Morgunblaðið - 03.11.1996, Side 10

Morgunblaðið - 03.11.1996, Side 10
10 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt stórveldi orðið til á fjármagns- og tryggingamarkaðnum Eftir kaup Vátrygg- ingafélags íslands á fyr- irtækjum Skandia ber félagið nú höfuð og herðar yfir önnur trygg- ingafélög á íslenska markaðnum. VÍS hyggst nú hasla sér völl á verðbréfamarkaðnum og bjóða upp á nýja þjónustu á sviði lang- tímasparnaðar í sam- starfi við Skandia í Sví- þjóð. Kristinn Briem kynnti sér aðdraganda málsins og þau sjónar- mið sem lágu að baki hjá VÍS og Skandia VEGUR sænska trygginga- félagsins Skandia í ís- lensku viðskiptalífi hefur verið þymum stráður allt frá því félagið keypti 65% hlut í Reykvískri tryggingu hf. af Gísla Erni Lárussyni í júní árið 1991. Nafni þess félags var breytt í Skandia ísland og gefnar voru út stóryrtar yfirlýsingar um að inn- leiða ætti nýjungar á trygginga- markaðnum að erlendri fyrirmynd. Skandia hóf í kjölfarið að bjóða bíleigendum í vissum aldurshópi lægri iðgjöld af bílatryggingum til að Jaða til sín viðskipti. Árið 1992 ákvað Skandia einnig að hasla sér völl á íslenska verð- bréfamarkaðnum þegar félagið keypti Verðbréfamarkað Fjárfest- ingarfélagsins hf. sem rak á þeim tima nokkra af stærstu verðbréfa- sjóðum landsins og var umsvifamik- ið í öðmm verðbréfaviðskiptum. En hvert ólánið átti eftir að reka annað í þessum viðskiptum. Skand- ia mátti þola stórfellt tap af trygg- ingarekstrinum framan af og nægir þar að benda á að árið 1992 nam tapið 148 milljónum. Sömuleiðis var mikill halli á endurtryggingum Skandia gagnvart dótturfélaginu á íslandi. Félagið lenti síðan í deilum við meðeiganda sinn sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér að ógleymd- um hremmingum vegna gengis- lækkunar á verðbréfasjóðum Fjár- festingarfélagsins um haustið 1992 og svo mætti áfram telja. Eftir þessar hrakfarir ákvað Skandia í desember 1992 að selja meðeiganda sínum Gísla Erni 65% hlut sinn í Skandia ísland og sagði jafnframt upp endurtryggingar- samningi við félagið. Það gekk þó ekki eftir því fáum dögum seinna keypti Skandia bréfín til baka ásamt hlut Gísla Arnar og eignaðist þannig allt fyrirtækið í árslok 1992. Nú tæpum fjórum árum seinna er rekstri Skandia á íslandi hins vegar lokið eftir sölu á fyrirtækjunum til Vátryggingafélags íslands hf. (VÍS) aðfaranótt síðastliðins mánu- dags. Fjárfestingarfélagið með 30 milljóna liagnað Samkvæmt upplýsingum sem fram komu nýlega í vikuritinu V7s- bendingu hefur Skandia-fyrirtækið Morgunblaðið/RAX í Svíþjóð lagt fram 820 milljónir til starfseminnar á íslandi í formi hlut- afjár og gegnum endurtryggingar og umboðslaun á undanförnum árum, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Það er hins vegar ljóst að veru- lega hefur rofað til í vátrygginga- rekstrinum á síðustu missemm. Á þessu ári er reiknað með að iðgjöld- in verði um 700 milljónir króna sem er um 30% aukning milli ára og kemur það í kjölfar 45% aukningar á árinu 1995. Hefur félagið nú um 6-7% markaðshlutdeild. Kostnaður- inn hefur aukist mjög lítið þannig að hlutfall kostnaðar af