Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 02.11.1996, Page 1
88 SIÐUR B/C 251. TBL. 84.ARG. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Landnemi ákærður Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSK yfirvöld birtu í gær ákæru á hendur stjórnanda öryggis- mála í byggð gyðinga í grennd við þorpið Husan á Vesturbakkanum, en hann er sakaður um að hafa orðið 11 ára arabadreng, Hilmi Shousha, að bana sl. sunnudag. Maðurinn, Nahum Kurman, ók bíl sínum inn í Husan í leit að drengjum sem kastað höfðu grjóti í bíla gyð- inga. Hann er sagður hafa barið drenginn niður, stigið síðan ofan á hálsinn á honum og barið hann í höfuðið með skammbyssuskefti. Drengurinn lést á sjúkrahúsi af heilablæðingu en að sögn lækna varð hann fyrir höggi sem skar í sundur slagæð í hryggjarsúlu. Kurman segir vitnisburð meira en 20 arabískra sjónarvotta rangan, hann hafi alls ekki barið Shousha heldur reynt að lífga hann við og kallað á sjúkrabíl. Minnkandi líkur taldar á stórsigri Clintons í kosningunum í Bandaríkjunum Reuter MOÐIR Nahums Kurmans faðmar hann áður en honum var birt ákæra um morð á ellefu ára palestínskum pilti. Lát arabadrengs Bob Dole talinn saxa á forskotið Washington. Reuter. LÍKURNAR á að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, vinni stórsigur í forsetakosningunum á þriðjudag eru taldar hafa minnkað og nokkr- ir fréttaskýrendur spáðu því í gær að Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, fengi meira fylgi en búist hefur verið við. Fréttaskýrendurnir sögðu að svo virtist sem stuðningurinn við Clinton færi minnkandi vegna umfjöllunar fjölmiðla um að demó- kratar hefðu þegið mikla fjármuni af fjármálamönnum frá Asíu. Ross Perot, forsetaefni Umbótaflokks- ins, sé sá sem hafi hagnýtt sér þetta mál best. „Fjáröflunarhneykslið sá fyrir kveikiefninu en Perot kom með neistann,“ sagði Alfred Tuchfar- ber, sérfræðingur í skoðanakönn- unum við Cincinnati-háskóla. Lítill munur í Flórída Nýjasta könnun Reuter-frétta- stofunnar bendir til þess að for- skot Clintons hafi minnkað og sé nú aðeins 5,5 prósentustig. Sam- kvæmt öðrum könnunum er mun- urinn þó meiri, eða 12-16 pró- sentustig. Kannanir í nokkrum ríkjum benda til þess að forskot forsetans fari minnkandi. Tii að mynda er orðinn mjög lítill munur á fylgi Clintons og Doles í Flórída. „í hreinskilni sagt tel ég að kosningarnar geti nú farið á hvorn veginn sem er,“ sagði Tuchfarber, en aðrir stjórnmálaskýrendur vildu ekki taka svo djúpt í árinni. Nokkr- ir þeirra sögðu þó líklegt að Dole tækist að saxa verulega á forskot forsetans síðustu dagana fyrir kosningar. Clinton var með 12 prósentustiga forskot í kosningun- um árið 1992 og sigraði með fimm stiga mun. Repúblikönum spáð sigri Minnkandi stuðningur við Clint- on dregur einnig úr líkunum á því að demókratar fái meirihluta á þinginu. Fréttaskýrendur eru því sem næst allir sammála um að repúblikanar haldi meirihluta í öld- ungadeildinni og flestir spá þeim sigri í fulltrúadeildinni. Clinton flutti í gær ræðu í Kali- forníu og ræddi þá í fyrsta sinn kröfur um að lögum um fjármögn- un stjórnmálaflokkanna yrði breytt. Hann lagði til gagngerar breytingar á lögunum og tók undir Reuter BOB Dole, forsetaefni repúblikana, hóf í gær fjögurra daga „sigurferð" um 14 ríki í Bandaríkjunum og hyggst ekki unna sér hvíldar fyrr en kosningabaráttunni lýkur. Ferðin hófst í Columbus í Ohio og með honum voru tveir fyrrverandi forset- ar, George Bush (t.v.) og Gerald Ford. tillögu Doles um bann við ijárfram- lögum frá erlendum borgurum. Margir