Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRA undirritun samnings KSI og Byrgis ehf. í gær. Frá vinstri eru Magnús Bjarnason, sem er byggingastjóri fyrir KSÍ, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Þórður Jónsson, eigandi Byrg- is ehf., og Gunnar St. Olafsson, verkfræðiráðgjafi Byrgis ehf. Samið um nýja stúku við Laugardalsvöll KN ATTSPYRNU S AMB AND ís- lands og Byrgi ehf. undirrituðu í gær samning um byggingu stúku við austurhlið Laugardalsvallar. Nýja stúkan er 140 metrar að lengd með 15 sætaröðum og mun taka 3.500 manns í sæti en fram- kvæmdir hófust strax í morgun og verður lokið 23. maí næstkom- andi. Samningurinn tekur aðeins til byggingar stúkunnar, sem er úr forsteyptum einingum. Þakið og sætin verða boðin út síðar í þessum mánuði en stefnt er að því að ljúka öllum framkvæmdum í maí á næsta ári þannig að hægt verði að opna völlinn samkvæmt öryggisreglum Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins með alls 7.000 manns i númeruðum sætum. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSI, er löngu tímabært að klára þessa stúku enda hefur Knattspyrnusambandið gengið þvert á reglur alþjóðaknattspymu- sambandsins fyrir að bjóða ekki samkvæmt reglum þeirra upp á númeruð sæti í stað áhorfenda- palla. „Þetta er stór stund fyrir íslenska knattspyrnu en við erum búnir að bíða í sex ár eftir að völlurinn verði löglegur. Það hefur lengi vofað yfir okkur að fá sekt fyrir að fara ekki eftir lögum Al- þjóðaknattspymusambandsins, sértaklega eftir harmleiki erlendis þar sem stúkur hafa hrunið,“ sagði Eggert við undirritun samnings- ins. „Það má einnig benda á að verið er að leggja nýtt lag úr gervi- efni á hlaupabrautina í Baldurs- haga, sem er undir gömlu stúk- unni, þannig að reynt er að gera veg fijálsíþróttafólks sem mest- an.“ Staða varalögreglustjóra stofnuð Tengist stækkun lögreglusljóra- embættisins DÓMS- og kirkjumáiaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti varalögreglustjóra í Reykjavík en það verður veitt frá 1. júlí á næsta ári. Um nýtt emb- ætti er að ræða og á sá sem því gegnir að vinna að undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga á embætti lögreglustjóra í Reykjavík. Stofnun embættisins er í tengsl- um við gildistöku nýrra lögreglu- laga á næsta ári, en þau hafa í för með sér uppstokkun á yfirstjórn löggæslu og lögreglumála í landinu. Meðal annars verður Rannsóknar- lögregla ríkisins lögð niður og emb- ætti ríkislögreglustjóra stofnað í hennar stað. Miklar breytingar í sjónmáli „Á sama tíma færist tii lögreglu- stjórans í Reykjavík rannsókn allra sakamála sem hefur verið hjá RLR. Embættið í Reykjavík mun því stækka verulega og m.a. mun rann- sóknadeild þess verða mjög öflug,“ segir Björg Thorarensen, skrif- stofustjóri í dómsmála- og lög- gæsluskrifstofu dómsmálaráðu- neytisins. „Um svipað leyti taka gildi lög um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, en þar er stefnt að því að færa stóran hluta ákæru- valds frá ríkissaksóknara til ein- stakra lögreglustjóraembætta. Þar með fær lögreglustjóri í Reykjavík geysilega mikið af nýjum málum þar sem hann annast útgáfu á ákæru og er ákærandi í þeim málum fyrir héraðsdómi. Þetta mikla og nýja umfang embættisins kallar á embætti vara- lögreglustjóra, en honum er ætlað að vera næstráðandi og staðgengill lögreglustjóra, samkvæmt greinar- gerð með nýjum lögreglulögum." Björg segir að varalögreglustjóri eigi að taka til starfa um áramót, en umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember nk. Gerð er krafa um lögfræðimenntun. Bílvelta á Kjalarnesi MAÐUR var fluttur mikið slasaður á slysadeild eftir að bifreið hans valt á móts við Grundahverfi á Kjal-' arnesi um klukkan tvö í fyrrinótt. Sjúkrabíll og tækjabíll lögreglu voru sendir á vettvang, enda var talið um mjög alvarlegt slys að ræða. Maðurinn kjálkabrotnaði og ökklabrotnaði, auk annarra meiðsla. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Héraðsdómur í máli fyrrum framkvæmdastj óra Lífeyrissjóðs bænda Tíu mánaða dómur fyrir lánveitingar til Emerald Air HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs bænda í 10 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik, en fram- kvæmdastjórinn lánaði flugfélaginu Emerald Air rúmar 97 milljónir króna, án þess að bera þá ákvörðun undir stjórn sjóðsins. Samkvæmt dómnum fellur refsing mannsins niður, haldi hann almennt skilorð næstu 3 árin. Þá er honum gert að greiða samtals 500 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómurinn tók ekki afstöðu til skaðabótakröfu Lífeyrissjóðsins á hendur manninum, þar sem ekki væri útséð með einhverja greiðslu frá Emerald Air. ■V; ■; I jjj|| ir'-Wu* Morgunblaðið/RAX Ný brú á Affall Stálu 2 milljómim í klinki UM tveimur milljónum króna í fímmtíu króna peningum var stolið úr spilakössum Happdrættis Há- skóla íslands á skemmtistað við Álfheima í fyrrinótt. Talið er að þjófurinn eða þjóf- amir hafi falið sig inni á staðnum fyrir lokun, athafnað sig eftir að starfsfólk hafði gengið frá og brot- ist síðan út með fenginn. Tæp 30 kíló Talið er að þjófamir hafí haft um 1,8 milljónir króna upp úr krafsinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Slík upphæð jafngild- ir um 36 þúsund fimmtíu króna peningum, alls um 28,8 kíló. Innbrotið uppgötvaðist og var tilkynnt lögreglu um klukkan 8.30 í gærmorgun. