Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Óbrevtt stefna ’qAjMD--------- ÞETTA er vandalaust fyrir þig, Pedersen minn. Þú þarft ekki einu sinni að beygja þig til að kýla hann undir beltisstað . . . Skaðabóta- kröfu hafnað HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi hafnað kröfu tveggja arkitekta um að ríkissjóður greiði þeim hálfa fjórðu milljón króna vegna meintra van- efnda á munniegum samningi við byggingamefnd Þjóðminjasafns ís- lands. Arkitektamir töldu að munnlegur samningur hafi tekist um hönnunar- vinnu fyrir byggingarnefndina en honum hafi verið tilefnislaust og fyr- irvaralaust slitið árið 1993. Töldu þeir samningsrofin ólögmæt og ríkið skaðabótaskylt vegna tekjumissis og vinnutaps. I forsendum dómsins seg- ir að arkitektarnir hafi um nokkurt skeið unnið sérfræðistörf fyrir bygg- ingarnefndina. Þeim hafi mátt vera kunnugt um að óvissa ríkti um fram- hald framkvæmda við safnhúsið og að þær væra háðar árlegum fjárveit- ingum. Jafnframt að þegar í desem- ber 1992 hafí menntamálaráðuneytið fallið frá fyrri áformum um endur- bætur á húsnæði Þjóðminjasafnsins. Reist á þessum rökum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms og hafnaði skaðabótakröfu. Þúsund írar til landsins á næsta ári 660 írar heimsóttu Island í október RÚMLEGA sex hundruð írar hafa heimsótt Island í október með Samvinnuferðum-Landsýn og stendur til að flytja þriðja hópinn til landsins um næstu helgi. Guð- mundur Rafn Birgisson, deildar- stjóri innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar, segir að farþegum í fyrstu tveimur hópun- um, sem voru 300 og 360, hafi líkað dvölin vel. Hefur ein ferða- skrifstofanna ytra, sem fyrirtækið á samstarf við, því óskað eftir því að Samvinnuferðir flytji 1.000 Ira til íslands á næsta ári, hugsanlega um páskana að hans sögn. Guðmundur Rafn segir að írar hafí sýnt aukinn áhuga á íslands- ferðum í kjölfar heimsókna íslend- inga til Dyflinnar undanfarin ár og flutti Samvinnuferðir-Landsýn um 270 íra til landsins um pásk- ana og í október í fyrra. Um er að ræða þriggja daga ferðir yfír helgi og er þriðja og síðasta ferðin fyrir áramót kynnt ytra í tengslum við landsleik íra og íslendinga í fótbolta um næstu helgi að Guð- mundar sögn. Tengsl við Akranes írarnir hafa gist á Hótel Loft- leiðum, Hótel Sögu og Grand Hót- el og verður farþegum sem hingað koma 8.-11. nóvember komið fyrir á Loftleiðum, Sögu og Hótel Reykjavík. Hafa þeir farið í hefð- bundnar skoðunarferðir að Gull- fossi og Geysi og auk þess fór fyrsti hópurinn til Akraness og skoðaði minnisvarða um landnám íra. Þá voru 100 farþegar úr hópi tvö í vélsleðaferð á Langjökli í gær. írsku gestimir eru þrítugir og eldri og mikið um hjón, að Guðmundar sögn. „Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og þeim hefur fallið landið vel í geð þótt þeir séu að koma í heimsókn að vetrarlagi," segir hann. Borðstofuhúsgögn Voldug og virðuleg eikarhúsgögn. PTl húsg JLjLjr Áymúla )°gn 44 sími 553 2035 Samband íslenskra sparisjóða Meginhlutverk- ið að halda utan um starfsemina AAÐALFUNDI Sam- bands íslenskra sparisjóða, sem haldinn var nýlega, var Þór Gunnarsson, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Hafnar- fjarðar, kosinn formaður sambandsins. Innan Sam- bands, íslenskra sparisjóða eru tuttugu og níu spari- sjóðir. Allir sparisjóðir hafa jafnan rétt innan vébanda sambandsins og þannig hefur sambandið byggt upp samvinnu sparisjóðanna. Einn sparisjóður, eitt at- kvæði. Sparisjóðimir reka sameiginlega skrifstofu í Reykjavík en fram- kvæmdastjóri sambandsins er Sigurður Hafstein. Hvert er hlutverk Sam- bands íslenskra sparisjóða? „Meginhlutverk þess er að halda utan um sameigin- lega starfsemi sparisjóð- anna og koma fram fyrir hönd þeirra á opinberam vettvangi. Sambandið sér um að samræma starfshætti sparisjóðanna hvað varðar markaðssókn, tæknivæð- ingu og innra skipulag. Það ann- ast öll sameiginleg verkefni spari- sjóðanna eins og tengsl við ríkis- valdið, Seðlabankann og aðra banka og