Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Unnið var við að fylla að Skeiðarár- brú í gær og veita vatni burtu Jakar við Gígju brotnir, færðir eða sprengdir UM 12 manns unnu við að fylla að Skeiðarárbrú í gær og við það að veita burtu vatni. Þá hafa tæki ver- ið flutt að Gígju og ruddi fyrsta jarð- ýtan sér leið niður í farveginn í gær. „Við gerum ráð fyrir að kljást við fyrstu jakana [í dag]. Þeir verða brotnir, færðir eða sprengdir, og komið burtu með þeim aðferðum sem menn þekkja best,“ segir Rögnvald- ur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar. Rögnvaldur segir stefnt að því að koma efni og mönnum að Gígju til þess að setja upp bráðabirgðabrú strax og fært verður gegnum ísinn. „Ætli ég sé ekki búinn að setja á blað, bara í dag, [þ.e í gær] um 100 tonn til að flytja austur. Það er ver- ið að sækja efni norður í land og fyrstu bílarnir fara austur á þriðjir- dag með timbur, staura og stálbita," segir hann. Byijað var á slóðagerð í gegnum íshrönglið til að komast niður á vinnusvæðið við Skeiðarárbrú á föstudag. „Síðan var sett lauslega undir brúna þar sem stöpullinn fór til að tryggja að hún fjúki ekki. Settar voru stálstoðir undir og brúnni lyft upp að hluta til en síðan er verið að undirbúa traustari undir- stöður svo hægt sé að keyra yfir,“ segir Rögnvaldur. Einnig er byijað á fyllingum til þess að hægt sé að keyra upp á brúna og voru 12 manns á tækjum við það í gær og að veita vatninu af vinnusvæðinu segir Rögnvaldur. Búist er við að hægt verði að aka yfir brúna eftir 6-8 vikur. Tveir til þrír skjálft- ar á dag SKJÁLFTAVIRKNI mælist enn í Grímsvötnum og segir Páll Einars- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla íslands, að 2-3 litlir skjálft- ar ríði yfir á dag. „Mælamir sýna að umbrotin í ísnum sjáífum fara minnkandi. Það varð vart við mikla ísdynki eftir hlaupið sem dregið hefur úr dag frá degi. Hins vegar er dálítil skjálftavirkni í jarð- skorpunni ennþá, sem á upptök norð- arlega í Grímsvötnum," segir Páll. Sterkustu skjáiftarnir hafa verið 2,5 á Richter og verið 2-3 á dag að Páls sögn. „Þetta sýnir ekki ann- að en einhverjar spennubreytingar í Grímsvötnum, hvort sem það er af- leiðing þess sem þegar hefur orðið eða vegna þrýstingsbreytinga í kvikuhólfi þar undir. Það er ekki gott að segja,“ segir hann. Andlát GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON GUÐMUNDUR Arn- laugsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést á Landspítalanum laug- ardaginn 9. nóvember á 84. aldursári. Guðmundur fæddist 1. september 1913 í Reykja.vík, sonur Am- laugs Ólafssonar verka- manns og konu hans, Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1933 og cand. mag. prófi með stærðfræði sem aðalgrein frá Kaupmannahafn- arháskóla 1942. Hann var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1936-39, við skóla í Danmörku 1942-1945 og við MR frá 1945 til 1965 en kenndi einnig við MA 1945. Þá var hann jafnframt stundakenn- ari við Verzlunarskóla íslands og Háskóla íslands og dósent við verk- fræðideild HÍ 1962-1967. Árið 1965 var Guðmundur skipaður fyrsti rekt- or Menntaskólans við Hamrahlíð og gegndi því embætti til ársins 1980. Fjöldi ritverka liggur eftir Guðmund, þar á meðal fræðibækur, kennslubækur í stærð- fræði og þýðingar. Guð- mundur átti sæti í ýms- um nefndum og stjóm- um og var m.a. ritari raunvísindadeildar Vís- indasjóðs í 22 ár. Guðmundur var lengi landsliðsmaður í skák og einu sinni skákmeist- ari íslands. Hann ritaði fjölmargar bækur og greinar um skák auk þess sem hann flutti skákþætti í útvarpi og sjónvarpi. Guðmundur var viður- kenndur alþjóðlegur skákdómari fyrstur íslendinga árið 1972 og var útnefndur heiðursfélagi Skáksam- bands íslands 1975 og Skáksam- bands Bandaríkjanna 1972. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar árið 1979 og útnefndur heið- ursdoktor við Háskóla íslands á síð- asta ári. Kona Guðmundar, Halldóra Ólafs- dóttir hjúkrunarkona, lést 1978, en þau eignuðust 3 börn. FRETTIR Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Báturinn fylltist á tveimur mínútum MAGNÚS Áskelsson, skipbrots- maður af Birninum BA 85 sem lenti í hrakningum á föstudags- kvöld, segir að báturinn hafi fyllst af sjó á um tveimur mínút- um. Hann kann engar skýring- ar á því af hverju það gerðist. Vel gekk að koma út björgunar- bát, en Felix Haraldsson, félagi Magnúsar, lenti hálfur útbyrðis þegar hann var að stökkva í bátinn. Þeir vilja báðir skila þakklæti til áhafnarinnar á tog- aranum