iðgjöldum hefur farið ört lækkandi. Ennfremur er fullyrt að tjóna- útkoma félagsins hafí verið mjög góð undanfarið og því hafí stefnt í að reksturinn yrði í jafnvægi á þessu ári og skilaði hagnaði á því næsta. Þannig hafí starfsemi Skandia tekið miklum framförum frá árinu 1992 þegar tjónin urðu um 30% hærri en iðgjöld. Allar yfír- lýsingar keppinautanna um að ið- gjöld félagsins séu óraunhæf eigi ekki við nein rök að styðjast Þá hefur verið góður gangur í rekstri Fjárfestingarfélagsins Skandia á síðustu misserum. Um- svifin hafa stóraukist á þessu ári og nam bókfærður hagnaður eftir skatta um 30 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Haft er eftir Lars-Eric Petersson, sem tekur við stöðu forstjóra Skandia um næstu áramót, í frétta- tilkynningu um kaupin að fyrirtæki Skandia á íslandi hafí aukið mark- aðshlutdeild sína á undanförnum árum og afkoma þeirra batnað. Kaupandinn njóti einnig samlegðar- áhrifa, sérstaklega í vátryggingar- starfseminni. Per Bjorgás, aðstoðarforstjóri Skandia, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að staða Skandia á íslandi hefði batnað til muna. „Þeg- ar Friðrik Jóhannsson, tók við stöðu forstjóra Skandia á íslandi í janúar 1993, var staða vátryggingarekstr- arins mjög slæm. Undir hans stjórn hefur tekist að auka iðgjöldin úr tæpum 300 milljónum í 720 milljón- MARKAÐSHLUTDEILD ALMENNU TRYGGINGAFÉLAGANNA í FRUMTRYGGINGUM Bókfærð iðgjöld Vátryggingafélag íslands 38,1% Skandia 4,5% Tryggingamiðstöðin 18,9% Trygging 7,2% Ábyrgð 2,8% Sjóvá-Almennar 28,4% í Försákringsbolaget Skandia Fjárfestingarfélagið Vátryggingarfélagið Skandia Skandia Iðgjöld 1996 áætluð um 700 milljónir króna - Verðbráfasjóðurinn Tekjusjóðurinn Marksjóðurinn - Fjölþjóðasjóðurinn Rekstrarfélagið Skandia Fjárfestingartélagid 90% Vátrygglngarfélagið 10% Frjálsi lífeyrissjóðurinn Almenni hlutabréfasjóðurinn 1 Líftryggingarfélagið Skandia Iðgjöld 1996 áætluð um 40 milljónir krúna EIGNIR SJ0ÐANNA 30. SEPT. 1996 Verðbréfasj. Tekjusjóður Marksjóður Fjölþjóðasj. Kjarabréí 1.170 m. kr. Tekjubrél 160m.kr. Markbréf 510m.kr. Skyndibrél 600m.kr. Fjölþjóðabrét 80m.kr. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 3.320 m. kr. Alm. hlutabréfasjóðurinn 360 m. kr. FRAMLÖG TIL SKANDIA Á ÍSLANDI FRÁ MÓÐURFÉLAGINU (millj. kr.) Til '93 1994 1995 ALLS Hlutafé 194 Endurtr. iðgj. -263 -170 Endurtr.tjón 465 225 Umboðslaun 108 102 . ............ co 194 §■ -243 -675 I 318 1.008 | 82 294 t SAMTALS 504 158 159 821 ir. Þá hefur tjónahlutfallið lækkað úr 130% í 80% fram til þriðja árs- fjórðungs á þessu ári. Kostnaðar- hlutfallið, sem mælir framleiðni í fyrirtækinu, hefur einnig lækkað úr 95% í 37%. Við höfum nánast þrefaldað iðgjaldamagnið með sama fjölda starfsfólks. Að okkar mati hefði afkoman orðið nálægt jafn- vægi á þessu ári í vátrygginga- rekstrinum og að öllum líkindum í jafnvægi á næsta ári. Ástæðan fyr- ir því að við seljum er því ekki sú að draga úr tapi.