Morgunblaðið - 02.11.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 17
Hækkun
verðs á olíu
lokið í bili?
London. Reuter.
OLÍUVERÐ á heimsmarkaði
varð stöðugra í gær eftir lækk-
un í kjölfar hækkana sem leiddu
til hæsta verðs í sex ár.
í London varð lítil breyting
á desemberverði Norðursjávar-
olíu, sem seldist á 22.67 dollara
skömmu eftir opnun.
Olía seldist grimmt í New
York og London á fimmtudag,
því að ekki var talið líklegt að
viðmiðunarverð færi aftur í
25,06 dollara eins og fyrir hálf-
um mánuði þegar það var hæst.
Verðið lækkaði um 90 sent
á fimmtudag og hefur lækkað
um rúmlega 2 dollara á tveimur
vikum, en er enn 5 dollurum
hærra en fyrir tveimur árum.
Sérfræðingar telja að fjár-
festar hafi komizt að þeirri nið-
urstöðu að birgðir af olíu til
upphitunar í Bandaríkjunum
séu að aukast.
McDonalds
semur við
Royal
Greenland
SAMNINGUR hefur verið gerð-
ur milli McDonalds í Þýskalandi
og Royal Greenland í Græn-
landi um kaup á 380 tonnum
af rækju sem velt hefur verið
upp úr brauðmylsnu.
Boðið verður upp á rækjurn-
ar í 650 veitingastöðum
McDonalds í Þýskalandi í söluá-
taki sem er fyrirhugað á vor-
mánuðum ársins 1997. Söluá-
takið stendur í sex vikur og á
þeim tíma mun grænlenska fyr-
irtækið verða kynnt á veitinga-
stöðunum.
Rækjurnar verða unnar í
verksmiðju fyrirtækisins í
Maniitsoq í Grænlandi. Royal
Greenland hefur áður gert
samning við McDonalds í
Frakklandi og Þýskalandi, með-
al annars um kaup á soðinni
rækju.
12,7% Frakka
án atvinnu
París. Reuter.
FRÖKKUM án atvinnu fjölgaði
um 27.000 í september og hefur
atvinnuleysi aldrei verið meira
í Frakklandi
Þar með eykst vandi ríkis-
stjórnar, sem verkalýðsfélög
saka um að kæra sig kollótta
um atvinnuleysi vegna áhuga á
að uppfylla skilyrði fyrir aðild
að myntbandalagi Evrópu.
Fjölgun atvinnulausra var
nánast tvöfalt meiri en hag-
fræðingar hafa spáð og hefur
verkamönnum án atvinnu íjölg-
að í 3.112,800, eða 12,6% mið-
að við 12,5% í ágúst.
VSK-víxlar
fyrir 3,8
milljarða
ÁVÖXTUNARKRAFA á svo-
kölluðum VSK-víxIum til 95
daga hækkaði lítillega í útboði
Lánasýslu ríkisins í gær. Alls
var tekið tilboðum fyrir 3,8
milljarða króna að nafnverði,
en þar af tók Seðlabanki ís-
lands einn milljarð á meðalverði
samþykktra tilboða.
Meðalávöxtun útboðsins var
7,13% en var 7,12% í síðasta
útboði á VSK-víxlum þann 16.
október sl.
Viðskiptasendinefnd til Hull
Samningur um
gagnkvæma
fyrirgreiðslu
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur um náið samstarf (Busi-
ness Network Partnership Agree-
ment) Félags íslenskra stórkaup-
manna (FÍS) og Hull Economic
Development Agency, stofnunar
stjórnvalda í Hull í Englandi sem
stuðlar að efnahagsuppbyggingu
og því að treysta samkeppnisstöðu
Humberside-svæðisins í Norður-
Englandi.
Stefán S. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri FÍS, sagði að með
þessu samkomulagi skuldbyndi FÍS
sig til að veita fyrirtækjum í Hull
sömu fyrirgreiðslu hér á landi og
veitt er félagsmönnum í FIS. Hull
Economic Development Agency
(HEDA) í Hull mun veita íslenskum
fyrirtækjum sömu fyrirgreiðslu og
stofnunin veitir nú fyrirtækjum í
Hull.
