Morgunblaðið - 02.11.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
SIGNÝ Ormarsdóttir skólastjóri ásamt gestum.
Opið hús á
Hallormsstað
Egilsstöðum - Nemendur og
starfsfólk Hússtjórnarskólans í Hall-
ormsstað voru með opið hús þar sem
starfsemi skólans var kynnt. Í skól-
anum er kennd fatahönnun og fata-
gerð og vefnaður. Ennfremur veit-
ingatækni sem felst í matargerð og
framreiðslu.
Auk nemenda skólans hafa nem-
endur af ferðaþjónustubraut
Menntaskólans á Egilsstöðum, sem
taka veitingatækni, aðsetur í skól-
anum eina önn. Nýjung í náminu
er að nú er einnig boðið upp á nám
eingöngu í fatahönnun og fatagerð
en slíkt nám er kennt daglega í 6
vikur. Aðsókn að því hefur verið
ágæt og nú er að fara af stað annað
slíkt námskeið.
Á kynningunni var sýndur fatn-
aður sem nemendur höfðu hannað
og saumað og stykki sem verið er
að vinna að í vefnaði. í eldhúsi fengu
gestir að smakka mat og voru upp-
lýstir um nám í veitingatækni. Verið
er að hrinda af stað flokkun á sorpi
og jarðgera lífrænt sorp en það er
gert í samvinnu við bændur í Valla-
nesi. Góð aðsókn er að skólanum,
nemendur eru nú 24 talsins, auk
þriggja sem taka nám utanskóla.
Skólastjóri er Signý Ormarsdóttir.
Islenskt - Já takk! á Hvammstanga
Drífa hf. framleiðir
peysur í þúsunda tali
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
VILBORG Jónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Edda
Einarsdóttir við þurrkkassa í prjónadeild.
Hvammstanga - Á Hvammstanga
er starfrækt saumastofa og pijóna-
stofa í eigu Drífu eþf. Fyrirtækið
tekur þátt í átakinu ísland, já takk!
Baldur Haraldsson framleiðslustjóri
segir að fyrirtækið standi í nokk-
urri sannkeppni við innflutning
pijónavara, en mestur hluti fram-
leiðslunnar sé þó seldur erlendis.
Hjá Drífu er voðin pijónuð, sniðin
og samuðu að öllu leyti. Á innlendan
markað fari mest af svokölluðum
„norskum peysum". Þær eru prjón-
aðar úr norsku kambgarni, í falleg-
um litasamsetningum, heilar og
hnepptar eða öllu heldur kræktar
með málmkrækjum. Aðrar fram-
leiðsluvörur Drífu eru framleiddar
úr íslensku bandi. Kambgarn er
hinsvegar ekki framleitt á Islandi
fyrir ptjónavélar.
Framleiðsluvörurnar eru seldar í
verslunum vítt um land, m.a. í versl-
uninni Islandia í Kringlunni og ís-
lenskum markaði í Flughöfninni, svo
og í öðrum ferðamannaverslunum,
en einnig er verksmiðjusala í sauma-
stofunni á Hvammstanga. Erlendis
fer framleiðslan einkum til Þýska-
lands og Noregs, en einnig vítt um
Evrópu og allar götur til Japans.
Árlega er gefinn út nýr og glæsileg-
ur myndalisti yfir allar framleiðslu-
vörur, sem sendur er viðskiptamönn-
um, og einnig dreift til markhópa.
Þrír aðilar eru í verktöku
Hjá Drífu á Hvammstanga vinna
um 30 manns við framleiðslu, í 23
stöðugildum. Að auki eru 7 manns
í þróunar- og söludeild í Reykjavík.
Þrír aðilar eru í verktöku hjá fyrir-
tækinu. Saumasmiðjan á Skaga-
strönd og Saumastofan Þing í Aust-
ur-Húnavatnssýslu fá voð frá
Hvammstanga og fullvinna peysur,
en Saumastofan Strönd á Barða-
strönd vinnur ýmsar smávörur úr
voðinni.
Saumastofan Drífa hf. var stofn-
uð árið 1972 og hefur lifað sæta
og súra tíma. Fyrir örfáum árum
stóð Drífa hf. á erfiðum tímamótum.
