Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 51 , FRETTIR TÆKNISKÓLI íslands. Opið hús í Tækniskólanum Dagur syrgjend- anna í Dóm- kirkjunni HALDIÐ er upp á 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík um þessar mundir. Af því tilefni er sögusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur og kallast: Kirkja tveggja alda. Á laugardag er þar sögustund kl. 16. Sr. Þórir Stephensen segir frá sr. Jóni Auðuns. I tilefni afmælisins og Tónlistar- daga Dómkirkjunnar verða Orgel- tónleikar Marteins H. Friðrikssonar í kirkjunni laugardag kl. 17. Á sunnudag, allra heilagra sálna messu, er dagur syrgjendanna í Dómkirkjunni. Messa verður kl. 11 í umsjá sr. Hjalta Guðmundssonar. Minning látinna er svo kl. 14 í umsjá sr. Jakobs Ágústs Hjálmars- sonar. Þar gefst tækifæri til að tendra ljós í minningu látinna ást- vina og eiga helga minningarstund. Með degi syrgjendanna er sér- staklega minnt á þann þátt sem Dómkirkjan á í þessum þætti lífs Reykvíkinga. í vor var dagur ferm- ingarinnar og á aðventunni verður á sama hátt dagur skírnarinnar og dagur hjónavígslunnar verður í jan- úar. Sólarmegin á Akranesi SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur útgáfutónleika í sal Grunda- skóla á Akranesi laugardaginn 2. nóvember nk. ki. 15.00. Sólarmegin hefur verið að kynna nýja geislaplötu með íslenskum lög- um og erlendum með nýjum íslensk- um textum, auk nokkurra erlendra laga með upprunalegum texta. Nýir íslenskir textar eru við alls 7 af 20 lögum á disknum. I sönghópnum Sólarmegin eru 10 söngvarar; Hópurinn hefur sungið saman síðan 1990 og haldið tónleika reglulega víða um land,auk þess hefur hann komið fram á skemmtun- um og í útvarpi og sjónvarpi. Basar Hús- mæðrafélags Reykjavíkur HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur heldur sinn árlega basar á morgun sunnudag á Hallveigar- stöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. í boði verður úrval af handa- vinnu og má t.d. nefna sokka, vettlinga, barnapeysur, inniskó, pijónaða og heklaða dúka, jóladúka, allskonar púða svo og svuntur af öllum gerðum og stærð- um, að ógleymdu jólaföndri. Einnig eru á boðstólum lukku- pakkar fyrir börnin sem innihalda ýmislegt smálegt. Allur ágóði af sölu basarmuna rennur til líknarmála. Allra heilagra messa í Breið- holtskirkju FYRSTA sunnudag í nóvember minnast lúthersku kirkjurnar að fornum sið allra heilagra messu en á þeim degi er þeirra látnu minnst. Af þessu tilefni verður sérstök messa í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14. Við þessa athöfn mun Lauf- ey Geirlaugsdóttir, sópransöng- kona, syngja stólvers og tendrað verður kertaljós til minningar um látna. Að messu lokinni verður kaffi- sala í safnaðarheimilinu til stuðn- ings orgelsjóði kirkjunnar. OPIÐ hús verður í Tækniskóla Islands sunnudaginn 3. nóvem- ber milli kl. 11 og 17. Dagskráin verður fjölbreytt, allt nám við skólann verður kynnt. Sett verður upp rannsóknar- stofa í meinatækni, tæknifræði- nemendur sýna skjámyndafor- rit, teikniforrit og sjálfvirkni- búnað, jarðhitahermir verður til Opinn fundur um kvikmyndir OPINN fundur á vegum Kvik- myndahátíðar Reykjavíkur með gestum hátíðarinnar verður haldinn laugardaginn 2. nóvember á Hótel Borg kl. 14. Eftir fundinn er boðssýning í Háskólabíó á mynd Kaurismakis „Amlóði“. Myndin er sýnd í minn- ingu finnska leikarans Matti Pell- enpaa. Á