Morgunblaðið - 03.11.1996, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
+ Guðmundur
Magnússon
kennari var fæddur
í Reykjavík 10. sept-
ember 1950. Hann
lést á sjúkrahúsi á
Peorto Vallarta í
Mexikó 2. október.
Foreldrar hans eru
Guðríður Jónasdótt-
ir, fv. póstfulltrúi,
f. 26. febr. 1922 á
ísafirði Jónasar
Jens Guðnasonar,
vélstjóra á ísafírði
og Hólmfríðar Petr-
ínu Jóhannsdóttur
frá Dynjanda í Arnarfirði, og
Magnús Guðmundsson hús-
gagnasmiðameistari, f. 22. okt.
1918 í Bolungarvík Guðmundar
Péturssonar f. í Hafnardal,
Nauteyrarhr. N-ís. fv. bæjar-
gjaldkera á ísafirði, síðar
kaupm. í Reykjavík og Þorgerð-
ar Bogadóttur, f. á
Uppsölum í Seyðis-
firði. Bræður Guð-
mundar eru Reynir
Magnússon, prent--
ari, nú starfsm. hjá
Ó. Johnson og Kaab-
er, Bogi tvíbura-
bróðir Reynis lést
stuttu eftir fæðingu
og Bogi Magnússon
útibússtjóri í Lands-
bankanum, en hann
var tvíburabróðir
Guðmundar.
Guðmundur var
tvíkvæntur og með
seinni konu sinni Hallfríði
Hrólfsdóttur eignaðist hann
soninn Hrólf Erling, f. 14. júlí
1983.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Fossvogskapellu,
mánudaginn 4. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Þau sorgartíðindi bárust okkur
að Guðmundur mágur hefði látist
snögglega. Hann hafði verið á ferða-
lagi um Mexíkó þegar hann veiktist.
Það er erfitt að skilja og sætta sig
við svo ótímabæra brottför manns á
besta aldri, þó getum við huggað
okkur við minningar um góðan
dreng. Guðmundur var kennari að
mennt og hafði hann stundað
kennslu sl. 20 ár, lengst af í Heiðar-
skóla. Hann hafði orð á sér að vera
ákveðinn og hafði gott lag á að vinna
með nemendum og oftar en ekki
voru það nemendurnir sem unnu
með honum og þeir kunnu að meta
störf Guðmundar sem og meðkenn-
arar hans. Eitt sinn fékk hann hug-
mynd að fræðsluefni fyrir yngri
nemendahóp og lét ekki standa við
orðin tóm og fékk til liðs við sig
teiknara og úr varð sögu-litabók sem
var gefin út þar sem efnið var land-
nám íslands með texta og teikning-
um.
Á síðustu árum vann Guðmundur
að ýmsum hugðarefnum sínum með
kennslunni. Hann átti mjög gott með
að skrifa og tjá tilfinningar sínar á
blað, hafði t.d. skrifað nokkrar smá-
sögur og einnig má geta þess að
Guðmundur var höfundur að Sögu-
Atlas spilinu sem Iðunn gaf út fýrir
tæpum tveimur árum og var það
spil bæði hugsað til skemmtunar og
til nota við kennslu og hafði hann
verið að þróa það spil sem enn meira
kennslugagn þegar kallið kom. Guð-
mundur hafði lengi talað um að fara
í ferð til Suður-Ameríku sem virtist
heilla hann fremur öðrum stöðum,
hann hafði þó skoðað sig um víða.
Hann undirbjó sig vel fyrir þessa
ferð, leitaði sér upplýsinga um Mex-
íkó og las heilmikið um land og þjóð
og forna menningararfleifð þess.
Hann var hvattur til fararinnar og
var tilhlökkunin hjá honum mikil,
en hann átti ekki afturkvæmt.
Leiðir okkar Guðmundar lágu
saman fyrir liðlega 25 árum þegar
örlögin höguðu því þannig að ég
varð mágkona hans. Öll þau kynni
sem ég átti með Guðmundi eru mér
mjög minnisstæð. Hann var frekar
hlédrægur að eðlisfari og var lítið
MINNINGAR
fyrir að tala um sjálfan sig, hafði
næmt skopskyn, var vel lesinn og
sagði betur frá en flestir aðrir þegar
hann vildi það við hafa, en naut sín
samt betur í fámenni en fjölmenni.
Þótt lífshlaup Guðmundar hafi
ekki verið áfallalaust, þá veit ég að
hann trúði alltaf á ljósið og vonina.