“ Þá tók Bjorgas fram að ánægja ríkti með það hjá Skandia hvernig Friðrik Jóhannsson hefði staðið að rekstri félagsins á íslandi og tekist að snúa við afkomu vátrygginga- rekstrarins. Beðið lausnar á málum Gísla Arnar En þrátt fyrir batnandi hag fyrir- tækja sinna á Islandi voru forráða- menn Skandia í Svíþjóð reiðubúnir að hefja viðræður um sölu á rekstr- inum þegar VÍS leitaði eftir því í fyrrahaust. Vegna þess hversu tryggingastarfsemi er í eðli sínu flókin þurftu samningarnir langan undirbúning. VÍS þurfti einnig að kanna rækilega stöðu þeirra verð- bréfasjóða sem Pjárfestingarfélagið Skandia hf. hefur umsjón með. Þeg- ar endurskoðuð uppgjör þessara aðila lágu fyrir nú í haust var loks ákveðið að ganga til þeirra samn- inga sem nú hafa verið kynntir. En fleiri forsendur þurftu að vera fyrir hendi til að hægt væri að ganga til samninga. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var einnig beðið eftir að niðúrstaða fengist í málaferlum Gísla Arnar Lárussonar gegn Skandia. Því máli lyktaði með sátt sl. vor sem fól í sér að Gísli Örn féll frá málaferlum og fékk greiddar miskabætur. VÍS hefur þó ekki verið eitt um hituna undanfarna mánuði þvi fleiri aðilar á fjármagnsmarkaðnum hafa sýnt því áhuga að kaupa rekstur Skandia. Fram kom í Morgunblað- inu fyrir skömmu að Tryggingamið- stöðin átti viðræður við Skandia um að kaupa vátryggingafélagið, en einnig kom fram áhugi af hálfu Sjóvár-Almennra. „Okkur stóð ekki til boða að kaupa og ég held að aðrir aðilar hafi frekar verið nefnd- ir þar til sögunnar," sagði Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjó- vár-Almennra í samtali við Morgun- blaðið á þriðjudag. Vitað er að Búnaðarbankinn hafði einnig áhuga á félaginu, enda ætlar bankinn nú að byggja upp verðbréfaviðskipti nánast frá grunni innan sérstaks sviðs. Kaupþing sýndi jafnframt áhuga á að kaupa Skandia-félögin í samstarfi við Tryggingamiðstöð- ina og sparisjóðina. Langþreyttir á málaferlum Ekki hafa komið fram einhlítar skýringar á því hvers vegna Skand- ia vildi nú draga sig út úr rekstrin- um á íslandi. Ljóst er að tilboð VÍS í fyrirtækin hefur þótt mjög hag- stætt, en einn heimildarmaður Morgunblaðsins orðaði það svo í þessu sambandi: „Allt er falt ef vel er boðið.“ En viðmælendur Morgunblaðsins telja einnig að þessa ákvörðun Skandia megi rekja til þess að forráðamenn félagsins hafí verið orðnir lang- þreyttir á málaferlum Gísla Arnar Lárussonar sem stóðu í þrjú ár. Þá hafi starfsemin hér á landi einfald- lega verið of lítil í sniðum og mark- aðshlutdeildin ekki nægilega mikil til að reksturinn teldist hagkvæmur. Einnig sá Skandia möguleika opnast á samstarfí við öflugan að- ila á íslandi um að bjóða þjónustu sína hér á sviði lífeyrisspamaðar sem nefnist Unit-Link. Loks er tal- ið að tilkoma breska vátryggjand- ans Ibex á íslandi hafí enn ýtt und- ir áhuga Skandia á að selja rekstur- inn. „Skandia hefur verið starfandi á tveimur mörkuðum á íslandi,“ sagði Per Bjorgás, þegar hann var spurð- ur um ástæður fyrir sölu Skandia á íslandi. „Annars vegar var um að ræða verðbréfamarkaðinn þar sem Fjárfestingarfélagið var starf- andi, og þar teljum við að möguleik- ar séu til vaxtar. Með samninpum við VÍS getum við áfram starfað á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.