Þá var ákveðið að lyrirtækið sam-
einaðist sölufyrirtækinu Árbliki í
Reykjavík. Hvammstangahreppur
keypti þá 40% hlutafjár í nýja fyrir-
tækinu og einnig verksmiðjuhús
Drífu ehf. á Hvammstanga. Nú á
líðandi ári hefur hagur Drífu ehf.
vænkast svo, að félagið hefur keypt
húseignina aftur af sveitarfélaginu.
Þá hefur einn hluthafa í félaginu
einnig keypt hlutabréf sveitarfé-
lagsins að mestu. Að sögn Baldurs
Haraldssonar eru stjórnendur Drífu
nú nokkuð bjartsýnir á framhaldið
og vonast til að geta fært starfs-
fólki sínu jólaglaðning, svo sem
gert hefur verið á liðnum árum.
Morgunblaðið/Theodór
MYNDIN er tekin til suðurs yfir spegilslétt Háleiksvatnið sem er í um 539 metra hæð yfir sjó.
I októberlok er rétt aðeins er byrjað að grána í hæstu fjöllum.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
FRÁ kynningu á íslenskum snyrtivörum í Snyrtistofunni Y1
á Hvolsvelli.
Opið hús í Snyrtistofunni Y1
Hvolsvelli - Hjónin Ágústa Guð-
jónsdóttir og Guðjón Guðmunds-
son sem reka Sólbaðs- og snyrti-
stofuna Y1 á Hvolsvelli buðu ný-
verið til sín gestum og gangandi
í tilefni af átakinu íslenskt, já
takk! Sýndu þau húsnæði sitt sem
þau hafa verið að gera í stand
undanfarið og kynntu einnig ís-
lenskar snyrtivörur frá „Purity
Herbs“. Nú bjóða þau upp á
margskonar þjónustu til fegrun-
ar, Ijósabekki, trimmform og
Bodyline trimmbekki. Þá munu
þau einnig opna gufubað á næst-
unni.
pjallavötn-
in fagurblá
Borgarnesi -Við fjallavötnin fag;
urblá/ er friður, tign og ró./ í
flötinn mæna fjöliin há/ með
fannir, klappir, skóg. Þannig orti
„Hulda“ eða öðru nafni Unnur
Bjarklind. Þetta ljóð gæti vel átt
við vatnið Háleiksvatn eða Há-
leggsvatn eins og það er einnig
nefnt. Vatnið er í mikilli hæð eða
um 539 metrum yfir sjávarmáli,
upp af Hraunhreppi á Mýrum.
Vatnið finnst mörgum vera dul-
úðugt. Grjótá fellur úr vatninu
niður í Grjótárvatn sem sést
grilla í efst til hægri. í því vatni
töldu margir sig hafa séð vatna-
skrimsli hér áður fyrr.
Lóðaframkvæmdir
á Kleppjárnsreykjum
Grund - Loks fer að sjá fyrir
endann á langþráðum lóðafrá-
gangi við Grunnskólann á Klepp-
járnsreykjum í Reykholtsdal. í
sumar var boðinn út 1. áfangi
lóðarinnar, samkvæmt skipu-
lagstillögu Áslaugar Trausta-
dóttur, landslagsarkitekts. Hag-
stæðasta tilboðið í verkið var frá
Jörva hf. á Hvanneyri og var
samið við það fyrirtæki 28. maí
sl.
Verklok áttu að vera fyrir
upphaf skóla 1. september sl. en
það markmið náðist ekki m.a.
vegna þess að malbikunarflokk-
urinn sem átti að koma í héraðið
um miðjan ágúst kom ekki fyrr
en í byijun október vegna auk-
inna verkefna á Snæfellsnesi.
Nemendurnir eru því trúlega
ánægðir, því í staðinn fyrir grófu
mölina á hlaðinu er allt orðið
slétt og malbikað. Þá er eftir að
steypa stéttar en undir þær er
lagt snjóbræðslukerfi. Verktak-
inn ætlar að drífa þær fram-
kvæmdir af á næstu dögum.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
FRÁ lóðafrágangi við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum.