Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 31

Morgunblaðið - 03.11.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 31 k ' » » J « i Í « d 1 I kl 4 I ; # € I S nesveginum. Þetta var í þá daga þegar fiskbúðir voru einn af föstu punktunum í tilverunni. Fólk keypti ekki bara ýsu heldur fylgdu með í kaupunum mannleg samskipti af bestu gerð. Þeirrar gerðar sem margir sakna í erli dagsins. Átta sig kannski ekki á fyrr en í seinni köflum ævisögu sinnar að þetta er gott vegapesti. Þegar Óli var í fiskinum man ég eftir honum á bedda í herbergi á Grensásveginum hlustandi á tal- stöð. Þar sem þetta var fyrir daga farsíma þá skiptust menn á upplýs- ingum um físk í talstöð. Þetta fannst mér skrítið. En þama lá Óli og hlustaði og leit til manns hlýjum augum. Svo þegar Óli og Kristbjörg, ásamt vinum, byggðu borg fyrir „austan" fjall þá kom nýr tónn í tónlistina. Borgin var fýrst úr hjól- hýsum sem síðan breyttust í sumar- hús. Gott að koma á Grensásvegin en sumarhúsið var eins og sjöundi him- inn. Amstur dagsins gleymt en frið- sæld náttúrunnar fór svo afskap- lega vel við geðslag húsráðenda. Kom þangað oft og fór þaðan ríkari. Eftir að hafa flust frá Fróni hættu þessar heimsóknir austur. Nema hvað á hausti 1992 í fögru og friðsælu veðri þá renndi ég í hlað ásamt færeyskum vini. Og móttökurnar urðu ekki af verri end- anum. Fylltur af krásum jafn ver- aldlegum sem andlegum var farið í koju. Það var góður svefn. Sólar- hring seinna sitjandi í perlum ís- lenskrar háfjallanáttúru varð þess- um erlenda vini mínum að orði: „Eru allir svona góðir hér?“ Átti hann við móttökur sumarhúsaeig- enda kvöldið áður. Seinasti fundur okkar Óla var fýrir nokkrum vikum. Þá var af honum dregið. En blikið í augunum og þelið var það sama. Ég var glað- ur fyrir þann fund. Sérstaklega þar sem ég sit á erlendri grund þótt ekki sé hún langt frá Fróni. Þau sem næst standa, sérstak- lega Kristbjörg, fá óskir rriínar best- ar. Guð veiti þeim styrk og festu. Sjálfur er ég ríkari að hafa orðið samferða svona manni. Þegar ég lendi í brimi og ölduróti þá hugsa ég um augun hans Óla. Jóhann Valbjörn. Aðeins sjötugur að aldri hefur afí okkar kvatt þennan heim. Hann hefur nú lokið baráttu sinni við hinn illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er. Margs er að minnast frá liðnum árum. Mér eru ofarlega í huga stundirnar í fiskbúðinni hjá þér og pabba þegar þið voruð að kenna mér að afgreiða fiskinn og ég varla náði yfir búðarborðið. Og svo eru. það líka öll jólaboðin þegar við krakkamir lokuðum okkur inni í herberginu ykkar ömmu, fórum í fötin ykkar og settum upp eins konar leiksýningar. Svo eru ógleymanlegar allar ferðirnar þegar við heimsóttum ykkur austur í sum- arbústaðinn þar sem þið amma vörðuð öllum ykkar frístundum, sem var dýmætur tími. Megi góður Guð styrkja elsku ömmu okkar við þenan mikla missi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Hvíl í friðþ elsku afi. Berglind Long og börn. Til afa og langafa Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma, megi guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Bergþóra og Oddný Hanna. SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Sigrún Kristín Jónsdóttir var fædd á Heggsstöð- um í Andakílshreppi 3. ágúst árið 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólrún Einars- dóttir frá Stekkadal á Rauðasandi og Jón Bjarnason frá Björgum á Skaga. Tvíburabróðir Kristínar var Magn- ús Bjarni Ólafur, bóndi á Læk í Viðvíkursveit, en hann lést af slysförum þrítugur að aldri. Hálfsystur Kristínar eru tvær, Guðbjörg Jóna, f. 12.12. 