sunnudag verður sýnd í Háskólabíói önnur mynd Mattis Pellenpaa, Bóhemlíf, sem Aki Kaurismaki leikstýrði. Deilt um stöðu ljósa ÁREKSTUR varð á mótum Miklu- brautar og Grensásvegar um kl. 7.20 fimmtudaginn 17. október og greinir ökumenn á um stöðu um- ferðarljósanna. Dodge-fólksbíl var ekið vestur Miklubraut, en strætisvagni frá Almenningsvögnum ekið norður Grensásveg og lentu bílarnir saman á gatnamótunum. Þeir sem varpað gætu ljósi á at- burðinn eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. * Tanja tatara- stelpa í Kringlunni TANJA tataratelpa kemur nú aftur í heimsókn í Ævintýra-Kringluna í dag, laugardag, eftir langt sum- arfrí. Ólöf Sverrisdóttir leikkona samdi þáttinn um Tönju og hefur sýnt hann á leikskólum og víðar. Leikritið hefst kl. 14.30 í dag. Að- gangseyrir er 300 kr. og er þá barnagæsla innifalin. „Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir böm á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ekki er hætta á að börnunum leið- ist, því þar er ýmilegt til gamans gert. Þar er hægt að teikna og mála. Sagðar er sögur og farið í leiki. Stundum hefur verið boðið upp sýnis, röntgentæknar sýna tæki og tól er tilheyra verklegri kennslu, viðhaldsforrit og loka- verkefni nemenda verða kynnt. Gestum gefst kostur á að svífa á alnetinu, Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins og Landsskrif- stofa Leonardo munu kynna starfsemi sina og kór skólans treður upp. Einnig munu út- á leikræna tjáningu og síðan eru leiksýningar vikulega. Ævintýra- Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga," segir í frétt frá Kringlunni. Tónlistar- og fyrirbæna- guðsþjónusta TÓNLISTAR- og fyrirbænaguðs- þjónusta verður haldin í Hafnar- fjarðarkirkju sunnudaginn 3. nóv- ember kl. 18 í tilefni allra sálna messu og allra heilagra messu. Kirkjugestum gefst þá tækifæri til að kveikja á kertum í minningu horfinna ástvina. Natali Chow syngur ásamt kór Hafnarfjarðar- kirkju en organisti er Helgi Péturs- son. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson. Kattholts- dagur í Dýra- ríkinu HALDINN verður Kattholtsdagur í Dýraríkinu, Grensávegi, í dag, laug- ardaginn 2. nóvember. LÍKNARFÉLAGIÐ Þjóðarátak gegn fíkniefnum hefur styrkt ungan tollvörð hjá Tollpóststof- unni, Baldvin Þórisson, til að fara á námskeið í Bandaríkjunum. Baldvin mun dvelja í rúmar tvær skrifaðir nemendur flylja stutt erindi undir yfirskriftinni: Hvað starfa ég í dag? Einnig verða málsháttarleikur og happdrætti þar sem bókaverð- laun eru í boði. Veitingar verða á staðnum, barnahorn fyrir börn- in og gestum boðið upp á safa frá Mjólkursamsölunni og flögur frá Vifilfelli. í fréttatilkynuingu segir að Katt- holtsdagarnir, sem eru ávallt fyrsta laugardag hvers mánaðar í Dýrarík- inu, hafi gengið vonum framar og hafi flestir kattanna sem sýndir hafa verið fengið góð heimili. Vel sé hugsað um kettina í Kattholti, þar fái þeir ekki einungis húsaskjól og mat, heldur séu þeir líka undir eftirliti dýralæknis. Þeir sem ættleiða kött í Dýrarík- inu á laugarag fá veglega matar- gjöf frá 9 Lives sem er sérlegur styrktaraðili og einnig ól og merki- spjald frá Dýraríkinu. Spýta skaust framan á bíl GRÁ Toyota Corolla skemmdist nokkuð þegar spýta skaust undan hjóli annarar bifreiðar og skall á Corollunni. Óhappið varð sl. þriðjudag, 29. október, um kl. 12.40. Toyotunni var ekið eftir hægri akrein á Miklu- braut, milli