Ég minnist atviks, þegar ég sjálf
átti við erfið veikindi að stríða og
hann kom í heimsókn til mín á spítal-
ann, tók í hönd mína og hvatti mig
til dáða, kyssti mig létt á kinn og
sagði með tárin í augunum: „Þú
verður að láta þér batna,“ og bað
mig að trúa á ljósið og halda í vonina.
Fyrir u.þ.b. tveimur árum veiktist
faðir þeirra bræðra alvarlega af
heilablóðfalli og urðu þau veikindi
til þess að hann lamaðist og missti
málið. Á þessum erfiða tíma fjöl-
skyldunnar fluttist Guðmundur til
móður sinnar og reyndist henni mik-
ill styrkur og föður sínum einstak-
lega umhyggjusamur, kom nær dag-
lega í heimsókn og fór þá oft með
hann í gönguferðir í hjólastólnum
um næsta nágrenni spítalans. Það
er því mikill harmur kveðinn að for-
eldrum hans, en þó sérstaklega ung-
um syni Hrólfi Erling, því Guðmund-
ur lagði mikla rækt við son sinn og
voru þeir saman þegar þeir gátu því
við komið og nutu samvista hvor
annars, því þeir voru líkir í mörgu
og Guðmundur óspar á fróðleik og
það sem syninum gæti orðið vega-
nesti á lífsleiðinni.
Þinn andi dkir innst í mér
og ekkert lifir nema af þér;
þú fyllir heiminn hátt og lágt
það hjartað finnur ðsjálfrátt.
Af þeirri hugsjón helgar allt,
í hugsjón þeirri skilst mér allt,
sú vitund kallast von og trú,
en vissan, hún er sjálfur þú.
Elsku Guðmundur, Guð veri með
þér á þeirri ferð er þú nú hefur tek-
ið þér fyrir hendur. Ég bið algóðan
Guð um að styrkja Hrólf Erling,
foreldra hans, bræður og fjölskyldur.
Sigrún Pétursdóttir Eyfeld.
Pabbi minn, mér þykir svo vont
að hafa ekki getað kvatt þig betur
þegar þú fórst út. Ég hefði viljað
tala meira við þig um lífið og tilver-
una. Ég vildi að ég hefði getað sent
þér bréf þegar þú varst farinn til
Mexíkó, en þá hafði ég ekki heimil-
isfangið þitt.
Ég man þegar við fórum í göngu-
túra, golf og ýmislegt fleira. Eg man
svo lítið þegar þú kvaddir mig þvi
ég hélt að ekkert þessu líkt myndi
gerast. Ég vona að guð geymi þig,
pabbi minn, og hugsi vel um þig.
Þinn sonur,
Hrólfur.
Ég minnist Guðmundar sem okkk-
ur öllum þótti vænt um. Hann var
frændi og leikfélagi sonar míns,
Erlings Más heitins og voru þeir
nánir vinir og góðir félagar alla tíð.
Ég trúi því að nú hittist þeir aftur
á æðri leiðum. Við sem höldum ferð-
inni áfram minnumst góðs drengs.
Ég sendi Gurru, Madda, syni hans
og bræðrum og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur og bið
þess að minning hans verði þeim
ævinlega blessuð. Ég kveð hann með
þessum sálmi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristján Ágústsson.
Nú er Guðmundur frændi farinn
frá okkur svo fyrirvaralaust. Hann
veiktist, fór á sjúkrahús, er dáinn.
Aðeins á örfáum klukkustundum
gerist þetta allt. Af hveiju? spyijum
við.
Ég man þegar hann kom í heim-
sóknirnar til afa og ömmu í Hvera-
gerði. Hann og Bogi tvíburabróðir
+ Valtýr Hólm-
geirsson var
fæddur að Heiði á
Langanesi 31. júlí
1921. Hann lést í
Sjúkrahúsi Húsa-
víkur 25. október
síðastliðinn eftir
stutta sjúkralegu.
Foreldrar Valtýs
voru Hólmgeir Vil-
hjálmsson bóndi á
Heiði og Ragnheið-
ur Pétursdóttir
húsfreyja. Einn
bróður átti Valtýr,
Vilhjálm, og býr
hann á Raufarhöfn.
Valtýr kvæntist 7. júní 1952
eftirlifandi eiginkonu sinni
Steingerði Theodórsdóttur, f.
1. febrúar 1922, frá Akureyri.
Þau eignuðust 4 börn. 1) Sól-
veig, f. 6. júní 1954, gift Herði
Rúnari Einarssyni og eiga þau
2 dætur, Hrönn og Helgu. 2)
Bragi Davíð, f. 11. júlí 1956.
Hann elsku afí okkar er dáinn.
