Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tvguttÞIfifeifc STOFNAÐ 1913 251. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 2. NOVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Minnkandi líkur taldar á stórsigri Clintons í kosningunum í Bandaríkjunum Reuter MÓÐIR Nahums Kurmans faðmar hann áður en honum var birt ákæra um morð á ellefu ára palestínskum pilti. Lát arabadrengs Landnemi ákærður Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSK yfirvöld birtu í gær ákæru á hendur stjórnanda öryggís- mála í byggð gyðinga í grennd við þorpið Husan á Vesturbakkanum, en hann er sakaður um að hafa orðið 11 ára arabadreng, Hilmi Shousha, að bana sl. sunnudag. Maðurinn, Nahum Kurman, ók bíl sínum inn í Husan í leit að drengjum sem kastað höfðu grjóti í bíla gyð- inga. Hann er sagður hafa barið drenginn niður, stigið si'ðan ofan á hálsinn á honum og barið hann í höfuðið með skammbyssuskefti. Drengurinn lést á sjúkrahúsi af heilablæðingu en að sögn lækna varð hann fyrir höggi sem skar í sundur slagæð í hryggjarsúlu. Kurman segir vitnisburð meira en 20 arabískra sjónarvotta rangan, hann hafi alls ekki barið Shousha heldur reynt að lífga hann við og kallað á sjúkrabíl. Bob Dole talinn saxa á forskotið Washington. Reuter. LÍKURNAR á að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, vinni stórsigur í forsetakosningunum á þriðjudag eru taldar hafa minnkað og nokkr- ir fréttaskýrendur spáðu því í gær að Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, fengi meira fylgi en búist hefur verið við. Fréttaskýrendurnir sögðu að svo virtist sem stuðningurinn við Clinton færi minnkandi vegna umfjöllunar fjölmiðla um að demó- kratar hefðu þegið mikla fjármuni af fjármálamönnum frá Asíu. Ross Perot, forsetaefni Umbótaflokks- ins, sé sá sem hafi hagnýtt sér þetta mál best. „Fjáröflunarhneykslið sá fyrir kveikiefninu en Perot kom með neistann," sagði Alfred Tuchfar- ber, sérfræðingur í skoðanakönn- unum við Cincinnati-háskóla. , Lítill munur í Flórída Nýjasta könnun fíeuter-frétta- stofunnar bendir til þess að for- skot Clintons hafi minnkað og sé nú aðeins 5,5 prósentustig. Sam- kvæmt öðrum könnunum er mun- urinn þó meiri, eða 12-16 pró- sentustig. Kannanir í nokkrum ríkjum benda til þess að forskot forsetans fari minnkandi. Til að mynda er orðinn mjög lítill munur á fylgi Clintons og Doles í Flórída. „I hreinskilni sagt tel ég að kosningarnar geti nú farið á hvorn veginn sem er," sagði Tuchfarber, en aðrir stjórnmálaskýrendur vildu ekki taka svo djúpt í árinni. Nokkr- ir þeirra sögðu þó líklegt að Dole tækist að saxa verulega á forskot forsetans síðustu dagana fyrir kosningar. Clinton var með 12 prósentustiga forskot í kosningun- um árið 1992 og sigraði með fimm stiga mun. Repúblikönum spáð sigri Minnkandi stuðningur við Clint- on dregur einnig úr líkunum á því að demókratar fái meirihluta á þinginu. Fréttaskýrendur eru því sem næst allir sammála um að repúblikanar haldi meirihluta í öld- ungadeildinrii og flestir spá þeim sigri í fulltrúadeildinni. Clinton flutti í gær ræðu í Kali- forníu og ræddi þá í fyrsta sinn kröfur um að lögum um fjármögn- un stjórnmálaflokkanna yrði breytt. Hann lagði til gagngerar breytingar á lögunum og tók undir Reuter BOB Dole, forsetaefni repúblikana, hóf í gær fjögurra daga „sigurferð" um 14 ríki í Bandaríkjunum og hyggst ekki unna sér hvíldar fyrr en kosningabaráttunni lýkur. Ferðin hófst í Columbus í Ohio og með honum voru tveir fyrrverandi forset- ar, George Bush (t.v.) og Gerald Ford. tillögu Doles um bann við fjárfram- lögum frá erlendum