Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 17 Hækkun verðs á olíu lokið í bili? London. Reuter. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði varð stöðugra í gær eftir lækk- un í kjölfar hækkana sem leiddu til hæsta verðs í sex ár. í London varð lítil breyting á desemberverði Norðursjávar- olíu, sem seldist á 22.67 dollara skömmu eftir opnun. Olía seldist grimmt í New York og London á fimmtudag, því að ekki var talið líklegt að viðmiðunarverð færi aftur í 25,06 dollara eins og fyrir hálf- um mánuði þegar það var hæst. Verðið lækkaði um 90 sent á fimmtudag og hefur lækkað um rúmlega 2 dollara á tveimur vikum, en er enn 5 dollurum hærra en fyrir tveimur árum. Sérfræðingar telja að fjár- festar hafi komizt að þeirri nið- urstöðu að birgðir af olíu til upphitunar í Bandaríkjunum séu að aukast. McDonalds semur við Royal Greenland SAMNINGUR hefur verið gerð- ur milli McDonalds í Þýskalandi og Royal Greenland í Græn- landi um kaup á 380 tonnum af rækju sem velt hefur verið upp úr brauðmylsnu. Boðið verður upp á rækjurn- ar í 650 veitingastöðum McDonalds í Þýskalandi í söluá- taki sem er fyrirhugað á vor- mánuðum ársins 1997. Söluá- takið stendur í sex vikur og á þeim tíma mun grænlenska fyr- irtækið verða kynnt á veitinga- stöðunum. Rækjurnar verða unnar í verksmiðju fyrirtækisins í Maniitsoq í Grænlandi. Royal Greenland hefur áður gert samning við McDonalds í Frakklandi og Þýskalandi, með- al annars um kaup á soðinni rækju. 12,7% Frakka án atvinnu París. Reuter. FRÖKKUM án atvinnu fjölgaði um 27.000 í september og hefur atvinnuleysi aldrei verið meira í Frakklandi Þar með eykst vandi ríkis- stjórnar, sem verkalýðsfélög saka um að kæra sig kollótta um atvinnuleysi vegna áhuga á að uppfylla skilyrði fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu. Fjölgun atvinnulausra var nánast tvöfalt meiri en hag- fræðingar hafa spáð og hefur verkamönnum án atvinnu íjölg- að í 3.112,800, eða 12,6% mið- að við 12,5% í ágúst. VSK-víxlar fyrir 3,8 milljarða ÁVÖXTUNARKRAFA á svo- kölluðum VSK-víxIum til 95 daga hækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Alls var tekið tilboðum fyrir 3,8 milljarða króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki ís- lands einn milljarð á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 7,13% en var 7,12% í síðasta útboði á VSK-víxlum þann 16. október sl. Viðskiptasendinefnd til Hull Samningur um gagnkvæma fyrirgreiðslu UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um náið samstarf (Busi- ness Network Partnership Agree- ment) Félags íslenskra stórkaup- manna (FÍS) og Hull Economic Development Agency, stofnunar stjórnvalda í Hull í Englandi sem stuðlar að efnahagsuppbyggingu og því að treysta samkeppnisstöðu Humberside-svæðisins í Norður- Englandi. Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri FÍS, sagði að með þessu samkomulagi skuldbyndi FÍS sig til að veita fyrirtækjum í Hull sömu fyrirgreiðslu hér á landi og veitt er félagsmönnum í FIS. Hull Economic Development Agency (HEDA) í Hull mun veita íslenskum fyrirtækjum sömu fyrirgreiðslu og stofnunin veitir nú fyrirtækjum í Hull. í greinargerð með samkomulag- inu segir að fjárhagsleg velgengni einstakra svæða í Evrópu muni í náinni framtíð byggjast á því að lítil og meðalstór staðbundin fyrir- tæki færi út starfsemi sína til ann- arra svæða. Til að stuðla að þeirri þróun hefur efnahagsþróunarstofn- un Hull gert samning um samstarf við FÍS. Þetta er annar samningur- inn af þessu tagi sem undirritaður er, en fyrst sömdu yfirvöld í Hull við Finna. Opin og greið samskipti Samkvæmt samningnum skuld- binda aðilar sig til að eiga frum- kvæði að, styðja og hvetja til efna- hagslegrar uppbyggingar hvor á sínu starfssvæði. Einnig að byggja upp og reka víðtækan