Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 Morgunblaðið/Sverrir Hlutir Ljósapera og dálk- ur, vagn og bréfa- vigt, straujárn og skjaldbaka. Gunnar Hersveinn opnaði augun og horfði augliti til auglitis við hlutina í kring. HUN er ósegjanleg. Hún er alltumlykjandi en samt ósýnileg. Hún smýgur inn um augað en sleppur framhjá athyglis- gáfunni. Fegurðin allt í kring er ofast hulin sjónum, sveipuð dulu sem fellur ekki fyrr en mann- eskjan nemur stað- ar og lætur hugann líða til baka. Hugs- unin hættir og á hugartjaldinu birt- ast hlutir úr fortíð- inni: Silfraður eggjabikar, svört jámbrautarlest og koparlituð fótboltapumpa. Fegurðin afhjúpast með tíman- um. Hún var, er og verður en getur auðveldlega farið huldu höfði. Hún rúmast ekki í skilgreiningu fræði- manna. Hún er ómælanlega, óáþreifanleg en býr samt í hlutunum allt í kring: Rjómakanna stendur á borði, brún og gylt. Handfangið er rúmt, hálsinn grannur. Kaffidrykkjumaður- inn lyftir henni og hellir rjómanum út í án þess að hafa ætlað sér það. Dulin feg- urð leikur um hið óbrotna og látlausa. Hún er ekki uppáþrengj- andi. Hún stendur ekki á kassa og hrópar: Hér er ég, komið og sjáið mikilfengleik minn. Nei, ekkert fellur í skugga hennar, hún bara er þar sem hún er eins og hún er. Gamalt straujárn birtist á hug- artjaldinu. Enginn dáðist að því þegar það vann óþreytandi á strauborðinu. Það liggur á hillu í geymslunni. Hönd sem er að tína dót á hauganna grípur það og varp- ar í ruslakassann. Hik. Aftur fer það á hilluna. Það er eitt- hvað dulið við það, eitthvað sem leiddi til þess að það var keypt og síðan löngu síðar ekki hent. Samt leiðir eigandinn ekki hug- ann að því. Fegurð þess hefur ekki enn afhjúpast. Hún er eins og fugl á sundi. Bak við aðra hluti býr svo snilldarleg útsjónarsemi að fáir veita því eftirtekt. Rakvélablað og rakskafa, í þessu verkfæri lifir fegurð snilldarinnar. Eða bréfavigt sem að hávaðalaust mælir 4 grömm bréfsins til elskunnar. Bréfaklemma, gard- ínuklemma, töng. Fegurð þeirra verður ekki fangin, þær eru of al- gengar og hugvitsemin of mikil. Dulin fegurð stendur ekki og fellur með verðmæti hlut- anna sem hún býr í. Ekki held- ur í efni þeirra eða nytsemd. Hún er óháð öllu nema lögun og litum, áferð og stærð. Hún er í hönnuninni og birtir ævinlega feg- urðarskyn eiganda síns. Kaffi- könnur eru til í ótal tilbrigðum og flestum er hent eftir áralanga notkun. Aðrar verða fallegri með árunum. Ailir hlutir eru hannaðir. Það er staðreynd sem ekki er velt vöngum yfir: Hver pennategund, hvert strokleð- ur, hver súkkulaðimoli, hver terta er verk hönnuðar. Ekkert er undanskilið, því allt þarfnast lögunar nema fegurðin í sjálfri sér. Galdurinn bak við hlut- ina sem hulda fegurðin tekur sér bólfestu í er hófsemdin. Markmiðið vera í kringum fólkið á heimilinu og styðja það án þess að láta á sér bera. 1 Logandi súrt og sastt Allra handa framandlegur matur er greinilega í mestu uppáhaldi víða um lönd, ef marka má matarskrif og mat- seðla veitingahúsanna og þar er piparjurtin gegnumgang- andi hráefni. Sigriin Davíðsdóttir bendir hér á nokkrar uppskriftir fyrir þá sem sækjast eftir því logandi... Hjartslátturinn eykst, svitanum slær út og sviðann leggur niður allan melting- arveginn. Þetta eru áhrifin, þegar snæddur er matur með ríkulegum skammti af rauðum pipar. Aðrir kunna því betur að fara fínlegar í sakimar og láta sér nægja snert af léttum bruna. Rauðum pipar skýtur upp í matseld nánast um heim allan, þó síst í norð- ur-evrópskum mat. En í kjölfar áhuga á fram- andi mat er rauður pipar líka orðinn tíðfund- inn þar og fæst í margskonar formi. Pipar- hylkin fást ný og þurrkuð, en einnig í margvís- legum sósum og kryddmauki. Uppskriftirnar hér á eftir koma víða að, en eiga það sameigin- legt að logarnir standa upp úr þeim. Hversu glatt réttirnir brenna er auðvitað undir pipar- skömmtunum komið, svo farið ykkur hægt í sakimar. Það er auðveldara að bæta við en takaaf! Góða skemmtun! Piparalía Víða um lönd tíðkast að leggja pipar í olíu, láta olíuna draga í sig styrkinn og nota hana síðan til að gefa smá loga. í 2 dl af góðri ólífu- olíú er sett nýtt piparhylki, skorið í ræmur og sneiddur hvítlaukur. Eftir nokkra daga er olí- an tilbúin til neyslu. Gætið þess að pipar og hvítlaukur sé alltaf á kafi í olíu, en hellið olí- unni af og notið í nýjan skammt með olíu, pip- ar og hvítlauk þegar þarf. Pipamnnendur styrkja salatsósur, grillsós- ur og aðrar sósur, kryddlegi, súpur, pastarétti og pottrétti með nokkrum dropum af ólíunni. KjúkHngakryddlögur Matseld við Karabíska hafið er blanda aðliggjandi menningarsvæða og nýlendu- þjóða. Kryddlöginn getið þið notað allan í eft- irfarandi rétt, en einnig geymt í kæliskáp og notað hann til að pensla með kjöt þegar á þarf að halda. Með þessum rétti fer vel á að bera fram hrísgrón eða soðið bulgúr. Bragðbætið hvorttveggja ef til vill með söxuðum hvítlauk, saxaðri steinselju og salti eftir smekk. Réttur handa fjórum til sex gestum. 2 góðir kjúklingar eða ámóta magn af kjúklingabitum. Kryddlögur: 1 dl greipsafi 1 dl hvítvínsedik 1 dl hvítvín 1 tsk allrahanda 1 tsk oregano 1 tsk timjan ... og byrjið með 1/4-1/2 tsk af rauðum pipar - þeir æfðu þola meira 1. Ef þið notið heila kjúklinga fletjið fuglana þá út með því að rista þá eftir endilangri neðri hliðinni og opnið þá þannig að bringumar liggi flatar. Þannig liggur kjúklingurinn vel í leginum og er fljótur að stikna. 2. Blandið löginn og látið kjúklinginn liggja í honum yfir daginn. Ef þið látið kjötið liggja lengur í leginum hafið það þá inn í ísskáp. Snú- ið bitunum og ausið þá leginum sem oftast. 3. Setjið ofninn á 200 gráður. 4. Takið kjúklingana úr leginum, leggið í fat og látið þá stikna í ofninum í um klst., eða þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.