Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Tónlistargagnrýni Hverjum gagnast hún eða hverjum beinist hún gegn? * ÞAÐ ER forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað orðið gagnrýni merkir. í fljótu bragði virðist þetta samsetta orð hafa þijár óskyldar merkingar. Um seinni hluta orðsins þarf ekki að íjölyrða, en hann lýsir skoðun, umfjöllun eða athugun á ein- hveiju fyrirbæri. Fyrri hluti orðsins er hins vegar nokkuð flóknari. Hann gæti vísað til umfjöllunar sem væri einhveijum til gagns - þótt ég hafi raunar aldrei áttað mig á því hvort sú gagnsemi sé ætluð full- móta listamanninum sjálfum eða njótendum listarinnar. Hann gæti einnig falið í sér að umfjöllunin beinist gegn eða móti einhverjum, eins og t.d. í orðunum gagnsókn, og gagn&róður. Eða þá, sem er raunin, að gagn merki gegnum, eins og í orðinu gag-nmerkur og gagnsær, og gagnrýni merki þá ít- arlega, vitsmunalega greiningu, og þá væntanlega á faglegum grunni. Lestur tónlistargagnrýni á ís- landi vekur vissulega upp spurning- ar um merkingu ofangreinds orðs, en hann vekur einnig upp ýmsar aðrar spurningar sem ég veit að margir tónlistarflytjendur og tón- listarunnendur vildu gjarnan fá svör við. Sem vísindamaður, tónlistar- unnandi, tónlistarmenntuð kona, tónleikagestur um árabil, og síðast en ekki síst móðir, móðursystir og vinur fjölmargra íslenskra og er- lendra ungra tónlistarflytjenda langar mig að koma með nokkrar samtvinnaðar spurningar og ábend- ingar til íslenskra tónlistargagnrýn- enda og þeirra fjölmiðla sem þá ráða til verksins. 1. Sem skapandi vísindamaður í afmarkaðri fræðigrein myndi ég líta á umfjöllun um verk mín af öðrum en kollegum í greininni ómerk og innihaldslaus. Eg myndi ekkert taka mark á slíkri umfjöllun, því hún hefði takmarkaðar forsendur til að byggja á. Á sama hátt mætti segja að öll fagleg umfjöllun um tónlistarflutning ætti einungis að vera í höndum þeirra sem hafa reynslu sem flytjendur eða sér- menntun í flutningi þeirrar tónlistar sem um er fjallað. Flutningur á strengjahljóðfæri lýtur t.d. allt öðr- um lögmálum en flutningur á slag- verks- eða blásturshljóðfæri. Flutn- ingur á klassískri kammertónlist lýtur sömuleiðis öðrum lögmálum en samning íslenskra sönglaga eða útsetningar á vinsælum slögurum, án þess að lítið sé gert úr þeirri iðju. 2. Sem gagnrýnandi vísinda- maður í minni eigin fræðigrein reyni ég að bera virðingu fyrir þeirri vinnu, tíma og viðleitni sem lögð hefur verið í þá grein sem ég hef til umfjöllunar hveiju sinni. Ég gæti ekki borið virðingu fyrir sjálfri mér og eigin fagmennsku ef ég leyfði mér að kasta til höndunum og misnota það vald og aðstöðu sem felst í því að vera gagnrýnandi. Við lestur tónlistargagnrýni dagblað- anna vaknar sú spurning of oft hvaða hvatir valdi fljótfærnislegri, ýfirborðskenndri og innantómri umfjöllun á tónleikum sem djúp hugsun, yfirvegun, blóð, sviti og tár flytjenda hafa verið lögð f. Eru slík vinnubrögð hugsanlega endurspegl- un á almennri vinnuþrælkun og aukavinnusnapi íslendinga? í at- vinnu- og fræðigrein minni, klín- ískri sálfræði, er lögð áhersla á að léleg meðferð sé verri en engin meðferð. Ég tel að þessi vinnuregla ætti einnig vel við um tónlistar- gagnrýni. 3. Sem tónlistarmenntaður ís- lendingur (sem hefur 10 ára nám í píanóleik og 3 ára nám í sellóleik að baki), tónlistarunnandi og tón- ieikagestur frá unga aldri hef ég einkum furðað mig á þrennu í íslenskri tónlistar- gagnrýni. í fyrsta lagi er einhver neikvæður umvöndunartónn ríkj- andi í umfiöllun um jafnvel langmenntaða fullþroskaða listamenn eins og talað sé til þeirra eins og nemenda (gagnrýnendanna). í öðru lagi kemur oft fram undarleg til- hneiging til að hefja sjálfan sig upp með afar hrokablandinni og lævíslegri fyndni sem stundum kemur fram í yfírskrift gagnrýninnar. Dæmin eru mýmörg, og nægir að nefna