Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Islenskur skipstjóri og eigandi flutningaskipsins TIA frá Belize laus úr haldi á Irlandi Engin fíkni- efni fundust í skipinu KAFARAR hersins undirbúa leit undir TIA í höfninni í Castletownbere í gær. Reuter FLUTNINGASKIPIÐ TIA, sem skráð er í Belize, bundið við bryggju í Castletownbere. ÍSLENSKUR skipstjóri og eigandi flutningaskipsins TIA var látinn laus úr haldi lögreglunnar í Cork-héraði á írlandi síðdegis í gær þegar gæslu- varðhald hans rann út. Hann hafði siglt skipinu tómu frá Surinam í S-Ameríku til írlands með viðkomu á Azoreyjum. Skipstjórinn kom fyrir rétt á Iriandi á föstudag þegar gæsluvarðhald yfir honum var fram- lengt. Hann hélt frá upphafi fram sakleysi sínu og áhafnar sinnar og kvaðst ekkert hafa að fela, að sögn írskra blaðamanna sem fylgdust með málinu. Nákvæm leit lögreglu að fíkniefn- um í skipinu, sem stóð frá miðviku- degi og þar til í gær, bar engan árangur og er skipstjórinn nú fijáls ferða sinna, að sögn írskrar lög- reglu, sem taldi líklegt að skip hans héldi úr höfn í Castletownbere á ír- landi í gærkvöldi. Fylgst með skipinu frá föstudegi Við réttarhaldið á föstudag skýrði talsmaður lögreglunnar svo frá að aðgerðasveit lögreglu, tollgæslu og strandgæslu, hefði látið tii skarar skríða eftir að hafa fengið vísbend- ingu frá heimildarmanni, sem áður hefði veitt áreiðanlegar upplýsingar um fíkniefnamál, þess efnis að TIA væri að flytja mikið magn fíkniefna, sennilega kókaín. SIGHVATUR Björgvinsson var kjörinn formaður Alþýðuflokks- ins á flokksþingi um helgina. 19 atkvæði skildu hann og Guð- mund Árna Stefánsson að. Tveir voru í kjöri til varaformanns; Ásta B. Þorsteinsdóttir og Gunn- BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Bónus. Blaðamaður írska dagblaðsins Cork Examiner, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, kvaðst hafa heimild- ir fyrir því að yfirvöld hefðu fylgst með ferðum skipsins frá því á föstu- dag í fyrri viku og að þau hefðu talið sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að TIA væri að flytja kókaín fyrir milljónir punda. írska strandgæsluskipið Deirdre hafði afskipti af TIA aðfaranótt miðvikudags þegar flutningaskipið hafði leitað vars við Fastnet í grennd við Bantry-flóa á Suðvestur-Iriandi eftir að bilun hafði komið upp í stýr- isbúnaði skipsins. Segist svikinn um farm Skipstjórinn, sem er 65 ára og með lögheimili í Sviþjóð, lýsti aðgerðum sveitarinnar svo fyrir rétti á föstudag, að sögn írskra blaðamanna, að hann hefði verið að borða kvöldmatinn sinn þegar aðgerðasveitin ruddist um borð. Hann kvaðst hafa verið handjámaður fyrir aftan bak og byssu miðað að höfði hans. Lögregla neitaði að hafa beitt slíkum aðferðum. TIA er 160 feta langt skip með um 500 tonna burðargetu og var að koma tómt frá Surinam í S-Amer- íku, með viðkomu á Azoreyjum. Skipstjórinn sagðist fyrir rétti hafa farið til Surinam þar sem hann hefði gert heiðursmannasamkomulag við ónefnda aðila um að taka timbur- ar Ingi Gunnarsson. Ásta náði kjöri, fékk 186 atkvæði, Guð- mundur Árni Stefánsson fékk 89 atkvæði og Gunnar Ingi fékk 27 atkvæði. ■ Flokksþing/12-13 BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir hafa komið fram áhuga á að fyrirhuguðum listaháskóla verði fundinn annar staður en hús kennt við SS á Kirkjusandi. Slíkar hug- myndir séu nú til athugunar. Aðspurður segir ráðherra hug- myndir þess efnis að fyrirhugaður listaháskóli flytji ekki í SS-húsið á Kirkjusandi á umræðustigi. Sam- kvæmt heimildum biaðsins hefur m.a. verið rætt um að skólanum verði fundinn staður við Sölvhólsgötu þar sem ríkið á eignir og að Þjóðminja- farm og flytja til Evrópu. Eftir að hafa beðið árangurslaust í hálfan mánuð eftir farminum hefði hann snúið til baka með tómt skip og VERULEGA skortir á, að mati fram- kvæmdastjóra fangelsisins á Litla- Hrauni, að jafnvægis hafi verið gætt í umfjöllun fjölmiðla um málefni fanga að undanförnu. „Okkur, sem hér störfum, þykir umfjöllun upp á síðkastið og kannski í talsvert langan tíma hafi verið ein- hliða. Það hefur borið á því að þessi mál þyki lítið fréttaefni nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs í fjölmiðlum en ekki alltaf gætt þess að leita álits hins aðilans," segir Kristján Stefánsson, framkvæmdastjóri