Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU 57. aðalfundur LÍÚ Fráleitt er að til átaka við sjómenn þurfi að koma Kjarasamningar LIU við sjómenn renna út um áramót „MIKILVÆGT er að samskipti okkar við sjómenn mótist af sann- girni og við misbjóðum þeim ekki í þeirri framkvæmd, sem okkur er falin með nýtingu veiðiréttar einstakra skipa. Miðað við aðstæð- ur og hve sjómenn eru vel launað- ir, tel ég fráleitt að til átaka þurfi að koma á næsta ári,“ sagði Kristján Ragn- arsson, formaður LIÚ, m.a. í setningaræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Hann sagði að sum atriði kjarasamninga þörfnuðust tafarlausr- ar endurskoðunar, eins og þau atriði, sem lúta að því að launa- greiðslur hækki í heild við fækkun í áhöfn. Ennfremur vektu at- hygli innbyrðis deilur sjómanna um hluta- skipti, þar sem vél- stjórar ætluðu sér stærri hlut á kostnað annarra skipveija. Slíkar deilur gætu orðið torleyst- ar, þar sem áhöfn deilir innbyrðis og útgerðin gæti ekki orðið að liði við að fínna lausn. Laun verði í réttu hlutfalli við tekjur „Ég fullyrði að efnahagsleg framtíð okkar og uppbygging vel- ferðarþjóðfélagsins er nú meira en nokkru sinni fyrr undir því komin hvernig ykkur tekst að vinna úr þeim verkefnum sem framundan eru. Ef tryggja á stöð- ugleika og efnahagslegar framfar- ir í landinu á næstu árum, verður að hafa þá meginreglu að leiðar- Ijósi að laun' og annar tilkostnaður verði í réttu hlutfalli við þær tekj- ur, sem sjávarútveg- urinn fær fyrir að selja afurðir sínar,“ sagði Kristján í ræðu sinni til útvegsmanna. Sameiginlegt verkefni Hann sagði þetta að sjálfsögðu vera sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launþega, en það væri á ábyrgð útvegs- manna að finna og ná samstöðu um það jafnvægi sem skapað gæti nauðsynlega sátt í landinu á hverj- um tíma. Baráttan snerist um það að hafa betur í samkeppni á erlendum mörkuðum við sjávarútveg samkeppnisland- anna. „Komi til átaka á vinnumark- aði, sem við öll vonum að gerist ekki, má ekki til þess koma að menn láti stjórnast af stundar- hagsmunum. Þann efnahagslega ávinning og stöðugleika, sem nú er, má ekki leggja fyrir róða.“ Kristján Ragnarsson formaðuir LÍÚ. Morgunblaðið/Golli SAMHERJAR. Björgólfur Jóhannsson, yfirmaður markaðs- og þróunarsvið Samherja og fram- kvæmdastjóri Friðþjófs á Eskifirði, Gísli Baldur Garðarsson, lögfræðingur Samherja, og Þorsteinn Vilhelmsson, einn eiganda fyrirtækisins, á aðalfundi LIÚ. Ekkert skip í smíðum fyrir okkur hérlendis KRISTJAN Ragnarsson, formaður LÍÚ, telur það vera alvarlegt mál að nú sé ekkert skip í smíðum fyr- ir landsmenn hérlendis, en flutt hafí verið til landsins nokkur 20 ára gömul skip til endurnýjunar eldri loðnuskipa. Við augum blasi að farið er fram hjá gildandi reglum í þessu efni með því að smíða skip í áföngum. „Þetta er óþolandi ástand og mikil hætta því samfara að við fylgjum ekki þróun í gerð og bún- aði skipa ef við höldum áfram þeim hindrunum, sem við fylgjum nú,“ segir Kristján og vísar til svokall- aðra úreldingarreglna, þ.e. að rúm- metri komi í stað rúmmetra í skipi sem sé endurnýjað. Stjórnvöld skipti sér ekki af stærðum skipa „Telji stjórnvöld afnám reglna hafa of mikla röskun í för með sér, tel ég að taka eigi verulegan áfanga nú þegar til að rýmka reglurnar og marka leið til afnáms þeirra. Við megum ekki gleyma því að ekki hefði komið til sóknar utan lögsögu nema af því að við áttum öflug skip til þeirra veiða sem hafa fært verulega björg í bú. Síðasti aðalfundur LIU sam- þykkti að afnema bæri rúmmáls- regluna. Að sögn Kristjáns var í reynd eðlilegt að hafa þessar reglur meðan kvótakerfið var að festa sig í sessi en nú væru þær alls óþarf- ar. „Það getur ekki verið hlutverk stjómvalda að hlutast til um stærð þess skips, sem viðkomandi útgerð- armaður notar til þess að veiða sinn kvóta. í tímans rás hefur svo margt breyst varðandi aðbúnað skipshafn- ar og varðandi kröfur til þess hvern- ig farið er með físk um borð í skipi að það sem áður átti við, á ekki við lengur.