Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Rax Franskra sjómanna minnst Ambassador Frakka á íslandi M. Robert Cantoni minntist á föstudag frönsku fiskimannanna, Les Pecheus d’Islande, sem í ald- ir veiddu á skútum sínum við Island, með því að leggja blóm- sveig að minnisvarðanum um þá í kirkjugarðinum við Suðurgötu. En á honum stendur á frönsku og íslensku upphafið á sögu Pi- erres Lotis: „Hann kom aldrei aftur. Agústnótt eina var þar efnt til brúðkaups hans og Rán- ar“. Við þetta tækifæri sagði Can- toni sendiherra m.a. að franskir ferðamenn, sem koma í æ ríkari mæli til íslands, hafi látið í ljós við sendiráðið hve ánægðir þeir séu með að sjá hve vel sé hirt um grafir frönsku sjómannanna í kirkjugörðunum hér á landi. Stundum berist bréf frá Frökk- um með fyrirspurn um ættingja þeirra sem voru grafnir hér. Og þar sem skráning sé hér svo góð í skjalasöfnum, geti þeir veitt þeim úrlausn. Hann sagði einnig, að íslendingar þekktu betur en nokkrir aðrir harðræði það sem sjómenn í bátum í vondum veðr- um verða fyrir og hann hefði sjálfur hitt ekki svo gamla ís- lendinga sem enn myndu eftir því að hafa séð kistur franska sjómanna bornar til kirkju. Myndin var tekin þegar Robert Cantoni sendiherra Frakka minntist franskra sjómanna við minnisvarðann um þá í Suður- götukirkjugarði. Bið eftir aðgerðum Ráðherra geri út- tektá áhrifum HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur verið beðinn að gera úttekt á áhrifum langrar biðar eftir læknisaðgerðum. Það eru allir ellefu þingmenn jafn- aðarmanna, sem standa að beiðni um skýrslu frá ráðherr- anum um málið, en beiðnin var lögð fram á Alþingi í síð- ustu viku. Fyrsti flutnings- maður er Jóhanna Sigurðar- dóttir. Beiðnin gengur út á, að heilbrigðisráðherra flytji Al- þingi skýrslu um biðlista hins opinbera, félagslegt öryggi og fjárhag sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra sem á biðlist- um eru, sem og áhrif langrar biðar eftir aðgerð á framvindu sjúkdóma og sjúkdómsein- kenni. Listarnir lengjast I greinargerð með skýrslu- beiðninni er vísað til þess, að sparnaðaraðgerðir í heilbrigð- isþjónustunni hafi valdið því að biðlistar séu sífellt að lengjast. Dregið er í efa, að sífellt lengri biðlistar leiði til sparnaðar; þeir hafi þvert á móti útgjöld í för með sér, ekki eingöngu fyrir ríkissjóð, heldur einnig sjúklingana sem bíða og íjölskyldur þeirra. Það sé því nauðsynlegt að ýtarleg úttekt fari fram á því hvað lengri biðlistar kósti ríkissjóð, heimilin og samfélagið í heild sinni. Ennfremur er vísað til þess í greinargerðinni, að erlendis hafi víða verið settar reglur um hámarksbið eftir aðgerð- um og heilbrigðisþjónustu. Þetta sé tilfellið t.d. í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hvatt er til, að slikar reglur verði einnig settar hérlendis. SJÁÐU PEUGEOT Notaðu tækifærið um helgina og sjáðu bílana sem þú sérð ekki annars staðar. Komdu og sestu undir stýri og þú kemst í beina snertingu við nýja hugsun, nýjar línur og ný þægindi í akstri. Sjáðu bílana sem marka tímamót í evrópskri bílaframleiðslu. Frí vctrardckU fylgja cf þú staðfcstir pöntun á Peugcot um hclgina. Peugeot 306 * * Hér fara saman þægindi, öryggi og kraftur - og rýmið kemur á óvart. Peugeot 306 er lipur bíll og stærri en hann sýnist. i * Opið laugardag og sunnudag *. * . . frá kl. 12-16. PEUGEOT - þekktur fyrir þœgindi t 9 4 6 - l 9 9 6 Nýbýlavegi 2 • Sfmi 554 2600 *Peugeot 406 * Frægur fyrir einstaka fjöðrun og aksturseiginleika. Kraftmiklar 1600 cc eða 2000 cc vélar, loftpúði í stýri, lúxusinnrétting. Þægindi í akstri eins og þau gerast best. Veitingar í boði: ♦ Peugeot Boxer * ’ • . Sterkir og rúmgóðir fólksflutninga- eða sendibílar - fyrir fagmennina og fyrirtækin. Turbo disil- eða bensínvélar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.