, kýr og kindur, en
síðustu árin eingöngu með
sauðfé.
Útför Guðna fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sólrún Kristin Þorvarðardóttir, Börkur Benediktsson,
Valgerður Þorvarðardóttir, Sigfús Jónsson,
Halldóra Þorvarðardóttir, Þórður Jónsson,
Stefán Egill Þorvarðarson,
Kristján Einar Þorvarðarson, Guðrún Lára Magnúsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur,
mágur og svili,
SKÚLISIGURÐSSON
lögfræðingur,
Bauganesi 4,
Reykjavík,
er lést hinn 25. október sl., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskrikju mánudag-
inn 4. nóvember nk. kl. 10.30.
Kristfn Þ. Hauksdóttir,
Haukur Skúlason, Hilma Hólm,
Skúli Skúlason,
Sigurður Skúlason,
Soffía Sigfinnsdóttir,
Ólöf Sigurjónsdóttir,
Maria Hauksdóttir, Þórarinn Einarsson
og aðrir vandamenn.
Guðni frændi kvaddi þennan heim
að morgni 28. október sl. á Elli- og
dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Hann
hafði þá verið þar vistmaður í u.þ.b.
eitt ár, og notið þar frábærrar
umönnunar og aðhlynningar starfs-
fólks Lundar, sem hjálpaði honum
við að komast yfír kvíðann við að
flytja austur fyrir Rangá en ekki
síður við að glíma við þann erfiða
sjúkdóm, sem að lokum náði yfir-
höndinni. í þeirri baráttu reyndist
allt starfsfólk Lundar honum jafn
vel, og á þetta starfsfólk sérstakar
þakkir skildar fyrir alúðar umönnun
sína, sem frændi kunni vel að meta.
Hann var ekki allra en mat þá sem
komu fram við hann af hreinskilni.
Fyrstu alvöru kynni mín af
frænda voru líklega 1941, en þá var
síðari heimsstyijöldin í algleymingi.
Ég hafði lofað að vera snúninga-
strákur hjá honum þetta sumar,
hélt af stað frá Akureyri í rútu
snemma í júnímánuði. Keyrt var
suður í Hvalfjörð. Þar var varðhlið
og skoðun fór fram á öllum farþeg-
um í bílnum og svo aftur sunnan
við Hvalfjörð við Tiðaskarð. Þetta
voru næst fyrstu kynni mín af stríð-
inu en nokkru fyrr það ár hafði ég
horft á þegar þýsk flugvél sveif
yfír Pollinn á Ákureyri og skotið
var á hana þó enginn hitti.
Þessar hemaðaraðgerðir voru þó
fljótar að gleymast þegar komið var
austur í Þjórsárholt til Guðna
frænda, Völu ömmu og afa. Fyrsta
verkefnið, sem mér var sett fyrir,
var að sækja Hellatúnshrossin, sem
voru austur við Eystra-Gil. Ég hélt
glaðbeittur af stað með beisli og
reyndi við alla klárana en þeir vildu
ekki leyfa mér að beisla sig. Einn
hestur stóð þó kyrr hvemig sem ég
hamaðist í hestunum. Þetta var
hvítur hestur, sem ég kannaðist
ekki við og það var þá best að beisla
hann, en síðan voru hin hrossin rek-
in heim í rétt. Enginn reyndi að
taka sig út úr hópnum. Þegar heim
var komið spurði ég hvaða hestur
þetta væri svona þægur. Svarið var
að auðvitað væri þetta Ófeigur hans
Guðna sem allir áttu að þekkja og
það gerði ég eftir þetta. Við Ófeigur
Líf Gunnars var kannski nokkuð
sérstætt miðað við það sem almennt
gerist, en hann virtist þó una vel
við sinn hag, a.m.k. frá þeim tíma
sem kynni okkar hófust. Hann efn-
aðist aldrei þrátt fyrir mikla vinnu
og dijúga þénustu, sem byggðist á
löngu úthaldi. Veraldlegur auður
var Gunnari lítt eftirsóknarverður,
yfírleitt gaf hann það sem til var
eða lánaði eignir sínar eins og það
var kallað. Hann þekkti ekki annað
en heiðarleika sem var staðfastur
eiginleiki hans og hann setti traust
sitt á samferðamenn sína.