1921, búsett í Bandaríkjunum, og Guð- rún Bjargey, f. 20.09. 1923, bú- sett á Akranesi. Kristín ólst upp með móður sinni og bróður á Skinnastöðum í Torfalækjar- hreppi, hjá Gísla Benediktssyni, bónda og silfursmið. Hún stund- aði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35. Hinn 7.02. 1937 giftist Kristín Þorvarði Júlíussyni frá Hít- arnesi í Kolbeinsstaðahreppi, f. 30.07. 1913, d. 20.11. 1991. Þau fluttust að Akri í Torfalækjar- hreppi í maí 1937 og voru þar í þijú ár hjá hjónun- um Jónínu Ólafs- dóttur og Jóni Pálmasyni alþingis- manni. Vorið 1940 hófu þau búskap á Skinnastöðum en lýðveldisárið 1944 flytja þau að Sönd- um í Miðfirði þar sem þau bjuggu í nær 50 ár. Börn Kristínar og Þor- varðar eru: 1) Sól- rún Kristín, f. 28.11. 1938, maki, Börkur Benediktsson, bóndi í Núpsdalstungu. Þau eiga tvö börn. 2) Valgerður, f. 13.02. 1940, maki, Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri á Laugar- bakka. Börn þeirra eru fjögur. 3) Halldóra, f. 13.10. 1942, maki, Þórður Jónsson rafvirlqameist- ari í Hafnarfirði. Böm þeirra em tvö. 4) Stefán Egill, f. 19.06.1948, búsettur í Reykjavík. Böm hans era fimm. 5) Krislján Einar, f. 23.11. 1957, maki, Guðrún Lára Magnúsdóttir, húsmóðir í Kópa- vogi. Böm þeirra em fjögur. Síðustu fjögur árin bjó Kristin í íbúð sinni í Hamraborg 38 í Kópavogi. Útför Kristínar fer fram frá Blönduóskirkju á morgun, mánudaginn 4. nóvem- ber og hefst athöfnin kl. 14. Þá vissi ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir, - bijósti veitir sár er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi’ eg hér á jörð; er flutt mér var hin sára sorgarfregn, - er sálu mína og hjarta nísti’ í gegn að þú hefðir háð þitt hinzta strið svo harla fjarri þeirn sem þú varst blíð. Þér þakka’ ég, móðir, fyrir trú og tryggð; á traustum grunni var þín hugsun byggð. Þú striddir vel, unz striðið endað var, og starf þitt vott um mannkærleika bar. (Jóhann M. Bjamason) Börnin. í mínum huga var amma ein af þessum íslensku kvenskörungum sem hafa ótæmandi kraft og orku. Hún var alltaf að og henni féll helst ekki verk úr hendi. Hún pijón- aði peysur og sokka handa barna- börnunum og hverjum þeim sem henni fannst vera þurfandi. Pijóna- skapur var samt ekki hennar uppá- hald. Að sitja ein heima var ekkert félagslega uppörvandi. Ef einhver var tilbúinn að taka í spil með ömmu þá var það allt önnur saga og var hún tilbúin að spila fram eftir allri nóttu ef svo bar undir. Hún hafði mjög einbeittan vilja, svo ef eitthvað þurfti að gera þá var það gert strax. Þegar ég sagði henni frá fyrirhugaðri ferð okkar til Minnesota og að veturnir þar væru mjög kaldir, þá var hún fljót til og spurði hvort við ættum góðar sængur. Ég sagði henni að við ættum öll góðar sængur nema Kiddi. „Ég á dún,“ sagði amma. „Við skulum bara drífa í því að sauma handa honum sæng.