Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 47
+ Unnur Björns-
dóttir var fædd
í Miðkoti við Greni-
vík 14. júní 1913.
Hún lést á Horn-
brekku í Ólafsfirði
24. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Kristín
Baldvinsdóttir og
Björn Ólason. Þau
eignuðust fimm
börn.
Hinn 24. október
1936 giftist Unnur
Kristjáni Ingimar
Hallgrímssyni sjó-
manni, f. 9. september 1908,
d. 17. október 1960. Unnur og
Ingimar eignuðust þrjú börn
og eina fósturdóttur. Þau eru:
1) Tryggvi, f. 6. janúar 1937,
kona hans er Esther Júlíusdótt-
Nú er elskuleg amma okkar,
Unnur Björnsdóttir, horfin úr þess-
um heimi. Amma var hvíldar þurfi
eftir erfið veikindi og varla hefur
liðið sá dagur undanfarið að við
ættum ekki von á að hún myndi
kveðja. Samt er sárt þegar kallið
kemur. Margar fallegar minningar
koma upp í hugann þegar við hugs-
um til ömmu.
Við barnabörn hennar höfum tal-
að um að mikið vanti á jólastemmn-
inguna nú seinni árin eftir að amma
hætti að baka laufabrauðið í
Brekku. Við ólumst upp við það að
fyrir hver jól komu fjölskyldurnar
saman til að skera út laufabrauð.
Þegar búið var að skera út og á
meðan við biðum eftir að amma
steikti brauðið, héldum við krakk-
arnir litlu jólin í geymslunni henn-
ar. Þessari jólaskemmtun stjórnuðu
þijú elstu bamabörnin. Oft þótti
ömmu nóg um uppátækin. Sérstak-
lega einu sinni þegar lá við að við
kveiktum í geymslunni. Jóladegi
eyddum við saman, en þá var farið
í Brekku í jólaboð. Þá ræddum við
krakkarnir um jólagjafirnar, en
pakkarnir frá ömmu voru alltaf
sérstakir. Amma var stolt af okkur
barnabörnunum sínum og hafði
uppi myndir af okkur á öllum ald-
ursskeiðum.
Hún hafði gaman af blómum og
var með mikið af þeim bæði inni
og úti. Þrátt fyrir að heilsan væri
farin að bila kraup hún við blóma-
beðin sín og reytti illgresi, því ekki
mátti garðurinn líta illa út. Eitt
sumarið þegar Ingarnir voru litlir
leyfði hún þeim að byggja kofa á
lóðinni. Þeir fengu verkfæri í
geymslunni hennar og svo fjár-
magnaði amma naglakaupin og allt
sem tilheyrði byggingunni.
Amma var spaugsöm og gerði
óspart grín að sjálfri sér. Vorum
við systumar oft búnar að minna
hana á atvik sem átti sér stað fyrir
utan kirkjuna í Hrísey á fermingar-
dag Lindu. Hún var líka félagslynd
og lét fá mannamót framhjá sér
fara. Hún sótti tónleika og var sér-
lega hrifin af Bubba Morthens.
Hinn 24. október fyrir 60 árum
giftist amma afa, Ingimari Hall-
grímssyni, þessi dagur varð síðan
dánardagur hennar og útfarardag-
ur hans fyrir 36 árum. Nú er kom-
ið að kveðjustund og við trúum því
ir og eiga þau þrjú
börn og eitt barna-
barn. 2) Ingibjörg,
f. 29. júní 1939,
hennar maður er
Hallgrímur Sig-
mundsson og eiga
þau tvo syni og tvö
barnabörn. 3)
Kristín Eygló, f. 22.
júlí 1945, hennar
maður er Árni
Kristinsson og eiga
þau fjögfur börn og
þrjú barnabörn.
Halla Grímsdóttir,
fósturdóttir Unnar,
er f. 24. nóvember 1955. Henn-
ar maður er Jósef Kristjánsson
og eiga þau þrjá syni.
Utför Unnar fer fram í Hrís-
eyjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
að amma hafi hitt afa hinum megin
á demantsbrúðkaupsdaginn þeirra.
Minningin lifir um kærleiksríka
ömmu og efst í huga okkar systkin-
anna er þakklæti fyrir að hafa átt
hana og fyrir að fá að hafa hana
svona lengi hjá okkur.
Sérstakar þakkir færum við
Sonju og hjúkrunarfólkinu á elli-
og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku
á Ólafsfirði fyrir að annast hana
síðustu mánuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Alda Lovísa, Ingimar
og Linda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hún amma okkar er dáin. Það
er sárt að missa þá sem maður
elskar og það er sárt að sakna en
nú vitum við að henni líður vel hjá
afa. Þau hafa nú sameinast eftir
36 ára aðskilnað og þáð gerðu þau
á brúðkaupsdaginn sinn. Það hafa
verið hlýir endurfundir.