Gunnar var maður af þeirri gerð
sem tæpast féll inn í það samfélag
sem margir telja hið eina rétta,
hann mátti ekki vamm sitt vita og
var að flestu grunlaus um þær
hættur sem geta leynst í umhverf-
inu. Nú til dags gildir harka ein-
staklingsins. Það þykir jafnvel við
hæfí að koma aftan að mönnum,
ef nauðsyn krefur, til þess að veija
eigin hagsmuni. Hugtakið sam-
keppni er lausnarorð nútímans og
þeir sem ekki beijast fyrir sínum
hlut geta orðið undir í lífinu.
Gunnar dó á Víðivöllum, nánast
jafnfátækur af veraldlegum eign-
um og hann hóf lífíð. Hann var
þó fullkomlega skuldlaus, jafnt við
guð sem menn. Líf samferðamanna
hans varð vonandi að sama skapi
ríkara og væri vel ef það kæmi að
einhveiju leyti fram í háttum okkar
sem eftir lifum. Með þessum litlu
skrifum vil ég þakka Gunnari fyrir
góðar samverustundir. Ég flyt vin-
um og vandamönnum Gunnars
Óskarssonar innilegar samúðar-
kveðjur.
Benedikt Bjömsson Bjarman.
urðum perluvinir upp frá því þau
fímm ár sem hann lifði. Hann var
heygður 25 vetra gamall, óbilaður.
Guðni fékkst við margt annað en
búskap í Hellatúni. Hann var einn
af síðustu starfsmönnum, sem á
öðrum áratug þessarar aldar unnu
við að teppa í Djúpós norðaustan
við Þykkvabæ, en við það gátu
Þykkbæingar gengið þurrum fótum
í átt upp að Ægissíðu. Guðni minnt-
ist þessa verks oft með vissri lotn-
ingu. Hann vissi að þetta var mikið
hagsmunamál fyrir Þykkbæinga en
það þýddi líka mikinn slægjumissi
úr Safamýri fyrir aðra og verulega
breytingu á fiskgengd í vötnin norð-
an Þykkvabæjar, sem og kom í ljós.
Guðni var um áratuga skeið undan-
reiðarmaður á Holtamannaafrétti.
Þar var starfí hans sá að smala
Krókinn, svæðið kringum Hágöngur
og norður að Fjórðungakvísl, Háu-
mýrar, svo nokkrir af þessum stöð-
um séu nefndir. Þetta var lengsti
afréttur á íslandi þá og er enn í
dag. Guðni stóð í eldlínunni á þessu
svæði fram til 1939, en ekki eftir
það. í æsku varð Guðni fyrir miklu
áfalli er hann um fermingaraldur
hlaut mikinn mjaðmaráverka og var
hann meðhöndlaður af Ólafí Isleifs-
syni í Þjórsárúni, sem setti sjúkling-
inn í tréstokka sem hann þurfti að
liggja í í þijá mánuði. Áfleiðing
þessa var mislangir ganglimir og
hreyfiskerðing í mjöðmum. Hann
gekk haltur jafnan eftir þetta. Þetta
lét hann þó ekki aftra sér framan
af ævi og tók mikinn þátt í starfi
Ungmennafélags Ásahrepps. Hann
var söngmaður góður og hafði næmt
eyra fyrir tónlist. Hann fór í fjall-
göngur með Ungmennafélaginu,
m.a. á Þríhyrning og minntist oft
þeirrar ferðar.
Nú að lokinni ævi þinni minnist
ég ótal margra atvika úr samstarfi
okkar, m.a. við að reiða heim hey
af engjum á tuttugu hestum, laga
veggjahleðslur í útihúsum, stinga
skán út úr gömlum hellum o.s.frv.
Þetta var góður skóli fyrir lífið.
Þeir sem gengu í þennan skóla hjá
þér á eftir mér eru allir sammála
um ágæti þess að hafa kynnst þér,
verklagni þinni og alúð. Sama er
hvort þeir hétu Guðmundur, Árni,
Úlfur, Skúli, Ágúst eða Sigurður
og margir fleiri. Allir voru sammála
um þetta. Við söknum þín öll. Hvíl
þú í friði, frændi.
Haukur Árnason
og fjölskylda.