Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGNÝ Ormarsdóttir skólastjóri ásamt gestum. Opið hús á Hallormsstað Egilsstöðum - Nemendur og starfsfólk Hússtjórnarskólans í Hall- ormsstað voru með opið hús þar sem starfsemi skólans var kynnt. Í skól- anum er kennd fatahönnun og fata- gerð og vefnaður. Ennfremur veit- ingatækni sem felst í matargerð og framreiðslu. Auk nemenda skólans hafa nem- endur af ferðaþjónustubraut Menntaskólans á Egilsstöðum, sem taka veitingatækni, aðsetur í skól- anum eina önn. Nýjung í náminu er að nú er einnig boðið upp á nám eingöngu í fatahönnun og fatagerð en slíkt nám er kennt daglega í 6 vikur. Aðsókn að því hefur verið ágæt og nú er að fara af stað annað slíkt námskeið. Á kynningunni var sýndur fatn- aður sem nemendur höfðu hannað og saumað og stykki sem verið er að vinna að í vefnaði. í eldhúsi fengu gestir að smakka mat og voru upp- lýstir um nám í veitingatækni. Verið er að hrinda af stað flokkun á sorpi og jarðgera lífrænt sorp en það er gert í samvinnu við bændur í Valla- nesi. Góð aðsókn er að skólanum, nemendur eru nú 24 talsins, auk þriggja sem taka nám utanskóla. Skólastjóri er Signý Ormarsdóttir. Islenskt - Já takk! á Hvammstanga Drífa hf. framleiðir peysur í þúsunda tali Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson VILBORG Jónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Edda Einarsdóttir við þurrkkassa í prjónadeild. Hvammstanga - Á Hvammstanga er starfrækt saumastofa og pijóna- stofa í eigu Drífu eþf. Fyrirtækið tekur þátt í átakinu ísland, já takk! Baldur Haraldsson framleiðslustjóri segir að fyrirtækið standi í nokk- urri sannkeppni við innflutning pijónavara, en mestur hluti fram- leiðslunnar sé þó seldur erlendis. Hjá Drífu er voðin pijónuð, sniðin og samuðu að öllu leyti. Á innlendan markað fari mest af svokölluðum „norskum peysum". Þær eru prjón- aðar úr norsku kambgarni, í falleg- um litasamsetningum, heilar og hnepptar eða öllu heldur kræktar með málmkrækjum. Aðrar fram- leiðsluvörur Drífu eru framleiddar úr íslensku bandi. Kambgarn er hinsvegar ekki framleitt á Islandi fyrir ptjónavélar. Framleiðsluvörurnar eru seldar í verslunum vítt um land, m.a. í versl- uninni Islandia í Kringlunni og ís- lenskum markaði í Flughöfninni, svo og í öðrum ferðamannaverslunum, en einnig er verksmiðjusala í sauma- stofunni á Hvammstanga. Erlendis fer framleiðslan einkum til Þýska- lands og Noregs, en einnig vítt um Evrópu og allar götur til Japans. Árlega er gefinn út nýr og glæsileg- ur myndalisti yfir allar framleiðslu- vörur, sem sendur er viðskiptamönn- um, og einnig dreift til markhópa. Þrír aðilar eru í verktöku Hjá Drífu á Hvammstanga vinna um 30 manns við framleiðslu, í 23 stöðugildum. Að auki eru 7 manns í þróunar- og söludeild í Reykjavík. Þrír aðilar eru í verktöku hjá fyrir- tækinu. Saumasmiðjan á Skaga- strönd og Saumastofan Þing í Aust- ur-Húnavatnssýslu fá voð frá Hvammstanga og fullvinna peysur, en Saumastofan Strönd á Barða- strönd vinnur ýmsar smávörur úr voðinni. Saumastofan Drífa hf. var stofn- uð árið 1972 og hefur