Það var skrítið að fá þessar fregnir,
þó svo að við vissum að það myndi
fljótlega koma að þessu þar sem
hann var búinn að vera svo mikið
veikur.
Afí var stöðvarstjóri Pósts og síma
og veðurathugunarmaður á Raufar-
höfn og það var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni að komast norður til ömmu
og afa jafnvel þó að það kostaði
margra klukkustunda keyrslu frá
3) Ragnheiður, f.
11. desember 1959,
gift Sæmundi Ein-
arssyni og eiga þau
2 dætur, Valgerði
og Ólöfu. 4) Rósa,
f. 16. janúar 1961.
Valtýr vann við
bústörf Iijá foreldr-
um sínum fram til
1950, en fór þá að
vinna við af-
greiðslustörf hjá
Pósti og síma á
Raufarhöfn. 1. jan-
úar 1953 tók hann
við starfi stöðvar-
stjóra Pósts og síma á Raufar-
höfn og gegndi því starfi til
1991 er hann lét af störfum
vegna aldurs. Einnig var hann
veðurathugunarmaður fyrir
Veðurstofu íslands á Raufar-
höfn í rúm 43 ár.
Útför Valtýs fór fram 2.
nóvember frá Raufarhafnar-
kirkju.
Reykjavík. Það var alltaf tekið vel
og innilega á móti manni og eigum
við margar góðar minningar frá
þeim heimsóknum. Sterkastar eru
minningarnar um það þegar afi
leyfði okkur að vera hjá sér á póst-
húsinu og' skjótast með sér út að
lesa af veðurmælunum. Oft leyfði
hann okkur líka að koma með inn í
herbergið með ölium tækjunum og
tökkunum sem fýlgdu veðurathug-
uninni og útskýrði fyrir okkur hvern-
ig hvert tæki virkaði. Ekki má
gleyma þegar afí var að segja okkur
til um skýin, hvað það þýddi þegar
þau litu svona út og hinsegin. Oft
gáfu afi og amma okkur pening
þegar við hittumst og kvöddu okkur
alltaf með því að segja „kaupið ykk-
ur nú eitthvað fallegt í Reykjavík".
Svo þegar hann kom suður til „borg-
arinnar" gisti hann oftast hjá okkur
og ekki fannst okkur það síður
spennandi. Þá spilaði hann við okkur
og sagði okkur margar skondnar og
skemmtilegar sögur.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að hitta afa
aftur í þessu lífi, en minningin um
hann lifír í hjörtum okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi góður Guð
gefa þér styrk á þessum erfiðu
stundum sem nú eru. Við þökkum
afa fyrir allar samverustundirnar
sem við fengum að eiga með honum.
Hrönn og Helga.
Elsku afi, nú ertu dáinn. 25. októ-
ber var hringt í okkur frá Sjúkra-
húsinu á Húsavík og sagt að Valtý
afa hefði versnað. Við vissum það
að hann var mikið veikur. Svo
nokkrum tímum siðar var hringt og
okkur var sagt að þú værir dáinn.
Og okkur brá, þú sem varst alltaf
svo hress og glaður. Þú leyfðir okk-
ur alltaf að leika okkur með ritvél
og vera á pósthúsinu hjá þér. Alltaf
þegar við komum í heimsókn til þín
áttir þú nammi og ís handa okkur.
Og alltaf nenntir þú að sitja tímun-
um saman með okkur og spila við
okkur.
Alltaf þegar við fórum frá þér
kvaddirðu okkur með smápening og
sagðir okkur að kaupa eitthvað.
Alltaf passaðir þú upp á að taka
veðrið og varst alltaf að sýna okkur
hvernig þú gerðir það.
En svo veiktist þú og fórst á
spítala á Húsavík. Við vonuðum að
þér myndi batna, en við vissum að
þú varst mjög veikur. En svo lést
þú. En minningarnar um þig og
allt sem þú nenntir að gera fyrir
okkur og snúast í kringum okkur
munu alltaf lifa. Oft keyrðir þú á
Þórshöfn til að heimsækja okkur.
En nú ertu farinn til Guðs og líður
örugglega vel. Takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
þær voru margar en hefðu getað
verið fleiri.
Enn vér skulum skilja
skaparans að vilja,
hver fer heim til sín.
Lát oss aftur langa,
iífsins Herra, að ganga
hingað heim til þín.
Og þótt vér ei hittumst hér,
gef oss fund á gleðistundu,
Guð í riki þínu.
(V. Briem)
Ömmu og öllum aðstandendum
sendum við bestu samúðarkveðjur
og gangi ykkur vel í framtíðinni og
geymum fallegu og góðu minning-
amar um 'Valtý afa vel.