nýlegt dæmi um hreint ótrúlega niðurrifsgagnrýni á debut tónleikum ungrar söngkonu í íslensku óperunni. Í þriðja lagi hef ég oft furðað mig á því ósam- ræmi sem ríkir á milli fagnaðarláta áheyrenda á tónleikum og tónleika- gagnrýnenda. Það hefur stundum hvarflað að mér hvort heym tveggja roskinna tónlistargagnrýnenda þyrfti athugunar við, því mönnum förlast vissulega heyrn þegar aldur- inn færist yfir. Sem taugasálfræð- ingi er mér vel kunnugt um að ástand tilfinninga og hugar ræður miklu um túlkun á skynrænum áreitum, án þess að nánar sé farið út í þá sálma hér. 4. Sem móðir, móðursystir og vinur fjölmargra íslenskra og er- lendra tónlistarflytjenda langar mig að segja þetta. Djúp hugsun, sjálfs- agi, yfirvegun, kjarkur, linnulausar æfingar, fórnir og álag einkenna þetta unga fólk sem hefur kosið sér afskaplega krefiandi lífsstarf til að flytja okkur ódauðlegar perlur tón- listarinnar. Ég hef oft fylgst með því stranga ferli sem hefst við verk- efnaval fyrir tónleika og lýkur með tónleikunum sjálfum. Umbun margra mánaða vinnu við þrot- lausar æfingar og þeirrar eldlínu sem tónleikar óhjákvæmilega eru eru alltof oft ein eða tvær flausturs- lega unnar klisjukenndar máls- Ég gæti ekki borið virð- ingu fyrir sjálfri mér og eigin fagmennsku, segir dr. Þuríður J. Jóns- dóttir, ef ég leyfði mér að kasta til höndunum og misnota það vald og aðstöðu sem felst í því að vera gagnrýnandi. greinar, fátækar að innihaldi og virðingu bæði fyrir tónlistinni og viðkomandi flytjanda/flytjendum, en ekki síst fýrir gagnrýnanda sjálf- um. Ég vil taka það fram að hér er ekki verið að fara fram á innan- tóm lofsyrði og húrrahróp heldur fræðilega, málefnalega og upp- byggilega umfjöllun. Þessi greinarstúfur er ritaður í síðoktóbersólinni í San Francisco. í litríku og fjölskrúðugu mannhafinu hér er maður minntur á hversu fáir við íslendingar erum, og hve ná- lægð og tengsl á milli manna á ís- landi eru mikil. Og þó að einmitt þessi nálægð og þessi tengsl geti verið okkur afar dýrmæt geta þau auðveldlega snúist upp í andhverfu sína og orðið að hlutdrægni og hagsmunaárekstrum. Ég hef heyrt því fleygt að það sé erfítt að skrifa tónlistargagnrýni á íslandi vegna þessa. Ég er hins vegar sannfærð um að það er ekki erfiðara að skrifa tónlistargagnrýni á íslandi en ann- ars staðar ef siðvendni, hógværð, vandvirkni, þekking og virðing eru höfð að leiðarljósi. Þá mun merking orðsins tónlistargagnrýni vera bæði tónlistarunnendum, tónlistarflytj- endum og tónlistargagnrýnendum ljós. Ef sómakærir fjölmiðlar geta ekki séð til þess að þessum einföldu grunnforsendum sé fullnægt, legg ég til að tónlistargagnrýni verði lögð niður með öllu. Höfundur er taugasálfræðingur. mumiHnimi m í ALLTAF teg: 8837 brjóstahöld með spöng kr. 1.690,- teg: 8831 baxur kr. 745,- . ..hreinlega gœlir við húðina. Þú verður að prófa! Líttu við á löngum laugardegi. I Opiðkl. 10.00 til 17.00 j (JSt> ^ Óóinsgötu 2, sími 551 3577 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Þuríður J. Jónsdóttir Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur tónleika á Laugalandi í Holtum sunnudaginn 3. nóvember kl. 16.00 og að kvöldi sama dags í Selfosskirkju kl. 20.30. Einsöngvarar með kórnum verða þau Elín Ósk Óskarsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Guðmundur Sigurðsson. Trompetleikur, Helga Þóra Björgvinsdóttir leikur á fiðlu og Vilhelmína Ólafsdóttir leikur undir á píanó. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. .VeTrArlaGaR m Tilbod Z-8. nóvember Tilbod 1 kr. 1.920 Stærdir: 21-36 Litir: Routt/blatt Tilbod 2 kr. 1.920 Stærdir: 23-32 Litir: Blátt/fjólublátt Tilbod 3 kr. 2.990 Stærdir: 36-46 Litir: Svart/blátt Póstsendum samdægors StQrmir sóli Lodfódur TiTbod þessa viku SKÓUERSLUN KÖPAVOGS HAMRA80RG 3 ♦ SÍMI 554 1754 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.