Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR GULLFOSS - smíðaár 1915, ganghraði 11,0, farþegafjöldi 74. Ferðasaga Byggð á dagbók Elínar Magnúsdóttur í maí - júní 1925 ÞANN 16. maí 1925 leggja þau hjón Elín Magnúsdóttir og Sveinn Jónsson trésmíðameistari (afí grein- arhöfundar) af stað með Gullfossi áleiðis til Danmerkur, Sviþjóðar og Noregs. Aðaltilgangur ferðarinnar er að heimsækja fæðingarstað Ing- r ólfs Amarsonar í Dal í Dalsfirði, þar sem heitir á Fjöllum, því Sveinn er mikill áhugamaður um Ingólf land- námsmann og sögu hans. 17. maí er komið til Vestmanna- eyja, Arsæll sonur Sveins heimsótt- ur að Fögrubrekku og veitingar þegnar hjá hans ágætu konu Lauf- eyju Sigurðardóttur. Elínu Jósefs- dóttur bróðurdóttur minni skilað til Páls Kolka læknis, en þau hjón höfðu verið beðin fyrir hana til Vestmannaeyja. 18. maí: Komið til Hornafjarðar á hádegi og þar skilað í land þing- manni Austur-Skaftfellinga, Þor- leifí bónda Jónssyni á Hólum. Elín telur nú upp helstu farþega á 1. farrými: Konráð R. Konráðsson læknir (dó í slysi í Bremen 12.7. 1929), Gunnar Árnason cand.theol, frá Skútustöðum, síðar prestur í Kópavogi. Þorkell Clements vél- fræðingur og frú, Vilhjálmur Þ. Gíslason cand. magv síðar skóla- stjóri Verslunarskóla Islands, Sveinn Ólafsson alþingismaður í Firði, Bjöm Kristjánsson alþingismaður, kona Haraldar frænda með bam, tveir synir Sigurðar læknis Magnússonar á Seyðisfírði, Sverrir og Magnús W1 (Elín er systir Sigurðar læknis). Þrátt fyrir mikla þoku tókst að komast til Djúpavogs og var þar fagurt veður og kpmu 3 bátar út á móts við skipið. „í dag tók Konráð læknir myndir á þilfari af Sveini í Firði og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni í glimu, einnig af Vilhjálmi og Birni Kristjánssyni, ennfremur af Ihalds- og Framsóknarflokki, sem vom þeir Björn Kr. og Sveinn í Firði. 19. maí er komið til Fáskrúðs- ijarðar í glaða sólskini og blíðu og heimsækja þau hjón þar Valgerði Björnsdóttur, konu Guðna Stefáns- sonar. Valgerður býr myndarlega og á þijú börn. Á hádegi er komið til Reyðar- fjarðar, en kl. 15.30 er haldið til Eskiijarðar, klukkutíma stím. Sent skeyti til Þuru frænku, sem er 50 ára. Af stað frá Eskifirði kl. 16.45, „Það síðasta, er ég veitti eftirtekt var sýslumaður, Helgi Hermann og einhver þriðji náungi í stutttreyju með loðkraga, leiddust þeir allir góðglaðir upp bryggjuna, er þeir höfðu kvatt Hofmeistara með mikl- um virktum. Næsti áfangastaður er Norð- fjörður og þar vomm við farþegarn- ir spurðir hvar við værum ráðnir, því atvinnurekendur áttu von á landverkafólki að sunnan. Nú er haldið til Mjóafjarðar og þar skilað í land Sveini i Firði, hinum lands- kunna þingmanni. 20. maí: Kl. 6 komum við til Seyðisijarðar, níunda og síðasta viðkomustaðar okkar áður en lagt er upp í ferðina til Norðurlanda. Sigurðar Magnússonar bróður Elín- ar er læknir á Seyðisfírði og býr á „Öldu“. Þar fær Elín skeyti frá I M P E X Sterkf • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman 0DEXIQN SINDRI Tilgangur ferðarínnar var að heimsækja fæð- ingarstað Ingólfs Arn- arsonar. Leifur Sveins- son reifar ferðasögu afa síns og ömmu í fyrri grein sinni af tveimur. HJÓNIN Elín Magnúsdóttir (1877-1933) og Sveinn Jónsson (1862-1947). -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 72 22 Lauru Götzsche, að enginn bati sé hjá Esther systur hennar (báðar eru dætur Sig. læknis). Þau heimsækja sýslumanninn Ara Arnalds, „tók hann okkur mjög vel og býr hann sérlega skemmti- lega“. „Lagt af stað frá Seyðisfirði kl. 11.30 og fannst mér þá ferðin byijuð fyrir alvöm.“ 21. maí: „Uppstigningardagur. Töluverður stormur, ég alltaf í rúm- inu, en maðurinn minn situr uppi og spilar brids við Gunnar Árnason, Þorkel Clements og einhvern Akur- eyrarbúa, sem ég veit ekki nafn á. Dagurinn er langur og tilbreyting- arlaus.“ 22. maí: „Erum á ferðinni, alltaf stormur, en skipið fer að mínu áliti vel í sjó. Lóðs tekinn við Noreg kl. 24. 