fjármálastofnanir. Sam- band sparisjóða er grunneiningin og hyrningarsteinninn í samvinnu sparisjóðanna." Hvaða breytingar hafa orðið á starfsumhverfí sparisjóðanna í tímans rás? „Upphaflega vora sparisjóðimir stofnaðir af heimamönnum á hveijum stað. Þetta vora litlar stofnanir, dreifðar um landið og lítils megnugar. Þegar Samband íslenskra sparisjóða var stofnað árið 1966 jókst samvinna þeirra svo nú eru þeir saman orðnir mjög öflugir. En þáttaskil urðu í starf- semi þeirra árið 1985 þegar sett voru lög um banka og sparisjóði sem gerðu þeim kleift að keppa við bankana á jafnréttisgrundvelli. Síðastliðin níu ár hefur vöxtur verið meiri hjá sparisjóðunum en hjá bönkunum. Sparisjóðimir þjónusta einkum einstaklinga og minni og millistór fyrirtæki. Þetta stafar af því að eiginfjárstaða hvers sparisjóðs set- ur honum ákveðin takmörk um hvað hann getur þjónustað stóran viðskiptavin. í Sparisjóðabankan- um hefur hins vegar verið hægt að leysa ýmis þau verkefni sem einstakir sparisjóðir hafa ekki ráð- ið við. Þar hefur komið til sam- stillt átak Sparisjóðabankans og nokkurra sparisjóða.“ Hvernig hefur rekstur Spari- sjóðabankans þróast? „Sparisjóðabankinn gegnir svip- uðu hlutverki gagnvart sparisjóð- unum og Seðlabankinn gagnvart bönkunum. Hann sér um gjaldeyris- þjónustuna fyrir spari- sjóðina, ávaxtar lausafé þeirra, og veitir ýmiss konar aðra þjónustu. Sparisjóðabankinn, sem var stofn- aður árið 1986, er hlutafélag og eiga allir sparisjóðirnir í landinu hlut í honum í réttu hlutfalli við stærð hvers og eins þeirra.“ Er von á frekari útvíkkun á starfsemi sparisjóðanna? „Starfsemi sparisjóðanna og fyrirtækja i þeirra eigu hefur gengið vel. Sparisjóðirnir eiga nú einir Kaupþing, en þar er mjög framsækið fólk sem er að gera góða hluti. Nýlega var opnaður Þór Gunnarsson ► Þór Gunnarsson er fæddur í Hafnarfirði 2. október 1940. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborg árið 1956. Næstu árin vann Þór við ýmis störf til sjós og Iands, var meðal annars í millilandasiglingum. Arið 1961 lauk hann prófi frá Loft- skeytaskóla Islands. Að þvi loknu hóf hann störf hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar og hefur starfað þar í þrjátíu og fimm ár. Eiginkona Þórs er Ásdís Valdimarsdóttir og eiga þau þijú uppkomin börn. verðbréfasjóður á vegum Kaup- þings í Lúxemborg. Eignaleigufyr- irtæki sem heitir SP-Fjármögnun er í eigu þrettán sparisjóða. Fyrir- tækið fjármagnar kaup á bílum, vélum og ýmsum tækjabúnaði fyr- ir atvinnurekstur. SP-Fjármögnun hefur starfað í hálft annað ár og hefur reksturinn gengið svo vel að búast má við hagnaði hjá fyrir- tækinu á þessu ári. Sparisjóðimir eiga einnig Tryggingarsjóð spari- sjóðanna. Var innistæða hans rúm- ar fjögur hundruð milljónir um síð- astliðin áramót. Lendi sparisjóð- imir í tímabundnum erfiðleikum leysir þessi sjóður málin. Ef við lítum fram á veginn munu sparisjóðimir leitast við að halda hlut sínum á markaðnum og helst auka hann. Samstarf sparisjóðanna er mjög gott og telj- um við okkur fyllilega færa um að takast á við keppinautana á markaðnum." Er það eitthvað sérstakt í rekstrinum framar öðru sem þið þakkið velgengni ykkar? „Sparisjóðirnir eru ekki ýkja stórar einingar og því era boðleið- ir stuttar frá viðskiptavininum til þeirra sem taka ákvarðanir. Ákvarðanataka er fljótvirk og kunna viðskiptavinimir eflaust að meta það. Það skiptir líka máli að sparisjóðimir eru stofn- aðir af heimamönnum og njóta því velvilja fólksins á hveijum stað. Fyllilega sam- keppnisfærir á markaðnum Það má geta þess í lokin að spari- sjóðimir hafa samþykkt að verja hluta af árgjaldi sparisjóðanna til Sámbandsins til stuðnings land- vemd. Ætlunin er að veija á næst- unni fímmtán milljónum til vernd- unar Dimmuborga. Nú þegar hafa verið settar í verkefnið átta millj- ónir. I eigu Sambands sparisjóða er sjóður sem mun í framtíðinni taka að sér ýmis þjóðþrifaverkefni eins og það sem við höfum þegar farið af stað með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.