fangelsisins. Hann kveðst þó ekki telja sökina alfarið vera fjölmiðla í þessu sam- bandi og megi að einhverju leyti kenna fangelsimálayfirvöldum um að flíka lítt sjónarmiðum sínum á opinberum vettvangi. „En það er heldur ekki mjög auðvelt því að safnið fái þá húsið á Kirkjusandi. Ráðherra segir að engar ráðstaf- anir hafi verið gerðar til að binda húsin á Kirkjusandi til frambúðar. Borgin með fyrirvara Björn segir óljóst hvenær þessi mál skýrist, enda sé að mörgu að huga i því sambandi. Hugmyndir um skólann séu þó að hans mati fastmótaðri nú en nokkru sinni fyrr. Björn kveðst telja miður að Reykja- víkurborg hafi dregið lappirnar varðandi undirbúning að stofnun ætlað að halda til hafnar í Donegal á írlandi en áfangastaður skipsins væri Danmörk. Hann kvaðst hafa átt erindi við umtjöllunin er oft á þann veg að ekki er tilefni til að bregðast við þeim yfirlýsingum og ásökunum sem þar koma fram. Það er t.d. óskemmtilegt að liggja undir þvf að vera kallaðir glæpa- mannaframleiðendur, eins og fram hefur komið í máli sem flestum er kunnugt um og þó að þar hafi einn maður verið úthrópaður sérstaklega fínnst okkur sem hér störfum að okkur öllum vegið. Fullyrt hefur ver- ið að fangelsismál séu í niðumíðslu, fangar beittir ómannúðlegum aðferð- um og brotin á þeim mannréttindi. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að bjóða blaðamönnum að kynna sér innviði fangelsisins þótt það hafi reyndar verið gert oft áður.“ Kristján segir það boð vera þátt í því að sýna hvaða starfsemi fer þar fram og gefa rétta mynd af aðbúnaði fanga. listaháskóla sem hafi valdið töfum. „Stjóm þessa skóla hefur ekki komist af stað eins og að var stefnt, meðal annars vegna þess hvernig borgin hefur haldið á málum. Hún hefur sett alls konar fyrirvara fyrir viðræðum sínum, en það er verið að vinna í því,“ segir Bjöm. Hann segir að samkvæmt hug- myndum um stjóm skólans hafi Reykjavíkurborg átt að eiga aðild að honum og þá sé verið að ræða um skólann sem sjálfseignarstofnun en ekki hefðbundinn ríkisrekinn skóla. tiltekinn lögmann á írlandi og taldi írskur blaðamaður sem hlýddi á framburð skipstjórans að hann hefði sagst ætla að ráða lögmanninn til að gæta réttar síns gagnvart þeim aðilum sem hefðu svikið hann í við- skiptum í Surinam. * Annar Islendingnr yfirheyrður Upphaflega var fjögurra manna áhöfn TIA öll hneppt í varðhald en tveimur úr áhöfninni var sleppt á sunnudag, þriðja manninum í gær- morgun og skipstjóranum í gær- kvöldi. Auk þeirra voru tveir menn — annar írskur en hinn frá Nígeríu, handteknir vegna málsins en þeir vom einnig látnir lausir á sunnu- dagskvöld. Sá þriðji — íslendingur búsettur í Dublin — var einnig kall- aður fyrir vegna þessa máls en var ekki í haldi, að sögn Rock, yfirlög- regluþjóns rannsóknarlögreglunnar í Dublin, sem hafði umsjón með rannsókn málsins. Forræðismál Sophiu Hansen Tekið fyrir í hæsta- rétti í Ank- ara í dag RÉTTARHÖLD verða í forræð- ismáli Sophiu Hansen og Ha- lims Als, fyrram eiginmanns hennar, í hæstarétti í Ankara í Tyrklandi fyrir hádegi í dag. Halim A1 var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Ist- anbúl 13. júní síðastliðinn og var niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttar. Sophiu og dætranum var dæmdur umgengnisréttur í júlí og ágúst í sumar en eftir að í ljós kom að áfrýjun Sophiu kæmi f veg fyrir að reynt yrði á þann rétt fékk lögmaður hennar því framgengt að í gildi væri umgengnisréttur um hveija helgi samkvæmt úr- skurði frá 30. júní 1993. Sá réttur hefur verið brotinn í hvert skipti sem Sophia hefur látið reyna á hann. Stórt skrefíátttil lokaniðurstöðu Sigurður Pétur Harðarson sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að það væri von þeirra að nú yrði stigið stórt skref í þá átt að lokaniðurstaða fengist í málinu. Ef dómurinn verður Sophiu í óhag verður honum áfrýjað til aðaldómsstigs hæstaréttar í Tyrklandi þar sem sitja 45 dómarar. Þar hefur málið verið tekið fyrir áður og fékk þá málefnalega meðferð, að sögn Sigurðar Péturs. Morgunblaðið/Ásdís Alþýðuflokkurinn kaus nýja forystu Framk væmdastj óri Litla-Hrauns Jafnvægis ekki gætt í umfjöllun Ráðherra segir fyrirvara borgar hafa tafið listaháskóla Ný staðsetning rædd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.