23. maí: „Vöknum í Bergen í guðdómlega fögru veðri. Förum í land, hittum Skúla Skúlason rit- stjóra, sem leiðbeinir okkur um borgina, m.a. upp til Flöjen. Berg- enbúar ekki haft jafn fallegt vor í 20-30 ár, enda gróður sem um hásumar. Vilhjálmur Þ. Gíslason skilur við okkur í dag, fer með járn- braut til Osló. Sjáum við mikið eft- ir að missa hann af skipinu. Hér á ég hægt með að skilja, að menn vilji hafa stuttan vinnudag, því hér er unnið, hvorki staðið né glápt á fólk, þó framhjá gangi eða alltaf verið að taka í nefið“. „Lögðum á stað frá Bergen um kvöldið í ágætu veðri, en helst til orðið skuggsýnt til að sjá útsiglinguna, fórum því í rúmin.“ ELÍN Magnúsdóttir ásamt Völundarbræðrum við heimili þeirra í Kirkjustræti 8 b árið 1928. Haraldur og Sveinn Kjartan stand- andi. Elín heldur á greinarhöfundi. Richard, vel leikið og sungið. 30. maí sjá þau á Kgl. „Man kan hvad man vil.“ 31. maí hvítasunnudag er farið í messu hjá pastor Fenger í Holmenskirkju. Á annan í hvíta- sunnu hlýða þau á sr. Richard í Garnisonskirkjunni, en það er sá sami, sem bannaði KFUM-mönnum að hafa Harald Níelsson í stjórn KFUM. Þau heimsækja konu Carl Nielsen tónskálds, hina merku lista- konu og myndhöggvara, sem þá vann að gerð styttu Kristjáns IX á hestbaki. Jón Guðbrandsson for- stjóri Eimskipafélags íslands hf. í Kaupmannahöfn býður þeim í mat. Þau skoða söfn og dýragarðinn, hitt þar bróðurson Ara Arnalds (gæti verið Ingólfur Kristjánsson tollvörður?) Esther frænka Elínar deyr meðan þau eru í Kaupmanna- höfn og fylgja þau henni til grafar í Ringsted. Þau fara með Jóni Guð- brandssyni til Frederiksborg, þar sem „Riddarasalurinn er eitt af því fegursta, er við sáum á okkar leið“. 8. janúar halda þau upp á sjöunda giftingardaginn með því að bjóða Jóni Guðbrandssyni og konu hans til miðdegisverðar í Tivoli. 9. júní förum við með lest til Helsingör. Danmerkurdvöl lokið. 24. maí: „Veðrið ct gott, þó kom- inn sé dálítill kaldi. í nótt dó yfir á II farrými frú Schalek, kona manns, sem var í Völundi, á leið til Dan- merkur með íjölskyldu sína. Gunnar Árnason hefur ljársöfnun handa Schalekfjölskyldunni og safnast kr. 620. Elín lýkur dagbókinni 24. maí þannig: „Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál." 25. maí: „Fórum framhjá Skag- anum kl. 5. Allir eru á fótum og enginn nefnir sjóveiki, veður femur gott. Fyrsti íslendingurinn, sem við sjáum í landi (Kaupmannahöfn) og sem heilsar okkur er Jón Svein- björnsson konungsritari. Júlla (Júl- íanna Sveinsdóttir listmálari, dóttir Sveins Jónssonar) kemur niður að skipi til að taka á móti okkur og búum við fyrst um sinn hjá henni. Niður við skip voru einnig Árni og Kata (Árni Pétursson læknir og Katrín kona hans) ásamt fleiri ís- lendingum, sem við þekktum. II. í Kaupmannahöfn dagana 26. maí - 9. júlí 1925. Hér verður farið fljótt yfir sögu. Það er ótrúlegt hvað þau hjón kom- ust yfir að skoða á þessum hálfa mánuði. Fyrsta daginn á landsleik í knattspyrnu milli Dana og Eng- lendinga, jafntefli 2:2. Annan daginn í Konunglega leik- húsið að sjá „Dýragarð hinna fá- tæku“ og Kopelíu að viðstöddum Kristjáni X. Circus næsta dag þann 28. maí en strax þann 29. maí enn á Kgl: „Drot og Marsk“ eftir Chr. III. Þau kom til Mölle í Svíþjóð þann 9. júní og taka sér gistingu á Hótel Mölleberg. Heimsækja vinafólk Júllu í Björkeröd, Svanehjónin. Halda síðan áfram til Hássleholm og gista þar. 11. júní er haldið með lest til Stokkhólms. Koma til Stokk- hólms kl., 19 og gista á Hótel Cont- inental. Daginn eftir er tekinn bíll út á Skansinn og þar leið dagurinn áður en þau vissu af. Þau fara frá Stokkhólmi til Laxá þann 14. júní. Okkur leið vel í Laxá, góð gisting þar og lagt af stað þaðan um há- degi. Frá Laxá héldu þau til Kílar um Karlsstad og tóku gistingu á járnbrautarhótelinu. Nú eru þau á þeim slóðum, sem Gösta Berlings- saga gerist, þar á meðal Ekelund. Okum í gegnum Sunne og á bað- stað þann, sem Entervik heitir. 17. júní fara þau eldsnemma á fætur og um borð í bátinn „Gösta Berl- ing“, sem er gufubátur, sem feijar á Frykensjön ásamt.öðrum, er nefn- ist „Selma Lagerlöf“. Frá Kíl leggja þau síðan af stað til Osló kl. 16.41. Þau ná til Osló um kvöldið og taka sér gistingu á Missionshóteli í Kirkegaden. Höfundur er lögfrædingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.