Valgerður og Ólöf.
VALTYR
HÓLMGEIRSSON
hans, ásamt Helga bróður mínum,
spiluðu fótbolta á grasflötinni. Auð-
vitað þvældist ég fyrir þeim, en aldr-
ei var ég skömmuð. Hann sendi mér
bara fallegt bros.
Ég man þegar ég byijaði í Kenna-
raskólanum. Hann var á lokaári sínu
þar. Ég var hálffeimin við hann, en
alltaf var hann góður og elskulegur
og þegar við mættumst, á göngum
skólans, sendi hann mér fallegt bros.
Síðan fórum við að kenna. Við
kenndum við sama skóla í nokkur
ár, Fellaskóla í Reykjavík, og spjöll-
uðum mikið saman. Hann sagði
mörg hlýleg orð við mig, sem ég
geymi fyrir sjálfa sig.
Ég hefði viljað segja svo margt
við Guðmund frænda. Ég vildi gefa
mikið fyrir þó ekki væri nema eitt
faðmlag í viðbót, því mér þótti svo
vænt um hann. Ég veit að honum
líður vel, mig dreymdi hann eftir að
hann kvaddi þessa jarðvist.
Khalil Gibran sagði: „Skoðaðu
hug þinn vel þegar þú ert glaður
og þú munt sjá, að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni, gerir þig
glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“
Elsku Gurra, besta og fallegasta
frænkan mín, Guð gefí þér og Madda
mínum allan þann styrk sem þið
þurfið á að halda.
Hrólfur minn, þú átt góðan pabba,
sem vakir yfír velferð þinni. Guð
veri með þér og móður þinni.
Bogi, Reynir og fjölskyldur, Guð
styðji ykkur öll og varðveiti í sorg-
inni.
Með söknuði og virðingu kveð ég
nú Guðmund frænda minn. Guð veri
með honum á nýjum slóðum. Minn-
ing hans mun ailtaf lifa með okkur.
Soffía.
Þegar komið er að kveðjustund
kemur í huga minn grein sem ég las
nýlega. Hún fjallaði um reynslu,
styrk og vonir, upphafssetningin
var: „Gakktu hljóður í glaumi og
asa, mundu hvað þögnin er friðsæl."
Það minnti mig á yfírvegun og hljóð-
láta framkomu þína, þú lést ekki
hávaðasamt fólk hafa áhrif á trú
þína og gerðir. í 15 ár höfum við
þekkst, þú varst um tíma tengdur
okkar litlu fjölskyldu, tókst þátt í
gleði hennar og sorgum. Áður fyrr
sátum við og spjölluðum um sameig-
inleg fagleg áhugamál, við „kolleg-
amir“. Mér þótti áhugi þinn á sögu,
landafræði og heimspeki athyglis-
verður og spennandi. Ljóst var að
ferðalög og fjarlægar slóðir áttu hug
þinn og nú hefur þú lagt upp í ferð
þar sem hamingjan er árviss eins
og vorið. Þú átt yndislegan strák,
hann frænda minn, hljóðlátur eins
og pabbi hans. Samband ykkar var
ljúft og gott, í gönguferðum, golfí,
veiði, keilu, snóker og öðrum „strá-
kaleikjum“ að ógleymdum sögu-
stundum, kom það best fram. Nú
bið ég góðan guð að gefa frænda
mínum styrk og trú svo hann megi
öðlast huggun í sorginni.
„Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himnum hefir sinn
tíma.“ (Prédikarinn).
Guðmundur, ég bið þér guðs
blessunar og þakka þér fyrir sam-
fylgdina. Elsku Halla, Hrólfur,
Magnús og Guðríður, ég sendi ykkur
og öðrum ættingjum og vinum sem
eiga um sárt að binda, mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Auður.
Með fáum orðum kveð ég nú góð-
an vin sem var mér afar kær. Hann
hvarf svo brátt til annarra verka,
öllum að óvörum. Okkur er gefinn
ákveðinn tími, en aldrei erum við
viðbúin dauðanum, allra síst í blóma
lífsins. í ókunnu landi langt frá sín-
um nánustu veiktist Guðmundur og
lést úr hjartasjúkdómi. Okkur þykir
öllum sárt að geta ekki staðið við
hlið hans og haldið í hönd hans á
erfiðri stundu. Æðri máttur kennir
okkur að meta betur þetta skamm-
vinna, brothætta líf og gildi mann-
legra samskipta. Við ræddum oft
um hamingjuna og sorgina, hve mik-
ils virði það er að öðlast aukinn
þroska gegnum reynslu í lífínu,
reynslu sem gerir okkur sterkari en