Klakki frá Grundar- firði, sem bjargaði þeim. Mynd- in var tekin þegar skipverjar af Birninum fóru úr björgunar- bátnum og um borð í Klakk. Langholtssókn Nýr prestur val- inn á kjörfundi KJÖRMENN í Langholtssókn velja nýjan sóknarprest á fundi á morgun. Sjö eru í kjöri, fjórir vígð- ir prestar og þrír guðfræðingar. Sá sem valinn verður þarf að fá 50% atkvæða til að kosning hans sé gild og því gæti þurft að kjósa oftar en einu sinni á fundinum. Kjörnefnd hefur rætt við urn- sækjendur undanfama daga. Á morgun kl. 18 kemur nefndin sam- an og velur nýjan prest. Aðal- og varamenn í nefndinni eiga rétt á að kjósa eða samtals 14 menn. Einn nefndarmanna er látinn og ekki er heimilt að kjósa mann í hans stað fyrr en á aðalsafnaðar- fundi á næsta ári. Annar nefndar- maður verður að öllum líkindum erlendis þannig að horfur eru á að 12 kjörmenn verði á fundinum. Sjö umsækjendur Þeir sem sótt hafa um prests- embættið eru guðfræðingarnir Bára Friðriksdóttir, Sveinbjöm R. Einarsson og Hans Markús Haf- steinsson og prestarnir sr. Guðný Hallgrímsdóttir, sem unnið hefur m.a. sem prestur fatlaðra og að fræðslustarfi kirkjunnar, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, aðstoðar- prestur í Háteigsprestakalli, sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknar- prestur á Dalvík, og sr. Pjetur Þorsteinn Maack, sem hefur starf- að hjá SÁÁ um árabil. Innan kjömefndar hafa verið raddir um að rétt sé að prestur verði kosinn í almennri atkvæða- greiðslu meðal safnaðarins. Sam- kvæmt lögum er ekki heimilt að láta slíka kosningu fara fram fyrr en að lokinni kosningu kjörnefnd- ar. 25% sóknarbama þurfa að fara fram á slíka kosningu til að af henni verði. Ef slík undirskrifta- söfnun fer af stað í Langholtssókn þarf að safna um 1.200 undirskrift- um til að hún leiði til prestkosninga. Ekki hefur komið til prestkosn- inga í Reykjavíkurprófastdæmum frá því að lögum um prestkosning- ar var breytt árið 1987. Listræn Tuktí Síðumúla- fangelsi SÝNING á innsetningum 16 listamanna, undir yfirskrift- inni Tukt, verður opnuð í Síðu- múlafangelsinu laugardaginn 16. nóvember. Guðmundur Gíslason, fyrrveraridi forstöðu- maður fangelsisins, segir að húsið verði nýtt í því ásig- komulagi sem það er nú en að listamennirnir hafi frelsi til að breyta hveijum klefa eftir j hentugleikum. Eitt verk er sett upp í hveij- um klefa, sem eru 16 talsins, og á Guðmundur eitt verkanna á sýningunni. „Við ætlum að reyna að hafa umhverfið sem hversdagslegast, eins og þarna sé enn starfandi fangelsi. Gestirnir koma inn í fangelsi I til að skoða sýninguna og þótt klefarnir séu jafn misjafnir og þeir eru margir eftir að lista- mennirnir hafa lagt sitt af : mörkum, verður fangelsið og umhverfi þess óbreytt,“ segir j hann. Þá víkur Guðmundur að ; tengslum verkanna við sýning- ; arstaðinn. „Listformið er kall- \ að innsetning en sama orð er einmitt notað yfir fangelsun og talað um fjölda innsetninga í hvert fangelsi á hveiju ári,“ segir hann. Sýningunni lýkur 1. desem- ! ber og verður húsnæðið selt ; að henni lokinni. Minni tekjur af skíða- og sundstöðum MINNI tekjur af skíðasvæðum : og sundstöðum síðastliðinn vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir eru ástæða framúr- keyrslu íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur í bókhaldi borgarinnar. ÍTR fékk aukafjárveitingu j að upphæð 38,6 milljónir : króna þegar endurskoðuð fjár- j hagsáætlun fyrir árið 1996 var ■; samþykkt á fundi borgarráðs j í síðustu viku. Ómar Einars- í son, framkvæmdastjóri ÍTR, ; segir að gert hafi verið ráð i fyrir 44,5 milljóna tekjum af sölu skíða- og lyftukorta á skíðasvæðunum í Skálafelli, Hengli og Bláfjöllum en sökum snjóleysis hafi tekjurnar að- eins orðið 22,6 milljónir það sem af er ári og ekki miklar líkur á að verulega rætist úr það sem eftir lifi árs. Þannig sé mismunurinn um 22 millj- ónir og á sundstöðunum muni lauslega áætlað um 15 milljón- um á raunverulegum og áætl- uðum tekjum ársins. Ómar segir að verðskrá skíðasvæðanna verði óbreytt nú í vetur, hækkanir hafi ver- ið gerðar á síðasta ári og Blá- fjallanefnd hafi ekki gert til- lögur um breytingar nú. Skemmdir o g þjófnaður INNBROT í Hvassaleitisskóla uppgötvaðist í gærmorgun. Töluverðar skemmdir voru unnar í skólanum, auk þess sem ýmsum búnaði var stolið. Þjófamir höfðu skemmt og brotið sex hurðir í skólanum í leit sinni að verðmætum. Þeir höfðu á brott með sér sjón- varp, myndbandstæki og pen- inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.