Kringlumýrarbrautar og Hááleitisbrautar, þegar óhappið varð. Spýtan skaust undan dekki grárrar Daihatsu Charade bifreiðar, sem var ekið á miðrein. Vitni eru beðin um að hafa sam- band við slysarannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík. vikur hjá fíkniefnadeild tollgæsl- unnar í Orlando, sem þykir mjög öflug í baráttunni gegn fíkniefn- um. Það var Svavar Sigurðsson sem afhenti Baldvin farmiðann og dagpeninga til fararinnar. Verður banni við dýratil- raunum frestað? FYRIRHUGAÐ er að banna allar tilraunir á dýrum vegna framleiðslu á snyrtivörum. Bannið á að taka gildi í Evrópu 1. janúar 1998 sam- kvæmt samþykkt Evrópusam- bandsins. Efasemdaraddir hafa heyrst frá mörgum dýraverndarfé- lögum um að bannið verði að veru- leika, því það tekur ekki gildi nema til komi aðferðir sem geti leyst dýratilraunirnar af hólmi. Banninu verður skotið á frest ef nýju aðferð- irnar verða ekki fyrir hendi 1. janú- ar 1997. í tilefni af líklegum fresti á banni við tilraunum á dýrum vegna snyrti- vara stendur The Body Shop fyrir undirskriftasöfnun í búðum sínum í Evrópu með hvatningu til Jacques Santer, forseta Evrópuráðsins, um að fresta ekki fyrirhuguðu banni sem taka á gildi árið 1998. Markmið forsvarsmanna Body Shop er að safna sex milljónum undirskrifta og þar af 20 þúsundum á íslandi. Listana á að afhenda 27. nóvember þegar Evrópuþingið kem- ur saman. Ragnar Blöndal, upplýsingafull- trúi „Body Shop“ á Islandi, segir að listar til undirskriftar liggi frammi í búðum verslunarinnar á Laugavegi og í Kringlunni í Reykja- vík þessa viku á enda. Fyrirlestur um Lúter FYRSTU fjóra laugardagana í nóv- ember mun dr. Sigurjón Árni Eyj- óifsson halda fyrirlestur um Lútei í Víðistaðakirkju. Fyrirlestrar þessir eru hluti af fræðsludagskrá kirkjunnar og munu þeir hefjast kl. 10 árdegis. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. ■ / NORRÆNA HÚSINU verða þrír þættir um Línu Langsokk sýndir sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Sýningin tekur rúmlega 80 mín. og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ■ / FJÖLSKYLDU- og húsdýra- garðinum verða hestar teymdir undir börnum allar helgar fram að jólum frá kl. 13-15. Skemmtidag- skrá verður alla sunnudaga fram að jólum kl. 11-15. Á sunnudaginn verður Sögustund kl. 11. Kl. 15 verður ævintýraleikritið Bangsa- leikur eftir Illuga Jökulsson flutt af leikurunum Stefáni Sturlu og Jakobi Þór í Kaffihúsinu. Bangsa- leikur segir frá Bangsa litla sem hittir ljón, fíl, krókódíl og páfagauk í skóginum og reynir með öllum ráðum að vingast við dýrin. Sunnu- daginn 10. nóvember verður lesin saga kl. 11 en Tijálfur álfur og Minimli koma í garðinn kl. 15. Garðurinn er opin alla virka daga kl. 13-17, lokað miðvikudaga. Opið um helgar kl. 10-18. LEIÐRÉTT Myndlist +4 I myndlistargagnrýni Braga Ás- geirssonar í blaðinu í gær, föstudag er sagt að sýningunni í Stúdíó Bubba. í JL húsinu Ijúki 1. nóvem- ber, það er ekki rétt, henni lýkur 10. nóvember. Er beðist afsökunar á þessum mistökum. Jetz á Tetris í skemmtanarammanum sl. fimmtudag var sagt í myndatexta að hljómsveitin Jetz myndi leika á á veitingahúsinu Tetris á fimmtu- dagskvöld. Það er ekki rétt hljóm- sveitin leikur í kvöld, laugardags- kvöld, og er beðist velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Kristinn Styrktur til utanfarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.