gagnagrunn, sem geymir upplýsingar um fyrir- tæki og aðrar fjármálaupplýsingar. Aðilar munu gæta þess að greiða JIM Mulgrove, borgarstjóri í Hull og formaður HEDA, Phil Hall, starfsmaður HEDA, og Stefán S. Guðjónsson, framkvæmda- sljóri FIS, við undirritun samkomulagsins. fyrir miðlun upplýsinga og nafna tengiliða. Hvatt er til stuðnings við smá og meðalstór fyrirtæki á starfs- svæðum beggja samningsaðila. Aðilar munu veita fyrirtækjum frá öðrum starfssvæðum jafn mikla aðstoð og sínum eigin skjólstæðing- um. Þá skuldbundu samningsaðilar sig til að vinna að áberandi kynn- ingar- og auglýsingaherferð, hvor á sínu starfssvæði, til að kynna markmið og kosti viðskiptanets framtaksins (Business Network In- itative). Undirritun samkomulags- ins var liður í heimsókn 18 manna viðskiptasendinefndar frá íslandi til Humber-svæðisins sem lauk á fimmtudag. Fulltrúar íslenskra fyr- irtækja hittu fulltrúa fyrirtækja á Humberside-svæðinu, bæði til að kanna með stofnun nýrra viðskipta- sambanda og að treysta gömul. Þá sat hópurinn veislur borgarstjórans í Hull og borgarstjórans í North East Lincolnshire (Grimsby). Ávöxtun lífeyriss og starfsmanna Iftfíl ríkisbankanna IH!h jóða opinberra starfsmanna © !* Höfuðstóll 1 31/121995 ' milljónirkr. Raun- ávöxtun m.v. NV*’ Hrein raun- vöxtun'* Lífeyris- byrði*3 Kostn. sem hlutf. af iðgj.'4 Fjöldi sjóð-, félaga Fjöldi lífeyris- 5 þega'5 Eftirlaunasj. starfsm. Búnaðarbanka ísl. 1.795,50 9,29% 9,27% 38,9% 0,28% 590 97 Lífeyrissj. starfsm. Reykjavíkurborgar 1.797,90 8,33% 8,16% 70,1% 1,31% 3.596 1.131 Lífeyrissj. starfsm. Kópavogskaupstaðar 761,7 8,21% 8,21% 49,7% 0,00% 355 89 Lífeyrissj. starfsm. Akureyrarbæjar 651,6 7,10% 6,74% 108,2% 4,97% 465 120 Eftiriaunasj. Hafnarfjarðarkaupstaðar 653,6 6,74% 6,23% 43,8% 6,72% 408 110 I Lífeyrissj. hjúkrunarkvenna 3.472,90 6,54% 6,37% 46,3% 2,27% 1.963 246 | Lífeyrissj. Akraneskaupstaðar 516 6,53% 6,40% 78,9% 3,04% 216 75 I Lífeyrissj. starfsm. Húsavíkurbæjar 195,8 6,31% 5,78% 56,7% 12,67% 71 30 fj Lífeyrissj. starfsm. ríkisins 22.191,20 6,18% 5,93% 112,0% 2,61% 18.853 5.043 | Eftirlaunasj. Landsbanka og Seðlabanka 5.840,90 5,92% 5,67% 40,7% 4,71% 1.463 211 1 Eftirlaunasj. Kefiavíkurkaupstaðar 290,2 5,64% 5,33% 68,1% 3,77% 207 41 I Lífeyrissj. Neskaupstaðar 132,9 5,56% 5,27% 84,0% 6,77% 42 20 S Lífeyrissj. starfsm. Vestmannaeyjabæjar 97,8 4,20% 3,41% 137,2% 5,51% 179 67 | Lífeyrissj. alþingismanna 0 - - 105,5% 2,43% 69 127 2= Lífeyrissj. ráðherra 0 ishwhwi - 90,2% 16,66% 9 25 1 *1) Ávöxtun á medalt. hr. eignar sjódsins á árinu. Verðl.breyt. reikn. m. v. neysiuv. visit (r1,62%) ‘2) Raunávöxtun m. v. neysiuverðsvisit, þar sem rekstrarkostn. er dreginn frá tjármunatekj. ’3j Liteyrisgr. sem hlutf. af iðgj. ’4) Kostnaður (rekstrargj. ■ rekstrartekj.) sem hlutf. at Iðgj. ’Sj Fjöldi i tebrúarmánuði Mismunandi ávöxtun opinberra tífeyrissjóða AVÖXTUN lífeyrissjóða opinberra starfsmanna og ríkisbankanna er mjög mismunandi og er munurinn allt að því tvöfaldur á þeim sjóðum þar sem best er ávöxtunin og þar sem hún er lökust á árinu 1995. Þá er ávöxtunin hjá þeim hæstu einnig mjög góð í samanburði við ávöxtun sameignarsjóða án ábyrgð- ar launagreiðenda. Þannig eru þrír hæstu sjóðirnir með hreina raun- ávöxtun á bilinu 8,16-9,27%, en einungis tveir sameignarsjóðir af rúmlega fjörutíu náðu því að vera með hreina raunávöxtun yfír 8% á árinu 1995. Þessar upplýsingar má finna í skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um rekstur lífeyrissjóðanna á árinu 1995. Þar kemur fram að raunávöxtun Eftirlaunasjóðs starfs- manna Búnaðarbanka Islands mið- að við hækkun neysluverðsvísitölu var 9,29% á árinu 1995 og lækkar lítilega þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá eða í 9,27%, vegna lágs rekstrarkostnaðar en hann er einungis 0,28% af iðgjöld- um ársins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á þessi háa ávöxt- un sér þær skýringar að hluti af skuldbréfaeign bankans var endur- metin í reikningum ársins, en sam- kvæmt reglugerð sjóðsins getur hann einungis ávaxtað fé sitt i ríkis- skuldabréfum eða skuldabréfum með bakábyrgð ríkisins. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóð- ur starfsmanna Kópavogskaupstað- ar eru einnig með mjög góða ávöxt- un á síðasta ári. Raunávöxtun mið- að við hækkun vísitölu neysluverðs hjá fyrrnefnda sjóðnum var 8,33%, en 8,16% þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá. Ávöxtun síðarnefnda sjóðsins var 8,21% og hrein raunávöxtun sú sama þar sem rekstrarkostnaður telst ekki hafa verið neinn á árinu. Yfir 8% síðustu þrjú árin Magnús Bjarnason, forstöðu- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogskaupstaðar, sagðist þakka þennan góða árangur því að þeir væru mjög vakandi yfir öllum möguleikum á markaðnum til góðr- ar ávöxtunar. Þó væru engin hluta- bréf inn í þessum tölum. Þá hefðu þeir hætt að lána sjóðfélögum fyrir 4-5 árum síðan og þau sjóðfélagalán sem væru frá því fyrir þann tíma bæru öll meðalvexti banka og spari- sjóða að frádregnu einu prósentu- stigi. Ávöxtunin á síðustu þremur árum hefði verið mjög góð og verið yfír 8% öll þau ár. Það hefði gert að verkum að staða sjóðsins hefði batnað ár frá ári og samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt stæði sjóðurinn nú undir 70% af áföllnum skuldbindingum sínum, en sam- svarandi tala hefði verið 58% fyrir þrejnur árum síðan. Ávöxtun annarra opinberra sjóða er til muna lakari en þeirra sem að framan greinir og ef lífeyrissjóð- ir ráðherra og alþingismanna eru undanskildir eru 6 af 13 sjóðum með hreina raunávöxtun lægri en 6% og sýnu lökust er ávöxtunin hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar. Sjóðirnir eru einnig mjög mismun- andi að stærð. í smæstu sjóðunum eru sjóðfélagar einungis fáeinir tug- ir, en í þeim stærsta, Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, er sjóðfélag- ar nær 19 þúsund og lífeyrisþegar rúm 5 þúsund. Þá er rekstrarkostn- aður sjóðanna sem hlutfall af ið- gjöldum einnig mjög mismunandi, allt frá því að vera enginn og upp í það að vera hálft sautjánda pró- sent hjá þeim sem hæstur er. Vinnuveitendafélag Vestfjarða 4af5 stjórnar- mönnum nýir FJÓRIR af fimm nýkjörnum stjórnarmönnum í Vinnuveitenda- félagi Vestfjarða komu nýir inn í stjórn félagsins á aðalfundi þess nýlega, en stjórn félagsins hefur verið óbreytt um áratugaskeið. Báðust þeir sem voru í stjórninni undan endurkjöri, en meðal þeirra er Jón Páll Halldórsson, sem verið hefur formaður félagsins frá árinu 1973 og Einar Oddur Kristjáns- son, sem setið hefur í stjórninni frá sama tíma. Elsta aðildarfélagið innan V innu veitendasambandsins Vinnuveitendafélag Vestfjarða er elsta aðildarfélag Vinnuveit- endasambands íslands, stofnað sama ár og sambandið, árið 1934. Þeir sem bárust undan endurkjöri, auk Jóns Páls og Einars Odds, eru Guðmundur Páll Einarsson og Jó- hannes G. Jónsson, sem báðir hafa verið í stjórn félagsins frá árinu 1979. í stjórn félagsins voru kjörnir Einar Jónatansson, Bolungarvík, Guðjón Indriðason, Tálknafirði, Guðmundur Agnarsson, ísafirði, Magnús Reynir Guðmundsson, ísafírði, og Óðinn Gestsson, Suð- ureyri. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Viðræður um gerð kj arasamninga Gert er ráð fyrir að viðræður VV við Alþýðusamband Vestfjarða um gerð nýrra kjarasamninga hefjist fljótlega í nóvember, en ASV hefur sent VV tillögu að við- ræðuáætlun, að því er fram kemur í frétt frá Vinnuveitendafélaginu. ASV hefur aflað sér umboðs til samninga frá öllum aðildarfélög- um sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.