Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 43
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 43 SJÓNMENNTAVETTVANGUR | grafít og kalksteinn. Einfaldar líf- verur þróast í sjónum, svo sem þör- ungar, sveppir og bakteríur; einnig finnast merki um fyrstu dýr, svampdýr og orma. Loftslag var breytilegt allt tímaskeiðið. Eg set lesanda inn í þennan al- menna fróðleik, til að hann átti sig á því hve það tók náttúruna langan | tíma að þróa hinn vitiborna mann, homo sapiens sapiens, sem þó er kannski afdrifaríkt víxlspor í líf- | keðjunni. Engin lífvera hefur um- turnað henni í jafn ríkum mæli, og er jafnframt hin eina sem gef- inn er hæfileiki til að tortíma öllu saman. Hve maðurinn er svo full- komin smíð og sköpun hans mikið undur er sýnt í nýrri deild þar sem þróunarferlinu er fylgt frá því sæðisfruma fijóvgar egg og þar | til jóðið kemur í heiminn. Og eins og til að undirstrika þetta mikla . kraftaverk, er þar glerkassi með I fíngerðum fjörusandi í glerkassa og fylgja þær upplýsingar, að eitt sandkorn sé fimm þúsund sinnum stærra en mannsfruman! í næsta nágrenni er ein fruma sýnd í stækkuðu formi og þá fer að fara um skoðandann, því að innri gerð hennar og bygging er meistaraleg smíð náttúrunnar með nákvæmt | afmörkuðum hólfum og göngum. Frumurnar gegna svo sérstöku Imörkuðu hlutverki og loks er það tiltölulega ný uppgötvun, að ekki sé um vægðarlaust kapphlaup sæð- isfruma að ræða að frjóvga eggið, heldur vel skipulagt ferli sem flyt- ur einungis 6 frumur alla leið sem hver fyrir sig hefur vísast mögu- leika til að verða hin útvalda. Tíminn og fjarlægðirnar eru sem sagt innra með okkur, þótt sjálf lif- I um við örskamma stund, hins vegar vinna frumrunar sitt verk, jafnt til ■ sóknar og varnar, heilla og óheilla, ’ knúðar áfram af sama reginafli og ræður gangi himintungla og sól- kerfa. Þær eru undirstaða alls lífs á jörðu hér, búa í öllu kviku ofar jörðu sem neðar, jafnt grunnsævi sem undirdjúpum meginhafa. Upphaf þess að náttúrusagan varð að markvissri vísindagrein á (seinni tímum er okkur er byggjum norðurhjarann nokkuð skylt, því hana má að hluta rekja til Danans | Nicolaus Steno, eða réttara Niels Steensen (1638-96), sem var nátt- úrufræðingur og seinna postullegur staðgengill fyrir n. Þýskaland, titl- aður biskup. Frumkvöðull „paleon- tologi", sem hefur með jarðmyndan- ir frá Paleósen að gera, frá fyrsta skeiði tertíertímabilsins. Sagan seg- ir að hann hafi verið við rannsóknir Íí fjöllunum fyrir ofan Flórenz og Fiesole. Þar urðu á vegi hans stein- gervingar af fiskum og öðrum sjáv- | arlífverum og þá rann upp fyrir honum, að hið blómlega hérað hafi legið undir vatni fyrir ómunatíð. Það reyndist svo hafa verið fyrir 67-58 milljónum ára, en þá kom að því að grunnhöf þomuðu smám saman upp. Norður-Atlantshaf tók að opnast. Klettafjöllin risu og rofn- uðu sem fyrr. Pjöldi smávaxinna, / frumstæðra spendýra komu fram. i Nútímafuglar fóru að fá á sig mynd, j fyrstu prímatarnir, forfeður manns- I ins, komu fram og milt loftslag var ríkjandi. Daninn Nils Steensen var merkilegur maður og hans er einn- ig minnst fyrir að hafa fyrstur manna uppgötvað eyrnavatns- og tárakirtlagöngin, sem nefnd eru eftir honum „Stenogöngin". Seinna dró hann sig úr skarkala heimsins, eins og það er nefnt, gerðist munk- f ur og meinlætamaður og sögur J segja að hann hafi látist úr næring- j arskorti við öfgakenndar trúariðk- f anir. Danir láta ekki að sér hæða í visindum og í beinu framhaldi af því sem áður var minnst á um stærðarmun á sandkomi og frumu, má nefna að í Tækniháskólanum í Lyngby voru menn að ljúka við smíði minnstu nálar í heimi, sem einmitt er 5000 sinnum minni en í? mannshár og leysir væntanlega af í hólmi dýran rafeindabúnað í tölv- á um. Gerir mönnum kleift að varð- " veita efni og lesa á tölvu á nákvæm- í'----------------------------------- SNEIÐ af kalksteini með kuðungslaga skeljum, ammonshornum, frá miðlífsöld, 285-67 milljón árum. FISKURINN „Latimeria chalumnae", er meðal furða safnsins, en hann var talinn útdauður. VÍSINDASAFNIÐ lega sama hátt og nál á grammó- fóni spilar LP plötur. Einnig hafa Danir fundið upp tæki sem gerir blindum mögulegt að átta sig betur á næsta umhverfi, tengt við gervi- hnetti sem að öðru jöfnu munu notaðir til hemaðarþarfa! Náttúrusagan og vísindin láta ekki að sér hæða, og eitthvað er þetta ólíkt vinnubrögðunum sem maður sér yfirleitt á sýningum sem flotta sig með vísindahugtakinu. En það sem vísindi í listum og mörkuð rökfræði byggist að sjálf- sögðu á, er að allt sem maðurinn skapar sé afkvæmi þess tíma sem hann lifir og