lifað sæta og súra tíma. Fyrir örfáum árum stóð Drífa hf. á erfiðum tímamótum. Þá var ákveðið að lyrirtækið sam- einaðist sölufyrirtækinu Árbliki í Reykjavík. Hvammstangahreppur keypti þá 40% hlutafjár í nýja fyrir- tækinu og einnig verksmiðjuhús Drífu ehf. á Hvammstanga. Nú á líðandi ári hefur hagur Drífu ehf. vænkast svo, að félagið hefur keypt húseignina aftur af sveitarfélaginu. Þá hefur einn hluthafa í félaginu einnig keypt hlutabréf sveitarfé- lagsins að mestu. Að sögn Baldurs Haraldssonar eru stjórnendur Drífu nú nokkuð bjartsýnir á framhaldið og vonast til að geta fært starfs- fólki sínu jólaglaðning, svo sem gert hefur verið á liðnum árum. Morgunblaðið/Theodór MYNDIN er tekin til suðurs yfir spegilslétt Háleiksvatnið sem er í um 539 metra hæð yfir sjó. I októberlok er rétt aðeins er byrjað að grána í hæstu fjöllum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir FRÁ kynningu á íslenskum snyrtivörum í Snyrtistofunni Y1 á Hvolsvelli. Opið hús í Snyrtistofunni Y1 Hvolsvelli - Hjónin Ágústa Guð- jónsdóttir og Guðjón Guðmunds- son sem reka Sólbaðs- og snyrti- stofuna Y1 á Hvolsvelli buðu ný- verið til sín gestum og gangandi í tilefni af átakinu íslenskt, já takk! Sýndu þau húsnæði sitt sem þau hafa verið að gera í stand undanfarið og kynntu einnig ís- lenskar snyrtivörur frá „Purity Herbs“. Nú bjóða þau upp á margskonar þjónustu til fegrun- ar, Ijósabekki, trimmform og Bodyline trimmbekki. Þá munu þau einnig opna gufubað á næst- unni. pjallavötn- in fagurblá Borgarnesi -Við fjallavötnin fag; urblá/ er friður, tign og ró./ í flötinn mæna fjöliin há/ með fannir, klappir, skóg. Þannig orti „Hulda“ eða öðru nafni Unnur Bjarklind. Þetta ljóð gæti vel átt við vatnið Háleiksvatn eða Há- leggsvatn eins og það er einnig nefnt. Vatnið er í mikilli hæð eða um 539 metrum yfir sjávarmáli, upp af Hraunhreppi á Mýrum. Vatnið finnst mörgum vera dul- úðugt. Grjótá fellur úr vatninu niður í Grjótárvatn sem sést grilla í efst til hægri. í því vatni töldu margir sig hafa séð vatna- skrimsli hér áður fyrr. Lóðaframkvæmdir á Kleppjárnsreykjum Grund - Loks fer að sjá fyrir endann á langþráðum lóðafrá- gangi við Grunnskólann á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal. í sumar var boðinn út 1. áfangi lóðarinnar, samkvæmt skipu- lagstillögu Áslaugar Trausta- dóttur, landslagsarkitekts. Hag- stæðasta tilboðið í verkið var frá Jörva hf. á Hvanneyri og var samið við það fyrirtæki 28. maí sl. Verklok áttu að vera fyrir upphaf skóla 1. september sl. en það markmið náðist ekki m.a. vegna þess að malbikunarflokk- urinn sem átti að koma í héraðið um miðjan ágúst kom ekki fyrr en í byijun október vegna auk- inna verkefna á Snæfellsnesi. Nemendurnir eru því trúlega ánægðir, því í staðinn fyrir grófu mölina á hlaðinu er allt orðið slétt og malbikað. Þá er eftir að steypa stéttar en undir þær er lagt snjóbræðslukerfi. Verktak- inn ætlar að drífa þær fram- kvæmdir af á næstu dögum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson FRÁ lóðafrágangi við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.