“ Og sængin var tilbúin sama dag. Amma hafði mikinn metnað fyrir okkur bamabörnin og fannst það ekki síður mikilvægt fyrir okkur stelpumar en strákana að mennta okkur. Við yrðum að geta staðið á eigin fótum og verið sjálfstæðar. Hún var mjög ánægð þegar ég fór í hjúkrunarnám því þar með var sjálfstæði mínu borgið. Hjúkmn hafði reyndar alltaf heillað hana og vann hún við hjúkrun um tíma á meðan hún bjó í Hafnarfirði. Mennt- un var samt ekki allt. Menntuð eða ómenntuð ættum við að vera virk í þjóðfélaginu og vinna að því sem betur mætti fara. Þannig var hún sjálf, sat ekki aðgerðarlaus, heldur lét málin sig varða. Ég minnist ömmu ekki síst vegna þess hve björtum augum hún leit á lífíð og tilvemna. Og alltaf var stutt í húmorinn. Þegar ég kynnti fyrir ömmu tilvonandi mannsefni mitt, þá sagði hún kímin: „Sigrún, mér líst vel á strákinn, hann er svo skemmti- legur.“ Sigrún Kristín Barkardóttir. Elsku amma. Okkur fínnst mjög sárt að þurfa að kveðja þig, en við vitum að þú ert hjá Guði og að hann passar þig. Það var svo gott að koma í heimsókn til þín. Þú varst svo blíð og góð og gafst okkur allan þann tíma sem við þurftum og mik- ið af peysum og sokkum og það minnir okkur á hlýja hjartað þitt. Við biðjum góðan Guð um að blessa þig og að láta þér líða vel, elsku amma okkar. Þín bamaböm, Tómas, Þorvarður, Kristrún og Ástrós. Elsku amma, nú ert þú sofnuð svefninum langa og ég veit að þú ert sátt. En mikið finnst mér vanta núna. Þú varst sérstök, enginn eins og þú, svo kraftmikil og sterk. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Það er þér að þakka að ég á svo mikið af góðum minning- um úr æsku. Allur sá tími sem ég var á Söndum hjá þér og afa mun aldrei líða mér úr minni. Það var margt sem við gerðum saman tvær. Elsku amma, nú hittir þú afa sem ég veit að tekur vel á móti þér og þér mun líða vel. Amma mín, nú hveðjumst við að sinni. Hvíl í friði. Þín, Erla Björk. Ég hitti Stínu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá fór ég með Guðrúnu Láru, Kristjáni Einari og Tómasi að Söndum. f mínum augum var Stína allt öðru vísi en annað fólk. Hún var alltaf svo hlý, glaðlynd, kærleiksrík og þolinmóð, samt ákveðin og stjórnaði eina og hetja þarna í sveitinni. Alltaf átti hún nægan tíma fyrir mig, dró fram það besta í mér og lét mér líða svo vel. í seinni tíð hefur þetta verið eins, nema að ég hef þroskast og sé bet- ur hverslags hetja og fyrirmynd hún verður alltaf í hjarta mínu, dæmdi mig aldrei eða nokkurn annan. Hún var alltaf full af orku, bjartsýni og gleði og gerði allt eitthvað svo rétt og gott í kring um sig, rétt eins og galdur. Ég veit að nú er hún Stína mín í fanginu á Guði og öllum englunum og líður betur á líkama og sál. Hún er búin að eiga langan og fallegan dag og komið er nú að kvöldi. Ég þakka henni allar þær góðu minn- ingar sem ég á og bið algóðan Guð að blessa hana og varðveita. Ég sendi ijölskyldunum mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur öll. Ásta Margrét Magnúsdóttir. Elsku Stína mín. Nú er komið að kveðjustund. Þessi ár sem við höfum átt samleið hafa verið mér mikils virði. Eftir að þú fluttir í Kópavog- inn áttum við margar góðar stundir saman. Það