í greinargerð með samkomulag-
inu segir að fjárhagsleg velgengni
einstakra svæða í Evrópu muni í
náinni framtíð byggjast á því að
lítil og meðalstór staðbundin fyrir-
tæki færi út starfsemi sína til ann-
arra svæða. Til að stuðla að þeirri
þróun hefur efnahagsþróunarstofn-
un Hull gert samning um samstarf
við FÍS. Þetta er annar samningur-
inn af þessu tagi sem undirritaður
er, en fyrst sömdu yfirvöld í Hull
við Finna.
Opin og greið samskipti
Samkvæmt samningnum skuld-
binda aðilar sig til að eiga frum-
kvæði að, styðja og hvetja til efna-
hagslegrar uppbyggingar hvor á
sínu starfssvæði. Einnig að byggja
upp og reka víðtækan gagnagrunn,
sem geymir upplýsingar um fyrir-
tæki og aðrar fjármálaupplýsingar.
Aðilar munu gæta þess að greiða
JIM Mulgrove, borgarstjóri í Hull og formaður HEDA, Phil
Hall, starfsmaður HEDA, og Stefán S. Guðjónsson, framkvæmda-
sljóri FIS, við undirritun samkomulagsins.
fyrir miðlun upplýsinga og nafna
tengiliða. Hvatt er til stuðnings við
smá og meðalstór fyrirtæki á starfs-
svæðum beggja samningsaðila.
Aðilar munu veita fyrirtækjum frá
öðrum starfssvæðum jafn mikla
aðstoð og sínum eigin skjólstæðing-
um.
Þá skuldbundu samningsaðilar
sig til að vinna að áberandi kynn-
ingar- og auglýsingaherferð, hvor
á sínu starfssvæði, til að kynna
markmið og kosti viðskiptanets
framtaksins (Business Network In-
itative). Undirritun samkomulags-
ins var liður í heimsókn 18 manna
viðskiptasendinefndar frá íslandi til
Humber-svæðisins sem lauk á
fimmtudag. Fulltrúar íslenskra fyr-
irtækja hittu fulltrúa fyrirtækja á
Humberside-svæðinu, bæði til að
kanna með stofnun nýrra viðskipta-
sambanda og að treysta gömul. Þá
sat hópurinn veislur borgarstjórans
í Hull og borgarstjórans í North
East Lincolnshire (Grimsby).
Ávöxtun lífeyriss og starfsmanna Iftfíl ríkisbankanna IH!h jóða opinberra starfsmanna ©
!* Höfuðstóll 1 31/121995 ' milljónirkr. Raun- ávöxtun m.v. NV*’ Hrein raun- vöxtun'* Lífeyris- byrði*3 Kostn. sem hlutf. af iðgj.'4 Fjöldi sjóð-, félaga Fjöldi lífeyris- 5 þega'5
Eftirlaunasj. starfsm. Búnaðarbanka ísl. 1.795,50 9,29% 9,27% 38,9% 0,28% 590 97
Lífeyrissj. starfsm. Reykjavíkurborgar 1.797,90 8,33% 8,16% 70,1% 1,31% 3.596 1.131
Lífeyrissj. starfsm. Kópavogskaupstaðar 761,7 8,21% 8,21% 49,7% 0,00% 355 89
Lífeyrissj. starfsm. Akureyrarbæjar 651,6 7,10% 6,74% 108,2% 4,97% 465 120
Eftiriaunasj. Hafnarfjarðarkaupstaðar 653,6 6,74% 6,23% 43,8% 6,72% 408 110 I
Lífeyrissj. hjúkrunarkvenna 3.472,90 6,54% 6,37% 46,3% 2,27% 1.963 246 |
Lífeyrissj. Akraneskaupstaðar 516 6,53% 6,40% 78,9% 3,04% 216 75 I
