Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 1
104 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 252. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS >, Morgunblaðið/RAX _____________„KALT BORГ ITUNGUNUM____________ Allir starfsmenn hjálpar- stofnana flúnir frá Groma Clinton sig- urviss en vonir Dole hafa glæðst Las Cruces, Brighton. Reuter. MIKILL mannfjöldi fagnaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta á kosningafundi í Las Cruces, annarri stærstu borg Nýju-Mexíkó, í fyrrakvöld en þá var Bob Dole, Maraþon- maðurinn eins og hann kallar sjálfan sig, á ferð og flugi um Michigan. Hefur skoðana- könnun Heuters-fréttastofunnar frá á föstu- dag hleypt aukinni spennu í kosningabarátt- una en aðrar kannanir sama dag sýna, að forskot Clintons er frá 11% og upp í 18%. Fundir Clintons eru miklu betur sóttir en Doles en ráðgjafar hans telja samt, að kjör- sókn verði ekki mikil, hugsanlega undir 51%. Hún var 55% í kosningunum 1992 þegar Clinton sigraði George Bush. „Lítil kjörsókn getur skaðað okkur en hún mun ekki breyta neinu um úrslitin," sagði einn ráðgjafa Clintons en þeir eru ekki í nein- um vafa um að þau séu þegar ráðin. Samkvæmt skoðanakönnun hefur Clinton 14 prósentustig umfram Dole í Kaliforníu en þar eru kjörnir 54 kjörmenn, fimmtungur þess fjölda, sem þarf til að hreppa forseta- embættið. „Sigurinn liggur í loftinu“ Segja má, að Dole hafi staðið við þá yfirlýs- ingu að unna sér hvorki svefns né hvíldar undir lokin en í gær var hann í New Jersey og Pennsylvaniu og ætlaði að fara um 14 ríki á þremur síðustu dögunum. Kannanir, sem sýna, að dregið hafí saman með þeim Ciinton hafa hleypt nýju lífí í kosn- ingabaráttu hans og á fundi í Grand Rapids með þeim fyrrverandi forsetum, George Bush og Gerald Ford, sagði hann, að vindáttin hefði breyst. „Eg fínn, að sigurinn liggur í loftinu.“ Reuter CLINTON með „forsetastigvél", sem hann fékk við komuna til Nýju-Mexíkó. STARFSMENN alþjóðlegra hjálparstofnana flýðu í gær frá borginni Goma í Austur-Zaire yfir til landamærabæjarins Gisenyi í Rúanda að sögn Reuters-fréttastofunnar. Er þá ekki lengur um að ræða neina skipulega aðstoð við meira en milljón flóttamanna frá Rúanda og Búrundí. Stjórnvöld í Zaire, sem eiga í stríði við uppreisnarmenn tútsa í Zaire og tútsa frá Rúanda, sögðu í gær, að koma yrði flóttafólkinu úr landi með góðu eða illu og tilkynntu jafnframt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, að hún skyldi stunda hjálparstarfið í Rúanda og Búrundí, ekki í Zaire. Garðar Guðjónsson, kynningarfulltrúi Rauða kross íslands, staðfesti í gær við Morgunblaðið, að hjálparstarfsmennirnir og þar á meðal Jón Valfells, starfsmaður Al- þjóða Rauða krossins, hefðu flúið frá Goma yfir til Rúanda. Sagði hann, að farið yrði með þá til Kigali, höfuðborgar Rúanda, og þaðan til Nairobi í Kenýa. Fréttamenn segja, að heyra hafi mátt skot- Zairestjórn vill flóttafólkið burt með góðu eða illu hríð í úthverfum Gomaborgar í gær en þeir urðu ekki varir við neina stjórnarhermenn, aðeins tútsa af Banyamulenge-ættbálknum-í Zaire og hermenn frá Rúanda. Virðist borgin vera fallin þeim í hendur en annars er vígstað- an mjög ruglingsleg. Falla úr hungri Alls voru 106 hjálparstarfsmenn fluttir frá Goma auk presta og nunna en að sögn fólks- ins eru flóttamenn þegar farnir að falla úr hungri. „Sumir hafa hvorki fengið mat né dtykk í fimm daga og bíða þess bara að deyja. Þar er aðallega um að ræða aldrað fólk og sjúkt og ung börn,“ sagði Mark Rich- ardson, sem starfar á vegum hjálparstofn- unarinnar CARE. Bogue Makeli, talsmaður Zairestjórnar, sagði í gær, að hún hefði ákveðið að koma flóttafólkinu burt frá landinu og með valdi ef þörf krefði. í framhaldi af því hefði Sam- einuðu þjóðunum verið skýrt frá því, að hér eftir skyldu þær hætta hjálparstarfi í Zaire og beina því heldur til Rúanda og Búrundí þar sem flóttafólkið ætti heima. Óttast hefndir Meira en milljón manna af ættbálki hútúa flýði til Zaire frá Rúanda og Búrundí 1994 en þá náðu tútsar völdum í Rúanda. Áður höfðu hútúar myrt allt að einni milljón tútsa og þora ekki að snúa aftur af ótta við hefndir. Makeli lagði einnig áherslu á, að ekki kæmi til greina að setjast að samningaborði með tútsum fyrr en rúandískir stjórnarhermenn væru á brottu úr landinu. Aldo Ajello, sérleg- ur sendimaður Evrópusambandsins, sagði í gær, að tilraunir hans til að koma á viðræðum um vopnahlé og frið hefðu engan árangur borið. VÖLLUR Á VÍS Við viljum virkja vinnustaðina „Litla gula hænan reið baggamuninn‘( Hvert er ég eigmlega aðfara?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.