einkenndi þig hversu þolinmóð þú varst og hversu mikla umhyggju þú barst fyrir öllum og þessi létta lund. Þó að árin á milli okkar hafi verið mörg, hafði það ekki áhrif á vinskap okkar. Ég kveð þig, minn besta vin, með virðingu og þökk, þó söknuðurinn sé mikill. Þú vildir hafa hlutiria svona, fyrst svona var komið. Ég vil þakka þér allar þær stundir sem við áttum saman. Megi góður Guð umvefja þig sem ég veit að hann gerir, Stína mín. Þín Guðrún Lára. Nú er hún Kristín á Söndum dáin en eftir sitja minningar, góðar minn- ingar um stóra og sterka konu. Heimilið á Söndum skipar sérstakan sess í mínum huga. Gamli bærinn var fyrir mér ævintýraland með ótal vistarverum, stórum og smáum. Glaðværð einkenndi þetta heimili og alltaf var lítill stelpukrakki velkom- inn þangað. Kristín og Þorvarður bjuggu ásamt dóttur sinni Gerðu og tengdasyni Sigfúsi og þeirra bömum öll í gamla bænum. Oft var mikið um að vera á mannmörgu heimili. Bamabam Kristínar, hún Stína, varð mikil vinkona mín og Bói og Bjössi vom öllum stundum saman. Bogey var yngst í hópnum þá en síðar fædd- ist Jón Bergmann. Margt var brallað á þessum árum eins og bama er sið- ur. Það var svo gaman uppi á Sönd- um að ég rellaði nær daglega í mömmu að koma þangað í heim- sókn. Nú er þessi tími liðinn, gamli bærinn löngu yfirgefínn og Kristín og Þorvarður bæði farin. En þau eignuðust marga afkomendur, allt myndarlegt og vel gefíð fó!k. Ég kveð Kristínu með virðingu og þökk fyrir liðna tíð og votta bömum henn- ar og fjölskyldum þeirra samúð. Dóra Traustadóttir. Elskuleg kona hefur kvatt þetta líf og er nú komin heim í ríki birtu og friðar. Kynni hófust fyrir rúmum 15 ámm þegar vinur minn, Kristján Einar, bauð mér og fjölskyldu minni í heimsókn til foreldra sinna, Krist- ínar og Þorvarðar að Söndum í Mið- fírði. Heimsóknimar áttu eftir að verða fleiri enda móttökur höfðing- legar. Húsbóndinn, Þorvarður Júl- íusson, var með skemmtilegustu mönnum, fróður mjög og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Húsmóðirin, Kristín, var hins vegar hlédræg en einstaklega gestrisin kona sem naut sín vel þeg- ar fjölmennt var við eldhúsborðið hennar. Búskapurinn átti hug hennar og hjarta. Hún var búkona af lífi og sál. Það var falleg sjón að sjá hana fara höndum um lítið lamb að vori. Ástúðin, hlýjan og umhyggjan leyndi sér ekki. Og þannig var hún í einu og öllu. Umhyggjusöm og vakandi yfir öllu því sem henni var trúað fyrir í lífínu. Nú þegar Kristín á Söndum er farin heim leitar á hugann sérstæð minning. Það var falleg vornótt og miðnætursólin gyllti haf og fjörð. Við unga fólkið ákváðum að fara í útreiðartúr til þess að njóta þessarar fegurðar. Þegar heim var komið var langt liðið á nóttina og við áttum að sjálf- sögðu von á því að allir væru í fasta- svefni. En svo var ekki. Það var ein sem vakti. Kristín beið okkar í eldhúsinu og á borðum voru þær veitingar sem Kristínu einni var lagið að töfra fram. Þannig munum við Edda minnast - Kristínar. Brosandi í bjartri vornótt- inni. Við sendum vinum okkar, Krist- jáni Einari, Guðrúnu, börnum þeirra og öllum ástvinum Kristínar innileg- ar samúðarkveðjur. Megi vorbirtan sem umvefur minninguna um elsku- lega konu veita þeim öllum huggun og styrk sem og vitneskjan um það { að „nú sæll er sigur unninn/og sólin •' björt upp runnin/á bak við dimma dauðans nótt.“ Einar Eyjólfsson. Upphaf kynna minna af Stínu á ’ Söndum, eins og hún var oft kölluð, i og Þorvarði eiginmanni hennar, sem einnig er látinn, var þegar ég kom { fyrst í vist til þeirra yfír sauðburð- inn, þá tæplega tíu ára gömul. Var þetta aðeins upphafíð að kynnum sem voru nær óslitin síðan. Þau hjónin * tóku vel á móti þessari ungu stúlku . sem langaði að hjálpa til við ýmis - viðvik í kringum þann annatíma sem | sauðburðurinn er. Þau bjuggu mynd- ,1 arbúi þar sem öllum var vel sinnt, ; bæði mönnum og skepnum. Heimilis- ' hald var allt í röð og reglu, matföng 1 að mestu heimatilbúin, ber þar hæst j að nefna ljúffenga heimabakaða rúg- brauðið og kjötbollurnar. Alltaf voru • ' nóg matföng á borðum og afgangur ef óvænta gesti bar að garði. Stína lét sér ekki nægja að sjá um heimilis- haldið því jafnan var hún í útiverk- unum. I vinnu var hún hörkudugleg og þótt bakið væri eitthvað farið að gefa sig lét hún það ekki á sig fá heldur skóf grindur í fjárhúsunum • af fullum krafti þannig að ég, ungl- i ingurinn, mátti hafa mig alla við til ; að fylgja henni eftir. Mikið dálæti hafði hún á æðarvarpinu niðri á sandi j og lét sér annt um að „kollunum" J líði vel. Hugur Stínu lá oft heim á i æskuslóðirnar að Skinnastöðum og j hafði hún gaman af að fræða mig *. um heyskapinn á engjunum og al- \ menna lifnaðarhætti frá þeim tíma. Þau hjónin höfðu að geyma sterk- j ar persónur sem létu sér menn og málefni skipta og mörkuðust að hluta af þeirri öru þjóðfélagsbreyt- ingu sem þau höfðu orðið vitni að. Mér gáfu þau hvatningu í verki, traust til að sinna ábyrgðarfullum verkum og hrós þegar við átti. Eftir að Þorvarður dó, fyrir um fímm árum, seldi Stína jörðina og flutti suður í Hamraborgina. Elsku Stína mín, nú ertu farin frá okkur. Á þessum síðustu misserum lífs þíns hefði ég viljað geta eytt meiri tíma með þér, en í kapphlaupi lífsins er tíminn naumt skammtaður. Ég minnist þess er þú komst í gift- ingarveislu okkar Steindórs nú í sumar. Þú varst svo glæsileg í upp- hlutnum þínum með möttulinn yfir og barst þig eins og höfðingi, fyrir mér varstu höfðingi, þú varst minn heiðursgestur. Þótt meinið mikla væri farið að segja til sín lést þú engan bug á þér finna, ekki frekar en fyrri daginn, allt til loka. Ég sé ykkur Þorvarð fyrir mér í stofunni heima á Söndum þar sem hann leggur handlegginn yfír öxl þína, kyssir þig á kinnina og þið horfið út um gluggann yfir jörðina, þar sem ævistarf ykkar liggur. Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir allt það dýrmæta veganesti sem þið gáf- uð mér og ég hefði aldrei viljað vera án. Blessuð sé minning ykkar. Sigríður Klara Böðvarsdóttir. Elsku amma, þegar við kveðjum þig nú viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina og öll sumrin í sveit- inni sem við dvöldum hjá þér. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun. Þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum Ijóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Hvíl í friði. Sigrún Kristín og Jón Þórðarbörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.