“ Klókindi Norðmanna að vilja tengja loðnusamning við lausn Smugudeilu „Ekkí verði samið á þessum grundvelli“ „ÉG TEL það vera klókindi af Norð- manna hálfu að vilja tengja loðnu- samninginn við lausn á Smugudeil- unni því þeir vita jafn vel og við að engin loðna hefur gengið í Jan Mayen lögsöguna og óttast því að þeir fái ekki áfram gefins mikilvæg- an loðnuafla frá okkur og rétt til þess að veiða hana í íslenskri lög- sögu. Ég tel því ekki koma til greina að semja um veiðar í Smugunni á þeim grundvelli, sem nú er í boði, og betri kostur sé að biða og sjá hver þróunin verður," segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. I máli Kristjáns á aðalfundi LÍÚ kom fram að þorskveiðar okkar í Smugunni í Barentshafi hafi ekki gengið vel í sumar þótt veiðst hafi um 25 þúsund lestir, undirbúningur hafi verið mun meiri en áður og meiru kostað til. Lengi hafi staðið yfir viðræður við Norðmenn og Rússa um takmörkun á Smuguveið- um þótt veiðamar fari fram utan lögsögu ríkjanna. „Nú munu standa til boða samningar, þar sem við skuldbindum okkur til þess að veiða ekki nema 13 þúsund lestir. Þar af heimilist okkur ekki að veiða nema 6.500 lestir í norskri lögsögu og 6.500 í Smugunni. Mjög erfítt yrði að nýta þennan veiðirétt með svo takmörkuðu magni og á tveim- ur hafsvæðum. Á móti þessu gera Norðmenn kröfu í alls óskyldu máli. Þeir vilja fá frekari veiðirétt á loðnu og fá að veiða á svæði, sem þeim j hefur verið lokað vegna sérstakra hagsmuna okkar við nýtingu á loðnu til manneldis. Þannig háttar til að við höfum gert samning við Norðmenn og Grænlendinga um nýtingu loðnu- stofnsins, sem að meginhluta til heldur sig í íslenskri lögsögu og að litlum hluta í grænlenskri lögsögu. Þegar samningurinn var gerður í upphafí, var einnig loðna í norskri lögsögu við Jan Mayen. Þangað hefur engin loðna komið í tíu ár og því fráleitt að endumýja samn- inginn við Norðmenn þegar hann fellur úr gildi vorið 1998.“ ESB á engan rétt á síldinni Kristján sagði að lengi hefði þess verið beðið að norsk-íslenski síldar- stofninn rétti úr kútnum eftir að Norðmenn og Rússar gengu nær því af honum dauðum fyrir 30 árum. Nú hefði stofninn sýnt mikil batamerki og væri farinn að sækja út úr norskri lögsögu þó síldin hafí, því miður, enn ekki gengið nema að litlu leyti inn í þá íslensku. „Is- Iensk stjórnvöld sömdu við Norð- menn, Rússa og Færeyinga um að við veiddum 190 þúsund lestir á þessu ári eða 17% af því sem veiða átti. Ekki tókst nú betur til við stjórnun veiðanna en svo að við skildum eftir 24 þúsund lestir óveiddar. Evrópusambandið, sem aldrei veiddi úr þessum stofni á árum áður, setti sér einhliða kvóta, án nokkurra gildra raka, sem nam 150 þúsund lestum og veiddi nær 200 þúsund lestir. Miðað við að síld- in breytti ekki göngu sinni á þessu ári, verður erfítt að sækja stærri hlut en samið var um á þessu ári. Það hlýtur að vera meginverkefni strandríkjanna að koma ESB út úr þessum veiðum því það á þarna engan rétt.