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. ♦ ♦ >---- Svalbakur EA Aflaverð- mæti 56 millj. SVALBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til hafnar á Akureyri í vik- unni með 250 tonn af frystum flök- um og heilfrystum fiski eftir 5 vikna túr. Aflaverðmæti skipsins er um 56 milljónir króna en mesta aflaverð- mæti sem Svalbakur hefur komið með að landi er 65 milljónir króna. Uppistaða aflans er þorskur, eða um 230 tonn af 500 tonnum upp úr sjó. Togarinn var við veiðar bæði fyrir austan land og vestan. BRÚARVINNUFLOKKUR Jóns Valmundssonar frá Vík er að gera tvíbreiða brú á Hringveg- inn um Affall í Rangárvalla- sýslu í stað einbreiðrar brúar. Flokkurinn byrjaði á því að brjóta niður gömlu brúna og fór svo að gera undirstöður fyrir þá nýju. Þegar myndin var tek- in var verið að reka niður stein- staura en þeir fara 21,5 metra niður í jörðina. Við verkið er notaður dísilhamar. Jón brúar- smiður segist ætla að Ijúka verkinu fyrir jól, ef veður leyf- ir, en hefur áhyggjur af því hvað veturinn er snemma á ferðinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot framin á árinu 1995 og gert að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé Lífeyrissjóðs bænda í stór- fellda hættu með lánveitingunum, sem voru án ábyrgða og trygginga. Lífeyrissjóður bænda var stofn- hluthafi í félaginu Activa, sem stofnað var á árinu 1994 um þátt- töku íslenskra aðila í Emerald Air Ltd. og lagði sjóðurinn fram 10,8 milljónir króna í hlutafé. Fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins var kjörinn stjórnarformaður Activa og jafnframt kjörinn í stjórn Emerald Air. Fullvissaður um greiðslu Lánveitingar framkvæmdastjór- ans til Emerald Air urðu stjórn líf- eyrissjóðsins kunnar eftir mitt ár 1995 og gaf framkvæmdastjórinn þær skýringar, að hann hefði verið fullvissaður um að lánin yrðu greidd. Lánveitingarnar hefðu hins vegar ekki verið bókaðar jafnóðum í bókhaldi sjóðsins, þar sem hann hefði viljað sjá til og skoða málið síðar. Þá sagði hann fyrir dómi, að framkvæmdastjóri Emerald Air hefði leynt sig mikilvægum upplýs- ingum um stöðu félagsins. Loks benti hann á, að Lífeyrissjóður bænda hefði að jafnaði fjárfest fyr- ir um 1 milljarð á ári og því væru umrædd lán lítið brot af fjárfesting- unum og aldrei hefðu verið gerðar athugasemdir við fjárfestingar hans þau tíu ár sem hann var fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Gaf tryggingar eftir { niðurstöðu dómara, Hjartar O. Aðalsteinssonar, segir að Lífeyris- sjóður bænda hafi haft tryggingu fyrir 217 þúsund breskum pundum, eða um 22 milljónum króna, þar til framkvæmdastjórinn gaf þær tryggingar eftir í júní 1995. Eftir það hafí lánveitingarnar verið án nokkurra ábyrgða og trygginga. Sú háttsemi að lána fé með þessum hætti hafi verið mjög óvenjuleg, sérstaklega í ljósi þess að um veru- legar upphæðir hafi verið að ræða og lánveitingin gekk gegn því ákvæði laga um sjóðinn, að fjár- munir hans yrðu ávaxtaðir á trygg- an hátt. Framkvæmdastjóranum hafi borið að leita samþykkis stjórn- ar sjóðsins, eins og málið hafí verið vaxið. Ekki persónulegur ávinningur Við ákvörðun refsingar lítur dómarinn til þess, að framkvæmda- stjórinn hafí ekki notið persónulegs ávinnings af brotinu og ekki leynt því, heldur skýrt hreinskilnislega frá. Þá hafí hann misst atvinnu sína og jafnframt skýrt frá að hann hafi þurft að ganga á eignir sínar til að framfleyta sér. Brot hans sé hins vegar stórfellt og margt bendi til að umræddir fjármunir séu sjóðn- um með öllu glataðir. Þó tekur dómarinn fram, að til- boð hafi borist frá Emerald Air um greiðslu 20 milljóna með skilyrðum og hafi stjórn lífeyrissjóðsins ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Þá eigi Emarald Air útistandandi kröfur og hafí boðið sjóðnum framsal á þeim. Því sé enn margt á huldu um tjónið og á þeirri forsendu sé synjað umfjöllun um skaðabótakröfu sjóðs- ins. I I i I i I 1 . I i l « i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.