Þegar við minnumst ömmu kem-
ur fyrst upp í hugann brosmildi
hennar og gleði. Amma okkar var
yndisleg og glaðlynd kona sem var
hrókur alls fagnaðar. Það mun taka
okkur langan tíma að átta okkur
á því að hún mun ekki koma í
kvöldmat heim á Hólabrautina, en
amma var daglegur gestur þar eft-
ir að við fluttum úr Brekku. Það
verður tómlegt að horfa í hornið
hennar þar sem alltaf biðu okkar
hlýir armar ef við höfðum verið í
burtu. Skipti þá ekki máli hvort
það hafði verið um lengri eða
skemmri tíma.
Jólaboðin hjá ömmu voru alltaf
lífleg og það fylgdi því alltaf sér-
stök tilfinning að ganga inn í stof-
una hjá henni á jólunum þar sem
alltaf ríkti mikil gleði. Þá komu
saman öll börnin, tengdabörnin og
barnabörnin og í seinni tíð barna-
barnabörn og áttum við saman
yndislegar stundir. Eins og alltaf
var amma í sínu fínasta. Þrátt fyr-
ir hennar miklu veikindi upp á síð-
kastið bar hún ávallt skartgripi þar
sem hún vildi alltaf líta vel út. Við
minnumst þessara jólaboða með
söknuði.
Þegar við vorum yngri og bjugg-
um á efri hæðinni í Brekku voru
heilu leikverkin sett á svið í geymsl-
unni hjá henni. Þetta sýnir best
hversu mikill bamavinur hún var
að geta alltaf umborið þann ærsla-
gang sem óneitanlega fylgdi þessu
öllu saman.
Það var sárt að horfa upp á veik-
indi þín síðustu vikur þar sem þú
hefur alltaf verið hress og aldrei
kennt þér meins, en samt reyndir
þú alltaf að brosa.
Við biðjum guð að gefa Tryggva,
Systu, mömmu og Höllu styrk á
þessari erfiðu stundu. Við kveðjum
þig, elsku amma, með miklum
söknuði og biðjum guð að blessa
þig. Þú munt alltaf eiga stóran
sess í huga okkar.
Ingimarj Kristinn,
Elín og Omar.
Þótt ég sé látinn, harmið
mig ekki með tánim.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta,
ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur,
en þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur,
og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu.
(Ók. höf.)
Góður Guð taki vel á móti Unni
Björnsdóttur og veiti ættingjunum
styrk í sorg þeirra.
Gunnar Austmann.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
UNNUR
BJÖRNSDÓTTIR
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFURJ. LONG,
Grensásvegi 58,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Kristbjörg Ingimundardóttir,
Jóhannes B. Long, Jóna Friðfinnsdóttir,
Ingiriður Long, Ólafur Eiríksson,
Ingimundur G. Vilhjálmsson, Margrét H. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR JENSSON
prófessor
og fyrrv. forstöðumaður
Blóðbankans,
lést að morgni 31. október.
Erla Guðrún ísleifsdóttir
og börn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI VILBERG,
Rauðalæk 32,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
31. október.
Jónína Magnúsdóttir,
Svandís Árnadóttir, Sævar Jóhannsson,
Gylfi Viiberg Árnason, Soffia Guðlaugsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
STEINUNN VILHJÁLMSDÓTTIR,
Drápuhlíð 2,
Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
fimmtudagsins 31. október.
Jarðarför auglýst síðar.
Vilmar Þór Kristinsson, Unnur I. Gunnarsdóttir,
Marta Konráðsdóttir, Yngvi Pétursson,
Sigrún Konráðsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Steinunn Ósk Konráðsdóttir, Sveinn Orri Tryggvason
og barnabörn.
t
Guðs blessun fylgi öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og ómetanlegan
vinarhug við andlát og útför elskulegs
sonar okkar,
ORRA MÖLLER
EINARSSONAR,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til deildar 11 E og gjör-
gæslu Landspítala (slands, lyfjadeildar I
FSA og Slippstöðvarinnar hf., Akureyri.
Súsanna Jóna Möller,
Einar Guðnason.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við fráfall og útför elskulegs föður okkar, afa og langafa,
GEIRMUNDAR JÚLÍUSSONAR
frá Atlastöðum,
Fljótavík.
Halldór Geirmundsson,
Gunnar Geirmundsson,
Sigurlíni Geirmundsson,
Helgi Geirmundsson,
Ásthildur Geirmundsdóttir,
Baldur Geirmundsson,
Karl Geirmundsson,
Guðný Hermannsdóttir,
Gunnhildur Magnúsdóttir,
Sigríður Sigfúsdóttir,
Erna Magnúsdóttir,
Kristófer Edilonsson,
Karitas Pálsdóttir,
Rannveig Hjaltadóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur ómetanlegan vinar-
hug, stuðning og samúð við andlát og
útför okkar yndislegu dóttur og systur,
EMILÍU AGNESAR
GUÐLAUGSDÓTTUR,
Einigrund 15,
Akranesi.
Hlýhugur ykkar hefur verið okkur ómet-
anlegur styrkur.
Guð blessi ykkur öll.
Valey Björk Guðjónsdóttir, Guðlaugur Sæmundsson,
Guðjón Jóhannes og Birkir Snær.