hrærist í. Af þeim sökum verða menn jafnt að vera meðvitaðir um myndlíkingar, gervi/glingurlist, og einhæfa áróð- urslist sem list hámenningar. Þetta eru allt afkvæmi aldarinnar og mik- ilvægt að átta sig á því og meðtaka af sama umburðarlyndi og þeir í Frans gera á Orsay safninu í París varðandi list 19. aldar. Vísa má til, að höfuðpaurar heimspeki skyn- semistrúarinnar, Réne Descartes, Baruch de Spinoza og Gottfried Wilhelm von Leibniz, lögðu ekki fram neina kennisetningar í listum, en á hugmyndum þeirra grundvöll- uðu seinni tíma heimspekingar kenningar sínar um kerfisbundna heimspekilega fagurfræði 18. aldar. Alfræðingurinn Denis Diderot, sem er nefndur faðir nútíma listrýni, varaði líka við hættunni á að list yrði kennisetningum og heimspeki að bráð, með þeim tákræna fram- slætti, að enginn ætti að skilgreina og rýna í myndlist, sem ekki hefði stungið þumalfingrinum í pallettið, þ.e. litabakkann. Landi hans og starfsbróðir í alfræðinni, Jean d’Al- embert, ásamt Þjóðverjanum Gott- hold Ephraim Lessing, undirstrikaði svo sjálfstæði listamannsins and- spænis reglum byggðum á rökfræði skynseminnar. Nútímarýni byggist svo í sívaxandi mæli á greiningu innihaldsins og táknfræði líkt og gert er í bókmenntum sbr. „semiot- ik“ Umberto Ecos. Má þó vera umdeilanleg aðferð vegna þess að heimspekigrunnurinn er nokkuð annar í bókmenntum en sjónlistum, eða svipað og í náttúrusögu og nútímavísindum, þótt ótvíræður skyldleiki sé fyrir hendi. Sálgrein- ing í anda Freuds og fleiri er einn- ig hluti núlista, sbr. „súrrealism- ann“ og dregið saman í hnotskurn getur engin ein þjóð né land eignað sér alfarið hræringar í samtímalist, því hún er afleiðing langrar þróun- ar, spegill og endurvarp hennar. Jafnframt skulu menn ekki gleyma efnafræðinni sem á meiri þátt í ljósi og litbrigðum málverka áhrifastefn- unnar „impressjónismans" og hins úthverfa innsæis „expressjónism- ans“ en listamennirnir sjálfir. Á þann veg eru listamennirnir börn síns tíma en annað mál er svo, að til eru þeir einstaklir.gar sem skynja tímana á raunsærri hátt en aðrir. Búa yfir eins konar innbyggðu móttökutæki sem líkt hefur verið við radar og ófreskigáfu, sem hægt er að þroska en ekki kenna né al- hæfa og menn skilgreina sem sköp- unargáfu. Það er svo annað mál, að sumar þjóðir eru öðrum snjallari að styrkja, efla og jarðtengja ímynd sína inn og út á við, og nota öðru fremur listir og hámenningu því til fulltingis. Lesandi skilur nú væntanlega áhuga skrifara á að kynna sér þessi tvö söfn í ljósi rök- fræði tímanna í myndlist. Og fram- ar öllu öðru vegna þess hve heims- sagan er orðin aðgengileg og skemmtileg á nýrri tímum með aðstoð hátækni og með nýjum hug- myndum um lifandi aðgengi á söfn. Á náttúrusögusafninu var að þessu sinni áhersla lögð á vistkerfið með magnaðri sýningu þar sem há- tæknin var nýtt til hins ýtrasta til að gera sviðsmyndina mikilfeng- lega. Er til efs, að nokkur leiksýn- ing eða kvikmynd komist með tærnar þar sem er sjálfur blákaldur raunveruleikinn ásamt magn- þrungnu sköpunarferli náttúrusög- unnar. Öllu sem tengist jarðsögunni er þannig leitast við að gera skil á þessu mikla safni, hið mikilfeng- legasta er hvernig náttúran þróar og mótar fyrirbæri sín. Tími, rými, umhverfi og loftslag umbreyta gróðurfari, þróa og herða mýkstu jurt, og hér eru 225 milljóna ára risatré sem hafa umbreyst í stein, þéttan og gljáandi sem marmara, einna skilvirkasta dæmið. Gefst tækifæri til að kaupa egglaga sýnishorn í safnversluninni á jarð- hæð, og þar sér meira en greini- lega móta fyrir árhringjum. Vísindasafnið greinir svo frá þróun mannlegs hugvits á síðustu öldum og fram til dagsins í dag, frá uppgötvun hjólsins til geimvís- inda og ofurtækni, en á þeim vett- vangi eru öll fyrirbæri byggð og mótuð á lögmálum náttúrunnar. Maðurinn getur þó vel að merkja ekki líkt eftir öllum furðum og leyndardómum náttúrunnar, því sólarljósið er ekki hægt að nota beint í efnafræðilegu þróunarferli innan lifandi hluta, einungis græn- ar plöntur geta unnið úr sólarljós- inu sem veitir sér í gegnum frumur þeirra og vinnur úr þeim hagnýt efnasambönd. Á þann veg hefur náttúran yfirburði yfir manninn og getur hægilega refsað honum fyrir oflæti sitt og skammsýni, því jörð- in með öllu því sem hún rúmar er líkust frumu sem er fimm þúsund sinnum minni en fíngerðasta sand- korn í risavöxnu gangverki al- heimsins. Farsælast er væntanlega að vinna í auðmýkt með vistkerfi jarð- ar en ekki gegn því, einnig að lista- menn miðli undrum sköpunarverks- ins, telji sig ekki yfir þau hafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.