“ Takmörkuð verði sókn í karfa á Reykjaneshrygg Gífurleg átök urðu um skiptingu aflamarks í karfa á Reykjaneshrygg milli þeirra þjóða, sem þar telja sig eiga rétt. Lyktaði þeim deilum með samkomulagi allra aðila nema Rússa, sem mótmæltu samkomu- laginu og hafa veitt án takmarkana á þessu ári. Á vettvangi Norðaust- ur-Atlantshafsfískveiðinefndarinn- ar var samið um veiðar fyrir árið 1996. Veiða má 153 þúsund lestir, þar af komu í okkar hlut 45 þúsund lestir. „Reynslan hefur kennt okkur að koma þarf á fót mun virkara veiðieftirliti en nú er á þessu svæði. Það þarf að fela í sér skyldu til þess að tilkynna um komu á veiði- svæðið og brotthvarf af því. Einnig þarf að gera kröfu til þess að til- kynnt sé daglega um afla og rétt strandríkis til eftirlits. Óviðunandi er að skipum undir hentifána leyf- ist að veiða, þar sem alþjóðlegt samkomulag um veiðistjórnun hef- ur tekist. Ég tel líklegt að sam- komulag takist um lausn þessara vandamála og sókn í karfa á Reykjaneshrygg verði takmörkuð með alþjóðlegu samkomulagi í framtíðinni.“ Takmarka þarf veiðar á Flæmingjagrunni í huga formanns LÍÚ leikur ekki nokkur vafi á að stjórna þarf rækju- veiðum á Flæmingjagrunni, eins og annars staðar, og megum við ekki ætla okkur að þrefalda aflann þeg- ar aðrir sæta takmörkunum. Skyn- samleg nýting svæðisins, sem að öllu leyti liggur utan lögsögu, er mikilvæg fyrir okkur um ókomna framtíð. Islensk skip hefðu veitt rækju á Flæmingjagrunni í fjögur ár og hefði samkomulag tekist inn- an Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar um stjórn á rækjuveiðum á svæðinu fyrir 1996 sem byggst hefði á fjölda sóknar- daga hvers skips. Nú hefði aftur tekist samkomulag um takmörkun veiðanna á næsta ári, sem byggðist á sömu stjórnunaraðferð, þ.e. sókn- arstýringu með úthlutun veiðidaga. Vegna ótta vísindamanna við of- veiði, hafi verið ákveðið að fækka sóknardögum um 10%. Fulltrúar íslands á NAFO-fundinum telja rétt að mótmæla þessu stjórnunarfyrir- komulagi aftur þar sem það sé bæði óhagkvæmt og ómarkvisst og hvorki tekið tillit til stærðar skipa né hvort skip dragi eitt eða tvö troll. „Hinsvegar telja þessir sömu full- trúar að okkur líðist ekki að hafa áfram ótakmarkaða sókn á þessi mið. Þess vegna þurfi að ákveða um leið og fyrirkomulaginu er mót- mælt hvað við leyfum okkar skipum að veiða á næsta ári. Ákvörðun um hve mikið það verði, þarf að vera viðunandi fyrir aðrar þjóðir, að te- knu tilliti til takmarkana þeirra á veiðum eigin skipa. Veiðarnar eru það rýrar nú að vart veiðist fyrir kostnaði. Ekki bætir það rekstrar- skilyrðin að stjórnvöld samþykktu mjög dýrt og óhagkvæmt eftirlits- kerfí fyrir veiðarnar fyrir þetta og næsta ár,“ sagði Kristján. Frjálst framsal í úthafsveiðum Að mati Kristjáns er mikilvægt að frumvarp til laga um veiðar utan lögsögu íslands, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, nái fram að ganga. í því væri ákvæði, sem gerði stjórnvöld- um kleift að stjórna veiðum þótt mótmælt sé stjórnunarfyrirkomu- lagi því sem nú er á Flæmingja- grunni. Einnig tæki það til þess hvernig veiðirétti yrði ráðstafað á grundvelli veiðireynslu, en um það væru ekki allir sammála. „Ég tel sanngjamt að veiðiréttur, sem er tilkominn vegna legu landsins og einnig þegar um er að ræða físki- stofn eins og norsk-íslensku síldina, þá njóti allir veiðiréttarhafar þess ávinnings, sem í þessum veiðirétti felst, að einhveiju leyti, líkt og ákvæði eru um í frumvarpinu. Frjálst framsal þessara veiðirétt- inda er lykilatriði til þess að veið- arnar verði stundaðar með þeim hagkvæmasta hætti, sem völ er á,“ segir Kristján. \ 1 . s I I i I i i < < ( 1 < ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.