fréttaskýrendur telja þó að forsetinn hafi dregið of lengi að taka af skarið í málinu. „Þögn hans benti til þess að hann væri á einhvern hátt samsekur. Þetta hefur örugglega skaðað hann,“ sagði Gregory Valliere hjá Was- hington Research Group sem ann- ast stjórnmálakannanir fyrir fjár- málafyrirtæki á Wall Street. ■ Guðs vilji/21 Her Rúanda ræðst inn í Goma í Zaire Reuter Flokki Iliescu spáð ósigri ION Iliescu, forseti Rúmeníu, hef- ur ívið meira fylgi en helsti and- stæðingur hans ef marka má síð- ustu skoðanakannanir fyrir for- setakosningarnar á morgun. Þær benda hins vegar til þess að Jafn- aðarmannaflokkur hans (PDSR) bíði ósigur í þingkosningum fyrir bandalagi stjórnarandstæðinga, CDR, sem aðhyllast róttækar um- bætur í efnahagsmálum. Iliescu hefur verið við völd í Rúmeníu frá því einræði komm- únista leið undir lok árið 1989. Kannanirnar benda til þess að hann hafi um 30% fylgi, fjórum prósentustigum meira en helsti keppinautur hans, háskólakenn- arinn Emil Constantinescu. Sam- kvæmt kosningareglunum þarf frambjóðandi að fá a.m.k. helming atkvæðanna til að ná kjöri í fyrri umferðinni. Rúmeni heldur hér á mynd af Constantinescu og hrópar vígorð gegn kommúnistum í Búkarest. Gisenyi. Reuter. HERMENN frá Rúanda réðust í gær inn í Goma í austurhluta Zaire til að aðstoða uppreisnar- menn af ættflokki Tútsa sem reyndu að ná borginni á sitt vald. „Liðsmenn RPA [Föðurlands- hers Rúanda] í herbúningum hafa komið inn í miðborg Goma, á aðaltorgið. Þeir fóru landveg eða yfir Kivu-vatn á bátum,“ hafði stjórnarerindreki á svæðinu eftir sjónarvottum. „Við erum 110% viss um að RPA er í Goma. Það hefur verið staðfest," sagði annar stjórnarerindreki. Anastase Gasana, utanríkis- ráðherra Rúanda, sagði þó ekkert hæft í því að hermenn rúandíska stjórnarhersins tækju þátt í bar- dögunum í Zaire, en bætti við að herinn væri reiðubúinn að hefna stórskotaárása hers Zaire á Rú- anda. „Við höfum rétt til að verj- ast ef árásir Zaire-hers halda áfram,“ sagði hann. Stjórn Zaire ákvað í gær að slíta stjórnmálasambandi landsins við Rúanda og tvö önnur ná- grannaríki, Búrúndí og Úganda, sem hún sakar einnig um að hafa stutt uppreisnarmennina. Fyrr um daginn höfðu þúsundir manna flúið frá bænum Gisenyi í Rúanda vegna sprengjuárása hersins í Zaire. Tugir þúsunda Zaire-búa hafa lagt á flótta vegna átakanna í austurhluta Zaire og þar var fyrir um 1,1 milljón flótta- manna frá Rúanda og Búrúndí. Tútsarnir berjast við stjórnar- her Zaire og Hútúa úr röðum flóttafólksins, sem tóku þátt í drápum á allt að milljón Rú- andabúum, einkum Tútsum, árið 1994. Ottast miklar farsóttir Sadako Ogata, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, óttast að enn meiri hörmungar séu yfirvofandi í aust- urhluta Zaire en árið 1994, þegar 50.000 Hútúar, þá nýkomnir frá Rúanda, létust af völdum farsótta í flóttamannabúðunum. Ofsa- hræðsla ríkir meðal Hútúanna og margir þeirra hafa verið á faralds- fæti vegna átakanna í að minnsta kosti viku. Garðar Guðjónsson, kynningar- fulltrúi Rauða kross íslands, sagði í gær að félaginu hefðu því miður borist rangar upplýsingar um að Jón Valfells, starfsmaður Alþjóða Rauða krossins, hefði farið frá Goma í Zaire á fimmtudag til Rúanda. Jón og aðrir starfsmenn Alþjóða Rauða krossins hefðu enn verið í borginni í gærkvöldi og ekkert amaði að fólkinu. Stofnunin liti svo á að starfsmennirnir myndu njóta verndar Rúanda-hers og ráð- gert væri að flytja þá til Gisenyi i Rúanda í dag og þaðan til höfuð- borgarinnar, Kigali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.