Lífeyrissj. starfsm. Húsavíkurbæjar 195,8 6,31% 5,78% 56,7% 12,67% 71 30 fj
Lífeyrissj. starfsm. ríkisins 22.191,20 6,18% 5,93% 112,0% 2,61% 18.853 5.043 |
Eftirlaunasj. Landsbanka og Seðlabanka 5.840,90 5,92% 5,67% 40,7% 4,71% 1.463 211 1
Eftirlaunasj. Kefiavíkurkaupstaðar 290,2 5,64% 5,33% 68,1% 3,77% 207 41 I
Lífeyrissj. Neskaupstaðar 132,9 5,56% 5,27% 84,0% 6,77% 42 20 S
Lífeyrissj. starfsm. Vestmannaeyjabæjar 97,8 4,20% 3,41% 137,2% 5,51% 179 67 |
Lífeyrissj. alþingismanna 0 - - 105,5% 2,43% 69 127 2=
Lífeyrissj. ráðherra 0 ishwhwi - 90,2% 16,66% 9 25 1
*1) Ávöxtun á medalt. hr. eignar sjódsins á árinu. Verðl.breyt. reikn. m. v. neysiuv. visit (r1,62%) ‘2) Raunávöxtun m. v. neysiuverðsvisit, þar sem rekstrarkostn.
er dreginn frá tjármunatekj. ’3j Liteyrisgr. sem hlutf. af iðgj. ’4) Kostnaður (rekstrargj. ■ rekstrartekj.) sem hlutf. at Iðgj. ’Sj Fjöldi i tebrúarmánuði
Mismunandi ávöxtun
opinberra tífeyrissjóða
AVÖXTUN lífeyrissjóða opinberra
starfsmanna og ríkisbankanna er
mjög mismunandi og er munurinn
allt að því tvöfaldur á þeim sjóðum
þar sem best er ávöxtunin og þar
sem hún er lökust á árinu 1995.
Þá er ávöxtunin hjá þeim hæstu
einnig mjög góð í samanburði við
ávöxtun sameignarsjóða án ábyrgð-
ar launagreiðenda. Þannig eru þrír
hæstu sjóðirnir með hreina raun-
ávöxtun á bilinu 8,16-9,27%, en
einungis tveir sameignarsjóðir af
rúmlega fjörutíu náðu því að vera
með hreina raunávöxtun yfír 8% á
árinu 1995.
Þessar upplýsingar má finna í
skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka
íslands um rekstur lífeyrissjóðanna
á árinu 1995. Þar kemur fram að
raunávöxtun Eftirlaunasjóðs starfs-
manna Búnaðarbanka Islands mið-
að við hækkun neysluverðsvísitölu
var 9,29% á árinu 1995 og lækkar
lítilega þegar rekstrarkostnaður
hefur verið dreginn frá eða í 9,27%,
vegna lágs rekstrarkostnaðar en
hann er einungis 0,28% af iðgjöld-
um ársins. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins á þessi háa ávöxt-
un sér þær skýringar að hluti af
skuldbréfaeign bankans var endur-
metin í reikningum ársins, en sam-
kvæmt reglugerð sjóðsins getur
hann einungis ávaxtað fé sitt i ríkis-
skuldabréfum eða skuldabréfum
með bakábyrgð ríkisins.
Lífeyrissjóður starfsmanna
Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóð-
ur starfsmanna Kópavogskaupstað-
ar eru einnig með mjög góða ávöxt-
un á síðasta ári. Raunávöxtun mið-
að við hækkun vísitölu neysluverðs
hjá fyrrnefnda sjóðnum var 8,33%,
en 8,16% þegar rekstrarkostnaður
hefur verið dreginn frá. Ávöxtun
síðarnefnda sjóðsins var 8,21% og
hrein raunávöxtun sú sama þar sem
rekstrarkostnaður telst ekki hafa
verið neinn á árinu.