borgurum. Margir fréttaskýrendur telja þó að forsetinn hafi dregið of lengi að taka af skarið í málinu. „Þögn hans benti til þess að hann væri á einhvern hátt samsekur. Þetta hefur örugglega skaðað hann," sagði Gregory Valliere hjá Was- hington Research Group sem ann- ast stjórnmálakannanir fyrir fjár- málafyrirtæki á Wall Street. ¦ Guðs vUji/21 Reuter Flokki Iliescu spáð ósigri ION Uiescu, forseti Rúmeníu, hef- ur ívið meira fylgi en helsti and- stæðingur hans ef marka má síð- ustu skoðanakannanir fyrir for- setakosningarnar á morgun. Þær benda hins vegar til þess að Jaf n- aðarmannaflokkur hans (PDSR) bíði ósigur í þingkosningum fyrir bandalagi stjórnarandstæðinga, CDR, sem aðhyllast róttækar um- bætur í efnahagsmálum. Iliescu hefur verið við völd í Rúmeníu frá því einræði komm- únista Ieið undir lok árið 1989. Kannanirnar benda til þess að hann hafi um 30% fylgi, fjórum prósentustigum meira en helsti keppinautur hans, háskólakenn- arinn Emil Constantinescu. Sam- kvæmt kosningareglunum þarf frambjóðandi að fá a.m.k. heiming atkvæðanna til að ná kjöri í fyrri umferðinni. Rúmeni heldur hér á mynd af Constantinescu og hrópar vígorð gegn kommúnistum í Búkarest. Her Rúanda ræðst inn í Goma í Zaire Gisenyi. Reuter. HERMENN frá Rúanda réðust í gær inn í Goma í austurhluta Zaire til að aðstoða uppreisnar- menn af ættflokki Tútsa sem reyndu að ná borginni á sitt vald. „Liðsmenn RPA [Föðurlands- hers Rúanda] í herbúningum hafa komið inn í miðborg Goma, á aðaltorgið. Þeir fóru landveg eða yfír Kivu-vatn á bátum," hafði stjórnarerindreki á svæðinu eftir sjónarvottum. „Við erum 110% viss um að RPA er í Goma. Það hefur verið staðfest," sagði annar stjórnarerindreki. Anastase Gasana, utanríkis- ráðherra Rúanda, sagði þó ekkert hæft í því að hermenn rúandíska stjórnarhersins tækju þátt í bar- dögunum í Zaire, en bætti við að herinn væri reiðubúinn að hefna stórskotaárása hers Zaire á Rú- anda. „Við höfum rétt til að verj- ast ef árásir Zaire-hers halda áfram," sagði hann. Stjórn Zaire ákvað í gær að slíta stjórnmálasambandi landsins við Rúanda og tvö önnur ná- grannaríki, Búrúndí og Úganda, sem hún sakar einnig um að hafa stutt uppreisnarmennina. Fyrr um daginn höfðu þúsundir manna flúið frá bænum Gisenyi í Rúanda vegna sprengjuárása hersins í Zaire. Tugir þúsunda Zaire-búa hafa lagt á flótta vegna átakanna í austurhluta Zaire og þar var fyrir um 1,1 milljón flótta- manna frá Rúanda og Búrúndí. Tútsarnir berjast við stjórnar- her Zaire og Hútúa úr röðum flóttafólksins, sem tóku þátt í drápum á allt að milljón Rú- andabúum, einkum Tútsum, árið 1994. Óttast miklar farsóttir Sadako Ogata, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, óttast að enn meiri hörmungar séu yfirvofandi í aust- urhluta Zaire en árið 1994, þegar 50.000 Hútúar, þá nýkomnir frá Rúanda, létust af völdum farsótta í flóttamannabúðunum. Ofsa- hræðsla ríkir meðal Hútúanna og margir þeirra hafa verið á faralds- fæti vegna átakanna í að minnsta kosti viku. Garðar Guðjónsson, kynningar- fulltrúi Rauða kross íslands, sagði í gær að félaginu hefðu því miður borist rangar upplýsingar um að Jón Valfells, starfsmaður Alþjóða Rauða krossins, hefði farið frá Goma í Zaire á fimmtudag til Rúanda. Jón og aðrir starfsmenn Alþjóða Rauða krossins hefðu enn verið í borginni í gærkvöldi og ekkert amaði að fólkinu. Stofnunin liti svo á að starfsmennirnir myndu njóta verndar Rúanda-hers og ráð- gert væri að flytja þá til Gisenyi í Rúanda í dag og þaðan til höfuð- borgarinnar, Kigali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.