Yfir 8% síðustu þrjú árin
Magnús Bjarnason, forstöðu-
maður Lífeyrissjóðs starfsmanna
Kópavogskaupstaðar, sagðist
þakka þennan góða árangur því að
þeir væru mjög vakandi yfir öllum
möguleikum á markaðnum til góðr-
ar ávöxtunar. Þó væru engin hluta-
bréf inn í þessum tölum. Þá hefðu
þeir hætt að lána sjóðfélögum fyrir
4-5 árum síðan og þau sjóðfélagalán
sem væru frá því fyrir þann tíma
bæru öll meðalvexti banka og spari-
sjóða að frádregnu einu prósentu-
stigi. Ávöxtunin á síðustu þremur
árum hefði verið mjög góð og verið
yfír 8% öll þau ár. Það hefði gert
að verkum að staða sjóðsins hefði
batnað ár frá ári og samkvæmt
tryggingafræðilegri úttekt stæði
sjóðurinn nú undir 70% af áföllnum
skuldbindingum sínum, en sam-
svarandi tala hefði verið 58% fyrir
þrejnur árum síðan.
Ávöxtun annarra opinberra sjóða
er til muna lakari en þeirra sem
að framan greinir og ef lífeyrissjóð-
ir ráðherra og alþingismanna eru
undanskildir eru 6 af 13 sjóðum
með hreina raunávöxtun lægri en
6% og sýnu lökust er ávöxtunin hjá
Lífeyrissjóði starfsmanna Vest-
mannaeyjabæjar.
Sjóðirnir eru einnig mjög mismun-
andi að stærð. í smæstu sjóðunum
eru sjóðfélagar einungis fáeinir tug-
ir, en í þeim stærsta, Lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna, er sjóðfélag-
ar nær 19 þúsund og lífeyrisþegar
rúm 5 þúsund. Þá er rekstrarkostn-
aður sjóðanna sem hlutfall af ið-
gjöldum einnig mjög mismunandi,
allt frá því að vera enginn og upp
í það að vera hálft sautjánda pró-
sent hjá þeim sem hæstur er.
Vinnuveitendafélag
Vestfjarða
4af5
stjórnar-
mönnum
nýir
FJÓRIR af fimm nýkjörnum
stjórnarmönnum í Vinnuveitenda-
félagi Vestfjarða komu nýir inn í
stjórn félagsins á aðalfundi þess
nýlega, en stjórn félagsins hefur
verið óbreytt um áratugaskeið.
Báðust þeir sem voru í stjórninni
undan endurkjöri, en meðal þeirra
er Jón Páll Halldórsson, sem verið
hefur formaður félagsins frá árinu
1973 og Einar Oddur Kristjáns-
son, sem setið hefur í stjórninni
frá sama tíma.
Elsta aðildarfélagið innan
V innu veitendasambandsins
Vinnuveitendafélag Vestfjarða
er elsta aðildarfélag Vinnuveit-
endasambands íslands, stofnað
sama ár og sambandið, árið 1934.
Þeir sem bárust undan endurkjöri,
auk Jóns Páls og Einars Odds, eru
Guðmundur Páll Einarsson og Jó-
hannes G. Jónsson, sem báðir hafa
verið í stjórn félagsins frá árinu
1979.
í stjórn félagsins voru kjörnir
Einar Jónatansson, Bolungarvík,
Guðjón Indriðason, Tálknafirði,
Guðmundur Agnarsson, ísafirði,
Magnús Reynir Guðmundsson,
ísafírði, og Óðinn Gestsson, Suð-
ureyri. Stjórnin hefur ekki skipt
með sér verkum.
Viðræður um gerð
kj arasamninga
Gert er ráð fyrir að viðræður
VV við Alþýðusamband Vestfjarða
um gerð nýrra kjarasamninga
hefjist fljótlega í nóvember, en
ASV hefur sent VV tillögu að við-
ræðuáætlun, að því er fram kemur
í frétt frá Vinnuveitendafélaginu.
ASV hefur aflað sér umboðs til
samninga frá öllum aðildarfélög-
um sínum.